Bjarki


Bjarki - 21.09.1903, Side 3

Bjarki - 21.09.1903, Side 3
B J A R K I. ____-_____________B__ 3 skulu fram fara. þfngið hefur ekkert fje veitt til þessa, því nefndin, sem þar fjallaði um málið, taldi sjálfsagt að sýslurnar, eða hrepp- arnir, kostuðu það af eigin fje. Með virðíngu O. Myklestad.c- t Ólafur Davíðsson — o- Það slys vildi til 7. þ. m. að Olafur Davíðs- son cand. phil. á Hofi í Hörgárdal drukknaði í Hörgá. Hann kom neðau frá sjó og var á leið heim til sín úr grasaskoðunarfór, en við þær rannsóknir fjekkst hann mikið; hann var ríðandi og reiddi grasakassann á bakinu. Hann hafði verið vanur að ríða ána á vaði nokkru neðar en brúin er, en fara aldrei brúna, og eins mun han.i hafa gjört í þetta sinn. Hvern- ig siysið hafi viljað til, vita menn ekki, því j Óiafur var einn á ferð. En hestunnn fannst i með reiðtígjunum á árbökkunum og líkið þar skammt frá. Ólafur var sundmaður góður og er slysið því ósiiiljanlegra. En nokkur vöxt- ur hafði verið í ánni. Ólafur var Iiðlega t'ertugur, fæddur 1862. Hann var gáfaður maður, víðlesinn og íjöl- fróður, lagði franranaf stund á náttúruvísindi við háskólann í Kaupmannahöfn, en síðar ís- lensk fræði, og var hann flestum mönnum fróðari um íslensk handritasöfn, eins og rit- gerðir Iians margar bera með sjer. Aðalrit- verk hans er safnritið »íslenskar gátur, þulur og skemtanir,« sem Bókmenntafelagið gaf út, en auk þess skrifaði hann fjölda ritgerða í tíma- rit og blöð, tímarit Bókmenntafjelagsins, Sunn- anfara o. rn. fl. Ólafur dvaldi í Kaupmannahöfn leingstum eftir að hann varð stúdent, 1882, enflutti heim til föður síus, síra Davíðs á Hofi, 1897, og var síðan ýmist þar eða á Möðruvöllum, því þar. gengdi hann kennarastörfum öðru hvoru þess síðustu ár í fjarveru annara kennara skólans. Boris Sarafoí. Svo heitir maðurinn, sem stjórnar uppreist- inni í Makadontu. Hann er Bulgari og hefur áður verið offiseri. Hann er 33 ára. Tyrkir hafa nú Iofað 16000 kr. fyrir hötuð hans. Ætlun Sarafofs er að sameina Makadonfu Bulg- anu og mynda úr þeim báðum eitt konúngs- ríki. Stríð? 3. þ. m. var sú fregn send út frá Konstanti- nópel, að búist væri við að tyrkneskt herlið mundi næsta dag halda inn í Bulgaríu, her- foríngjar Tyrkja hafi þegar feingið skipanir að brjótast yfir landamærin. Ferdinant Bulgaraíursti er í vanda staddur. Hann fær hvert hótunarbrjefið á fætur öðru frá foríngjum uppreistarinnar í Makeconíu og er þar heimtað af honum, að skipa sjer í brodd uppreistarfylkíngarinnar, eða þá að vikja úr völdum, en stórveldin skipa honum aftur á móti að sefa uppreistina. Eldsvoöar. Aðfaranótt 7. þ. m. kom eldur upp í húsi einu í Bergen og fórst þar stúlka, kafnaði í reiknum. Eldurinn breiddist ekki út. Aðfaranótt 3. þ. m. brunnu til ösku 500 hús í bænum Trawnik í Bosníu, þar á meðal 7 kirkjur. 3000 manna urðu húsviiltir, en nokkrir fórust í eldinum. I Kaupmannahöfn kom upp eldur, á Kristjáns- höfn, fyrst í þessum mánuði og varð tölu- vert tjón að. Þrumuveður ákatt fór yfir Norðurjótland 5. þ. m. Margir bæjir brunnu og stúlka ein beið bana. Tjónið er mikið. Kosníngar í Noregi til stórþíngsins eru nýgeingnar um garð og hafa vinstrimenn, sem nú í mörg ár hafa setið þar að völdum, beðið ósigur, og taka nú hægri menn þar við stjórnartaumunum. At- kvæðamunur er þó ekki mikill; hægrimenn hafa 60, en vinstri 57. Kosníngakeppnin var áköf. Björnstjerne Björnson var einn þeirra sem ákafast geingu fram móti hinni ríkjandi stjórn. D r am m - A n to n. Eftir Guy de Maupassant. II. Loks fór svo að Anton fjekk slag og varð eftir það aflaus. Ferlikið var borið til sæng- ur í litlu herbergi bakvið veitíngastofuna og var aðeins þunnt þil á milli. Þar var búið um Anton gamla til þess að hann gæti heyrt allt sem skrafað var í drykkjustofunni og mas- að við vini sína. Hann gat hreyft höfuðið, en skrokkurinn var svo þúngur, að hann gat ekk- ert byit sjer til og varð því að liggja eins og hann var Iagður. í fyrstu væntu menn að hann mundi aftur fá afl í fæturna, en sú von brást, og Dramm-Anton varð að halda við