Ísland - 02.10.1897, Side 3
ISLAND.
159
stund. — „En er ekki kalt frammi í loft-
iuu?“ — „Hún vildi ekki að jeg legði í“,—
Þegar máltíðinni var lokið, fór Árni að
vinna; um kvöldið sat hann aftur inni
hjá þeim. Þá var konan þar líka. Mæðg-
urnar saumuðu; húsbóndinn var að gera
við ýmislegt smávegis. Árni hjálpaði hon-
um til. Tímunum saman töluðu þau ekki
orð; því Elin, sem annars virtist halda
uppi samtalinu, þagði nú líka. Árna datt
í hug, að eitthvað þessu líkur mundi
heimilisbragurinn vera hjá honum; hann
hafði ekki fundið til þess fyrri en nú. Allt
í einu fór Elín að hlæja upp úr þurru;
það var eins og hún hefði haldið sjer of
leingi í skefjum. Faðir hennar hló þá
líka, og Árna þótti þetta skrítið, svo hann
fór líka að hlæja. Síðan fóru þau að tal-
ast við, orð og orð á stangli; loks var
það Árni og Elín, sem töluðu saman; fað-
ir hennar skaut inn orði við og við. Einu
sinni hafði Árni leingi talað, leit svo upp
og varð ósjálfrátt litið framan í Birgittu;
hún hafði látið saumana falla í kjöltu sína
og starði á hann. Hún fór að sauma, en
undir eins og hann byrjaði aftur að tala,
leit hún upp.
Nú var farið að hátta. Árni ætlaði að
taka vel eftir, hvað hann dreymdi fyrstu
nóttina á Brekku; en það var ekkert vit
í draumnum. Hann hafði allan daginn
lítið sem ekkert talað við húsbóndann; en
um nóttina var hann allt af að dreyma
um hann. Síðast dreymdi hann, að þeir
Bárður og Níels skraddari sætu saman og
spiluðu. Níels var reiður og föiur í and-
liti, en Bárður brosti og sópaði öllum spil-
unum til sín.
Alþingistíðindin.
Enn er ekki komið út af þeim nema
skjalaparturinn; prentunin mun sjaldan
eða aldrei hafa geingið eins seint og nú.
En þó ekki væri nema rjett að kvarta
um þann drátt, þá á hann ekki að vera
umræðuefnið hjer, heldur hitt, að rjettast
væri að hætta að gefa út alþingiatíðindin
nema þingskjölin.
Útgáfa þingtíðindanna ásamt öllum skrift-
unum við þingið, sem af henni leiða, er
afar kostnaðarsöm og mætti verja því fje,
sem til þessa geingur, til annars sem
miklu væri þarflegra, en að koma hverri
þingræðu orðrjettri á prent.
Og útgáfa þingtíðindanna er ósköp þýð-
ingarlítil. Þeir munu vera fáir, sem lesa
þau mikið. Það er hægra og betra að afla
sjer sama fróðleiks og þau hafa að bjóða
í blöðunum.
Og eínkum ef hætt væri við útgáfu
þingtíðindanna; þá mundu blöðin gera sjer
allt far um að flytja sem rækilegastar
frjettir af þinginu.
Það er sjálfsagt, að þjóðin þarf að fá
nákvæmar fregnir af þyí sem þar gerist.
En þær væri hægt að veita henni bæði
betri, greiðari og kostnaðarminni á annan
hátt. Blöðin ættu að færa miklu nákvæm-
ari fregnir af þinginu en þau nú gera og
allar ræður þingmanna, sem annars er vert
að halda á lofti og geta verið nokkrum
til uppbyggingar.
Menn munu segja, að blöðin hjer sjeu
svo lítil, að ekkert þeirra geti þess vegna
flutt viðananlegar þingfrjettir. En fyrir
örlítið brot af þeirri fjárupphæð, sem nú
er veitt til útgáfu þingtíðindanna, væri
hægt að fá eitt eða tvö af blöðunum til
að stækka sig svo, á meðan á þingi stend-
ur, að þau gætu flutt svo ýtarlegar þing-
frjettir, sem nauðsyn er á.
í blöðunum bærust þingfrjettirnar um
allt land á örstuttum tíma; þingtíðindin
koma með þær mörgum mánuðum eftir
þinglok.
