Ísland


Ísland - 02.10.1897, Page 1

Ísland - 02.10.1897, Page 1
iSLAND. I. ár, 4. ársíj. Reykjavík, 2. október 1897. 40. tölublað. Með þessu blaði liefst fjórði ársfjórðungur af fyrsta árgangi „íslands11. Við byrjun næsta árgangs verður áskriftartíma áskrif- enda breytt. í stað þess að hann hefur verið þrír mánuðir, verður hann eftirleið- is eitt ár. Þessi breyting er gerð af því, að reynslan hefur sýnt, að óheppilegra er að binda áskriftina við svo stuttan tíma, einkum vegua þeirra, sem langt búa frá Reykjavík. Pantanir þeirra eru leingi á leiðinni og þeir sem gleyma að senda þær í tækan tíma, fá blaðið þá miklu seinna en ella. í Reykjavík verður áskriftartíminn ó- breyttur. Eftir þetta verður blaðið ekki sent póst- afgreiðslumönnunum út um landið nema eftir pöntunum og póstmenn og áskrif- endur eru beðnir að minnast þess, að pantanir þeirra eru því að eins teknar gildar, að blaðverðið sje jafnframt borgað inn á póststofuna. Hjer eftir verðnr blaðið einnig sent út- sölumönnum víðsvegar um land og kost- ar hjá þeim 4 kr. árgangurinn og borgist fyrir 1. júlí ár hvert. geta menn því feingið, hvort heldur þeir vilja, hjá póststjórninni, og kostar hann þá kr. 3,20, sem borgist fyrir fram, - eða hjá útsölumönnum og kostar þá ár- gangurinn fjórar krónur. Blaðið verður einnig sent hverjum einstökum kaupanda beint, ef þess er óskað, en þó að eins mót borgun fyrir fram. Nýir kaupendur að 4. ársfjórðungi fá allt sem út er komið af blaðinu Ó li. O ypÍS. Þó er það bundið því skilyrði, að þeir haldi áfram kaupum á blaðinu næsta ár. Ný pólitík segja menn að nú sje að rísa upp og eigi að fylgja henni fram í hinu nýja blaði, sem hr. Jón Ólafsson verður ritstjóri að. Þetta mun hafa verið ráðið áður þing- menn skildust í sumar. Flokkur sá, sem móti var Valtýsfrumvarpinu, hefur enn ekki látið uppi, hverju hann mundi fylgja fram, nema hvað framsögumaður hans í neðri deild, Klemens Jónsson sýslumaður, lýsti því yfir, að frumvarp þeirrar deild- ar, rikisráðsfleygs-frumvarpið, yrði ekki trúarjátning þess flokks framvegis. Það var og næsta ólíklegt, að gamla endur- gkoðunarfrumvarpið yrði það, þar sem hver einn og einasti þingmaður hafði fall- ið frá því í sumar og lotið að jafn-lágum kröfum og farið var fram á í hvoru um sig af þeim frumvörpum, sem þá komu fram. Það er pólitíkin frá ’89, sem nú á að vekja upp. Margir, bæði þingmenn og aðrir, munu hafa hallast að frumvarpi dr. Valtýs að eíns af því, að þeir sáu þann einn veg vissan til að fá fljótlega afgerðar einhverj- ar breytingar á því stjórnmálaástandi, sem verið hefur hjer á landi, — breyt- ingar, sem væru til bóta, þótt í litlu væri. „ísland“ hefur, eins og hvert blað á að gera, skýrt lesendum sínum hlutdrægnis- laust frá skoðunum beggja flokkanna á þingi í sumar á stjórnarskrármálinu og afstöðu þeirra hvors um sig í því máli. Því það hefur hvorugum þeirra fylgt. Og af þeim fjórum frumvörpum til stjórnarskipunarlaga, sem nú er um að ræða, að haldið verði fram, virðist oss frumvarpið fiá ’89 best. Um gamla endurskoðunarfrumvarpið má telja það víst, að það nær aldrei staðfest- ingu konungs, og væri ekki til neins ann- ars