Bjarki


Bjarki - 25.06.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 25.06.1901, Blaðsíða 2
94 ✓ kvæðum sem sýnd eru, þó þau sjeu ekki mörg eftir hvern einstakan. Og í heild sinni gefur bókin glögga og rjetta hugmynd um kveð- skapinn hjer á landi á öldinni sem leið, að svo rniklu leyti scm unnt er í ekki stærra riti. Þýðíngarnar eru í heild sirini vel gerðar. Það kemur vart fyrir að höf. misskilji orð eða setníngu. Jeg hef ekki tekið eitir því nema í einu erindi í broti, sem þýtt er í formálanum, af kvæði sr. Matthíasar: Brosandi land. Hinu er ekki að neita, að sum kvasðin tapa sjer nokkuð í þýðíngunum. O. H. er sniliíngur að ríma. En hann hefur of víða spreití sig á ís- lenska riminu. tað er efiaust verra viður- eignar í dönskum kveðskap en íslenskum. Það er líka eins og það eigi ekki við í dönsk- unni, nái þar ekki sömu áhrifum og í íslensk- unni, Hann þýðir heil kvæði laung með rím- stöfum sv.o nákvæmlega, að rímgallar eru þar fáir, t. d. »Örlög guðanna« eftir Þorstein Er- língsson. En samt skemmir þetta þýðíngarn- ar víðar, en það bæti, Annars eru mörg af kvæðunum ágætlega þýdd. Sumarkvæði Páls Olafssonar, »ö, blessuð vertu sumarsóU byrj- ar svona í dönsku þýðíngunni: O, Sommersol saa signefuld! Du svöber Höj og Dal i Guld, de höje Fjelde, Söer blaa forgyldes ligesaa. Og Fosse, Bække, Bölger Aa’r sig boltre i dit gyldne Haar. Nu falder Lokkens hede Spind. om Jöklens hvide Kind. Utgáfan cr vel vönduð; hún er kostuð af ».Selskabet for gcrmansk Filologic.. Páfagaukar. —:o: — Eins og kunnugt er geta páfagaukarnir lært að tala. En þeir skilja ekki sjálfir það sem þeir segja. Fjöldamörgum mönnum er að þessu leyti eins farið og páfagaukunum. f’eir geta jetið eftir það sem fyrir þeim hefur verið haft, en kunna ekki að vega hugsanirnar. Margar vit- leysur gánga þannig milli manna árum og ára- tugum, — jafnvei öldum saman, að einn jetur þær hugsunarlaust eftir öðrum; svo fá þær í hugrnyndum fjöldans gildi sem rjettar; menn læra þær eins og páfagaukar, tala þær cins og páfagaukar, en skilja ekkert í því sem þeir eru að fara með fremur en páfagaukarnir. Jcg minnt^t á það nýlega í, Bjarka, að margir hefðu orðið »þjóðerni« alltaf á rörun- um án þess að í því feldist nokkur ákveðin lrugsun; þeir stögluðust á þvt ein's og páfa- gaukar. Við skul.um nú sem snöggvast gæg.ast inn í höíuðskelina á einum af þessum fuglum, sem sje Olafi verslunarstjóra Davíðssyni á Vopnafirði. • Ef Óiafur hefði verið spurður að því um lcið og hann sendi frá sjer grein sína mcð mótmælunum gegn aldamótahugleiðíngum mín- um í Bjarka, hvað það væri nú sem hann væri að verja, þá muncii hann vafalaust hafa svar- að: »íslenskt þjóðerni*. En ef hann hefði svo aftur verið s]>urður, hvað þjóðer.ni væri og, hvert væri ágæti þer,s, sem hann væri að halda uppi vörn fyrir, þá er eiiis váfalaust, að þar hefði verið beint að honum spurníngu sem hoaBm hefði aldr.ei áður til hugar komið að leggja fyrir sjálfan sig. Að minnsta kosti bendir eingin setníng, ekkert orð í greininni á, að Olafur tali þar af meiri þekkíng eða um- hugsun, en hvcr annar páfagaukur. Hann byrjar nreð því, að skoðun mín á þessu roáli sje í mótsögn við »allt það sem allir göfugir menn á öllum öldum og hjá öll- um þjóðum og kynþáttum jarðarinnar hafi skoð- að sem híð háleitasta og fegursta næst trúar- brögðunum« o. s. frv. Mjer þykir hann gapa ósmátt, fuglinn. En orðin eru blátt áfram heimska, töluð í koisvartri vanþekkíng. Mundi nokkurt mál vcra til, þar sem að geta komist mismunandi skoðanir, er hægt sje urn að segja, að allir göfugir menn bjá cllum þjóðum á öll- um öldum hafi verið á eitt sáttir um? Jeg held að það sje öfgalaust hægt að fullyrða, að það málefni sje ekki til. En jeg nenni ekki að vera að blása sápukúlum Olafs framan í augu hans aftur. Pað er þarfalaust verk.. Jeg ætla heldur að minnast á citt atriði í grein hans, sem dálítið getur skýrt málið. Hann kastar fram þessari spurníng: Hafa þeir þá til einkis lifað og strítt allír hinir göf- ugu menn sem vakið hafa þjóðernistilfmníng hjá löndum sínum, t. d. hjá okkur Fjölnis- mennirnir, Jón Sigurðsson o. s. frv. Þetta er eina athuganin í grein hans sem hann á skilið að svarað sje. Nei, það er lángt frá því, að lífsstarf þeirra sje einkis nýtt. Starf þeirra var gott af því að þeir voru boðberar nýrrar hreifíngar, nýrrar menníngaröidu sem þá fór yfir löndin. En það er hrein heimska að hugsa sjer að allar kennfngar þessara manna hafi verið sannleikur handa öllum, öldum hjeðan í frá. Peirra kenníngar voru góðar handa þeirra tíma, ekki handa öllum ólc'omnum öldurn. Við metum þá menn mikils sem reisa hús, byggja skip, leggja vegi o. s. frv., til notkun- ar þjóðinni. En vi.