Bergmálið - 26.06.1899, Blaðsíða 3

Bergmálið - 26.06.1899, Blaðsíða 3
67 in, sém ekki hepnast í fyrsta sinn, er æskumanninum hvöt til rð reyna aftur, en sem er óbætanlegur ósigur fyrir þann eldri. Sjálfstraust eða sjálfsöryggi, hvað sém þú vilt kalla það, er mikils virði og fagur kostur. Auður æskumannsins er ekki fólg- inn í peningum eða stöðu í mann- félaginu, sem hann kann að taka að arfi. í>að er ágætt að hafa gott lát- æði og kurteisa liáttsomi, en ekki er alt innifalið í því. En sannur vilja- kraftur, er sá rétti auður æskumanus- ins, hánn er kjarninn í öllu. Sá maður, sem hefir daufan og óstælt- an viljakraft, kemst aldrei langt áleið- is. Viljinn til að gera eitthvað gott, nær fyr eða síðar síuu háleita tak- jr.arki, hann verður að þroskast, nær- ast og styrkjast. Listgáfa og góðir hæfileikar, eru sannar guðs gjafir, sem engin ætti að stæra sig af; en að reyna með kappi, á heiðarlegan hátt, að framkvæma skyidur sínar, slíkt sýnir hinn sanna viljakraft, sem æskumað- urinn hefir rétt til, að vera ögn stát- inn af. Fullþroskaður viljakraftur, sam- fara áhuga sem gengur í þá átt, að vinna að því sem er gagnlegt og þarflegt í mannfélaginu, er sá auður, sem æskumaðurinn þarf, og sem er skylda han» að afla sér, heldur fyr en seinna. Hvernig- medlioiKÍla sknli manninn. (Ritað af hesti.) Þegar einhver rnað ir getur ekki lengur staðið ú fótunuin, amiaðhvort < f þreytu eða sjukdómi, en hnigur niðui', þá taktu spítukubb; viðarlurk, tunnustap, eða hvað sem næst verður fyrir hendi, og lemdu hann duglega um höfuðið og síðurnar með barefiinu. Ef þetta kemur honum ekki til að standa á fætur, þá spaikaðu moð fót- uuum í kviðinn á honum. Ef brúk- uð er þessi aðferð við manninn, er enginn efi á, að það hrífur, eiuungis að gefast okki upp. Þetta er aðferð- in, sem mennirnir nota við hesta og önnur viunudýr, þegaf þau yfiikomin annaðhvort af þreytu eða illii með- ferð kasta sér niður til að hvíla sig. Ef manninum finst byrði síu vera ait of þung, og getur ekki haldið áfram með hana, reyndu þá að ná þér í viðarlurk eða heykvísl og berðu lianu áfram, fyrir alla muni haltu áfrarn að lemja hauu, slíkt veitir hon- um viljakraft, og allar líkur til, að hann sýni ekki frekari mótspyrnu. En í hamingjuhænum léttu ekki byrðina á honum; í slíku væri alt of mikil heilhrigð skynsemi innifalin og mannúðleg breytni, og á því mundir þú fá að kenna í næsta sinn, ef byrðin væri of þung fyrir hann. Ef maðurinn vill ekki drekka þeg- ar þú híður honum vatn, þáer að hjóða honum ekki vatn næsta dag, til þess að ,,kenna“ honum að drekka þegar þér þóknast að bjóða honum það. Ef hlassið er of þungt, sem hann á að diaga, þá þvingaðu hann til að ganga hi-aðara. Láttu hann vinna hart; láttu hann byrja snemma á morgnana en hætta seint á kvöldin, svo mun hann mæta árdegis dauð- daga sínum; en þetta er það, sem við hestarnir verðurn að gera. Ef þú hefir ekki svipu við hendina, þá nota göngustafinn þinn eða hvað sem þú nærð í. Þú skalt biuda höfuðið á mannin- um aftur á bak, í óeðlilegar stellingar, svo hann horfði beint á sólina; þá lítur hann ,,flot“ út, og hindrar hann frá að hnjóta. Hengdu áklæði yfir hrygginn á honum, en láttu fæturn- ar og hrjóstið vera hert. Ef það er ekki þér þægilegt, að gefa manninum, sem starfar fyrir þig, mat um mið- daginn, þá láttu hann vera án hans; ef þú einungis „kant“ að nota keyr- ið vel, þávinnur hann vel fyrir þig, vitaskuld verður honum örðugra að starfa, en það gerir nú lítinn mismun. Láttu manninn brúka þrÖDgva skó, sern fara honum illa, þvingaðn hann til að nota þá, þótt fæturnir eyði- leggist. Það kostar peninga að skifta um skó, ekki mikla, en svolitla upphæð, en hvað er að taka tillit til helti eða þjáninga, ef þú getur spar- að þér svo sem einn dollar um árið, með því að nota sömu ekóna. Að þessar frumreglur séu réttar, dreg ég engan efa á, því ég lærði þær af húsbóuda mímun þegar ég var lttill foli. Hann var vanur að meðhöndla alla hesta sína þannig, og ef þnð er rétt af manninum að fara á þeuna liátt með skepuur sínar, þá er það líka rétt af hestinum að breyta eins við manninn, þegar hann hefir yfir honuin að ráða. (t>ýtt.^ * * * Grein þossi ætti að vera góð hug- vekja t-il allra þeini-a, sem nota ó mannúðlega aðferð við vinnudýr síu. Þótt hér sé það hesturinn, sem látinn er hafa orðið, þá mundi margur uxinn geta tekið undir með honum, og sagt sömu söguna. I’itstj. Hvers vegna eru konur taugaveikar. ----o----- Hin algengu taugaveiklunar-tilfelli, sem ásækja svo kvenfólkið, hafa valdið læknirum mikillar umhugsun- ar, og hafa þeir reynt að finna orsakir þeirra. Það er alkunnugt, að ýms líífæra- laus frumefni, framleiða á mismun- andi hátt taugaveikindi, sem koma í ljós hjá giftum konum. Yið ná- kvæmar rannsóknir hefir það kornið í ljós, að álún, er þráfaldlega orsök- in til taugaveiklunar, því einkenni þau, sem komá fram við verkun þess á taugakerfið, eftir að það hefir kom- ist inn í blóðið, eru í hæsta máta merkileg. Lífeðlisfræðilegar tílraun- ir, sem Orfila, og prófessorarnir Hans Mager, Paul Sein og fleiri, hafa gert á dýrum sýna, að verkun álúnsins á t-augakerfið, kemur ekki fram, fyr en mörgum dögum seinna, eftir að það hefir komist inn í blóðið. Þá fer að koma í ljós lystarleysi og ýmis kon- ar óregla á meltingarfærunum, og að síðustu alger veiklun á öllu tauga- kerfinu. Allir hinir frægustu lækn- irar álíta nú, að taugaveiklun og hin- ar ýmsu tauga-þjáuingav, sem ásækja karlinenn jafnt sem kvenfótk, komi af því, að taugakerfið dragi til sín álún Það er eðlilegt þótt læknirum gangi erfitt, að finna orsakirnar til þess, hvernig álúussalt-ið komist inn í blóðið, þar sem það er þó fyrirhoðið að nota það við brauðgerðii'. En tilfell- ið er, að álún er í laumi brúkað í brauð, það gerir brauðið svo hvítt að útliti, og er oft ineir eða minna af því í ódýru ,,Baking Powdei“. A þaiin heimilum, sem milcið er brúk- að af „Baking Powder“, ætti að hafa aila varúð við, að kaupa ekki aðrav tegundir, en sem eru búnar til af hreinum vínsteini. „Baking Powder“, sem álún er í, er vanalega ódýrt. (British medical news.) Nokkur eintök af ,,Dagsbrúnu 1 og 2. ár, eru til sölu hjá G. M. Thompson, Islenzkar bæknr til s'ölu hjá G, rvi. Thompson. Biblíusögur Herslebs i bandí 0 55 Bókasafn alþýðu, árg. 0 80 Björk ljóðmælarit eftir S. Símonsson 0 1,5 Búkolla og Skák G. Friðjónsson 015 Dönsk-íslenzk orðabók eftir J. J. 2 18 Draumaráðningar G M................ 0 10 Eðlislýsing jarðarinnar............ 