Bjarki - 17.01.1901, Blaðsíða 2
6
kjördæmi. Það mætti gera hvert amt eða
hvern landsfjórðúng að kjördæmi út af fyrir
sig með þíngmannatölu í hlutfalli við fólks-
fjölda. Af 30 þíngmönnum kysi t. d. einn
landsfjórðúngurinn 6, annar 7, þriðji 8, og
fjórði 9, eftir mismunandi fólkstölu. Þá væru
eingin vandkvæði á því, að kosníngar færu fram
í hverjum hreppi og hlytu þeir kosníngu sem
flest feingju atkvæðin.
Hver landsfjórðúngur hefur ýms áhugamál
út af fyrir sig, svo að þessi breytíng ætti að
því leyti vel við. Sje miðað við núverandi á-
stand, þá má færa margar hinar sömu ástæð-
ur fyrir þessari breytíngu sem amtmaðurinn
færir fyrir þeirri tillögu að landið verði eitt
kjördæmi.
Sumir halda því fram að kaupstaðirnir eigi
að eiga fulltrúa fyrir sig á þínginu og það er
í sjálfu sjer sanngjarnt að svo væri. En þá
breytíngu má vel samrýma við það, að gera
landsfjórðúngana að kjördæmum. I hverjum
landsfjórðúngi er einn kaupstaður og hann
gæti þá sjerstaklega kosið einn af fulltrúunum
á hverjum staðnum fyrir sig. Fólksfjöldinn í
kaupstöðunum öllum til samans mun nú vera
nálægt 9 þúsundir; það er nær x/8 hluti allra
landsmanna. Eftir þvf ættu kaupstaðirnar að
eiga á þfnginu aðeins 3—4 atkv., eins og nú
stendur, en fólksflutníngur til kaupstaðanna fer
árlega vaxandi, svo að vel má búast við, að
eftir nokkur ár verði % hluti landsmanna kaup-
staðarbúar og þá ættu þeir rjett á 5 atkv. af
30, svo að Rvík gæti feingið 2 fulltrúa en hver
hinna kaupstaðanna 1. Reykjavík yrði samt
fyrir hallanum og það stórkostlega, því að til-
tölu við fólksfjölda ætti hún nú að hafa 7
atkv. þar sem Seyðisfjörður, sem er fámenn-
asti kaupstaðurinn, hefði 1.
4. er rjett út af fyrir sig og stendur ekki
í beinu sambandi við hitt.
Um 5. atriðið er áður talað.
6. er stór breytíng og að öllu leyti sam-
kvæm því sem vera ætti. En það stendur í svo
nánu sambandi við 3. og 5. atriði í breytíng-
artillögunum aó það fellur eða stendur með
þeim Þó má hugsa sjer, ao einstökum mál-
um yrði skotið undir atkvæði þjóðarinnar þann-
ig, að við þíngkosníngar væri beinlínis geingið
til atkvæða um þau sem flokksmál. Stjórnin
yrði þá að lýsa yfir því um Icið og fyrirskip-
aðar væru nýar kosníngar, hver þau mál væru
í hvert sinn, og ákveðin tala þíngmanna gæti
haft rjett til að krefjast þess að viss stórmál,
scm snertu jafnt alla þjóðina, yrðu á þennan
hátt borin undir atkvæði hennar við kosníng-
arnar. Nú síðast hefði t. d. verið geingið til
atkv. um allt iand um stjórnarskrármálið; cins
jafnvel um bánkamálið og ritsímamálið.
Um 7. og 8. atriðið er ekkcrt sjerstakt að
sfgja, því þau standa í beinu sambandi við höf-
uðbreytíngarnar, sem talað hefur verið um hjcr
á undan.
Ö r n i n n.