ð skuldbindum okkur ekki og niðja ókkar til að búa um aldur og æfi 1 þeim húsum, ferðast aldrei á öðrum skipum, aldrei eftir öðrum vegum o. s. frv. Við r!f- um þeirra veik undir eins og við sjáum að við getum sjálfir byggj annað betra. Og al- veg eins förum við að við kenníngar og skoð- anir eldri manna. Yið' fleygjum þeim frá okk- ur þegar við sjáiuu að annað er rjettara. Svona er nú þcssu vaiið, Olafur góður. En páfagaukarnir bergmála ætíð orð merkra manna sem víðurkenníngu hafa náð lánga leingi eftir að þau eru orðin úrelt meðai hínna »hugsandi manna«. Fjölnismennirnir liöfðu móíi sjer alla þátíiai- ans pálagauka, því þeir höfðu lært að tala hjá gamla Magnúsi Stephensen. Og sjálfur hafði hann áður haft páfagaukana móti sjer, t. d. þegar hann byggði djöfiinúm út úr sálmabók- inrii. Páfágaukar þeirra tíma gátu ekki borið sjer sálma hans til munns af því að þeir hötðu lært að tala hjá eldri mönnum sem öðruvísi súngu. í’etta er nú sagt til skýríngar. Þjóðernis- dýrkunin ú fyrri hlutá síðastlíðinnar aldar var sterk lífáhreifíng, scm lætur eftir sig miklar mcnjar í menníngarsögu þjóðanna. En mörg þau orð sem þirhljómuðu s.em lausnarorð tfmans suða nú vió eyrað cins og laglaust og óvið- feldið páfagaukakvak. jón Sigurðsson mundi gráta í gröf sinni, efhann gæti hiustað á gauk- ana sem nú þvæla orðum hans í munni sjer hugsunarlaust og skilníngslaust. ÞingmálafundUr var haldirin á Höfða á; Völlum nýlega. Skýrslu um fundinn hefur Bjarki feingið frá merkum manni, sem sjálfur var þar staddur. Fundurinn var fámennur og’ í flestum mátum öfugur við það sem við heföi mátt búast. Það er fyrsti þíngmálafundurinn í vor, sem frjettir berast af, þar sem aftu.r- haldsstefnan er ráðandi í pðalmáiunum. Stjórnarskrárinálinu vildi fundurinn ekki láta hreifa í þetta sinn, heldur bíða me 5 tilliti tii þess að vinstrimenn mundu innan skamms. l:om- ast að stjórn í Dánmörk. I bánkamálinu sam- þykkti fiindurinn að halda við iandsbánkann og auka seðlaútgáfu hans eftir því sem viðskifta- þörfin krefði. Fundurinn vildi koma á leyni- legri atkvæðagr. og kosníngum í hvcrjum hreppi. Prestana vildi fundurinn algcrlega setja á föst laun, en leggja kirkjujarðir til landssjóðs. Flann vildi afnema lausafjar og ábúðarskatt, cn leggja í þess stað toll á álna- vöru, glisvarníng o. fi., t. d. margarine. Fundurinn vildi fá akbraut á Fagradal, en banna akbraut á Fjarðarheiái; kvaðst heldur einga akbraut vilja hafa milli Iljeiaðs og Fjarða en að hún yrði þar lögá! Það er ekki hægt að hrósa þeim Sunnmýl- íngum fyrir þessar tillögur þeirra. Eingum manni, sem nokkurra breytínga ósfcar á nú- verandi stjórnarfari okkar, getur komið til hug- ar að fella málið niður eins og nú stendur. Þjóðolfskan í bánkamálinu er jafnóskiljanleg á Höfða og í Þjóðólfi og Arnljóti. Akbrautar- samþyklctin nær eingri átt. Þar sem annaið eins er samþykkt nú, eítir að nákvæmar mæí:- íngar hafa farið fram á báðum fjallvegunum,— þar ræður æsíngin ein, en öll ^skynsemi og (um- hugsun er þar rekin á afrjett. 61. gr. stjórnarskrárinnar. Þjóðólfur er að hlakka yfir því, þcgar hann. skýrir frá þingmálafundinuin hjer á Seyðisfirði, að þar. hafi verið samþykkt að halda 6i. gr. stjórnar- skrárinnar. En að honurn skuli koma þetta á. óvart er íremur undarlegt, þar sem samþy.kkt,- in í stjórnarskrármálinu hjcr er orði til orðs hin sarna og á Rángá í fyrra vor. Þar var líka samþykkt að halda 6i. gr. án þess að hún væri þó gerð að skilyrði. Það væri jafn- ótrúlegt að nokkrum v.æri kappsmál að fá 6i. • gr. breytt cins og hitt, að nokkur skuli álíta mikilsvert, að haldið sjq í Ilana. Hún er ekki annað en meinlítill og gagnslaus formg.a’li ú nú'verandi stjórnarskrá, sem naumait cr þess verður að mikið sjc um hann strítt. Búar. í?cir berjast enn og hershöfðingjar Einglendínga þar súðurfrá heimta enn meira. lið heiman frá Einghndi. Kona Botha, yfir- foríngja Búa, kom til Einglands um miðjan þennan inánuð. Hún var döur milligaungu- maður milii Botha og Einglcndínga með frið- arskilmálá og ckki ólíklegt að erindi hennacv sje nú samskonar til Einglands. Ilún cr af, írskum ættum. Tyrkland. Stjórri Tyrkja hefur undán-

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.