Bjarki - 06.01.1900, Blaðsíða 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr.
borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr.
borgist fyrirfram).
BJARKI
Auglýsfngar 8 aura línan; mikill af
sláttur et oft er auglýst. Uppsögn
skrifleg fyrir 1. Október.
V. ár. 1 Seyðisfirði, Laugardaginn 6. Janúar 1900
Xrið 1900
Gaman gæti það auðvitað verið
og fróðlegt líka, að gera áætlun
fyrir árið sem nú er að byrja, hvern-
ig það muni verða í heild sinni,
og hver áhrif það muni hafa á hag
landsins og okfcar allra.
En þó einhver væri nú s^o sann-
fróður að hann gæti skrifað sögu
nýbyrjaða ársins nú í dag og haft
hana hárrjetta, þá væri í rauninni
miklu minna gagn að því cn mað-
ur skyldi halda í fljótu bragði.
Auðvitað væri gott að vita það
fyrírfram að von væri á mok-
fiski, ágætis sumri eða öðrum höpp-
um og eins að fá vitnesku um ó-
höpp sem mæta kunna, svo viðbún-
að megi hafa til að taka mannlega
á móti þeim.
En á hina hliðina er vansjeð
hvort góðærið sjálft eða harðærið
er aðaiatriðið til að skapa ástand
og hag manna; fyrirhyggjulitlum
imanni verður góðærið oft lítils virði
og sumir eru jafnvel ver farnir eft-
ir gott ár en vont. Aftur sjer
harðærið furðu lítið á hagsýnum
fjTÍ rhyggjumanni.
Þetta er af því að eitt ár gott
eða ílt ræður miklu minna um hag
manna heldur cn hitt, hvernig menn
hafa komið sjer fyrir og högum
sínum til að mæta hvorum tveggja.
Þess vegna er minna gagn en
virðast mætti að vita hvernig eitt
ár vcrður, því við verðum hvort sem
er að miða allar okkar þýðíngar-
mestu athafnir, ekki við eitt ár,
heldur við 10 til 20 ár og þá hef-
ur eitt ár hart eða gott miklu minni
á!:rif á hag okkar en ella.
Oss væri því miklu betri greiði
cf einhver gæti sagt okkur hvern-
ig við eigum að færa okkur árið
sem best í nyt, hvort sem það verð-
ur vont eða gott, heldur en þó
hann gæti sagt okkur hvernig það
yrði.
En hvorki er nú að búast við
því, að ncinn verði til að segja
okkur þetta, síst um öll okkar mál,
og því síður mundi þurfa að gera
ráð fyrir að honum yiði trúað þó
hann rjeði okkur einmitt það sem
hollast væri og rjettast.
Síst af öllu er það aitlunarverk
þessarar greinar að leysa þennan
hnút eða höggva hann, en á hitt
má benda, hver vegur virðist greið-
astur til að ná því takmarki að færa
sjer nýa árið sem best í nyt.
Allir munu nú á það sáttir að
aðalatriðið sje þar að leggja sem
best fram krafta okkar og neyta
þeirra sem haganiegast. En þetta
er auðvitað ekkert svar, nema oss
sje sagt um leið, hvernig vjer eig-
um að neyta þeirra svo vel sje og
þar rekur aftur að sama hnútnum.
En eitt er ljóst, að ef vjer eig-
um að geta varið kröftum okkar
betur árið 1900 en árið 1899 þá
verðum vjer fyrst að gá að, hvar
vjer höfum neytt kraftanna oss til
gagns 1899 og hvar vjet hofum
legið á liði voru eða gert oss tjón.
lJetta hljótum vjer aftur að sjá
glöggvast ef vjer gætum að, hvern-
ig vjer höfum starfað að nauðsvnja-
málum vorum og hverjar orsakir
liggja til brestanna ef þeir annars
eru nokkrir.
Tökum til dæmis þrjú stórmál,
sem líkindi eru til, að farið gæti
betur úr hendi en þau fara nú:
stjórnarskrármálið, landbúnaðarmál-
ið og eflíngu fiskiveiðanna.
Ekki vantar að kraftarnir hafa
verið reyndir í stjórnarskrármálinu,
en svo hefur þeim verið beitt þar
að því hefur lítið miðað, og þó tr
þetta litla sem því hefur miðað ein-
mitt bendíng um það hvernig vjer
cigum að nota kraftana þar. Eing-
inn mun neita því að Valtýsstefnan
hafi átt ólíkuir. mun fleiii fylgis-
menn um aít land 1' þínglok '99 en
í þínglok '97. þar má nú kannske
þakka nokkuð máíefninu og hve vel
því var fylgt, en hitt skifti vafa-
laust mestu að sá hlutinn var sá
eini flokkur sem hafði nokkra stefnu
og vissi hvað hann vildi. Mót-
stöðumennirnir voru tvístruð hjörð,
ckki sammála um nokkurn skapað-
an hlut og toldu saman á því einu
að vera þrcskuldur í vegi. Auðvit-
að var það líka samheldni fyrir sig
og sigraði í það sinn með töflumun,
en öllum mun ljóst að einginn flokkur
nje þjóð geti lifað til leingdar á
því að vera aðeins þröskuldur.
