Bjarki


Bjarki - 14.04.1900, Qupperneq 1

Bjarki - 14.04.1900, Qupperneq 1
Eitt blað á viku minst. Árg. 3 kr. borgist fyrir 1. Júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Auglýsíngar 8 aura. iínan; mikill af sláttur et oft er auglýst. Uppsögn skrifleg fyrir 1. Október. V. ár. 15 ■' Seyðisfirði, Laugardaginn 14. April 1900 Póstar. 13. Apríi. Norðanpóstur kemur. •s- — (eða 14.?) Vopnafj.póstur fer 16. — Sunnanpóstur kemur. S. d. — Aukapóstar fara til Borgarfj. Loðm.fj. og Mjóafjarðar i7- — Vesta kemur norðan fyrir land, fer suður um fjörðu og utan. 19. — Mjölnir, kemur frá útlöndum um Suðurfjörðu, fer norður um til Sauðárkróks 20. — Hólar, á fyrstu hríngferð: frá Rvík austur og. norður um til Eyjafjarðar. 22. — Egill frá útlöndum, um Suð- urfjörðu, norður um hafnir ti! Eyjafjarðar. 27, — Mjölnir að norðan, suður um fjörðu og utan. 29. — Norðan- og Sunnanpóstar fara. 3°. — Egill kemur að norðan. líppboð. Eftir beiðni Guðmundar Ivlagn- ússonar á Skálanesi verður íbúðar- hús hans og rjettur ti! túnbletts í kríngum það, ef viðunanlegt boð fæst, seít hæstbjóðanda við opin- bert uppboð, sem haldið verður þar á staðnum Mánudaginn 23. Apr- ílmánaðar næstkomandi Húsið er 10x8 ál. og 7 á! á hæð, úr timbri, steypt í "bindíng, með kjallara og eldavjel. Túnbletturinn er c. 21!^ dagslátta að stærð, umgirtur á 3 vegu með tvfhlöðnum 2 á!na grjót- garði; hann er ekki fuilræktaður enn og af honum feingust síðasta sumar 20 hestar af töðu. Söluskilmálar og grunnleigusamn- íngur verða til sýnis hjer á skrif- stofunni viku fyrir uppboðií. Borg- unarskilmálar vægir. Húsið verður laust til fbúðar á krossmessu. Skrifstofu N.-Múlasýslu 24/3, 1900. Jóh. Jóhannesson. Brjef til N. N. frá Guðmundi Friðjcmssyní. (Niðurl.) Prófasturinn sagði þetta, og fjekk lófaklapp fyrir: »í’að er betra að verða eftir rneð Vagni en flýja með Sigvalda«. jeg gaf honum þau svör á múti, að Sigvaldi hefði cig- inlega ekki annað gert en það, sem ræðumaðurinn sjálfur gerði, þegar hann sneri heim aftur frá Ameríku. Báðir hættu við áform sitt, vegna þess að þeim lcist ekki á blikuna; enda væri það lángt um rjettara, að snúa aftur frá augljósri ófæru, eins og Sigvaldi gerði, en að lenda á flæðiskeri, verða bundinn eins og þræll, horfa á dráp fjelaga sinna og þiggja seinast líf og verða miskunnarmaður eins og Vagn henti — í fundarsamþyktinni var skorað á þjóðina, að kjósa þá menn eina á þíng, sem fylgdu fram »hinni endurskoðuðu stjórnarskrá«, eða eitthvað í þá átt fjellu orðin. Þessu mótmælti jeg harðlega. jeg hjelt því fram, að eins og jeg fyrir mitt leyti vildi fá þá menn á þíng, sem væru föðurlandsvinir, hæfileika og áhugamcnn, hverja skoðun sem þeir hafa á stjórnarskrármálinu, cins ættu andstæðíngar mínir að sýna jafnt frjáslyndi og slcppa þessu skilyrði. Jcg benti á, að hagur þjóðarinnar væri svo bágborinn, í ýmsum greinum, sem liggja alvcg utan við allar stjórnarskrárstefntir, að nóg verkefni væri fyrir hendi og það væri rángt að hafna góð- um kröftum, þar sem svo margt væri að gera, en hinsVegar líklegt, að eingin stefna í stjórnarskrármál- inu mundi sigra fyrst um sinn. Einn merkasti maðurinn í mót- stöðuflokknum hvísléði að mjer, að þetta »ætti« svo að vera, en það »d y g ð i 1 ekki að praktísera það. — Hann hefur víst viljað »varpa vígroða« á b a r d a g a v e 11 i n a og gera afsláttarhugann og hálfieikann útlægan og óalandi, ófeijandi. l'!