Bjarki


Bjarki - 24.12.1901, Blaðsíða 2

Bjarki - 24.12.1901, Blaðsíða 2
190- notuð til fjárböðunar, eru undanþegin aðflutníngsgjaidi. Af hverju pundi: 10. af kaffi og kaffibæti alls konar io aura. 11. — sykri og sírópi.......... 5 — 12. — tegrasi..................30 — 13. — súkkulaðe ...... 10 — 15. — cllum bijóstsykur og konfekt- tegundum.................30 — Brot úr tolleiníngu, sem nerna helmingi eða meiru, skulu talin sem heil tolleining, en minni brotum skal sleft. Af vörum, sem ætlaðar eru til neytslu skip- verjum sjálfum eða farþegum á því skípi, er vörurnar flytur, skal eigi toll greiða, enda sje skipsforðinn eigí rneiri en ætla má að nægi, eftir því sem tíðkast hefur til þessa. Á- kvörðun lögröglustjóra hjer að lútandi liggur undir úrskurð Iandshöfðíngja. SKAFTÍ JÓSEFSSON SEM LEIÐAND! MAÐUR. Skafti ritstjóri minnist í blaði sínu á útför mannsins míns sálaða, og tekur það sjerstak- lega fram, að sleft hafi verið þeim vessum úr sálminum » Ailt eins og blómstrið eina » sem nafn Jesús Krists sje ncfnt í. »Þetta er svo fínt og svo meinlaust að einginn hefur ástæðu til að sc-tja út á það« hefur blaðstjórinn að líkindum hugsað í hjarta sínu, þegar hann setti fram þessar setníngar. Af mjer er nú það að seigja, að þegar jeg las þcssa umtöluðu litlu grein í »Austra«datt mjer í hug úlfurinn í sauðargærunni, og er þó göfugra að hreyta að náunga sínum jafnvel skammaryrðum sem allir hljóta að skilja, heldur en að setja fram óljösar setningar, sem þó auð- sjáanlega geta Ieitt aiþýðu til villu Og hleypi- dóma, ekki síst þegar efnið varðar trúmál, því það mun veika >a hlið flestra að verða þar ómildir í dórnum cf einhvcr breytir þar til. En það veit han i'igjan, að það kcmur í hlægi- legamótsögn við a'vöruieysið, dauðann og deyfð- ina og afturförina sem ailir vita að ríkir í þjóðkirkjunni. Nú leyfi jcg r. ier að benda ritstjóranum á hvernig hann hcf 'i átt að rita um þetta um- talaða efni, án þess að gjöra rángt, því vafa- laust setur hann sig ekki út til þess að breyta rnóti betri vitund, og víst kailar hann sig krist- inn? Ritstjórinn hefði mátt skýra máljð mcð því að seigja, að fjórum seinusta vessunum hefði ver- I ið slept úr sálminum » Allt eins og blómstrið eina« fyrir samkvæmnis sakir,af því að í þeim cru sterklega framhafin þau trúaratriði sem bæði cru í mótsögn við þá trú sem hinn látni fylgdi og ekkja i ans sömuleiðis er á rnóti. Heldur Skafti Jósefsson að jeg þori ekki að játa bæði fyrir honum og öðrum mönnum að jeg er hætt að seigjast trúa því úr barnalærdómi mínum sem jeg gat ekki lengur trúað. Að breyta svona til eða að stíga slíkt spor sem jeg hef stígið í þessu efni gerir einginn rnaður, sem hugsar alvarlega, eftiP’stutta umhugsún, heldur eftir margra ára innri bar- áttu, og í öðru lagi gjörir einginn maður slíkt nema af þeirri gildu ástæðu, að hann álítur f þsð rjett, og af því að hann hefur fcingið I stránga óbeit á að hræsna. Það sýnist nógu mikill ábyrgðarhluti að hræsna fyrir möíinum hvað þá fyrir sjálfum guðdómioum. Jeg lýsi hjer yfir þeirri skoðun minni, að þeir menn sem ekki virða að neinu hreinskilni og sannlciksást í fari meðbræðra sinna og systra, og föttroða frjálsa bugsun eða sönn mannrjettindi, geti ómögulega talist með menntuðum mönnum og vildi jeg meiga færa þá inn í tölu ferfættu dýranna, eða fremur skor- kvikindanna. Arnbjörg Stefánsdóttir. ESdsvoði á Akureyri. í fregnmiða, ! sem Stefnis sendir út 19. þ. m. , segir svo frá stórkostlegum húsbruna á Akureyri nótt- ina á undan: »Semt í nótt varð sá atburður, að eldur kom upp í »Hotel Akureyri ». Kl. 5 stóð hótelið í björtu báli. Eldurinn las sig í hús Sigvalda kaup.nanns, og þaðan 1 hús eldri Mölleranna og í hús síra Geirs, og brunnu þau hús öll mcð útihúsum. Frá hótelinu las eldurinn sig í hús fógeta Kl. Jónssonar, og brann hús hans með útihúsum, svo og hús OiaGuð- mundssonar. Auk þess skemdist mjög a f eldinum hús St. Stcphensens umboðsmanns, hús Sigfúsar sál. Jónssonar, gamli barnaskólinn og gamli spítalinn. A!1 iitullega var gengið fiam í því, að bjarga þessum húsurn, enda var til allrar hamingju veður kyrt var og kappsam- samlega gengið fram í því, að bera úr húsun- um inmbúin, eigi einasía úr þeim, er brunnu, heldur og þeim, er hætta var búin. Konur i eigi sfður en karlar hjálpuðu til að bjarga og i'bera vatn og snjó og sjó. I IIús þau er brunnið hafa eru virt til skatts : | um 40 þúsund krónur, en hafa víst öll veríð J í brunaábyrgð.