Bjarki


Bjarki - 16.02.1901, Blaðsíða 3

Bjarki - 16.02.1901, Blaðsíða 3
25 Hallgrímssonar fyrir Seydisfjords Dampfiskerisel- skab yfir útsvari þess — borið þau ósannindi á nefnt fjelag, að það hafi í fyrra aflað »að minstakosti nokkuð yfir 100,000 krónur* þrátt fyrir það að fje- lagið hefur upp á æru og samvisku skýrt niðurjöfn- unarnefndinni frá því, að nefndur afli þess hafi ekki verið meíri en 80,000 krónur öll umsetníngin eftir hæstu prísum hjer á Seyðisfirði; og vænir því þessi meiri hluti niðurjöfnunarnefndarinnar nefnt fiskifje- lag um ránga skýrslu. Auk þess ber þessi meiri hluti nefndarinnar þau ósannindi fram, að nefnt fiski- fjelag selji sjálft fisk sinn á hinum útlenda markaði, sem eru hrein og bein ósannindi, þar eð það er bæði kunnugt herra bæjarfógetanum og öðrum, að Verslunarfjelagið Örum & Wulff í Kaupmannahöfn selur fisk fjelagsins, og hefur þar af venjulegan hagnað, en ekki Seydisfjords Dampfiskeríselskab. Og Ioks eru það og ósannindi hjá þessum meirihluta niðurjöfnunarnefndarinnar, að fiskifjelagið hafi »óef- að hagnað af því, að kaupa hásetahlutina«. Undir þessum ósanna áburði meiri hluta niðurjöfnunarnefnd- ar kaupstaðarins, er kemur fram sem ástæður fyrir hinu rángláta útsvari, get jeg sem Disponent Seyd- isfjord Dampfiskeriselskab eigi legíð, og neyðist því til þess, að biðja hina heiðruðu sáttanefnd í Brim- nes sáttaumdæmi, að kalla nefndan meirihluta nið- urjöfnunarnefndar kaupstaðarins, þá herra Iæknir Kristján Kristjánsson, sýsluskrifara Árna Jóhannsson og Stefán I. Sveinsson, alla til heimilis hjer í kaup- staðnum, ásamt mjer undirskrifuðum, fyrir sig til þess að reyna til að fá þá til að taka hin kærðu ó- sannindi aftur, borga hæfilegar sektir og tilkostnað- inn við þessa sáttaumleitun. En komist eigi sátt á bið jeg 'málinu vísað til landslaga og rjettar. Þess skal að endingu getið, að jeg mun framleggja vottorð minnihluta niðurjöfnunarnefndarinnar af dags dato á sáttafundinum, máli mínu til sönnunar. Seyðisfirði þann 16. janúar 1901. Fyrir hönd Fiskiveiða gufuskipafjelags Seyðisfjarðar. F r. W a t h n e. Formanni niðurjöfnunarnefndarinnar og hr. Fr. Wathne kom saman um að útkljá þetta milli sín málaferlalaust, og þetta er auðvitað það sem ergir prókúratórinn. Má segja um það einsog Páll kveður: »Jeg lasta’’ ekkx þann lagamann nje íái’ honum það garminum, þó krónunjálgur kvelji hann og kitli í endaþarminum.* Hvalveiðar. Á mánudagínn kom hjer inn eitt af hvalveiðaskipum Ellevsens, »Eínar Simm- ers» beint frá Noregi. Hr. Ellevsen var þar sjálfur á. Það er ætlun hans að setja upp hval- veiðastöð hjer einhversstaðar á Austfjörðum, því undanfarandi sumur hafa hvalveiðarnar verið mest- ar hjer útifyrir. Á þriðjuáaginn hjeit hann til Mjóa- fjarðar og er nú sagt, að hann hafi afráðið að setj- ast þar að, á Asknesi, sem er innantil við fjörðinn. Aðrir hvalveiðamenn norskir, bræðurnir Bull, sem áður hafa haft bækistöð sína á Hesteyri vestra, ætla að setja á fót hvalveiðastöð á Norðfirði, en ókomn- ir eru þeir híngað til Iands enn. Vestfirðíngar hafa