Bjarki


Bjarki - 08.06.1901, Síða 2

Bjarki - 08.06.1901, Síða 2
86 6. a. Fundurinn skorar á alþíngi áð lcggja sjerstaka áberslu á menntamál landsins, og setja sem haganlegast samband á milli allra náverandi skóla iandsins, og koma alþýðu- menntuninni í betra horf, sjerstaklega með því að koma á fót kennaraskóla. Samþ. með öll- um atkv. b. Fundurinn álítur y.skilegt að fje sje veitt til s-tyrkingar öflugu alþýðlegu tímariti. Samþ. með öllum atkv. 7. Fundurinn skorar á alþíngi að veita sem ríflegast fje til eflíngar landbánaði, bæði með fjárframlögum úr landssjóði og lánum með hagfelldum kjörum. Samþ. með öllum atkv, 8. Fundurinn skorar á alþíngi að gera ráð- stafanir til útrýmíngar fjárkláða í landinu og veita fje til þcss. Samþ. með öllum atkv. 9. Fundurinn lýsir yfir því, að hann álíti peníngaþraung þá sem nú er hjer á landi standa framförum landsins fyrir þrifum, og skorar á alþíngi að koma á fót öflugum bánka í landinu, sem bæti sem best úr penínga- þraunginni. Samþ. með öllum atkv. 10. Fundurínn telur æskiicgt að breyta hjúalögunum og samþykkja lög um daglauna- mcnn, en álítur mjög varhugavert að kosti hjúanna sje þraungvað að mttn. Samþ. með atkvæðafjölda. Fleira kom ei til umræðu, og var svo fundi slitið. Einarf’órðarson, Jón Jónsson, fundarstjóri. skrifari. Hún er veik. —o— Hún er veik, hún er vcik, — ó, svo bleik, ó, svo bleik hún einmana hvílir og andar svo þúngt. O, guð hjálpi mjer þá, ef jeg missa þig á meðan blóð þitt er lífsheitt og fossandi úngt — Að hugsa sjer hjarta þitt hætt að slá — —■ og helkaldar varir — og stirðnaða brá — — Og blóðheita armana — armana þína — sem alltaf bundu mig ósh'tandi eilífðarinnar ástarbandi, — — að þeir verði kaldir — og — — — Nei, jeg vil ckki hugsa! — Jeg vil ekki skilja — jú, jeg vil, — en jeg þori ekki, því er nú ver! en það getur ei verið eftir Guðs vilja að slfta hjartað úr brjóstinu á mjer! — í>ó skelfjegaf hræðslu, erhvílulaus, veikur,- og hrekk upp með ótta í dimmu sem björtu, •— því lífið er tífaldur töfraleikur, það teflir með sálir og spilar um hjörtu svo varla er það neinn, sem er viss um sitt: í dag er það ykkar; á morgun mitt! — — Og nú er það morgun! Hún er veik, hún er veik, ó, svo bleik, — ó svo bleik með hitaskær augu og mjalihvíta kinn. — Hún veit, jeg er fjær, — en þó alltaf svo nær, hún veit — og hún finnur: »nú kemur hann inn«. Brosandi augun hvíla undir hvörmum, að hjarta sjer þrýstir hún faðmandi örmum. Ó, Guð, lát mig heldur líðal — Leggðu á mig sjerhverja þraut! — En gefðu henni líf og lánga ljósfagra æfibraut. Blunda þú, blunda! Nú er það nótt. Hljótt skal jcg sýpgja, svo sofnir þú rótt. Svefnþrúngin sál þín f saungbylgjum vaggar, svalandi draumblíða andvörpin þaggar. Blunda þú, blunda! Nú er það nótt. — Jeg skal vaka. Hryggur vaki jeg við hvílu þína og hlusta á kyrð næturinnar, sem leggst eins og martröð yfir sálu mína, svo hún titrar í orðlausum ótta. — það hvíslar úr hverju horni; — líf skjclfur í hverjum skugga, — og ótal augu cinblína á mig, — og þó er það svo hljótt og stíllt, að jeg heyri hjartslátt minn; og hinn þungi, ójafni andardráttur hennar hljómar eins og helklukkur í eyrum minum. En !!ti jeg upp sje jeg ekkert — heyri ekkert, en finn þó að það er eitthvað. Og kaldsvitinn perlar á enni mínu, því hinumegin við rúmið hennar i hálfskugga náttiampans stendur einhver og starir — — starir og einbhnir á hana; — skykkju næturinnar hefur hann kastað yfir herðar sjer, bjart stál leyftrar í hendi hans. — Hægt færist hann nær. — Hægt, — þó sje jeg hann ekki — heyri ekki til hans. Finn bara hinn kalda anda hans svífa um hjarta mitt. — Þá hrópa jeg í hræðslu: — — Hver er þar! — Ekkert svar. — Ilver er þar! — Ekkert svar. I naini Guðs: — — Hver ert þú sem hcldur vörð? — — Dauðinn — Blóð mitt kólnar, hnefar hnýtast, hjartað stansar snöggt í barmi biýst svo laust sem foss úr fjötrum, funaheitu blóði þeytir upp í kinnar, út í fi'ngur, aftur í vöðva færist kraftur, og með afli örvæntíngar einn jeg stríði