Bjarki


Bjarki - 29.08.1902, Qupperneq 2

Bjarki - 29.08.1902, Qupperneq 2
2 BJ ARKl. í orðum hans og rómi það »vald«, er þeir aldrei höfðu heyrt hjá prestum eða bóklærðum þeirrar tíðar. Sjáum hve ljúfur hann var smábörnunum, hve mildur við konurhar, einnig hinar stór- syndugu, hversu hann gladdist yfir fuglum loftsins og akursins liljum, hversu hugur hans horfði ávalt til föðursins og hversu hann kept- ist við að koma lýðnum í skilning um að guð væri ekki fjærri, heldur nærri börnum sín- um og hans heilaga ríki væri innra í hjört- unum. Alt þetta er óvenjulega einfalt. Hreint hjarta skilur það óðara og veit hve satt það er. Og sjái maður og trúi þessu í rót síns innra manns, hreinsaát hann og helgast og hressist og gleðst í hjarta. Hvað annað sem Jesús kann að hafa kent, hefur hann vissulega kent þetta og lagt meiri hug á það en nokkrar trúar- greinir eða ytri siði og sakramenti. En þar sem lysíng Jesú hjá þeim Mattheusi, Markúsi Lúkasi er svo ljós og einföld, finnum vjer í öðrum bókum hins nýjatestamentis aðrar skoð- anir um hann, ofnar saman við þessar og stundum yfirskyggjandi þær. Þannig í fjórða guðspjallinu, sem kennt er við Jóhannes. Þar talar Jesús ekki þessu einfalda máli, heldur tilfærir höf. og leggur Jesú á varir lángar ræður, sem, þótt fullar sjeu af elsku og inni- leik, eru mjög torskildar. Jesús segir þar enn að vísu: »Faðirinn er mjer meiri.« En þó hefur höf. töluvert ólíka skoðun á honum en hinir guðspjallamennirnir. Hann kennir, að »Orðið frá guði« hafi í honum búið á yfir- náttúrlegan hátt. Þó kennir hann það aldrei, að Jesús sjálfur sje guð. Þvert á móti segir hann oss frá, hvernig hann hafi beðið til guðs eins og föður síns, er öllu rjeði. Hitt kennir hann skýlaust að orðið, eða hugsun guðs, hafi skinið gegnum sál Jesú á sjerstakjega dýrðlegan hátt. l?á eru brjef Páls postula. Þar finnum vjer, að þessi mikli kennimaður vitnar nálega hvergi til æfi Jesú á jörðunni eða tilfærir hans unaðs- fullu orð, heldur hefur hann allan hugann á dauða hans og upprisu og krefst trúar á hann eins og hið eina nauðsynlega. Þó finnur Páll að kærleikurinn sje, þegar alls er gætt, æðstur og með háleitari mælsku lýsir hann á einum stað trú, von og kærleik, og úrskurðar rögg- samlega að af þessu þrennu sje kærleikurinn »mestur«. Hvernig myndaðist trúin á guð-manninn? Þegar nýjatestamentinu lýkur og vjer kom- um að sögu kristinnar kirkju, í byrjun hennar, sjáum vjer að tugir manna hverfa smásaman frá hinum einföldu og fögru boðum og dæmi- sögum Jesú, svo og frásögnunum um æfi hans í Galíleu, sem fyrri guðspjöllin segja frá svo yndislega, en sífeldar deilur um eðli hans taka þá til. Og smátt og smátt er eins og hin upprunalega mynd og líking meistarans má- ist út í hjörtum lærisveina hans, um leið og kirkjan tekur að hugsa sjer, að framar öllu þurfi að festa hjá sjer rjetta hugmynd um persónu hans. Það leið og ekki á mjög laungu, áður en nokkrir rithöfundar og. kenni- menn fóru að segja, að hann hefði alls ekki verið maður, einúngis sýnst vera það, að