að giamra leingur með það, í stað þess að heimta nú þegar algerðan aðskiln- að, en að við halda sama hringlandanum og verið hefur. Um frumvarpið með ríkis- ráðsfleignum er sama að segja. Valtýs- frumvarpið geta menn að eins aðhyllst sem neyðarúrræði, úrkula vonar um að fá nokkuð betra í bráð. 50 ára afmæli prestaskólans. Nú eru 50 ár liðin síðan prestaskólinn var stofnaður og var þess minnst með hátíð, sem haldin var í skólahúsinu í gær og hófst kl. 11 f.m. Þar komu saman kennarar skólans, stiftsyfirvöldin, kennar- ar læknaskólans, latínuskólans og margir fleiri, svo að ekki komust allir að sem vildu, því húsið er mjög lítið. Sjera Valde- mar Briem hafði ort flokk at kvæðum, sem syngjast skyldu við þetta tækifæri. Þegar fyrsta kvæðið hafði verið sungið stje Hallgrímur biskup í ræðustólinn og talaði langt erindi um liðin 50 ár og starf- semi skólans á þeim tíma. Þá komu fram heillaóskir á skrautrituðum ávörpum tii skólans frá kennendum læknaskólans og latinuskólans og frá stúdentafjelaginu. Eftir það talaði lektor Þórhaliur Bjarnar- son, þakkaði hamingjuóskirnir og talaði eins og biskup um verksvið og starfsemi skólans. Minnlngarrit var gefið út um 50 ára afmæli skólans, og er framan á því mynd af skólahúsinu, sem er mjög gamalt og eitt hið minnsta og óásjálegasta hús í allri Reykjavík. Þar eru góðar myndir af öllum kennurum skólans, Pjetri biskupi, sem var forstöðu- maður skólans frá því hann var stofnaður og fram til 1866, er hann vígðist til bisk- ups; — Sigurði Melsteð, sem var kennari við skólann frá stofnun hans og fram til 1885 og forstöðumaður hans frá 1866; - Hannesi Árnasyni, sem var skipaður kenn- ari við skólann 1850 í forspjallsvísindum, d. 1879; — Helga Hálfdánarsyni, og var hann kennari við skólann frá 1866 til þess að hann andaðist 1894 og forstöðu- maður frá 1885; — Eiríki Briem, sem verið hefur kennari í forspjallsvisindum síðan 1880; — Þórhalli Bjarnarsyni, sem varð kennari við skólann 1886 og for- stöðumaður 1894; — Jóni Helgasyni, sem hefur verið kennari við skólann síðanl894. Myndunum fylgja stutt æfiágrip eftir sjera Jón Helgason. Þar næst er skýrsla frá prestaskólanum frá 2 síðustu árum og hefur eingin skýrsla borist um starfsemi hans fyr, nema 8 fyrstu árin. Þá er kennaratal og þar taldir allir þeir, sem haft hafa á hendi einhverja kennslu við skóiann; þeir eru 5 auk hinna föstu kennara, Pjetur Guð- johnsen, sanngkennari, Jón Pjetursson há- yfirdómari, sem kenndi þar kirkjurjett, sjera Jónas Guðmundsson; hann gegndi æðra kennaraembættinu við skólann vet- urinn 1866—67, Steingrímur Johnsen, sem nú er saungkennari og Kristján Jónsson, sem nú er kennari í kirkjurjetti. Þá er þar kandídatatal, upptalning á þeim, sem út hafa skrifast af skólanum. Alls hefur 252 námsmönnum verið veitt inntaka á skólann. Af þeim voru fjórir stúdentar frá Bessastöðum; hinir allir eru útskrifaðir frá Reykjavíkurskóla. 