Ef vjer því viljum læra af síð-
asta árs stnði að verja vel kröft-
um okkar vtð kosníngarnar næstu,
þá eiguin vjer að velja þá eina
menn sem hafa einhverja stefnu í
málur.um og áhuga á að fylgja henni.
l’eim verður citthvað ágeingt en
hinum aldrei, hverjir snillíngar sem
þeir eru í þeirri list að vefjast
fyrir.
Myndi ekki stefnu- og samtaka-
leysi lfka hafa verið aðalmein bún-
aðartnálanna? Reynt ýmist með
búnaðarstyrk, búnaðarlánum og nú
f sumar með útflutnfngsverðlaunum.
Alt lítið undirbúið og mikið tii út
f bláinn; þar hefur því gángurinn
verið lítill, og þó má óhætt segja
að öll þjóðin óski landbúnaðinum
blómgunar. En svo nauðafítill hef-
ur skilnfngurinn á samheldni og
undirbúníngi verið, að menn hafa
ekki haft hugsun á, að kynna sjer
jafn gott rit og búnaðarrit Her-
mans Jónassonar sannarlega er.
Aðrar búnaðarþjóðir, t. d. Dan-
ir, Holllendíngar, Svíar o. fl. hafa
valið úr þær greinar búnaðararðs-
ins, sem líklegastar voru til að þola
samkeppnina á markaðinum, hlynt
að þeim, bætt þær og efit með
samtökum og lögum og unnið sjer
stórfje. Þetta eigum vjer líka að
gera og þvt er alsherjarbúnaðarfje-
lagið vafalaust spor í rjetta átt, því
það ætti að efla samvinnu og
hugsun.
Aftur eru útflutníngslaunin ógur-
legt handahóf. Eru nokkur Ifkindi
til þess að við getum rutt smjeri
okkar braut að markaðinum þó við
ættum nokkuð að ráði til að flytja
út? Lá ekki nær að greiða fyrir-
fjársölunni sem hefur þó rutt sjer
braut, þó ógreið sje?
I þessu máli sýnist stefna og
samvinna vera eina lífsskilyrðið og
væri vel ef þetta ár gæti þokað
okkur í þá átt.
Lakast af öllu höfum vjer varið
kröftunum þar sem fiskiveiðarnar
eiga í hlut. Nálega hvergi reynt
að þreifa fyrir okkur og taka hönd-
um saman, og löggjöfin sama sem
ekkert gert til að glæða samtök í
þá átt. Lánið til þilskipakaupa
verður varla talið. í’að sá aðeins
svolítið á við Fáxaflóa síðasta fjár-
hagstímabil af því lánið lenti a!t
þar. Hitt aðalatriðið látum vjer
nærri óhreyft: hvort vjer eigum
hcldur að berjast fyrir vorum gömlu
veiðiaðferðum þángað til við hor-
fóllum með þeim, cða reyna til að
nota hinar nýrri og reyna að lafa
á þjóð.unum í krfng.
Um þetta er varla skrifuð grein,
og svo sorglcgt er ástandið að
þeir staðir eru til á Iandinu að
tveir menn roéga varla tala um
þatta mál mínútu leingur svo að
ekki lendi f illyrðum og heift. I’ar
kemur og sama hliðin fram sem í
stjórnarskrármálinu: Aandstæðíng-
ar binna nýu tilrauna hafa það eitt
sameiginlegt að ónýta allar breyt-
ínga tilráunir.
Saga þeirra þriggja mála, sem
hjer hafa verið nefnd sem dæmi,
bendir því á það, að tortryggni,
sundrúng og stefnuleysi sje okkar
aðalmein. En floti Færeyínga, og
að því leyti til líka mörg fyrirtæki
sjálfra vor sýna oss, að vjer eig-
um næga krafta til að bjarga okk-
ur ef vjer hefðum lán og lag á
að beita þeim.
Vest af öllu cr að sundrúngin
sýnist ekki fara mínkandi utn þess-
ar mundir og tortryggnin ekki
heldur.
Ekki er samt vert að leggja árar
( bát fyrir það. Kannske giaðnar
yfir útsýninu á þessu ári svo að
brúnin á nýu öldinni verði bjartari.
Gleðilegt ár upp á það:
ú r n o rð r i n u.
(Niðurl.)
En nú býst jcg við að surr.ir
segi: Við höfum ckkert við stærri
bánka að gcra. Aukin penínga-
velta eykur bara óhóf og eyðslu.
Menn kunna hjer ei tneð pcnínga
að fara«.
Jæja, ef svo er, ef ekki er leggj-
andi út í að kcnna þjóðinni að nota
penínga, þá er ekki annað en leggja
árar í bát og hætta að tala um
íslcnskar framfarir. Hætta að lát-
ast vilja verða sjálfstæð þjóð, og
biðja þá Sigtrygg okkar að sækja
okkur og flytja okkur til Ameriku,
og lofa honum að vera þægir við
kosníngarnar ef við fáum nóg
hvysky (sbr. sögu Gunnsteins Eyj-
ólfssonar í Eimr )
Við trúum þá ekki á sjálfa oss,
trúum ekki á framtíð Iandsins, og
ættum þá bara að segja og sýngja:
»Aftur í legið þitt forna að fara
fóðurland áttu og hníga í sjá«. •
* * 11«.
Svona hugsum við nú margir upp
í dölunum þegar við erurn að brjóta
heilann utn peníngaleysíð. Okfcur
blöskraði mörgum þegár alþíngi