Svo eru þingtíðindin, bæði vegna þess,
hve langorð þau eru, og líka vegna þess,
hve illa málunum er skipað þar niður,
mjög svo illa löguð til lesturs fyrir al-
menning. Niðurskipunin er eftir þing-
fundum, en ekki eftir þeim málum, sem
til meðferðar hafa verið á þinginu. Hvert
einstakt mál er því í smáköflum til og
frá innan um svo stóra bók, að þúsund-
um blaðsíða skiftir.
Ef ráða ætti bót á þessu, væri ekki
hægt að byrja á prentun þingtíðindanna
fyr en eftir þinglok. En þau koma nú
orðið svo seint út hvort sem er, að þetta
skiftir litlu.
Sama óhagkvæma niðurskipunin, sem er
á nmræðunum er líka á skjalapartinum.
Þar eru sömu frumvörpin prentuð upp
aftur og aftur með óverulegum smábreyt-
ingum, þótt þau nái yfir heilar arkir.
Auk þess sem það væri miklu þægi-
legra aflesturs, að hverju máli væri þar
skipað út af fyrir sig, þá yrði að líkind-
nm eingu kostnaðarmeiri útgáfan á skjala-
partinum, en nú er, þótt hann væri tví-
settur, fyrst til afnota þinginu, jafnóðum
og málin koma þar fyrir og síðan, eftir
að þingi er slitið, þegar hægt væri að
raða máluuum skipulega niður.
Með þessu móti yrði skjalaparturinn að
líkindum tveimur þriðju hlutum styttri.
Vjer höfum ekki veitt því nákvæma eftir-
tekt; ef til vill er munurinn enn meiri.
Ef þarna væri nú einnig skýrt frá at-
kvæðagreiðslu um hvert einstakt mál,
hvernig meðferð þess hefði verið á þing-
inu, hvenær það hefði verið rætt og hverj-
ir hefðu um það talað, ásamt stuttum út-
dráttum úr helstu ræðunum, ef menn vildu
svo, þá væri eingin þörf á öðrum þing-
tíðindum.
Hitt ættu blöðin að flytja.
Með þessu móti væri mikið fje sparað,
og hverjum manni væri þá hægt að eign-
ast þingtíðindin dýrleikans vegna, og
hverjum manni hægt að komast yfir að
lesa þau.
Kjöttollurinn.
Eius og getið hefur verið um hjer í
blaðinu áður, lögðu Norðmenn í sumar toll
á innflutt kjöt, 5 au. á pundið. Nú er
sagt, að íslenskt saltkjöt sje nær því ein-
gaungu selt til Noregs og hlýtur tollurinn
að hafa mjög ill áhrif á þá sölu. Viðskifti
Norðmanna og íslendinga eru allt af að
fara í vöxt og er nú mikið rætt um, að
íslendingar ættu að ná sjer niðri á Norð-
mönnum með því að tolla aftur vörur, sem
þeir flytja út hingað. Timburverslun Norð-
manna hjer fer árlega í vöxt og fylgja
nú margír því fram, að leggja skuli toll
á aðflutt timbur frá Noregi. En eigi hef-
ur þinginu í sumar litist svo, því frjettin
var komin hingað um saltkjötstollinn
laungu áður en þingi væri slitið. Það er
lika margt sem mælir á móti því, að toll-
ur sje lagður á aðflutt timbur. Húsabygg-
ingarnar eru enn svo bágbornar hjer á
landi, að miklu fremur ætti að stuðla að
því, að timburhús yrðu reist sem víðast.
Aftur er ekkert á móti hinu, að lagður
væri útflutningstollur á afurðir þær, sem
Norðmenn hafa af hvalveiðum hjer við
land.
Kringsjá.
Tyrkir og Grikkir.
Eftir útl. blöðum fram að 18. seft. er
búist við, að friðarsamningurinn milli
Tyrkja og Grikkja yrði þá og þegar undir-
skrifaður. Það stóð á því, að stórveldum
og Tyrkjasoldáni kom eigi saman um aðal-
atriði samningsins, skaðabæturnar, en eft-
ir þýskum blöðum er staðhæft, að skil-
málarnir yrðu þeir, að Grikkir skyldu
greiða 4 milj. tyrkn. punda í skaðabætur
og skyldu greiðslu þess fjár hagað svo,
að hún kæmi eigi í bága við eldri skuld-
ir, er á Grikkjum hvíla.