19 hafa áður þeir geingu á prestaskólann verið við háskólann í Kaupmannahöfn. Af þeim 252. sem inn hafa geingið á skólann, hafa 11 hætt námi og ekki tekið próf, 3 hafa dáið meðan á náminu stóð, en alls 238 útskrifast. Af þeim hafa 115 feingið I., 65 II. betri, 45 II. lakari og 13 III. eink- unn. 213 hafa tekið prestsvígslu, tveir af þeim eru vígðir 1 Yesturheimi, Halldór Briem og Hafsteinn Pjetursson, og þrír aðrir hafa flust til Ameríku, sjera Jón Bjarnason, sjera Magnús Skaftason og sjera Oddur Gíslason. Einn gegnir utan- þjóðkirkju-prestsembætti óvígður, Þorvarð- ur Brynjólfsson. 14 kandídatar hafa ekki tekið vígslu, en valið sjer aðra lífsstöðu; 4 þeirra hafa orðið barnaskólastjórar, 3 kaupmenn, 1 gagnfræðaskólastjóri, 1 gagnfræðaskóla- kennari, 1 blaðstjóri, 1 búfræðingur og 1 bankagjaldkeri. 2 hafa flust til útlanda, annar orðið háskólabókavörður (Jón Hjalta- lín), en hinn tónafræðingur og saungkenn- ari (Sveinbjörn Sveinbjörnsson), 1 hefur dáið eftir að hafa tekið próf og 9 eru enn embættislausir. Alls 62 af þeim, sem útskrifast hafa frá prestaskólanum, eru dánir. 144 eru prestar í embættum, þar af 2 aðstoðar- prestar, 1 er prestaskólakennari, 6 upp- gjafaprestar og 2 er vikið frá prestsem- bætti um stundarsakir. Árin 1856 og 1896 útskrifaðist einginn frá prestaskósanum, áriii 1854, 1864, 1867 og 1870 útskrifaðist að eins 1 kandídat hvert árið, en flestir, 14 í einu, árið 1888. Hjer er annar kaflinn úr kvæðaflokki sjera Yaldemars; sá kafli var ekki sung- inn, hvernig sem á því hefur staðið: Biflíuþýðlng-. Eins og sólin hjöpi hulin heilög ritning forðum lá; hennar fagra dýrð var dulin, dimmur skyggði sortinn á. Sveif þá fram kerúb, frá sólunni greiddi, sortanum tvistraði, myrkrunum eyddi. Ljómandi sól fram úr skýjum þá skein skært yfir jörðuna fögur og hrein. Trúfræði. Dró upp mistur-þoku þjetta, þjóð ei bjartan daginn sá, vissu menn ei veginn rjetta, villustigum hröktust á. Sveif þá fram kerúb i blævindi blíðum, burt ljetti þokunni’ úr dalanna hlíðum, lýsti þeim vegblindu’ á ljósanna braut, leiddi þá aftur í birtunnar skaut. Siðfræði. Hafið æstist ógurlega, allt úr rjettu lagi gekk, öldur byltust alla vega áttað sig ei nokkur fjekk. Sveif þá fram kerúb einn forkunnar fríður, friðarins eingill svo mildur og þýður, lækkaði veðrið og hastaði’ á haf, hagstæðan byr fyrir andviðri gaf. Kirkjusaga. Dimmdi’ af nótt og himinn huldist, himinljós ei sáust nein; flest í mekki dökkum duldist, dýrðleg stjarna hvergi skein. Sveif þá fram kerúb í ljómandi loga, ljósvendi sópaði himinsins boga. Sögunnar himinn varð heiður og skir, herskara stjarnanna náttmyrkrið flýr. t Jón Ó. Þorsteinsson (sýslumanns og kansellírúðs). Dáinn í Granton (Skotlandi) 12. nóvbr. 1895. Kveðið við andlátsfregn hans. Ómar hljóð við unnar kaldan Btein, aldan kveður þar um dáinn bróður: Jón, sem gerði eingum manni mein, mörgum var hann hjálpsamur og góður. Hann var aldrei heimsins óskabarn, hann var einn og gaf sig æ við fáum, en hann styrkti velmegun og von, vjer þess ávöxt oft í leyni sjáum. Höfðings lund hann föður erfði af, ástarbliðu fjekk af góðri móður; stutt var æfin, guð sem honum gaf — geymir margur sorgarþungann hljóður. Langt í burt af fornri feðra strönd forlög leiddu hanu um hulda vegi, einginn rjetti honum hjálpar hönd, hann var einn á efstum skapa-degi.

x

Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.