Bjarki - 18.06.1904, Blaðsíða 8

Bjarki - 18.06.1904, Blaðsíða 8
16 B J A R K I. Að þú skyldir verða þetta úrþvætti! svona gersamiega þýzkur! — Þegi þú, kerling, eða jeg gef þjer á liann — sagði Bartek. — Berðu mig, sláðu af mjer höfuðið, hlessaður dreptu mig bara, myrtu mig strax — æpti konan með áfergju, teygði fram háls- inn og sneri sjer til bændanna. — Þið getið horft á það! En bændurnir fóru að laumast burt, og brátt voru þau orðin ein eftir, Bartek og kon- an, sem alltaf teygði fram hálsinn. — Hvað ertu að teygja fram álkuna, «ins og gæs? — sagði Bartek. — Farðu heim heldur. — Sláðu! — sagði Magda. — Mjer dettur það ekki í hug — svar- aði Bartek og stakk báðum höndum í vas- ana. Veitingamaðurinn var nú búinn að fá nóg ■af rifrildinu og slökkti eina ijósið sem tilvar í stofunni, svo allt varð dimmt og hljótt. Eftir nokkra stund heyrist aftur rödd Mögdu í myrkrinu: - Sláðu! Mjer dettur það ekki í hug, bara ... — ■svaraði Bartek hreykinn. í túnglskininu sáust tvær hræður á gángi heim frá veitingakránni. Önnur gekk á undan veinandi og barmandi sjer. Á eftir henni gekk sigurvegarinn frá Sedan og Grave- lette, auðmjúkur og niðurlútur. VII. Bartek var svo máttfarinn þegar hann kom heim að hann gat ekki unnið handar- vik í marga daga. Það kom sjer ekki vel fyrir búið. Það mátti illa við að missa þann vinnukraft. En Magda reyndi að brjótast fram úr því. Hún vann frá morgni tilkvölds og Czerminichi, nágranni þeirra, hjálpaði henni það sem hann gat. En það kom fyrir ekki. Ejárhagurinn fór alltaf smátt og smátt hnign- andi fyrir því. Og svo var nú líka skuldin sem þau voru í við hann Júst nýlendumann. Það var Þjóðverji sem einusinni hafði eign- ast nokkrar óræktaðar spildur í Pognembin, er nú voru orðnar frjóvsömustu akrarnir ( öllu þorpinu. Þar að auki átti hann tals- verða peninga, sem hann lánaði út með af- ■arháurr. vöxtum. Fyrst og fremst byrgði hann herramanninn, Pan Jarzynski*) af pen- ingutn. Nafnið Jarzynski stóð skráð í „gull- bókinni* **), og því dugði ekki annað en haida sig ríkulega, hvað sem eigunum leið. En annars lánaði Júst líka bændunum peninga. Magda var búin að skulda honum sjálfsagt eina tíu dali, nú upp í heilt missiri. Hafði sumt af því geingið til búsins, en sumt hafði hún sent Bartek meðan hann var í stríðinu. En upphæðin var svo sem ekki stór. Ef guð gæfi ríkulega uppskeru væri ekkert hægra en ■> að borga það allt í haust; ef nú bara vinnu- kraptinn hefði ekki vantað! En Bartek gat ekki snert á verki. Magda ætlaði fyrst ekki að trúa því að hann gæti ekki unnið, fór til prestsins og spurði hann, hvernig hún ætti að íara að því að fá karl sinn til að vinna. En það kom fyrir ekki. Þegar hann var búinn *) Pan = herra. **) Pólskt aðalsmaimatal. að vinna dálitla stund, ætlaði hann varla að geta náð andanum og bakverkurinn varð ó- þolandi. Hann sat oft heila daginn' úti fyrir húsi sínu, reykjandi í postulínspípu sinni; var á pípuhausinn máluð mynd af Bismarck í hvítri múnderingu og með brynriddarahjálm á höfði. Bartek horfði út í bláinn, þreytulegur ogmeð drúhgasvip. Svo hugsaði hann ögn um stríðið, ögn um sigurvinningarnar og Mögdu, ögn um alla og ögn um ekkert. (Frh.). Reykjavikurbrjef. Þó Bjarki sje nú orðinn Reykvíkíngur, þá stendur hann öðruvísi að vígi en hin eldri Reykjavíkurblöð að því leyti, að mestur fjöldi kaupenda hans er á öðru landshorni. Hann skoðar sig því enn sem Austfirðingablað sjer- staklega og tekur upp þau efni sem fyrir lágu þegar hann hætti að koma út á Seyð- isfirði í vetur. En Bjarki býst við, að með tímanum aukist honum kaupendur hjer syðra og mun hann því smátt og smátt taka til umræðu þau mál sem hjer eru efst á dag- skrá. í þetta sinn dregur hann helztu Reykja- víkurfrjettirnar saman í stutt brjef. Blaðastríðið hefur sjaldan verið ákafara hjer en einmitt nú. Blöðin fylkja sjer með og móti nýu stjórninni og lítur svo helst út sem sum ætli að rífa niður allt sem hún gerir, hvort heldur rjett er eða rángt, en önnur að verja jafnt hvorttveggja. Þetta má ef til vill gott heita; málin eru þá sótt og varin eins og fyrir rjetti, Af bæjarblöðunum fylgja Reykjavík og Þjóðólfur stjórninni, en