Nefnd var sett í Aþenuborg, er skyldi
hafa gætur á rjettri greiðslu skaðabót-
anna og voru í hana kosnir fulltrúar frá
öllum stórveldunum. Enn fremur skyldu
Tyrkir hafa sig á burt með herlið sitt úr
landeignum Grikkja, mánuði eftir að stór-
veldin álitu, að nægileg trygging væri
feingin fyrir, að Grikkir geti greitt fje
það, er Tykjasoldán krefst í skaðabætur.
Ekkert frjettist af Andrée hinum sænska
annað en það, að loftfar sást um miðjan
fyrra mánuð yfir sveit þeirri í Síberíu, er
Jenisesk nefnist og hefur lögreglustjórn-
in í fylkinu staðfest í hraðskeyti, að sú
fregn væri sönn, og er almennt álitið, að
það hafi verið André.
Bismarck gerir lítið úr því, að Þjóð-
verjum þurfi að standa nokkur stuggur af
bandalagi Rússa og Frakka. Meðan Aust-
urríki sje þeirra megin, segir hann að þeir
þurfi ekkert að óttast. Sambandið sje
meir stílað af Rússum móti Einglending-
um, en til að hnekkja veg þeirra þurfi
mikils við. Reyndar standi nú vel á, til
þess að ná frá þeim Sues-skurðinum og
Egyftalandi, en það mun Frökkum lítið
áhugamál. Þeir hugsi mest um að ná sjer
niðri áÞjóðverjum og í París sje nú beð-
ið eftir því, að utanríkis-pólitíkin komist
í enn meira óefni, en hún nú er í. Það
álit, sem hann hafi aflað Þýskalandi með-
an hann sat við stýrið, segir hann að nú
fari óðum þverrandi.
L’ Institut de droit international (al-
þjóðafélag lögfræðinga og stjórnfræðinga)
hefur í ár haldið fundi sina í Kaupmanna-
höfn og gert margar þýðingarmiklar á-
lyktanir um lög og rétt þjóða á milli.
Frá fjallatindum
til fiskimiða.
Úr Húnavatnsisýslu er skritað 19. seft.: Frem-
ur ðhagatæð tíð, í sumar ðþerrar miklir, en þð
gððir þurkdagar frá 4.—12. seft. og lagaðist þá
mikið hjá bændum með heyfang, en þá kom hroða-
garður, varð alsnjóa þann 16. þ.m. Fiskiafii góð-
ur, um 80—100 í hlut oftast nær þogar reynt hef-
ur vorið, en ekki hægt að sinna því stöðugt sök-
um heyskapar. Slæmt útlit með fjártöku hjer í
haust, svo nærri mun stappa neyð hjá sumum
bændum að fá í útgjöld sín og til heimilisþarfa,
ef okki lagast, því nú á tímum er kindaeignin
arðlítil, ef einginn fæst markaðurinn.
Eitt af gufuskipum Thor. Tuliníusar, „Alpha“,
strandaði nýlega á Hornafjarðarðsi. Bremnæs hafði
reynt til að ná þvi út, en ekki heppnast.
Á fimmtudaginn náði Heimdallur botnverping í
landhelgi við Hólmsberg nálægt Ktflavik. Fjekk
hann 1080 kr. sekt, en afli og veiðarfæri gert upp-
tækt. Botnverpingurinn hafði ætlað á stað til
Einglands daginn eftir. Þegar til Heimdalls sást
frá botnverpingum hjeldu íslendingar, sem höfðu
verið að kaupa af þeim fisk, til lands á báti, en
botnverpingur hjelt til hafs og urðu Heimdelling-
ar að skjóta eftir honum áður en hann yrði hand-
samaður. Skipatjóri botnverpinga var fullur og
höfðu íslendingar fært þeim í staupinu fyrir fisk
inn eins og algeingt kvað vera þar syðra.
Skipið, sem getið var um í næstsíðasta tölubl.
„íslands11, að rekið hafi á land á Akranesi 15. f.m.
var í förum fyrir verslun Eyþórs kaupmanns Fel-
ixsonar. Uppboð var haldið á því 23.—24. f.m. og
hljóp það eitthvað um 10,000 kr. Skipskrokkurinn
seldist 400 kr.; keyftu hann nokkrir Akurnesingar
í fjelagi og á að höggva hann upp.
