Bjarki


Bjarki - 15.01.1903, Blaðsíða 3

Bjarki - 15.01.1903, Blaðsíða 3
BJARKI. 3 — njá, elskaði, við höfura aldrei verið neinir heimskingjar í Lundkvistsættinni." Jeg hef alltaf verið hálft í hvoru trúaður og jeg minntist orða okkar mikla trúarhöfundar: „Tak kross þinn og fylg rajer." Og svo tók jeg Klöru og gekk til prestsins. En yfir glasaglamrið, skálaræðurnar og skellina í fölsku tönnunum í munni teingdamóður minnarfannst mjer í veislunni minni jeg stöðugt heyra óminn af þessum orðum: „ Við höfum aldrei verið neinir heimsk- fngjar í Lundkvistsættinni." — „Og hvemig líður yður nú síðan, úngi maður?" dirfðist jeg að spyrja. — „Ojæja, ef Klara ætti ekki 37 gamlar frænkur, sem sitja heima hjá mjer og drekka kaffi, og svo 11 óuppkomna bræður, sem heimta af mjer peninga til að halda áfram námi sínu, og ef móðurbróðir henn- ar gamli drykki ekki upp allt konjakkið mitt og móðir hennar - auðvitað er hún flutt til okkar til þess að „gera það sem í hennar valdi stendur fyrir sína elsk- uðu einlcadóttur" — hryti ekki leingi eftir hverja mið- dagsmáltíð - þá get jeg ekki annað sagt, en að mjer tíði þolanlega." „Má jeg vægðarlaust fletta ofan af þessari svívirð- ingu í Smálandspóstinum?" „Já, það er yður velkomið; en nú verð jeg að flýta mjer heim, því jeg er hræddur um að konu niinni þyki jeg hafa verið fullleingi í þessum smá- erindum" sagði hann. Og svo tíndi hann allt ofan í Vasa sína aftur: tvö tvinnakefli, tíu egg, eitt sikti- brauð, hveitibrauð fyrir 25 aura, níu aðgángsmiða að leikhúsinu, eina saumavjelarskyttu, eina kjötkvörn, tuttugu og fjögur sýnishorn af heklugarni og tvö pund af möluðu kaffi. Hann gleymdi eingu. Annars hefði víst frjettst að þakið hefði rifnað af einu húsi hjer í bænum. Úr Tunaru er skrifað 8. þ. m. : . . . .Tíðin fór að íharðna með jólunum, svo að nú er skarpt um jörðj og fremur byljasamt; allir eru búnir að taka hesta inn. Okkur bregður við góðu tíðina í vetur; við vorum þá að sljetta sumir, aðrir að hlaða garða, sumir að byggja beitarhús. Síra Einar bygði hús fyrir 120 fjár og formaði fyrir hlöðu. Húsið var reist i6. des. eg er sh'kt mjög fátítt hjer um það leyti. Húseyjarbændur byggðu sína beitarhústóftina hver. Fljótið var seinast ferjað á Þorláksdag og Jökulsá á jóladag, og er mjög sjaldgæft að þau sjeu auð svo leingi frameftir vetri. í hittifyrra leysti þó Fljótið á Þorra, svo að það var ferjað.« Mannalát. Nýdáin er stúlka á Skeggjastöðum í Fellum, Guðný Hallsdóttir, um tvítugt. Hún dó úr tæríngu og hafði Iegið veik meir en ár. Nýlega er og dáin á Birnufelli gömul kona, Anna Magnúsdóttir, sem þar hefur leingi verið. Kosnínsr í bæjarstiórn fór hjer fram 3, þ. m. Endurkosnir voru þeir E. Th. Hallgrímsson verslunarstjóri og Eyólfur Jóns- son skraddari. Hlákuveður hefur verið hjer síðan á þriðjudag með hvössum sunnanstormi og miklu regni. Kona varð úti frá Miðhúsum í Eiðaþinghá, Anna Pjetursdóttir. Hún bjó ein í bænum, flutti þángað í vor. Þetta var á nýársdag, eða nóttina fyrir. Maður kom til hennar á gamlársdag og var hún þá heima. En á nýárs- dag var hún horfin og hefur ekkert til hennar spurst síðan. Hefur hún að líkindum farið að he'man um nóttina og ætlað tii einhvers af næstu bæum, en orðið þá úti, því veður versnaði seinni hluta nætur. Maður varð úti á þriðju í jólum á Húsavíkurheiði, milli Borgar- fjarðar og Loðmundarfjarðar. Hann hjet Jón Teitsson, var hjá Andrjesi kaupmanni Rasmussen í sumar sem leið í Gunnólfsvík, en ætlaði í vetur að vera á Gilsárvöllum í Borgarfirði og var á leið þángað. Líkið er enn ekki fundið. KVITTANIR. Undir þessari fyrirsögn standa í byrjun hvers mánaðar nöfn þeirra, sem borgað hafa Bjarka. (-=-) merkir vangoldið, (+) merkir ofborgað. VI. ár. Ben. Jónsson Auðnum, M. Sigurðsson Auðnum, Páll Stefánsson Reykjavík, Sigfús jónsson Halldórsstöðum. VI. og VII. ár. Kr. Sigurðsson Grímsstöðum, sr. Jón Porláksson Tjörn (ú- 3 kr.), Jón Sigurðsson Vestdalseyri, Ól. Briem Alfgeirsvöllum, Árni Steinsson Borgarfirði. VII. ár. Guðm. Kjerulf, Sauðhaga, Jón Bergsson Egilsstöðum, Jónas Eiríksson Eiðum, Gutt. Pálsson Ásgeirsstöðum, Sigbj. Bjömsson Litlabakka, Kr. Kristjánsson Ekkjufeili, Vilhj. Árnason Hánefsstöðum, Jóh. Sigvaldason Sf., Hannes Pórðarson Steinsvaði, Vigfús Eiríksson, Sf., Marteinn Bjamason Sf., Kr. Hallgrímsson Sf., Kr. Guðnason