á móti eru íngólfur, ísafold og Fjalikonan. ísafold þykir heldur en ekki hafa færst í aukana síðan Björn kom heim úr utanlands- för sinni og er hún aðalvígskipið í stjórnar- andstöðuflokknum, en Reykjavíkin í stjórnar- flokknum. íngólfur er tundurbátur, sem fer á undan og kannar leiðirnar. Aðalþrætu- efnið er nú undirskriftarmálið, það, að skip- unarbrjef ráðgjafans var undirskrifað af ráða- neytisformanninum danska í stað íslandsráð- herrans, og er þetta gagnstæt.t því sem þing- ið ætlaðist til. En oflángt yrði að skýra hjer frá sókn og vörn í þessu máli og verður það að bíða siðari tíma. Af bæjarmálum er vatnsleiðslumálið stærst. Það er ráðgert að leiða vatn til bæjarins of- an úr Elliðaám og er það lángur vegur og verður kostnaðarsamt mjög. En þ.ó reikn- ast mönnum svo til, að þegar á allt erlitið, verði þetta ódýrara en að bera vatnið til hús- anna á þann hátt sem nú gert. Tveirmenn enskir hafa verið hjer og gert mælingar og áætlanir vatnsleiðslunni viðvikjandi. Er ráð- gert að enskt fjelag vinrii verkið. Fyrir nokkrum dögum var festur npp merkisskjöldur nýr framan á þinghúsið, þar sem áður var þorskurinn. Á skildinum er nýi fálkinn. En svo er sagt, að hafsins þorskar sjeu breytingu þessari afcrreiðir og jafnvel samtök þeirra á meðal um að líta ekki fram- ar við íslenskri beitu. Á þriðjudagskv. og fimtudagskv. síðastl. var leikið hjer af Stúdentafjelaginu og Leikfje- laginu í sameiningu. Sfúdentafjelagið geingst fyrirþeim leikjum ogáágóðinn að renna í minn- isvarðasjóð Jónasar Hallgrímssonar. Leikur- urinn er þýskur og heitir „Heidelberg.“ Leik- tjöld ný hafa verið feingin til þessa leiks og miklu fegurri enn menn hafa átt hjer að venjast. Sjest þar yfir háskólabæinn Heidel- horg um sumarkvöld í tunglskini og er sýnd þar stúdentasamdrykkja í veitingahússgarði. Leikendunum tókst vel; eingin skemmandi lýti á neinni sýningunni, en sumar takast mjög vel, einkum þær sem mest ríður á, því höfuðpersónan, erkihertoginn, er mjög vel leikinn aí Jens B. Waage og sömuleiðis veit- ingastúlkan, sem móti honum leikur, af fröken Guðrúnu Indriðadóttur. Yel er og leikinn herbergisþjónn hertogans af Guðm. Hallgrímssyni, kennarinn af Indriða Einars- syni o. m. fl. Leikurinn verður oft sýndur enn. Þau tvö skifti, sem leikið hefir verið, var hvert sæti fuilt. Mislingar hafa í vor borist til vesturlandsins með hvalveiðamönnum. Hefur varðskipið „Hekla“ flutt landritara og landlækni vestur þángað til þess að gera sóttvarnarráðstafanir. Sam- gaungur allar eru nú bannaðar við þau svæði sem ætlað er að veikin hafi getað borist til. Lítið er hún útbreidd enn sem komið er. Kvittanir: VI. — VIII. ár : 01. Ásgeirsson, Norðfirði; Marinó Havstein sýslumaður, Ospakseyri; Jöh. Eyjólfsson, Sveinatúngu; Sigf. Eymundsson, Reykjavík. VII. —VIII. ár: Pálina Mohr, Thorshavn, Færeyjum; Jón Þorleifsson, Úlfstiiðum. VIII. ár: St. 0. Eiríksson, Gimli; Einnbogi Jóhannsson, Bíldudal; Erlingur Filippusson, Brúna- vík; Ingim. Eiríksson, Sörlastöðum; Hallgr. Jónsson, Hrafnabjörgum; Halldór Vilhjálmsson, Norðfirði; P. Hjaltested, Reykjavík; Sig. Jón^son, Reykjavík; M. Bjarnason, Mountain; ísl. ráðaneyti, Khöfn; Torfi Bjarnason, Olaísdal; B. M. Long, Winnipeg. IX. ár; Sr. Jón Jónsson, Stafafelli; Sig. Hjör- leifsson læknir, Grenivík; G. Gunnarsson, Pembina. JCanpenðnr Bjarka, sem skulda fyrir blaðið, eru áminntir um að borga, einkum þeir sein enn skulda fyrir þrjú síðastliðin ár. Grjalddagi Bjarka þ. á. er 1. seftemb. grunaábyrgðarjjdagið „Nye Danske Brandíorsikrings-Selskab" Stormgade 2, Kðbenhavn Stofnað 1864 (Aktiekapital 4,000,000 og Reservefond 800,000) tekur að sjer brunaábyrgð á húsum, bæjum, gripum, verslunarvörum, innanhúsmunum o. fl. fyrir fastá.kveðna litla borgun (Præmie) án þess að reíkna nokkra borgun fyrir bruná- byrgðarskjöl (Police) eða stimpilgjald. Menn snúi sjer til umboðsmauns fjelagsina á Seyðisflrðl. St. Ih. Jónssonar. Ritstjóri: Þorsteinn Þíslason. PeTní.8mi-ðja Þorvarðs Þorvarðssonar.

x

Bjarki

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarki
https://timarit.is/publication/28

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.