Ísland - 13.11.1897, Blaðsíða 3
ISLAND.
183
þá er þörfin á þessu minni“. — Elín vildi
snúa við, því nú voru þær komnar út
íyrir landamæri prestssetursins. „Það er
langt til sólseturs enn; — það væri fal-
lega gert af þjer, að ganga leingra með
mjer“, — og Eiín hjelt áfram með henni.
Nú fór Margrjet, að tala um Árna. „Jeg
veit ekki hvort þú þekkir hann nokkuð.
Hann gæti kennt þjer ýmislegt, — það
gæti hann. Þau ósköp, sem hann hefur
lesið!“ Elín sagðist vita að hana hefði
lesið mikið. „Ojá, en það er nú annað,
sem meira er í varið hjá honum. En
hvernig hann hefur allt af verið við hana
móður sína, í það er meira varið! Ef það
er satt, sem sagt er, að þeir, sem góðir
sjeu við móður sína, verði líka góðir við
konuna sína, þá þarf konan hans ekki
að kvíða æfinni. Hvað er það, sem
þú ert að gá að, barn? — „Jeg missti
bara kvist, sem jeg hjelt á“. Þær þögn-
uðu báðar og hjeldu áfram. „Hann er
svo undarlegur11, sagði Margrjet aftur. —
En nú vildi Elín fara að snúa við. Mar-
grjet sagði, að nú væri ekki nema lítili
spölur lieim að Brún, og hún skyldi koma
heim, úr því hún væri komin svo langt.
En Elín sagði, að það væri orðið of seint
nú. „Það er þá hægt að láta fylgja þjer
heim“, sagði Margrjet. „Nei, nei! Þess
þarf ekki“, svaraði Elín strax og ætlaði
að snúa við. „Já; Árni er ekki heima“,
sagði Margrjet, „svo hann fylgir þjer ekki;
en það eru nógir aðrir til“, og Elín hafði
þá ekki á móti að koma heim ; hana lang-
aði til að sjá bæinn. „Bara að það verði
ekki of seint“, sagði hún. — „Jú, ef við
stöndum hjer leingi eg tölum um það, þá
getur það orðið of seint“ — og svo hjeidu
þær áfram. „Þú hefur Iíklega lesið mikið
fyrst þú ert upp alin hjá prestinum?“
Jú, Elín sagðist hafa lesið ýmislegt. „Það
getur komið sjer vel, ef þú eignast mann,
sem kann minna en þú sjálf“. Nei, það
sagðist Elín ekki vilja. „Nei, það er lík-
iega ekki heppilegt; en hjer um slóðir
eru fáir vel að sjer til bókarinnar“. —
Elín spurði, kvernig á því stæði, að þar
ryki í skóginum. „Það er nýtt húsmanns-
býli, sem liggur undir Brún. Þarna býr
maður, sem heitir Uppiands-Knútur. Hann
var eiustæðingur hjerna, og Árni fjekk
honum þennan jarðarpart til að rækta.
Hann skilur hvað það er að vera einstæð-
ingur, Árni, auminginn". - Rjett á eftir
sáu þær bæinn á Brún. Hann bar rjett
UDdir sól. Þær settu hendur fyrir augu
og horfðu heim. Á miðri flötinni stóð
bærinn, rautt hús með hvítum gluggaum-
gjörðum. Eingið var slegið allt í kring;
dálítið af heyi stóð í sátum. Eingjaflák-
amir voru bleikir, en miili þeirra lágu
grænar og þjettvaxuar akurspildur. Við
fjósið var mikið um að vera: Kýrnar,
kindurnar og geiturnar voru að koma
heim; það liringdi í bjöllunum, hundarnir
geltu og smalinn hrópaði; en yfir allt þetta
tók fossniðurinn úr gilinu. Því nær, sem
Elín kom, því meir yfirgnæfði þetta hljóð
allt hitt, og þegar hún kom eun nær fjekk
hún hjartslátt. Það niðaði fyrir eyrum
hennar, svo hún gat ekki tekið eftir neinu
öðru og fór, án þoss hún vissi af, að ganga
svo hægt, aðMargrjet varð að biðja hana að
ganga hraðara. Þá hrökk hún við: „En
drunurnar í þessum fossi; jeg hef aldrei
heyrt annað eins; jeg er nærri hrædd
við hann“. — „Þú venst undir eins við
það“, sagði Margrjet, „og seinast sakn-
arðu þess“. — „Hvernig heldurðu það?“ —
„Já, það færðu nú að sjá“, sagði Margrjet
og brosti.