lík- ami hans hefði ekki verið sannur líkami, held- ur svipur af líkama, og að hann sjálfur hefði verið guðdómleg vera. Aðrir bentu þá á guðspjöllin og fullyrtu, eins og eðlilegt var, að höfundar þeirra hefðu skoðað hann eins og mann. Eftir lángar þráttanir kom svo fram hin kynlega hugmynd, að hann hefði verið b æ ð i guð og maður, og á flókinn hátt varð það að lokum og smámsaman kenning kirkjunn- ar. En með þeirri kenning fylgdu nýir erfið- leikar. Ef Jesús var guð, var hann þá sama sem faðirinn, eða öðruvísi? og ef hann var öðru- vísi, voru þá tveir guðirnir eða einúngis einn ? Eitthvað þremur öldurn eftir Krists daga var hinn mesti háski búinn, að kirkjan mundi ætla að trúa á tvo guði í stað eins. Var þá af- ráðið að leysa þau vandræði, og, þótt mót- sögn yrði f málinu, úrskurðuðu menn, að þótt faðirinn væ.ri guð og Kristur væri guð, þá væri þeir ekki tveir guðir, heldur einúngis einn. Sonurinn, sögðu menn, er ekki faðirinn, og faðirinn ekki sonurinn, heldur er faðir og sonur hvor um sig guð. Samt sem áður eru ekki tveir guðir til, heldur einn. 4. Hvernig varð þrenningarlærdómurinn til ? Meðan þessu fór fram myndaðist nýr hug- myndavefur. Nýjatestamenntið talar stundum um guð undir nafni heilags anda — fögur hugsjón um alföðurinn, sem andi elsku og friði inn í sálir sinna barna. En nú fóru menn að segja, að væri faðirinn guð, og sonurinn guð, þá væri heilagur andi líka guð. Þó sögðu menn jafnframt, að and- inn væri annað eða öðruvísi en faðir og son- ur. Og svo deila menn öld eftir öld, og svo verða blóðugar styrjaldir, og sorglega fellur nú kenning Jesú í gleymsku og dá meðan hin mikla fræðigrein um þrenninguna er að skap- ast, uns kirkjan kunngjörir, að »faðirinn sje guð, og sorturinn sje guð, og heilagur andi sje guð, en þó sjeu þeir ekki þrír guðir, held- ur einúngis einn.« Nú bið jeg yður að lesa trúarjátningu þá, sem kennd er við Athanasius, þar sem lærdóm- ur þessi er tekinn fram, en fletta svo upp 5. kap. hjá Mattheusi eða 15. kap. hjá Lúkasi og segja síðan til, hvort kristna trúin hafi ekki undarle^a breytt búníngi (eðli) á öldum þeim, sem liðu á milli guðspjallanna og trúarjátningarinnar. Jesús kennir að elskan til Guðs og elskan til mrtnnanna sje tvö æðstu boðorðin, og að vjer verðum að líkjast börnum til þess að komast í himnaríki. Athanasius-kreddan kunngjörir aftur á móti, að ef vjer trúum ekki nákvæmlega öllu því sem hún setur fram, að meðtöldum hinum undarlegu mót- sögnum um hinar þrjár persónur og einn guð, þá munum vjer »án alls efa eilíflega fyrirfarast.« Únítarar vilja hverfa aftur til Jesú. Vér hinirkristnu Únítarar viljum taka osstil og endurnýja þau hin einföldu, indælu sannindi, sem Jesús kendi, en varpa fyrir borð hinum flóknu og fjötrandi kreddum, sem urðu til fyrir þrátt- anir forna fræðimanna, kynslóð eftir kynslóð á tímum mikillar vanþekkingar og vísindalegra villimyrkra. Vjer viljum skora á menn að gera sjer að lífsspursmáli að koma kærleikans lög- máli út í lífið, því lögmáli, sem vjer höf- nm feingið beint af vörum Jesú, og fram er lifandi sett í hans hreina og náðarríka lífi. Hugsið þjer svo að vjer höfum rjett að mæla, eða hugsið þjer að vjer fylgjum raungu máli?