0 25 Eðlisfræði........................ 0 25 Efnafræði.......................... 0 25 Eimreiðin 1. ár. (endurpi entuð 0 60 -----do--- II ár. þrjú hefti.....I 20 -----do--- III. ár .............. t 20 -----do——IV. ár.....................1 20 Elenóra skáldsaga eftir G. E..... 0 25 Ensk-íslenzk orðabók eftir G. Z...1 75 Grettisljóð, M- J...................0 70 Goðafræði Gr og Bómverja............0 75 Iljálpaðu þér sjálfur, í bandi......0 55 Heljarslóðarorusta eftir B. Gr....0 JO Hvers vegna? Vegna þessi............2 t)U ísland, Þ. G., vikublað, árg........1 40 Islands saga, Þork. Bjarnason.....0 Öí) Islendinyasöyur: 1-2. Islendingabók og Landnáma 0 3. Saga Harðar og Hóímverja 0 15 4. „ Egils Skallagrímssona t Ö 50 5. ,, Hænsa Þóris 0 10 6. Kornmáks saga ••0 20 7.Vatnsdæla saga "0 20 8' Saga Gunnl. ormstungu 0 10 9. „ Hrafnkels Freysgoða.. "0 10 10. Níáls saga 0 70 11. Laxdæla saga J 12. Eyrbyggja sag J "'O 30 13. Eljótsdæla saga lB Ljósvetninga saga •••0 25 l5. Saga Hávarðar ísfirðings 0 15 16. Reykdæla sag 0 20 1 7. Þórskfirðinga sag 0 15 1 8. Finnboga saga 0 20 l‘L Víga-Glúms sag 0 20 20 SvarBæla saga 0,20 21 Vallaljóts „ „ 0,10 22 Vápufirðinga sag 0,10 23 Flóamanna „ „ 0.15 24 Bjarnar saga Hítdælarkappa 0,20 Jökulrós, skáldsaga eftir G. H. 0 20 ICvöldvökur I. og IJ. partur 0 75 Kvenuafræðarinn eftir Elír. Briem 1 00 Landfræðissaga íslands I. 1 20 T .. . >> .. „ H- 080 J/joðmæli Gr. Thoms., í bandi 1 50 ——do------ iát.gr. Thorst. í bandi 1 40 i----do--- Gísla Thor., í bandi 0 60 |----do-— H. G. Sigurgeirsson 0 40 I Lærdómskver H. H. í bándi 0 30 i Mannkynssögu-ágrip P. M. 1 10 ■ Mentunarástandið íslandi 0 20 i Njóla, ef'tir Björn Gunnlaugsson 0 20 | Nokkur fjórrodduð sálmalög 0.50 : Saga Festusar og Ermenu 0 05 „ Villifers frækna .0 25 ,, Kára Kárasonar 0 20 „ Göngubrólfs ..... 010 „ Sigurðar þögla ......... 0 30 „ Halfdánar ,Barkars .......... 0 10 ,, Asbjarnar Ágjarna ........... 0 20 Stafrofskver, G. M. Th. 0 15 Steiiiafræði, Ben. Grönd. o 80 Sunnanfari, árgangurinn ] 00 „ VII. ár, I. liefti 0 40 Svava, I. árgangur í hefti 0 50 ,, II. ár. (12 hefti) ..... i 00 Sveitalífið fyrirlestur ........... o 10 Sögusafn Isaf. I. II. III. ........ 100 Sönglög eftir H. Iielgason 1. hefti 0,40 Sögur og kvæði [E. BeneJiktsson] 0,60 Syndaflóðið fyrirlestur ........... 0 10 Tjaldbúðin, rit eftir séra H. Péturss. 0 25 Trúin á guð 8 fyrirlestrar 0 35 Urvalsrit Sig. Breiðtjörðs 1 75 Valið, eftir S. Snæland ...........0,50 Verkfall kvenna 0 25 Vinabros; eftir Svein Símonarson 0 20 Þjóðsögur’ 01. Davíðsson, í bandi 0 55 Þáttur Eyjólfs ok Péturs, fjárdrápsmilið í Huu þingi 0 25 Þát-tur beinamálsins 0 10

x

Bergmálið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmálið
https://timarit.is/publication/29

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.