ú bregður mjer um skoðana- skifti, segist »hata Dani« og læt- ur mig vita, að Stefnir sje að skop- ast að mjer. Jú, jeg les Stefni. En hvort sem þú trúir því eða ekki, þá býst jeg ekki við, að hlaða fallbyssu á randafiugu, þótt hún flögri að mjer og sýni mjer brodd sinn. — Um hatur þitt á danskinum er það að segja, að það er í alía staði ógnarlega ópraktískt, eins og flest annað, sem loðir við okkui lslend- ínga, og rnun það aldrei tii enda- lausustu eilífðar þoka ökkur hærai- fcti áleiðis til fyrirheitna . landsins,- iar sem menningin ríkir -og sælan. Gcturðu bent injer á nokkurn mann, sem er altaf á einni og s 'unu skoðun á öllum stigum þroska síns og aldurs ? — Jafnvel B. Sveinsson hjelt fram stjórnarbótarhugmynd sinni í ýmsum myndum: Og þótt jeg hafi einhverntíma bitið mig í sporðstyrtlu flónskunnar, tel jeg mjer óskylt að halda því takí um aldur og æfi. Umræðurnar stóðu 4 — 5 klt. — f*eir sem töluðu móti Valtýskunni voru þessir: Pjetur á Gautl., sýslu- maðurinn, prófasturinn á Skútustöð- um, Björn í Ærlækjarseli og Bene- dikt Björnsson realstd. í Garði í Kelduhverfi. Honum svaraði jeg al- drei fyrir þá sök, að áður en hann tók til máls, var jeg búinn að geta þess, að jeg mundi ekki standa upp aftur; því að nýar röksemdir myndu varla koma fram á hvoruga hlið. þetta reyndist satt. Benedikt tal- aði áheyriiegast þeirra allra og lángt erindi, en öll sú ræða var aðeins endurteknig þess, er hinir voru búnir að segja. En .líklega hefir þú heyrt, að jeg hafi eigi treyst mjer til við ræðumanninn og þess- vegna þagað! Jeg skal nu ekki þreyta þig á leingra brjefi. Þú mátt fella verð á mjer ef þú vilt fyrir framkomuna. Jeg kæri mig kollóttan, þótt jeg sje eða verði talinn minni maður fyrir vikið. Jeg fylgdi bara sann- færíngu minni. Hún segir mjer, að þessi stefna í málinu muni verða vesalíngs þjóðinni okkar til gagns, ef hún nær fram að gánga. Jeg vissi fyrir fram, að jeg mundi verða í minnihluta. En þ a ð Iiggur mjer í Ijettu rúmi. Jeg hef fyrri verið fáliðaður — og býst við, að svo muni verða framvegis. Þetta segi jeg að endíngu: Ham- íngjan góða hjálpi veslíngs þjóðinni okkar. Einginn maður má liggja á liði sínu, sem nokkurs er megn- ugur, Þjóðin verður að vaka og starfa heima á bæjum á þjóðgatna- mótum. Og eitt er víst: að hætt- an, sem vofir yfir þjóðinni, er heimalin; hún er ekki innflutn- íngsvara, hcldur er hún sprottin upp í hugskoti þjóðarinnar. Hún heitir ekki Valtýska — heldur þjóðfylgja. Guðmundur Fríðjónsson. Ti! Jóns í Jeg get ekkí súngið nein sólatijóð, því svalt ct utr> þessar mundir og stormurinn brýnir sín hásu hljóð og hrannirnar taka undir, en fjúkviðris-bóistra fliikkuþjóð er fylkt yfir hæðir og .grundir. f’eír koma að norðaustan lánga leið og ieggjast á skammsýni mína, og vestur á himininn skopa skeið svo skinið og yiurinn dvína; því geislarnir fara á ríngulreið og rakleiddri skrúðgaungu týna. Er suðræni andinn um foldina fer á fjúkinu unninn er bugur. l’á kemur á daginn, að ylríkur er hinn eilífi vortíðar-dugur. En jafnvel í hríðinni sólgeisla sjer þinn sjónhvassi, arnfleygi hugur. Jeg veit að þjer tíndrar oft bálför um brár, þau brenna þar, sorg þín og kvíði, i) Kvæði þctta var flutt í samsæti, er þeim hjónura var haldið að Sylti* fjalli Aður en þau fluttu úr Aðaldal austur í Seyðisfjörð.

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.