„Komdu, nú skulum við skoða bæinn“,
sagði hún um leið og þær beygðu við frá
aðalve^inuui; „þessi trje hefur Níels sett
hjer niður báðamegin við götuna. — Hann
vildi láta það líta vel út, Níels; — það
vill Árni líka; þarna sjerðu garðinn, sem
hann hefur búið út“. — „0, nei, nei!“
kallaði Elín uppyfir sig og hljóp að grind-
unum. Hún hafði oft sjeð heim að Brún,
en aldrei komið svo nálægt, að hún sæi
garðinn. — „Við skulum seinna koma
þar inn og skoða hann“, sagði Margrjet.—
Elín leit sem snöggvast inn um gluggana
um leið og hún gekk fram hjá húsinu, en
sá eingan inni.
Þær stóðu báðar við á tröðinni framan
við hlöðuna og horfðu á kýrnar meðan
þær vöguðu inn í fjósið. Margrjet sagði
Elínu hvað hver um sig hjeti, hvað hún
mjólkaði og hverjar af þeim væru sumar-
bærar og hverjar ekki. Kindurnar voru
taldar og þeim hleyft inn; þær voru af
aðfeingnu fjárkyni; Árni hafði einu sinni
keyft tvö lömb einhverstaðar sunnan að.
„Hann hugsar mikíð um allt þess háttar“,
sagði Margrjet, „þó menn skyldu ekki
trúa því um hann“. Þær fóru inn í hlöð-
una og skoðuðu heyið, sem inn var komið,
og Elín varð að lykta af því, — því ann-
að eins heyerekkl alstaðar að fá“, sagði
Margrjet. Hún benti Elínu út um hlöðu-
augað út á akrana og sagði hvað yxi á
hverjum um sig og hve miklu væri sáð
af hverri korntegund. — Svo fóru þær
út og heim að íbúðarhúsinu. Elín hafði
ekki svarað einu orði öllu því, sem Mar-
grjet hafði sagt henni; nú spurði hún,
þegar þær geingu fram hjá garðinum, hvort
hún mætti ekki fara inn í hann. Og þeg-
ar hún hafði feingið það, spurði hún, hvort
hún mætti ekki fá þar eitt eða tvö blómst-
ur. Þar var litill bekkur í einu horninu;
hún settist á hann, bara til að reyna
hann, því hún stóð strax á fætur.
Nú verðum við að flýta okkur, ef við
eigum ekki að verða of seinar“, sagði
Margrjet; hún stóð í dyrunum. Þær fóru
inn. Margrjet spurði, hvort hún ætlaði
eingar góðgerðir að þiggja hjá sjer í fyrsta
sinn, sem hún kæmi. „Nei“, svaraði Eiín
heldur stutt og roðnaði. Hún leit i krlng
um sig; gluggarnir sneru upp á móti veg-
inum; þarna sátu þau á daginn; stofan
var ekki stór, en viðkunnanleg; þar var
klukka og ofn. Á einu þilinu hjekk göm-
ul og fornfáleg fiðla með nýjum streingj-
um. Það var fiðla Níelsar. Á öðrum stað
heingu tvær byssur, sem Árnl áttí, ensk
fiskistaung og fleiri sjaldsjeðir munir.
Margrjet tók allt ofan og sýndi Elínu og
Elin leit á það og þreifaði á því. Stofan
var ómáluð, því Árni kunni betur við það.
Herbergið, sem vissi út að gilinu og foss-
inum var líka ómálað; þaðan blöstu fjöll-
iu við, skógi klædd næst, en blá í fjarska.
Þetta herbergí lá í útbyggingu við aðra
iilið hú8sins; það var stærsta og falleg-
asta herbergið. í tveimur öðrum smærri
herbergjum sama megin átti Margrjet að
búa þegar hún yrði gömul og önnur hús
móðir væri komin þar á bæinn. Þær
komu í búrið, eldhúsið og skemmuna. Elín
sagði ekki orð; hún leit á allt eins og úr
fjarska; þegar Margrjet rjetti eitthvað
að henui snerti hún það að eins, en ósköp
laust. Margrjet var sítalandi. Nú ætlaði
hún með hana upp á loft.