haft margt gagn af hvalveiðum Norðmanna þau ár sem þær hafa verið reknar það- an, og eins mun Austfirðíngum reynast, ef þeir setjast hjer að að staðaldri. Trú sú sem britt hef- ur á hjer meðal sjómanna, að dráp hvalanna og fiskileysið standi í sambandi hvað við annað er, að dómi þeirra manna sem best hafa vit á þeim mál- um, einber hjegilja og vitleysa. Lausafregn hefur borist híngað, sem segir, að ný- kominn sje sendimaður úr Hafnarfirði syðra til Eski- fjarðar með þau tíðindi að »Mjölnir« Th. Thulinius- ar Iiggi þar strandaður. Mjölnir var f Hafnarfirði þegar sunnanpóstur fór frá Rvík 9. f. m. Kvöld eitt fyrirfarandi kveðst Skafti bindihdis- maður Jósefsson hafa sjeð ritstjóra »Bjarka« drukk- inn í leikhúsi bæjarins. Fcssi missýníng mun stafa af því að Sk. var ekki nærri algáður það kvöld. Uppúr rauðbláum skallanum rauk eins og úr cld- hússtrompi og stríið í kríng stóð í allar áttir eins og á gömlum gólfsópi; kinnarnar voru þrútnar og rauðar eins og epli frá Herrmanni og yfir augunum Iá brennivínsslikja eins og slý yfir forarpollum. Lyfsalinn okkar er einn af þeim mæðumönnum sem fæst geingur að óskum í lífinu. Þótt hann sæki um nýa stöðu, fær hann aldrei neitt; þótt hann skrifi stöðugt f blöðin, fær hann aldrei svar. Og nú bætist það ofan á allt annað að Herrmann ætlar ekkert að skifta sjer af honum heldur. Skafti fjekk penínga, Iyfsalinn hefur ekki einu sinni feingið epli eða appelsínu. Undan þessu er nú kvai-tað í síð- asta Austra, enda má þar með sanni segja, að laun heimsins eru vanþakklæti. Skuggasveinn hefur nú tvisvar verið leikinn og hefur yfir höfuð tekist vonum fremur eftir jafnlítinn undirbúníng og þar hefur verið. Leiktjöldunum er þó ekki lítið ábótavant, einkum þegar sýna á helli Skugga-Sveins. En margt er þar vel leikið og flest brúklega. Fyrst og fremst er höfuðpaurinn Skugga- Sveinn sjálfur (J. Helgas.) mikið vel leikinn, eins sýslumaðurinn (H. Magn.), Sigurður í Dal (Kr. Jónss ), Ketill (Sig. Grímss.), Grasa-Gudda og Gvendur (T. Andr. og Þorst. Guðnas.); Galdra-Hjeðinn (Eyj. Svcinss.), lilánga (Sigr. Jensd.), stúdentarnir (J. Guðlaugss. og F. Einarss.), einkum hinn fyrri (J. G.) sem líka Ieikur Jón sterka dável, en þó með helst til mikium handatilburðum. Astu og Harald leika þau ekki illa Anton Sigurðss. og Guðný Vilhjálmsd. Hinir, sem smærri rullurnar hafa, leika einnig dá- vel. Úr verkefni Ögmundar verður aftur á móti ekkert og á þó að kveða töluvert að honum í leikn- um. Það er hin endursamda útg. leiksins sem hjer er farið eftir. Á mánudagskvöldið hjeldu Vestdalseyrarmenn blysför og hafði hún tekist vel. Veður var hið á- kjósanlegasta. Búnfngarnir voru skrautlegir og sumir sjaldsjeðir, t. d. var einn í Ijónsgervi, annar í krókódílsgervi o. s. frv. Á eftir blysförinni var dansleikur. A miðvikudaginn fanst skúffan úr penínga- kassanum, sem stolið var nýlega, undir brú hjcr skainmt innunvið kaupstaðinn á veginum til ís- húsa Garðarsfjel. Auðsjeð var að hún hafði ekki legið þar marga daga áður hún fanst. í henni voru 25 au. 156 úngur stöðvar hest