^ Aths. I ræðu þessari tekur höf. ekki fram það, , sem verjendum og elskendum hinnar fornu »réttrúunar» verður þúngbærast og gerir vörn þeirra frá vísindanna sjónarmiði nálega ómögu- lega, það, sem sje, að sjálf »samhljóða guð- spjöllin» eru öldungis ekki samhljóða, og þó er hitt háskasamlegra, að ekkert þeirra er til vor komið í þess upprunalegu mynd, heldur er margsýnt og sannað, að efnið eitt og ekkert annað getur leiðbeint oss um það, hvað upprunalegast og sennilegast muni vera. Til þess að »fullkomna» hin helgu skráðu rit og gjöra þau ýmist uppbyggilegri fyrir söfnuðina, ellegar setja þau í samband við »spádóma» G. testam., ellegar til að hjálpa við stefnum og þörfum kirkjunnar, breyttu menn þeim á ymsa vega. Við rannsóknir slíkra hluta verður krítíkin að fara svo varlega og á við svo afar- margt að stríða, þar sem bókmentir þeirra alda eru svo fáar og óljósar, að leikmenn geta hjer lítið um dæmt og verða svo að.bíða kynslóð eftir kynslóð, meðan hvorir fara sínu fram, kírkjan og krítíkin. En því heldur ber oss að þakka guði, sje oss jafn drengilega eins og hjer er gjört, sýndur kjarninn-—kjarninn, sem er og verður»ljósið sem kom í heiminn.» M. J. Krýnlngln. Kórónan var sett á höfuð Eðvarðar Einglakonungs laugardaginn 9. þ. m. á hádegi, og stóð athöfnin, sem um því nær hálfs árs skeið hafði sett allan heiminn á hreifingu, aðeins yfir tæpa klukkustund. Baldwin norðurhelmsskautsfari. 1 fyrra sumar lagði Baldwin þessi af stað til Frans Jósefs lands, áleiðis til norðurheimsskautsins, en er nú snúinn heirn aftur og lenti í Honningvogi við Finn- mörk, 2. þ. m. Sjálfur þykist hann vera snúinn aftur fyrir vistaskort, — hefur þó sett niður 3 stór forðabur —, en álitið er, að ósamlyndi á skipinu sje aðalorsök í þessari erindisleysu, enda hefur Baldwin nú vísað bæði skipsstjóra og stýrimanni af skipinu. Búaforingrium Cagnað á Elnglandl. Búaforingjarnir Botha, De Wet og Delarey komu til Einglands í miðjum þessum mánuði; lentu þeir fyrst í Southampton, og var þeim tekið þar með mjkilli viðhöfn. Þann 16. þ. m. komu þeir til London. Á járnbrautarstöðinni safnaðist ótölulegur aragrúi fólks, sem kepptist um að fagna þeim með sem mestum innileik, aðdáun og allskonar vina-látum, og stöðugt var hrúpað: »De Wet og hinir aðrir hug- prúðu óvinir, eru nú vinir okkar." De Wet varð svo umkringdur af þessum hughrifna manngrúa, að lög- regluliðiði, varð að hjálpa honum út úr þraunginni. Daginn eftir fóru þeir á fund lávarðanna Róberts og Kitcheners. Leiddu þeir þá fyrir konunginn, sem fagnaði þeim eins og faðir fagnar sonuin sínum. Rússneskum stúdentum gefið frelsi. Eftir skipun Rússakeisara hefur öllum stúdentum, sem settir voru í fángelsi eftir óeiðirnar í Moskva í febrúar í vetur, nú verið gefið frelsi og aðgángur að skólunum. Þar á meðal eru um 100 stúdentar, er

x

Bjarki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.