Bjarki


Bjarki - 08.06.1901, Síða 1

Bjarki - 08.06.1901, Síða 1
Eitt b!aó á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrir 1. júlí, (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Uppsðgn skrifleg, ógilá nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje þá skuldlaus við blaðið. VI. ár. 22 Seyðisfirði, laugardaginn 8. júni 1901 Uppboðsauglýsing. Eftir beiðni kaupmanns Fr. Wathnes fyrir Ji'nd hlutaðeigandi ábyrgðarfjelags verður op- inbert uppboð haldið á Búðareyri miðvikudag- inn 12. þ. m. og þar selt frakkneska fiski- skipið »Jeanite d’ Arc«, sem laskaðist í of- viðrinu 2i. f. m. Ennfremur verður selt: c. 100 tunnur af fiski, 270 tn. salt, 200 tómar tunnur, 4 tn. hrogn, 4 tn. lýsi, 20 tn. brauð, 8 tn kartöflur, 11 tn. öl, I tn. cognac, segl, kaðlar, blakkir, fiskilínur, sökkur, aunglar o. fl. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð- Ínu, sem hefst kl. 10 f. h. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 4. júní 1901. Jóh. Jóhanr.esson. Hjer með tilkynnist heiðruðum viðskifta- tnönnum mínum á Islandi, áð jeg hefi afhent til innheimtu útistandandi skuldir við verslun mína á Seyðisfirði til herra kaupmanns St. Th. Jónssonar á Seyðisfirði. í’órshöfn á Færeyjum 8. maí 1901. Magnús Einarsson. Samkvæmt framanskrifuðu umboði er hjer mcð skorað á alla þá sem skulda herra kaupm. Magnúsi Einarssyni í í’órshöfn á Færeyjum síðan hann rak verslun hjer á Seyðisfirði, að borga skuldir sínar tafarlaust til mín í næst- IvOmandi sumar- og haust-kauptíð. þeir sem ekki verða búnir að borga þær fyrir þann tíma eða seroja við mig um borgun, meiga búast við að skuldirnar verði innheimtar með lög- sókn á þcirra kosnað. Seyðisfirði 2. júnt 1901. S t. T h. J ó n s s o n. Landbúnaðurinn. E í t i r b ó n d a. — :o: - »Hvað eigum við að gcra landbúnaðinurn tii viðreisnar?« er sptuníngin sem allir hafa nú á vörunum, þeir sem landbúnað stur.da. Og svarið er orðið ákveðið: »í’að þarf að rækta landið*. Vinna mannsins gefur miklu meira af sjer, ef Iiann vinnur á ræktuðu landi. Land- búnaðurinn okkar borgar sig ekki af því, að hann er að mestu leyti rekinn á óræktaðri jörð. Ræktað land bjá okkur er : 1 túnin, 2 eingi, sem vatni er veitt á eða frá af manna hönd- um, 3 matjurtagarðar. Til annarar ræktunar teljum við landið ekki hæft. í’essir ræktuðu blettir liggja á strjálíngi til og frá um landið, hvergi f samheingi meira en íáar dagsláttur, og ailir til samans eru þeir aðeins örlítilf hluti af þeirri jörð sem hæf er til ræktunar. líugsum okkur nú t. d. að við settum okk- ur það markmið, að tuttugfalda ræktað land á 50 árum. Hverja aðferð ættum við þá að hafa til þess að koma því í verk með sem minnstum kostnaði? Fyrst og fremst verðum við þá að velja til ræktunar þá jörð sem best er hæf til þess, þá jörð sem fyrirhafnarminnst er að gera að ræktuðu Iandi. Þetta er ekki gert nú sem stendur. Það sem valinu ræður er bæjasetn- íngin. Kríngum hvern bæ er ræktiður blett- ur og þessa bletti reynum við að stækka án tillils til þess, hvort sú jörð sje best hæf til ræktunar -eða eklci. I kríngum marga at kaup- stöðunum vaxa ræktuðu blettirnir óðum, svo sem Rvík, Akureyri og Seyðisfjörð. Nú er það augljóst, að minnsta kosti að því er Rvík og Seyðisfjörð saertir, að margfalt dýrara er að gera þá jörð, sem þar er valin, að ræktuðu landi, en aðra bletti, sem eingin hönd hreifir við. Þetta útaf fyrir sig er athugavert. Það er hægast sem stendur að fara svona að. En þegar við hugsum til þess, að við ætlum okkur fyrst að tuttugfalda, síðan hund- raðfalda ræktaða landið o. s. frv., þ'á er ekki skynsamlegt að láta bæjaskipunini og jarð- eignaskiftínguna sem nú er eingaungu ráða því hvað ræktað er. Við verðum að rækta landið allir í einu fjelagi. Við verðum að setja okk- ur fastar, ákveðnar reglur fyrir því, hvernig við eigum að framkvæma þetta. Víða uppi um sveiíir og dali cru stórir landfiákar, sem msð lítilli fyrirhöfn, að því er umrót á jörðinni snertir, mætíi gera að sam- anhangandi túnum. A öðrum stöðum eru hol- urðir og gróðurlausir melar og holt gert að túni nieð afarmikilli fyrirhöfn. I’ar sem hægt cr með