Sildarafli hefur verið töluverður hjer í Flóanum
undanfarandi.
Nýlega riðu þeir austur til Þingvalla Benedikt
Sveinsson, Sigfús Eymundsson og Hannes 6or-
steinsson ritstjóri til að velja þar stæði handa
ferðamannakúsinu, sem gert er ráð fyrir að þar
verði byggt. Þeim leist að setja húsið upp undir
hraunjaðrinum fyrir austan Öxarárgljúfrið, á Lög-
rjettuhæðinni, sem svo er kölluð. Gljúfrið á nú
að brúa i haust og á vegurinn að liggja þar rjett
við, er bússtæðið var valið.
Ekki er enn víst hvernig geingur með fjárfram-
lögin, en upphæð sú, sem byggingarnefndin hefur
áætlað að þurfa mundi til móts við landssjóðsstyrk-
inn, er svo lág, að óliklegt er, að hún hafist ekki
saman. Undirtektirnar ættu að verða svo góðar,
að miklu meira fje yrði boðið fram til byggingar-
innar en nefndin hefur gert ráð fyrir að þurfa
mundi og gæti þá húsið orðið þeim mun betur úr
garði gert. Og svo ætti því fremur að verða, sem
öll líkindi eru til, að fyrirtækið borgi sig.
Menn eru beðnir að veita eftirtekt áskorun hjer
aftar í blaðinu frá gjaldkera byggingarnefndar-
innar, hr. Sigfúsi Eymundssyni.
Lautinant Bruun fann innst í Yesturdalnum í
Skagafirði rústir at 11 bæjum og innst i Bárðar-
dalnum rústir af 20 bæjum og seljum, sem eyðst
hafa. Hann fór suður Spreingisand og reið hann
á 9’/2 tíma. Sunnan undir sandinum skoðaði hann
rústirnar af kofa Fjalla-Eyvindar og var honum
skift í þrjú herbergi og hvert þeirra eigi meir en
tvö skref á breidd. Skýrsla um rannsóknir hans
á að koma út í Árbók fornleifafjelagsins.
Tvævetur ær, sem Tómas bóndi á Barkarstöðum
í Fljótshlíð skar í haust, var á skrokkinn 46 pd.,
en mörinn 42 merkur, meir en nokkru sinni hefur
þekkst í kindum þar, þátt fullorðnir sanðir væru.
Ærin hafði verið heimalningur.
„Lögfræðingur11, ársrit, sem Páll amtmaður Briem
gefur út, er nú komið liingað, 1. árg. í honum
er: 1. Um ágang búfjár, 2. Um erfðaábúð, sjálfs-
ábúð og leiguábúð, hvorttveggja eftir útgefanda.
3. Handbók fyrir hreppsnefndarmeun, eftir Klemens
Jónsson sýslumann. 4. Um fjenaðartíund, 5. Um
áfeingislöggjöf og 6. Yfirlit yfir löggjöf í Dan-
mörku, Noregi og Svíþjóð, allt eftir útgefanda.
Nýtt blað er nú byrjað að koma út á ísafirði
og heitir „Haukur". Eitstjóri er einginn nefndur,
en ábyrgðarmaður hr. Stefán Kunólfsson prent-
smiðjueigandi. Að eins fyrsta tölublaðið er komið
hingað og er ekki í því eitt einasta orð af viti.
Reykjavík.
Yeður hafa verið dágóð undanfarna viku; síðari
dagana þó regn.
Svo er sagt, að snemma á miðvikudagsmorgnn-
inn fjekk Valdemar Ásmuudarson ritstjóri að fara
út. Skömmu síðar kom hann heirn voteygður og
kærði fyrir konunni sinni, að hann hefði verið
baiinn. Hún kvað hafa heitið því, að hleypa hon-
um ekki út næsta daginn, enda hefur hann lítið
sjest á ferli síðan.
Haft er eftir Valdimar, að hann muni hættta við
útgáfu Fjallkonunnar um næsta nýár. Ekki vita
menn hvað hann muni þá taka fyrir, en flestir
geta þess til, að hann muni verða vikadreingur
eða vatnskarl hjá konunni sinni.