um líf við dauðann. — Hár og bleikur, beinin skinin, skrjáfar í liðum, skeliur í tönnum; varalaust bros um vánga leikur; tómar augntóftir á mig stara. — Nei, heyrirðu; nei, nsi! — — Jeg sleppi henr.i ekki! — Hún er mjer af Guði gefin. — Æskufagra lagði hann hana í arma mína, svo að hún skyldi skýra alit mitt iíf og gjöra það hátt og bjart. — Hún var minn hvítasti vordraumur, sem færði mjer sól og sumar og leysti sál mína úr skuggaheiminum. Nú er hún drottníng drauma minna, aðalafl míns únga lífs, ímynd Guðs í sálu minni. — I okkur verða tvær sálir að einni — eins og ár, sem fállast f arma Og sameinast í krystalskærum straumi, eilíflega óskiljandi. — — Þessvegna máttu ekki taka hana. Af því hennar líf er mitt. Og æfi mín er eigi enn að enda liðin! því jeg á að lifa. Jeg veri að lifa. Og hún er mitt únga líf! Þá fylltist sál mín af fögnuði, og náttmjúkir armar hnýtast um háls mjer, og svar Guðs hljómar f sveini frá vörum hennar; — Ástin vinnur yfir dauða, — ást er himins stærsti máttur! — — Þá opnar sig sál rr.ín eins og blóm mót sólu og daggar-tárin skjálfa f þögulli tilbeiðshr.— — Blunda þú, biunda! — — jeg skal vaka, jeg skal vaka alla daga — allar nætur, -- vagga henni í örmum mínum — kyssa hennar hvítu kinnar -- svaia hennar heita enni — lesa hverja hulda hugsun -- Jeg skal vaka, jeg skal vak;\, — aldrei skal jeg verða þreyttur! — Bráðu^i k.mur hún á fætur. — w. Úflent fje i Danmörku. — o — 1 grein sem nýiega stóö í *Tilskueren« var sýnt fram á, hvernig fjárhagsástasður Danmerk ur hefðu breyst frá 1872 til 1899. Ário 1872 námu útlend verðbrjef í eign danskra manna 161 miiljón kr., árið 1891 114 millj. kr., en árið 1899 aðeins 92 millj. kr. Dönsk verð- brjef í eign útlendínga námu 1872 30 miiij. kr., 1891 106 miltj. kr. og 1899 305 mitlj. kr. Arið 1872 áttu Danir 131 millj. kr. hjá öðrum þjóðum, árið 1899 skulda þeir öðrum þjóðum 213 millj. kr. Árið 1872 áttu Danir í Ríkissjóði 62 millj. kr., árið 1899 aðeins 20 millj. Arið 1872 voru ríkisskuldir Danmerkur 192 millj., árið 1899 220 millj. kr. En á þessum tima hefur Danmörk tekið mjög miklum framförum. Ríkið hefur kostað stórfje til járnbrautalagnínga. Stórfje hefur verið varið til eflíngar landbúnaðinum. Gufu- skipaflotinn hefur eflst mikið. Danir hafa ekki verið hræddir við, að viniia með útlendu fje Og það vcrður ekki betur sjeð en að þeim hafi blessast það vel. Einkum hefur iandbúnaður- inn í Danmörk tekið afarmikium breytíngum á þessu tímábili. þeim breytíngum hefðu Danir ekki getað komið á með öðru móti en þvf, að taka lán frá útlöndum. Þetta ættu þeir menn hjer að athuga sem alltaf eru að prjedika um, hve hættulegt sje að taka lán frá útlöndum. Höfuðatriðið í því máli er, að fjenu, sem lánað er, sje varið í fyrirtæki sem borga sig. Seyðisfirði 8 maí 1901. Veður var fremur kalt framan af vikunni, en nú síðari dagana aftur hiýtt. Á fimmtudag ofsaveður á sunnan. Með Hóium komu að norðan á laugardaginn Páii Óiafsson skáld og Ragnhiidur kona hans; þau verða hjer eystra frameftir sumrinu. Ennfremur kom með Hólum síra Halldór Bjarnar- son á Sigurðarstöðum; hann var á leið tii Rvíkur. Sömul. Karl Nikulásson dýraiæknir. David Östlund trúboði úr Rvík. Friðrik Möller kaupm. á Eski- firði kom frá Akureyri. Með Hóium fóru hjeðan suður á stórstúkuþíng good-templara síra Björn Forláksson, Sigurður hreppstjóri Eiuarsson og Sigurjón verslunarmaður JóhannsscMi; af Vopnafirði fór Páll Jónsson versl- unarmaður. íHeimdai* Tuliniusar kom hjer inn á fimmtudag með saltfarm frá Eingiandi. Spítaiaskipið franska, St. Pierre, hefur iegið hjer inni undanfarandi daga. Frönsk fiskiskúta »Jeanne d’ Arc« strandaði hjcr í firðinum nýlega. Sigurður búfræðíngur Sigurðsson kom hjerálaug- ardaginn var og hafði þá farið um Upp-Hjerað og Suðurfirði. Har.n kvað þær sveitir allar best fallnar tii fjdrræktar. þó mætti auka túnin mikið og fjölga nautgripum, Hann sagði að áhuginri væri að vakna

x

Bjarki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.