lítilli jarðvinnu a"S- búa til tún scm fóðrað geti síðarmeir nautgripi svo hundruðum skiftir, þar á að rækta upp tún. í’ar sem stór, sam- anhángandi svæði eru vel fallin til matjurta- ræktar, þar ciga að vera niatjurtagarðar. í’ar sem stór svæði verða með minnstri fyrirhöfn gerð að eingi, þar eigum við að gera eingi. Auðvitað vcrður líka að taka tiilit til þess, að afurðum landbúnaðarins verði grciðlega komið á markað. í’að ætti að byrja á því, að búfræðíngar og verkfræðírigar færu um landið til þess að skoða hvar hægast væri að koma úpp kúabúum í stórum stfl, hvar hægast væri að koma upp matjurtagörðum í svo stórum stíl, að aturð- irnar þaðan yrðu verslunarvara annarstaðar um landið. í’eir ættu að dæma um, hvar landið er best fallið til fjárræktar og hvar það er bcst fallið til nautgriparæktar. í’cir ættu að gera áætlanir um, hve rniklu af kvikfjenaði mætti framfleyta á hvcrju svæði fyrir sig, hvar vetrarfóður ætti að taka handa sauðfjenu með eingjarækt, hvar afrjettir ættu að vera handa því fjc á sumrin, o. s. frv. Til núverandi hrcppaskiftínga og jarðeigna- skiftínga á ekkert tillit að taka í þcssu efni. því á þeim grundvelli sem ktgð>ur er með jarð- eignaskiftíngunni sem nú er eigum við ekki að rækta landið. Afleiðíngin af því sem'*'sagt er lijer á undan verður sú, að við yfirgefum kot- in smátt og smátt og færum bygðina saman, í þorp, sem myndast smátt og smátt eftir því sem lífsskilyrðin breytast. Þingmálaf undur N orðurmúlasýsíu. —o — Arið 1901, 29. dag maímánaðar var haldinn þfngmálafundur fyrir Norðurmúlasýslu á Foss- völlum, samkvæmt fundarboði frá þíngmönnum sýslunnar, er auglýst hafði verið í blöðunum á Seyðisfirði. Báðir þíngmenn sýslunnar voru mættir, og 50 kjósendur. Þessi mál komu. til umræðu : 1. Stjórnarskrármálið; um það voru satn- þyktar svohljóðandi ályktanir: a. Fundurinn lýsir yfir því, að hann vill að stjórnarskrárfrumvarp verði samþykkt á alþíngi því er f hönd fer, er byggt sje á þeim grund- vclli sem lagður var 1897, þó því aðeins að breytt sje 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þá leið að fundur í þíngdeildum sje lögmætur, er um fjárlög er að ræða, ef helmíngur þíngmanna mætir, og í sameinuðu þíngi ef helmíngur mætir úr hvorri deild; samþ. með öilum atkv. b. Fundurinn lýsir yfir að hann vill að al- þíngi reyni af fremsta megni að fá því fram- geingt að kosníngarrjettur til alþíngis verði rýmkaður einkum að því cr snertir kaupstað- arborgara og þurrabúðarmenn; samþ. með öll- um atkv. c. Fundurinn iýsir yfir því, að’hann' vill að 61. gr. stjórnarskrárinnar haldist óbreytt, og skorar á þfngmenn sýslunnar að leggja alvar- lega áherslu á það; samþ. með öllum atkv. d. Fundurinn lýsir að öðru leyti yfir, að hann vill einskis láta ófreistað um frekari umbætur á stjórnarskránni, þar á meðal leingíng þíng- tímans. Sanrþ. með öllum atkv. 2. Um fjármál samþ. fundurinn að óska þess að aiþíngi veiti ríflega fje til samgaungu- máianna og auki fje til alþýðumenntunar og aðaiatvinnuvega þjóðarinnar. 3. Fundurinn skorar á aiþíngi að fylgja því sem best fram að landstjórnin framkvæmi sem tryggiiegast og fijótast ályktun síðasta al- þíngis um ransókn á því, hvernig best og var- anlegast yrði komið fram samgaungubótum milli Fljótsdalshjeraðs og Fjarðanna, og skorar á þíngið að veita fje til slíkra samgaungubóta svo fljótt sem það sjer fært. Verði Iögð ak- braut milli Hjeraðs og Fjarða, þá álítur fund- urinn nauðsynlegt að hún verði lögð frá Seyð- isfirði yfir Fjarðarhciði til þess að hún komi Hjeraðinu að notum, og skorar á þingmennina að fyigja því fram. Samþ. með öllum atkv. 4. Fundurinn skorar á alþíngi að veita á næsta fjárbagstímabili allt að 10,000 kr. úr landssjóði til vegagerðar og brúargcrðar á sýsluveginum frá Fossvöllum um Hellisheiði og Sandvíkurheiði að r.orðurtakmörkum sýsiunnar, með sem aðgcingi'egustum kjörum fyrir sýslu- fjelagið. Samþ. með öllum atkv. 5. Fundurinn skorar á þíngmenn sýslunnar að gera sitt ýtrasta til að fá fjárveitíng úr landssjóði til brúargerðar á Rángá og Sauðá (á Jökuidal). Sarnþ. mcð öllum atkv.

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.