« Maður frá Akureyri,sem hjcr er á ferð, segir svo írá upptökum brunans: Eldurinn kom upp í gestasvefnhúsi ci'iheyrandi »Hotel Akureyri » og er álitið að hann stafi frá olíulampa í einu af svefnherbergjunum. . Gestur cinn hafði gleymt að slökkva hjá sjer Ijósið um kvöldið áður en hann sofnaði og skilið svo óhöndutega við það, að það kveykti í þilinu. A Akurcyri eru eingin slökkviáhpld, en að lfkindum vetður þessi bruni til þess, að kaup- staðarbúar útvegi sjer þau. í’ettamun vera einhver sá mesti húsabrnnisem fyrir hefur komið hjer á landi. Björnson — Sverdrup í norskum blöðum er nú sem stendur mikið þrætt um einkennilegt mál. Það liggur við málaferlurn milli barna Jóh. Sverdrups fyrv. ráðaneytis- formanns,og vinstrimannaforíngjaogBjörnstjerne Björnsons. Tildrögin ’eru þessi: 1 vetur er leikið á Kristjaníuleikhúsinu leikrit eftir Björn- son, sem út kom fyrir nokkrum árum, »PauI Lange og Thora Pársberg«. Menn þykjast skilja, að Björnson ætli í leikritinu að sýna með aðalpersónunni, P, Lange, norska stjórn- málamanninn Richter, sem skaut sig fyrir nokkrum árum, og að hann gefi Johanni Sverdrup sök á þeim óhöppum. Einkum hefur ein setníng í leiknum vakið mikla gremju. Hana vilja menn skilja sem aðdróttun að Sverdrup fyrir að hafa falsað pólitískt skjal, sem fara átti milli norska ríkisráðsins og Richtcrs, að hann hafi stúngið binu rjetta brjefi undir stó! og sjálfur búið út annað í staðinn. Pó er Sverdrup hvergi nefndur í leiknum, og jiersónan, sem þetta á að gera, er ekki sýnd, heldur að eins nefnd afleikend- unum, og þá kölluð »den Gamle«. Yms af norsku blöðunum ruku upp til handa og fóta og sögðu að ráðist væri á «rrinningu« Sverdrups látins og beindu þeirri spurnfngu að Björnson, hvort sá skilníngur væri eigi rjettur. I stað þess, að svara því, að þetta kæmi eingum við, segir Björnson : »Jú«. IJtúr þessu hefur spunnist lángvinn rimma. Björnson iciðir fram vit.risburði ýmsra manna til sönnunar sínu máli, en aðrir mót- mæla í ákafa og telja að minnsta kosti ósvinnu að draga þetta opinbeilega fram. Ættíngjar Sverdrups aitla nú í mál til þess að verrda rninníng föður sfns og frænda og er því ekki cnn sjeð fyrir endann á þrætunni. Björnson hefur boðið, að vfkja megi á leik- sviði'nu lítið eitt við setníngunni, sem mestu hneixslinu hefur valdið, og ef það sje ekki nóp, til að friða þá, sem óánægðir sjeu, seg- ist hann banna, að leikurinn verði nokkru sínni sýndur í Kristjaníu, meðan hann sje á Iffi. Frá Aþenuborg. Þar var allt í upp- náiiii í mánuðinum, sem leið. Stúdentarnir við báskólann gerðu uppþot, tóku háskólabyrgg- ínguna og halda henni eins og víggirtum kast- ala. Á götum borgarinnar hafa orðið blóð- ugir bardagar milli stúdentanna annars vegar og lögregluliðsins og herliðsins hinsvegar. En merkilegast við þessar óeirðir er það, að þær eru risnar út af þýðíng nýja testament- isins á ííýgrfsku. Breska biblíufjelagið tók r.ýlega í þjónustu sína grískan uppgjafaprest og fól honum á hendur að þýða nyja testa- mentið á nýgrísku. Aður hefur það ekki verið gert. I Grikklandi er klerkavaldið ekki lítið, og við háskólann í Aþenu hafa guðfræðis- stúdentarnir töglin og hagldirnar. Ivlerka stjeltin setur sig algerlega upp á móti þýðing nýja trstamcntisins Og fremur af pólítískum cn af trúfræðilegum ástæðum. Stúdentarnir þykjast halda up i heiðri hins gríska þjóðernis og hinnar grísku túngu, þar sem þeir mót- mæla þýðíng nýja testarrentisins á nýgrísku. Þeir segja sem svo : Guðspjöllin eru skrifuð á okkar fræga fornmáli, sem hver menntaður Grikki enn í dag les og skilur. Að þessu leyti cr sjerstaða okkar merkileg og mikílsverð °g það yrði okkur til ævarandi skammar, ef við köstuðum þessum rjetti til eignar á ritum nýja testamentisins frá okkur með því að fara að nota þýðíngu á því í stað trummálsins. Hve ákafar óeyrðirnar hafa verið útaf þessu máli cr samt sem áður ekki vel skiljanlegt. Ráðaneytið hcfur talið rjcttast að segjaafsjer. Konúngur neitaði fyrst að samþykkja það, ert hefur þó látið undan og nýtt ráðaneyti er myndað, sem á að stöðva óeyrðirnar. Stúdentarnir setja enn sem friðarskilyrði frá /

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.