Orninn, hann flýgur svo hátt, svo hátt,
— hciðskírt cr loftið og fagurblátt
og silfurtær sjórinn undir. —
Hann sjcr yfir fjöll og fjörð og ós,
— um fjallkollinn dansar Sólarljós,
en niðri’ á grundinni grætur rós —
um glóandi inorgunstundir.
Hann hefur svo stóran, sterkan væng,
hann stígur svo snemma á morgni úr sæng,
og höfði mót skímunni hreykir.
Hann heimsækir upptök þín, hreinasta Iind,
hann heilsar þjer, nýrunni dagur, við tind,
hann drekkur í sólroð hinn síúnga vind
sem svefni af landinu feykir.
Til þess að metta sitt mégn og hug
til morgunsins sækir hann kraft og dug
og stál í vængina stinna.
Hann beinir flugi yfir lög og láð,
hann lítur svo márgt sem er hvergi skráð;
í loftförinni’ háu, í leit eftir bráð
er leikur að tapa og vinna.
Um veglausan geim er hans vegur beinn,
hann, víkíngur loftsins, hann flýgur einn
en hinir í stórum hópum.
Við fjörð og dal er hann friðar án,
hans ferill um sveitina er blóð og rán,
en ókleifa bjargið er líf hans og lán
svo lángt ofar dalsins ópum.
Útsala Thorvaldsens-fjelagsins.
Skýrsla fjelagsins.
Eins og mörgum er kunnugt, gerði Thor-
valdsens-fjelagið síðastliðið sumar dálitla til-
raun til að koma á sölu á íslenekum iðnaði.
>Basarinn< eða útsalan byrjaði 1. júní og voru
þá að eins örfáir munir til sölu, en brátt kom
það í ljós, að furðu mikið seldist af þeim mun-
um, sem voru laglega tilbúnir og með sann-
gjörnu verði. Þegar það fór að frjettast að
nokkuð seldist, fjölgaði mununum óðum og
seldist í júní fyrir c. 400 kr., í júlí fyrir c.
1500 kr., í ágúst fyrir c. 800 kr., og eftir það
til þessa dags fyrir c. 600 kr. Þetta eru að
vísu ekki stórar upphæðir en þó gekk salan
betur en fjelagið hafði gert sjer von um.
Silfursmíðar hata geingið vel út, bæði gamlar
og nýar, einkum þó gamlar eða smíðaðar eft-
ir gömlum mótum Mikið hefur lika selst af
vetlíngum og sokkum, ullardúkum og tvöföld-
um og einföldum hyrnum, en komið hefur fyrir,
að vetlíngar og sokkar hafa verið illa lagaðir
og það staðið þeim fyrir sölu. Karlmannsfata-
efni, einlitt, mjúkt og þykkt hefoi mátt selja,
ef til helði verið; það litla, sem kom á »Ðas-
arinn af því tægi seldist fljótt. Nokkuð hefur
selst af hvítum vaðmálum og öðrum vefnáði
svo scrn glitábreiðum (áklæðum), salúnsábreið-
úm og svuntudúk, sem þó hefur þótt heldur
dýr; velvandaðar hannyrðir seljast nokkuð.
Smiðisgripir úr trje og horni hafa fáir verið
til, nenia spænir og tóbaksbaukar, sem hafa
selst' vel, hafi þeir verið vel gerðir. Dálítið
af gönilum stokku.u og öskum hefur komið á
»Basarinn«, einnig nokkuð af nýum útskornum
munum og allt selst nema fáeinir munir, sem
voru of dýrir. Oit hcfur það staðið fyrir sölu
á vaðmálum og dúkum, að eigandinn hefur á-
skilið, að sclja ætti allt stykkið í einu. Verð
á hvítum vaðmálum hefur vcrið 1 Ur. 10 a. til
1 kr. 50 a. alin; karlmannsfatacfni 1 kr. 60 a.
til 2 kr. 50 a. alin; sokkar frá I kr. til 2 kr.
50 a.; fíngravetlíngar frá l kr. 25 a. til 2 kr.