sinn, stígur af baki, lýtur Fernando kon- úngi, rjettir honum lyklana að hliðum borgarinnar og segir: »þessir lyklar eru síðustu leyfarnar af yfirráðum Mára á Spáni; þú, konúngur, ert herxa yfir vopnum vorum, ríki voru Og sjálfum oss. Varðveit þú þetta með mildi eins og þú hef- ur lofað og eins og við væntum af þjer. Eina ósk á jeg enn, konúngur, áður jeg í síðasta sinn kvcð þetta elskaða land, þessa yndislcgu borg. Láttu hlaða múr í hlið það sem jeg fór út um, láttu eingan mann stíga þar fæti sínum, því það mundi baka honum sorg og armæðu, Þetta er sfðasta ósk mín. Guð er voldugur og einginn Guð er til nema hann; þetta, sem nú hefur gjörst, var hans ViljiN Síðan reið flokkurinn hægt burtu á leið til fjallanna. En hæst uppi á Torre de Ia Vela er nú hreikt fánum don Fernandos og hins heilaga Jakobs og hjá þeim er reistur hár kross, sem glitrar eins Og gull í kvöldsólarskininu. Her- toginn af Cadia og erkikardínálinn lýsa því í nafni Guðs og konúngsins, að Granada sje hertekin. Þegar kardinálinn lyftir hinum heilaga krossi, þá fellur hver maður á knje 1 öllum kristna hernum og yfir Vegasljett- una órnar Tedeum, súngið af óteljandi túngum. Omurinn berst til flokks Márakonúngsins. Hann er þá á leið yfir hæ\ sem kölluð er Píslarvottahálsinn. Boabdil konúngur snýr hesti sín- um við og lítur yfir Vegasljettuna f kvöldbjarmanum, lætnr svo augun hvarfla yfir til Alhambra, til Generalife, til heimilis sins. Hann tekur hönd fyrir augu og drcgur andann þúngt; hann getur ekki varist tárum. 153 Hertoginn mælti: »Náðugi konúngur, hvert svar skipið þjer þjóni yðar að bera hcrra sfnum?« Boabdil sat þeygjandi. Hann kreisti í fyrstu handgripið á sverði sínu, síðan linaði hann takið og leit við, til móður ^sinnar. Hún stóð þar með tindrandi augu og hafði Iyft hönd- inni ógnandi móti hertoganum af Cadiz. Og móðir konúngs- ins mæiti; »Hertogi af Cadi*, verði Guðs vilji; einúngis einn Guð er til og það er hinn mikli Allah. Hans vilji er, að þú og allir ykkar menn skuli deyja — er ekki svo, Granadabúar.N »það er Allahs vilji* ómaði allt í kríng í salnum og sverðin blikuðu í loftinu. »Þið hræðið okkur ekki,« mælti hertoginn;« þið getið ekki lagt hendur á vopnlausa sendimenn nema brjóta heilagt lof- orð — « Móðir konúngsins mælti: »Farið þá hjeðan í friði; en það sver jeg við Allah, að allir bræður ykkar þar úti í her- búðunum skulu deyja. Aidrei skal það spyrjast, að við brjót- um heit okkar, cins Qg þú hefur gert, þar sem þú ýið gesta- boð okkar sórst soldáninum vinskap við allt það s-m ykkur er heilagt. Far þú til herbúða svikaranna, til eiðrofans, kon- úngs ykkar, til hans, sem vísar soldáninum, syni mínum, til ríkis í eyðifjöILm, þar sem ekkert sprettur annað en húngur og þoi-sti upp úr hinu gráa grjóti. Vei þjer, vei ykkur öllum.* Hertoginn lagði höndina á brjóstið og hneigði sig djúft. Hann mælti: »Sem Spánskur aðalsmaður lýt jcg hinni dvggð- ugu konu; en það er boð konúngs míns, að jeg flyiji honurn svarið frá vöriim konúngsins sjáifs.« *

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.