rfimið frá morgni til kvölds. Um rúmið var aðeins búið einusinni á viku og þá hjálpuðu til þess fjórir nábúar Antons; þeir lyftu veit- íngamanninum upp, voru tveir við herðarnar og tveir við fæturna, meðan hálmdýnunni var snúið undir honum. Hann var kátur cins og áður, en nokkuð á annan hátt; hann var bljúgari en áður og auðmjúkari en áður og svo hræddur við kon- una sína ems og hann hefði verið fimm ára barn, en hún gekk enn um með urgur og var eingu geðbetri en áður. »Þarna liggur hann, stóra svínið, letínginn, landeyðan, drykkjurúturinn. Það er lagicgt að sjá hann, eða hitt þó heldurU liann var hættur að svara. Hann lyngdi augunurn og velti sjer við í ruminu þegar hún fór út. Það var eina hreifíngin sem hann gat gert. Hann kallaði þetta að »venda« til norðurs og að »venda« til suðurs. Mesta skemtun hans var nú að hlusta eftir því sem sagt var frammi í drykkjustofunni og að kalla framfyrir þegar hann heyrði þar til einhvers af vinum sínum. »Hæ, teyngdasonur, ert það þú, Célestín?* Og Célestín svaraði: »Já, það er jeg, Anton minn! Ferðu nú ekki að ná þjer bráðum, ístru- belgur?« »Nei, ekki enn þá. En jeg legg ekki af heldur!« Stundum ljet hann nánustu vini sína koma inn í herbergið til sín, en hann gat varla þol- að að sjá þá drekka og geta ekki verið með sjájfur. Hann sagði þá: »Það kvelur mig teyngdasonur, að geta ekki feingið mjer dramm. Jeg get jetið, en það er sárgrætilegt að geta ekki drukkið.« Kattugluandlit kerlíngarinnar gægðist inn úr gáttinni. »Lítið þíð á hann«, sagði hún, »sjáið þið digru landeyðuna. Það verður nú, að mata hann, þvo hann og hirða alveg eins og grís!« Þegar garnla konan var horfinn, hoppaði rauður hani upp í gluggann, skimaði allt í kríng og rak svo upp hátt gól. Stundum komu hænsnin alla leið inn að rúminu og pikkuðu gólfið með nefjunum. Vinir Dramm-Antons tóku brátt upp á þcim vana að koma á hverju kvöldi inn úr drykkju- stofunni og setjast kríngum rúmið hans. Þó hann lægi veikur í rúminu, höfðu þeir gaman af honurn. Hann gat enn feingið menn til að hlægja. Þeir voru þrír sem komu inn ui hans reglulega á hverju kvöldi; Célestín Maloisel, hár og magur maður með bogið, skakkt nef, Prosper Horstaviile, iítiil maður með hreysi- kattarnef, skuggalegur á svip og slægur eins og refur, og svo Césare Poinmelle, sem aldrei sagði orð, en skemti sjer samt sem áður. í’eir höfðu náð i plánka útifyrir, lögðu hann á rúmstokkinn og spiluðu þar dómínó, stund- um allt frá kl. 2 til 6. En þegar þessu hafði farið fram um tíma varð eingu tauti komið við kerlínguna. Hún get ekki þolað að erkiletinginn hjeldi áfram að skemta sér við spil 1 rúminu. Og í hvert sinn sem hún sá, að þeir höfðu lagt plánkann upp á rúmstokkinn, rauk .hún til, reif hann og dómínóstokkinn og flejgði öllu saman fram í drykkjustofuna. Henni fanst nóg r.ð þurfa að ala möruxann aðgjörða- lausan, þó hún þyrfti ekki þar ofan í kaupið að horfa á hann leika sjer, alveg eins og til þess að hæða þá sem neyddust til að strita allan daginn fyrir lífinu. Célestin og Césare horfðu í gaupnir sjer, en Prosper Horstaville hafði gaman af að erta kerlínguna og fá hana til að reiðast. Einn dag var hún óvenjulega skapíll. Hann sagði þá við’ hana: »Heyröu, kelli mín, veistu hvað jeg gerði, ef jeg væri í þínum sporum?« Hún Ieit hvast til hans og beið eftir, að hann talaði ákveónara. »Maðurinn yðar hitar í kríng um sig eins og bakaraofn,« sagði hann, »jeg mundi nota hann til þess að únga út eggjum.« Það datt alveg ofan yfir hana. Hún hjelt að hann væri að spila með sig og starði 'þegj- andi á hann. »Jeg mundi leggja sín fimm eggin í hvorn handarkrika hans, og sama dag Ijeti jeg hænu leggjast á egg. OUum eggjunum yrði jafn- snemma úngað út. Og þá tæki eg úngana úr eggjum mannsins yðar, flytti þá til hænunnar og hún mundi passa þá eins og þá únga sem hún hefði sjálf úngað út. Með þessu móti gætuð þér fingað út hænsnum í *fcórum stíl, kelli mín.« Kerlíngin stóð þar steinhissa. *Er það hægt?« sagði hún.

x

Bjarki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.