Refsstað, Jón Jónsson Múla, Finnb. Jóhannsson Bílldudal, F. Einarsson Sævarenda. VII. og VIII ár. Sig. Jónsson Þórarinsstöðum. Örðin Eyólfsstaðir Í Vallahreppi í Suðurmúlasýslu fæst til ábúðar í næstu fardögum. Þeir, er viija fá þessa jörð til ábúðar, snúi sjer hið allra fyrsta tii undir- ritaðs eiganda jarðarinnar. Hjaltastað 8. jan. 1903. VIGFÚS ÞÓRÐARSON. J-iskigjel/ur fást með góðu verði í verslun Sig. Johansens. Við verslun Sig. Johansens á Seyðisfirði eru nægar byrgðir af allri matvöru, kaffi, brennt og óbrennt, sykrí, tóbaki og fiest- um öðrum vörum. Sjerstaklega eru miklar byrgðir af kolum Og steinoliu. Allt með ÍO °/0 afslætti gegn peníngum út f hönd og jafnvel meiri afsláttur gefinn á sumum vörutegundum. Seyðisfirði 14. jan. 1903. SIQ JÓNSSON 6 veikishósta, sem oft heyrist i gömlu, trúu vinnufólki. Þegar Merlier gamla var ráðið til að setja heldur nýtt hjól á mylluna, hristi hann höfuðið og sagði, að nýtt hjól mundi verða latara og stirðara í snún- ingunum. Hann lappaði upp á gamla hjólið með öllu sem hönd varð á fest, gömlum tunnustöfum, riðguðum járnplötum, sínki og blýi. Útlit hjólsins var orðið mjög undarlegt; sumstaðar var það skrýtt grasi og mosa. Það var skrítið að sjá þegar frískur og tær vatnsstraumurinn fossaði niður á þetta hrör- lega, bæklaða hró, og það þaut á stað innan í glitr- andi perluúða, sem allir regnbogans Iitir ijeku sjer í. Sá hluti myllunnar sem stóð niðri í ánni leit út eins og örk sem strandað hefði þarna á dögum Nóa. Mestur hluti hússins var reistur á steingrunni og áin rann undir gólfinu. Milli steinanna voru stórar hol- ur, sem voru vel þekktar í sveitinni vegna þess, að inni í þeim tóku menn oft ála og krabba með hönd- unum. Neðan við mylluna var hylurinn spegiltær og þegar úðanum frá hjólinu rigndi ekki niður yfir vatnsflötinn sáust stórir fiskar synda þar fram ogaft- ur, hægt og hátíðlega eins og herskip. Gamall og hrörlegur stigi lá niður á árbakkann og þar var hæll 7 rekinn uiður, sem bátur var bundinn við. Yfir hjól- inu var trjepallur. Gluggarnir voru óregiulegir og á húsinu var fjöldi af hornum vegna þess, að smátt og smátt höfðu verið gerðar ýmsar útbyggingar frá því. Það leit helst út eins og leyfar af gömlum her- mannaskála. En utan um það uxu allskonar slaungvi- jurtir, sem huldu rifurnar og klæddu gamla húsið í græna sumarkápu. Ungar stúlkur sem ferðuðust þarna um drógu upp margar myndir af myllu Merliers gamla í vasabækur sínar. Hliðin sem sneri að veginum leit betur út. Inn í garðinn var geingið um steinhlið og beggja megin við það voru geymsluhús og gripahús. Fast við brunninn stóð stórt álmtrje og kastaði skugga yfir helmínginn af garðinum. Andspænis því voru fjórir gluggar á fyrsta lofti í húsinu. Eina eyðsla Merliers gamla í skraut var að láta mála þessa hlið hússins tíunda hvert ár. Nú var hún nýmáluð hvít og brosti móti þorpinu þegar sólin skein á hana um miðdegis- bilið. Gamli Merlier hafði í tuttugu ár verið hreppstjóri í Rocreuse. Hann var almennt virtir vegna auð- legðar sinnar, og hana hafði hann dregið saman sjálf- 8 ur, Menn álitu að hann mundi eiga um 40,000 fránka. Þegar hann giftist átti hann ekkert, enfjekk mylluna meðkonu sinni, Madeleine Guillard. EnMadeleine iðrað- ist aldrei giftíngarinnar. Nú var hún dáin og hann ekkjumaður og bjó með Francoisedóttursinni. Hann hefði nú haft efni á því að hvíla bæði sjálfan sig og mylluhjólið. En þá hefði honum leiðst og fundist húsið eins og dautt. Hann vann alltaf sjer til skemmt- unar. Nú var hann orðinn háaldraður piaður með fasta og stirðnaða andlitsdrætti; hann hló aldrei, en þó gat stundum legið mjög vel á honum. Hann hafði verið valinn hreppstjóri vegna efnahagsins og líka af því að hann gat komið mjög hátíðlega fram, en það kom sjer vel þegar hann þurfti að gefa hjón saman í borgaralegt hjónaband. Francoise var nýlega 18. ára. Hún hafði ekki ver- ið talin með fallegu stúlkunum í sveitinni af því að hún þótti of grannvaxin og veikbygð. Framyfir fermíngaraldur hafði hún jafnvel verið ófríð. í Roc- reuse gátu menn ekki skilið í að dóttir þeirra, hjón- anna í myllunni, skyldi þrífast svo illa og vera jafn- veikluleg, því þau voru bæði vel vaxin. En þegar hún var fimmtán ára, fór hún að breytast og frikka

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.