Bjarki


Bjarki - 30.10.1899, Síða 2

Bjarki - 30.10.1899, Síða 2
eg set hjer þessa af því jeg lærði hana. Og eins þetta: Jeg vildi feginn verða að ljósum degi; á bis. 38. Þó önnur blöð taki kannske þær vísur þá verður Bjarki að láta sjer það lynda. Hjer er tæpiega rúm til að benda á það sem best er, því síð- ur til að tína það úr. Eftir dreingi sína mista hefur Páll kveðið þau heitustu saknaðar- ljóð sem jeg hef sjeð. Þau drjúpa á mann beran í dropatali og hver dropi brennir. Á hverri nóttu gröf jeg gref, get svo tekið af lokið svarta, örenda tvo jeg eingla vef ískalda mjer að heitu hjarta; lokið svo aftur legg jeg á líkkistur beggja sona minna; gröfinni aftur geing svo frá, grátleg er [>essi næturvinna. (og maður þakkar útgefandanum lyrir að hafa ekki eyðilagt perl- una, síðusta línuna, með því að setja þánkastryk á u«dan henni) Við þetta kvæði fær maður snöggvast svolitla vísbendíngu um, hvað höfundinum finst gott eftir sjálfan sig. Hann setur þar sem einkunnar orð fjórar línur úr vísum til Jóns alþíngismans á Sleðbrjót, sem Jiann sendir þegar Jón hafði mist son sinn: Ná veit jeg aungan þann nær eða fjær, náttrriyrkur dauðans því veidur, er svo er þjer handgeinginn svo er þjer kær að söknuðinn viljirðu ei heldur og svartnætti og andvöku og ein- veru o ; gröf og alt er þjer sársauka vekur; og nú verður einginsú gefin þjer gjöf frá gröfinni sem að þig tekur. Trúar og vonar og upprisu orð, alt verður hjartanu að kvölum; nákuldi dauðans það her fyrir 'oorð, þá barnið mans hvílir á fjölum. Einkunnarorðin eru aðeins fjórar línurnar seinustu, en við sjáum hve innilega hann finnur sorg vinar síns. Þegar sorgin dynur yfir hann ári síðar pínir sama kvölin sömu til- finníngar til að kveina með sömu orðunum. Sorg vina hans hittir hans eigin streing, þann streing, sem náttúr- an gaf honum til að sökkva með hans eigin sorg í grunnleysu glejmikunnar — þar sem hún lifir um cilífð —■ hún hittir hans eigin streing, hann á þennan eina, hann á ekki til skiftanna. Við hinir áttum kannske íil- finníngar sem fundu þetta, en verk- in sýna að við áttum ekki orðin. I.jóð Jónasar eftir Tómas Sæm- undsion og Jóns 01. cftir Kristján eru visin lauf hjá þessum og er þó fátt sem vi5 leggjum Ijúfar að brjóst! en þau. »Heim til að bjarga þjer h!e_. ti jeg skeið* bcitir níst- ndi 1 erri. þó þessi grein kunni að fylla fyrir mjer alt blaðið, neyðist jeg samt til að nefna stökurnar hm stúlkuna sem drukknaði: Hver er sá er situr seint á kvöídi kaldur á ísi hjá auðri vök, bíður þar og bendir að barmi vakar fyigdarlausri ferðastúlku? Og er ekki von að okkur, sem höfum vinaskifti eins og vistaskifti, þyki kynlegt að sjá Pál vera að kveða saknaðarljóð í mörg ár eftir Björn vin sinn Skúlason ? Við för- um þá nærri því líka að geta skil- ið þann sjaldgæfa eiginlegleika hjá Páli að geta hatað leingur en hálf- an mánuð. En náttúran, landið og æsku- stöðvarnar cru líka vinir sem Páll ann alshugar og yrkir um. það væsir ekki um Fjailkonuna í fáng- inu á honum. Er þetta ekki ynd- isfalleg vísa : En hvað hún er biíð á brún, björt og hýr í framan, á kvöldin svæft þá hefur hún hópinn allaa saman. Ljettar vísur og vel gerðar eru innan um alla bókina bæði fornar og nýar og mun aungum koma það á óvart. Hann snertir ekki jörð- ina þegar hann er á þeiin lcik. í’ar þarf einginn að reyna við Pál. Jeg er orðinn hissa á hans hátta- og ferðalagi, óska’ honum til andskotans og er mjer það þó bagi segir hann um seinlátan scndimann. Eða þá >Glæsir« sem allir kunna. í’ær vísur allar væru lýtalaust lista- verk ef to , 11. og 14. vfsan hefði verið vinsuð úr. — Stökur. Eg hef *c-.lt hann ýngra Rauð, er því sjaldan glaður. Svona er að vanta veraidar auð og vera drykkjumaður. Veldur gestagángur því, jeg geri sjaldan stökur. Kvennafar og fyllirí, ferðalög og vökur. eru heldur ekki slakar. »Eftir köst- in,« »Litli fossinn,* »Til Björns Pjet- urssonar,* og margt og margt íleira eru blóm sem aldrei íöln^. I flestum kvæðunum er eitthvað gott, eitt cða flciri ómeinguð korn, þó er ekki því að leyna að tölu-. vert er þar af ljcttmeti innan um og ekki finn jeg t. d. neitt í »Kúfu« (bls. 191) sem gefi henni rjett til að vera í svo góðum hóþ, og svip- að mætti- scgja um »Björn Snorrásou* (bls. 93). En jiau kvæði eru tiltölulega fá í saman- burði við hin. Yfir höfuð er safnið gott og margt í þv! stendur að aungu á baki því sem best er ort af_ þj iðskáldum okkár öðrum. Þetta er