Bjarki


Bjarki - 01.05.1903, Blaðsíða 1

Bjarki - 01.05.1903, Blaðsíða 1
iJ A Kl I Vlll, 16 Eitt blað á viku. Verð árg. 3 kr. borgist fyrír 1. júlí (erlendis 4 kr. borgist fyrirfram). Seyðisfirði L maí. Uppsögn skrifl., ógild nema komin sje til útg. fyrir 1. okt. og kaupandi sje pá skuldlaus við blaðið. 1903 FypiplesfuF í Bindindishúsinu á sunnudaginn kl. 7 síðdegis. D. ÖSTLUND. U ppbo ð sauglýsíng. Eftir ákvörðun skiftafundar í þrotabúi Jóns Jónssonar Vestmanns verður húseign tjeðs þrota- bús, Melstaður í Sörlastaðalandi í Seyðisfjarð- arhreppi, með útihúsum og lóðarrjettindum boðin upp við 3. opinber uppboð og seld hæstbjóðanda, ef viðunanlegt boð fæst. Upp- boðin verða haidin laugardagana 2. 9. og 16. Hiaí næstkomandi kl. 12. á hádegi, tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunni, en hið síðasta á eigninni sjálfri. Söluskilmálar verða til sýnis hjer á skrifstof- unni viku á undan fyrsta uppboðinu. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 10/2 1903. Jóh. Jóhannesson. Uppboðsauglýsing. Eftir kröfu Pöntunarfjelags Fljótsdalshjeraðs og að undangeingnu fjárnámi 13. nóvember f. á. verður húseign Ólafs þurrabúðarmanns Olafs- sonar hjer í bænum seld til lúkníngar skuld að upphæð kr. 48, 61, auk fjárnáms- og sölu- kostnaðar, við 3 opinber uppboð, sem haldin verða laugardagana 2., 9. og 16. maí næst- komandi kl. 4 e. h., tvö hin fyrstu hjer á skrifstofunui, en hið síðasta á húseigninni sjálfri. Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðn- um. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði 7/s 1903. Jóh. Jóhannesson. Skiftafundur í dánarbúi Stefáns sál. Pjeturssonar frá Mið- fjarðarnesi verður haldinn á Skeggjastöðum laugardaginn 23. maí næstkomandi að afloknu manntalsþíngi þar; verca þar meðal annars eiðfestir vottarnir við arfleiðslu hins framliðna. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 22/4 1903. Jóh. Jóhannesson. Uppboðsauglýsing. Þriðjudaginn 26. maí næstkomandi verður opinbert uppboð haldið á Vopnafirði og þar seldar eigur þrotabús Guðmundar bónda Jóns- sonar í Fagradal, svo sem: bækur, búsáhöld, reiðfæri, veiðarfæri, smíðatól, 2 kýr, hryssa o. fl. o. fl. Söluskilmálar verða birtir á undan uppboð- inu, sem byrjar kl. 11. f. h. nefndan dag. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 23/4 1903. Jóh. Jóhannesson. Skiftafundur 1' dánarbúi Elsu Maríu Þorsteinsdóttur frá Bakka á Ströndum verður haldinn á Vopnafirði mið- vikudaginn 27. maí næstkomandi kl. 10. f, h. Verður skiftum á búinu þá væntanlega lokið. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 27/4 1903. Jóh. Jóhannesson. Skiftafundur í dánarbúi Jóhanns sál. Jónssonar frá Strand- höfn verður haldinn á Vopnafirði miðvikudag- inn 27. maí næstkomandi kl. 4. e. h. Verður skiftum á búinu þá væntanlega lokið. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 27/4 1903. Jóh. Jóhannesson. Skiftafundur í dánar- og þrotabúi sjera Jóns sál. Jónsson- frá Hofi verður haldinn á Vopnafirði fimmtu- daginn 28. maí næstkomandi kl. 12 á hádegi; verður þar lögð fram skrá yfir eigur og skuldir búsins og skiftunum Iokið ef hægt verður. Skrifstofu Norður-Múlasýslu 27/4 1903. Jóh. Jðhannesson. Kjörþíng til þess að kjósa 2 alþíngismenn fyrir Norður-Múlasýslu til næstu 6 ára verður haldið á Fossvöllum laugardag/inn 6 júní næstkomandi kl. 11 f h Skrifstofu Norður-Múlasýslu 27 apríl 1903. JÓH. JÓHANNESSON. Oephomerm þeir, er vilja fá vinnu við gröft á vatrileiðsluskurðum um bæinn, eru beðnir að semja um það senr allra fyrst við FRIÐRIK GÍSLASON. NÝKOMIÐ í bókaverslun L. S. Tómasonar: Skáldrit Gests Pálssonar. Hejt kr. 2.50. Islands Knltur. — - 3.oo. Til auglýsenda. Hr. David Östlund tekur á móti auglýsíngum í Bjarka og semur um verð á þeim. Borgun fyrir allar auglýsíngar í blaðinu á að greiða til hr. Östlunds, en ekki til mín. Þorsteinn Gíslason. Prestar og kirkjur. Þegar jeg heyri talað um að upp sjeu að renna vordagar og vonardagar hjá þjóð vorri, að með hinni nýu stjórnarbót sje von á nýrri frelsis og framfara öld, þá get jeg ekki að því gjört þó jeg sje farinn að eldast og hafi sjeð og reynt margar slíkar vonir bregðast og verða að eingu, að jeg fer líka að smíða mjer fagrar vonir um framtíðina, vonir um að við munum nú bráðum losna við ýmis bönd og óþaegindi, sem þjáð hafa þjóðina undanfarið þrátt fyrir alt frelsið, sem um hefur verið súngið síðustu áratugana. En ósjálfrátt vakna þó efasemdir og kvíði innan um þessar fögru vonir; mjer finnst eins og jeg sjái svo marg- ar torfærur og króka á þessari fögru braut, sem vonin er að byggja. En jeg flýg hærra og hærra á vængjum vonanna; torfærurnar hverfa, krókarnir mínnka og fækka; mjer finnst síðast jeg sjái brautina beina og sljetta, og þar sem jeg eygi yst í fjarska, sýnist mjer ríkja einíng, frelsi og friður á þessari fögru braut. En þángað er svo lángt, ógurlega lángt. Jeg lækka flugið á vængjum vonanna og læt mjer nœgja að horfa nær mjer og athuga það sem fram fer í kríngum mig, og get jeg ekki dulist þess, að mjer virðist margt öðrúvísi en það ætti að vera; þó er margt, sem aðeins þarf lagfærínga við, þar sem aftur þarf að um- steypa sumu og breyta frá rótum. Þegar jeg lít í kríngum mig og aðgæti, hvað það sje sem í mestu ólagi sje, þá verð- ur einna fyrst fyrir mjer þetta sem jeg kalla presta, kirkju og trúarmálefni. Þetta eru nú reyndar þrjú málefni nokkurnvegin aðgreind, en þó svo teingd og skyld, að hægt er að líta á þau sem eina heild; jeg vil líkja því við byggíngu, og þegar jeg athuga og virði fyrir mjer þessa byggíngu, þá sýnist mjer hún vera svo fúin og fornfáleg að tæplega muni hægt við hana að gjöra svo hún verði stæðileg; mjer virðist sem þurfa muni að rífa hana til j grunna og byggja upp aðra stærri, hærri og fegurri, sem betur fullnægi kröfum tímans, sje betur að skapi fjöldans, veiti mönnum hreinna og heilnæmara loft og betra skýli, þar sem einíijg og frelsi eigi heima. Eftir þenna formála, sem sumum kann að þykja óþarfur, vil jeg nú tala berara um þetta kirkjumálefni og fl. Það eru fá málefni sem bændum og alþýðu- mönnum er tíðræddara um sín á milli en prestar, kirkjur og trúarmálefni, og fá málefni, sem menn eru almennt eins óánægðir og gramir yfir eins Og þessi áminnstu. Þessvegna er það stór furða hversu lítið menn láta til sín hcyra um þau í blöðum og á mannfundum. Það eru j helst prestarnir sem farnir eru að láta til sín

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.