75 a.; belgvetlíngar frá 75 a. til 2 kr. 50a.; ein-
faldar hyrnur 3 til 4 kr., tvöfaldar hyrnur 5
til 8 kr. Nálægt 1000 munir hafa selst á
»Basarnum«.
Nú er í ráði að leigja betra húsnæði á fjöl'-
fórnum stað og gerir fjelagið sjer von um að
salan hcldur aukist og mun gera sitt til að
efla hana. Akveðið er að halda útsölunni op-
inni allt árið.
Landssjóðstekjur
úr Norður-Múlasýslu og Seyðisfjarðarkaup1-
stað 1900.
1. Abúðar-og lausafjárskattur Kr. 3386,28
2. Húsaskattur — 556,50
3. Tekjuskattur — 1050,25
4. Aukatekjur . . — 3153-30
5. Erfðafjárskattur .... — 1025,37
6. Utflutníngsgjald . . . , — 3025,56
7. Vínfángatollur .... — 11215,95,
8. Tóbakstollur — 7524.50
9. Kafft- og sykur-tollur . 10. Ovissar tekjur (gjald fyrir — 14552,90
vínsöluleyfi) — 3600.00
Samtals ; Kr. 49090,61
Seyðisfirði 17. jan. 1901.
Veðrið hefur verið fyrirtaksgott undanfarna viku,,
stöðug blíðviðri, svo að menn muna ekki aðra eins
tíð um þetta ieyti árs.
1 vikunni sem leið var Lagarfljót orðið alautt út
á móts við Kirkjubæ og flóði yfir bakkana einsog
á vordegi; allar ár í Hjeraði höfðu þá rutt sig.
Róið hefur verið við og við hjer utanaf byggðinnir
en afli er nú sagður nær einginn.
31. des. síðastl. afhenti sjúkrahúsnefndin hjer í
Seyðisfirði bænum spítalann og tók bæjarstjórnin
víð honum, með ölluin útbúnaði og peníngum þeiin
er í sjóði voru, fyrir bæjarins hönd. Reikníngar
spítalans verða birtir síðar hjer í blaðinu.
Á öðrum stað hjer 1' blaðinu stendur auglýsíng um
sjúkrahús Seyðisfjarðar frá forstöðunefnd þess, en í
hana eru nú kosnir af bæjarstjórninni þeir Krist-
ján Kristjánsson læknir, Eyjólfur Jónsson skraddari
og Sig. kaupmaður Jóhansen. Gjaldkeri spítalans
er Árni Jóhannsson bæjargjaldkeri.
Hfngað í sýsiuna og kaupstaðinn hefur í ár verið
flutt inn: Af öli 22196 pottar, af brennivíni 8*>
24481 pt., af brennivíni i6°ii7 pt., af rauðvíni og
messuvíni 902 pt., af öðrum vínfaungum 2858 pott-
ar og 2429 flöskur. Af bitterum 140 pelar. Af tó-
baki 13721 pd., af vir.dium 42900, af vindlíngum
3100, af kaffi 33117 pd., af export 19220 pd., af
sykri 186384 pd.
Aldamótasamkomur hafa vérið haldnar til og frá
hjer eystra. Á Vopnafirði hjelt síra Sigurður Si-
vertsen kvöldsaung á gaínlárskvöld og i eftir talaði
Jón læknir Jónsson um aldamótin. Borgfirðíngar
hjeldu samkomu á þrettándadagskvöld og fluttu
þeir þar ræður síra Einar Vigfússon og sira Stefán
Sigfússon. Á Hjeraði hafa einnig verið haldnar
samskonar samkomur og veislur, eða eru í undir-
búníngi; eina bjelt Runóifur búfræðíngur á Hafra-
felli einn og bauð til hennar flestum eða öllum
bændum úr Fcllum.
Á fmitudaginn var voru á tvcim stöðum hj.es í
✓