merkilegt safn og einkennilegt, meðal ann- ars að því leyti að nálega allar þess perlur eru tíndar upp af stjett- um og stígum þar sem aðrir troða ofan á þær og sáu þxr ekki eða litu ckki við þeim. Yrkisefnin eru nær eingaungu það sem vant er að kalla smámuni úr daglegu lífi, en Páll sýnir okkur svo glögt að við getum þreifað á, að þar vantar hvotki fegurð nje gæði, okkur vant- ar aðeins augu til að sjá. Og svo natinn er hann við blcíin- in sín og fiðrildin í blaðvarpanum að iman lítur ekki við þó pólitíkin þeysi um hlaðið með alla heims- ósómana í halarófu. Hann brosir bara í kampinn og lofar öðrum að vinna sjer frægð af að fást við þá fugla. Jeg verð að minnast ofurlítið á »Tfmann« (bls. 236) sem við þekkjum úr Snót síðustu. Jeg var einmitt hálfhræddur við að fá of- t margt í bókinni af þessháttar lík- fngaljóðum, ekjri af því, aö þær vísur sjc ekki góðar, beldur af hinu að mjer finst altaf þessar út- vöðnu og sinteygðu samlíkíngar vera arfagóss þeirra Gríms og Valdimars sem þeir rnegi eigna sjer Iivar sem það hfttist. En af því er lítið í þessari bók og þyk- ir mjcr vænt um. Páii er viðbrugðið fyrir rímsnild og veit kamíngjan að það er að verðleíkum. Það er galli á mörg- um góðum vísum bæði hjá Breið- fjörð og öðrum að fyrri hlutinn er einn heljarmikill hortittur, rekinn þar aðeins svo seinni hlutinn hafi eitthvað að díngla á. Það kallar Pál 1 »að prjóna framan við« og er ekki gott 4Ö fiuna betra orð yfir það. Það er oft einginn hægðar- leikur að sjá hvar prjónað er fram- an við hjá Páli, að minsta kosti er þar þá vel bætt saman Allur frágángur bókarinnar er prýðilegur hjá Jóni Olafssyni og iná Jón vel vera rnontir.n af því. l’ar hefði cingin bróðurhönd gert bet- ur. Prentvillur eru nær aungar, síst svo þær brjáli nokkru; þó á líklega að standa á bl. 71 í 3. línu í »Drcingirnir mínir* »súlur brostn- ar« í stað »brotnar« rímað við »festar«. En slíkt cr ckki teljandí. Bókin mun eignast bæði marga vini og góða og hún á það skilið. Eins og menn sjá á auglýsíngu L.árusar Tómassonar hjer aftar í blaðinu, kostar bókin 2,75 ti! ný- árs, svo menn ættu að hraða sjer áður cn hún hækkar. Hroðasaga að vestan Trolari enskur hvolfir báti með 5 — 6 mönn um o g 3 drukkna, en Hannes Haf- steinn sýslum. og bæarfóg. kemst nauðulega lífs af og einn maður eða tveir mcð h o num. Sagan um þennan atburð og þessar samviskulausu víkíngsaðfarir botnverpsfngsins hefur borist híng- að austur í brjefum, og þó að sög- unni beri ekki að öllu saman, þá sýnist svo milíið víst í þessu, að Hannesi sýslumanni hafi verið gerð orð um það á Isafjörð af Dýrafirði að botnverpíngur enskur lægi þar og trolaði dag eftir dag. Hannes bregður þegar við, fer til Dýra- fjarðar og fer á skipi við 5. cða 6. mann út að botnverpíng'num. Endalokin sýnast hafa orðið þau að botnverpíngurinn hafi á einhvern hátt hvolft bátnum undir mönnun- um og þrír mennirnir drukknað þarna en tveir eða 3 bjargað sjer eða verið bjargað og þar á mcðal Harínesi sýslumanni. Ein sögnin segir að þetta geingi svo til að báturinn legði að botn- verpíngnum, en undir eins og skip- menn sæi sýslumann, reyndu þeir með staungum og öðru að stjaka bátnum burt og meina þeim upp- gaungu. Það dugði þó ekki, því hinir geingu fast að og þá gerir botnverpíngur sjer lítið fyrir, snýr til og setur skrúfuna á bátinn og hvolfir honum og fer svo frá öllu saman þó hann sæi mennina þar f opnum dauðanum. En svo er sagt að bátur kæmi úr landi sem sæi aðfarirnar og bjargaði sýslu- manni og hinum í síðasta vetfángi. En önnur sagan segir trolararnir hafi bjargað mönnunum en fleygt þcim svo þrælslcga niður í bátinn sem úr landi kom að sýslum. íTafi meiðst að mun og verið færður til lands f aungviti. Önnur sagan segir að þcir hafi náð nafni og heimili botnverpings- ins, en því mótmælir hin sögusögn- in harðiega. Hjer leikur því á ýmsum sögn- um, cn svo mikið sýnist vera víst að trolarinn hafi beinlfnis af ásetn- íngi eða þá af þrælslegasta hirðu- leysi banað hjar þrem mönnúm og stefnt hinum í Öpinn dauða. Hjer er því orðið við hrema vík- ínga að eiga og væri óskandi að nafn og tala skipsins hafi náðst svo einhver von geti verið um að þessir karlar gæti feingið nokkra ráðnmgu. En hvort sem er, verður landið að finna upp cinhver ráð til að tryggja betur cn nú er gert st'jrf og líf þcirra mann sern gæta eiga reglu og laga fyrir þessum út'.cndu meinvættu n.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.