Þar voru skemmtileg herbergi, álíka og
niðri; en þau voru ný og ekkert brúkuð
nema eitt, sem sneri út að fossinum. En
í þessum heib9rgjnm voru alls konar hús-
gögn, sem ekki voru brúkuð daglega. Þar
voru tilbúin sængurföt. Mirgrjet tók á
þeim og skoðaði, Elín varð að gera eins.
Annars Ieit nú út fyrir, að hún væri orð-
in djarfari en hún hafði verið, en það gat
verið af því, að henni þætti meir gaman
að þessu en hinn, sem henni var sýnt.
Þvi hún fór að skoða sumt af því aftur
og spyrja Margrjetu; það litnaði meir og
meir yfir henni. Þá sagði Margrjet: „Nú
skulum við koma inn i Árna herbergi?“
Þær föru inn í herbergið, sem sneri út á
móti fossinum. Fossniðurinn heyrðist aft-
ur, því glugginn stóð opinn. Nú voru
þær komnar hærra og sáu úðareykinn
frá fossinnm á milli hamraveggjanna, en
fossinn sjálfan sáu þær ekki nema gegn
um ofurlítið skarð í hamravegginn; þar
glitti i hann einmitt þar sem hann stökk
fram afbrúninni og niður í djúpið. Ofan
á hamrinum var græn grasflöt; tvær
furuhríslur höfðu fest þar rætur í kletta-
skoru og uxu svo framan í brúniuni.
Yindarnir höfðu hrist þær og reytt og
fossinn skvett yfir þær vatni; fjórar álnir
frá rótum var einginn kvistur út úr stofn-
inum, þær voru bognar og greinarnar
hlykkjóttar, en þær stóðu og bar hátt
milli hamraveggjanna. Eftir þessu tók
Elín fyrst þegar hún leit út um gluggann,
svoleit hún leingra upp, til jökulfjallanna,
sem mændu upp á bak við grænu háls-
ana, sem næstir voru. Hún leit nær sjer
aftur: yfir sljettunni í kring var friður
og ró. Og loksins fór hún að líta í kring-
um sig í herberginu, þar sem hún stóð;
fossinn hafði hindrað hana frá að gera
það fyr.
Herra Benedikt Gröndal, Nestor hinna
íslensku skálda, hefur gert dálítlar at-
hugasemdir við ritdóm minn um „Gfrettis-
Ijóð“ og kann jeg honum miklar þakkir
fyrir ummæli hans um mig persónulega
og sömuleiðis um leiðrjettingu þá, er hann
hefur gert við grein mína, þar sem hann
fræðir á því, að til sjeu einar þrennar
rímnaskræður um Gretti frá fyrri öldum.
Að öðru leyti finn jeg ekki ástæðu til að
svara grein B. G., þar sem hvergi verður
sjeð af henni, að hann hafi lesið „G-rettís-
ljóð“, og á einum stað virðist grein hans
enda benda á hið gagnstæða. Sje þessi
skoðun rjett, hefur B. G. fyrst orðið að
sjá af skáldlegum spásagnaranda hvernig
„Grettisljóð“ væru áður en hann gat rit-
að grein sína og hefur þannig orðið nokk-
uð líkur Daníel spámanni forðum, þegar
hann sagði Kaldeu-konungi það, er kóng-
inn hafði dreymt og rjeð síðan drauminn.
Má og ráða það af fyrirsögninni á grein
B. G.. að hann hafl fundið nokkuð mik-
inn anda út frá sjer ganga, því hann
kallar hana „ritdómsrawn".
Hj. Sig.
Sundurlausir þankar á ísnum.
Á íljflgamli ferð líð jeg hugljettur og glaður yíir
spegilsljettan ísinn með íturvöxnu, broshýru ungu
stúlkuna við hlið mjer. Laungu hrafnsvörtu lokk-
arnir, sem liðast um drifhvítan svanahálsinn og
flögra um holdugu rjððu kinnarnar, get jeg sjeð
eins og í spegli í glæra, tæra ísnum, sem ieg svíf
yfir, ávaggandi draumsælli flugferð, leikandi ljett
eins og eftir hrynjandi hljððfalli, sem hið friðsæla
kvöld, hinn ljðsrauði kvöldsðlarbjarmi við dimm-
blátt vesturloftið, dimmblátt eins og blikandi aug-
un hennar, gerir svo þýtt og blítt, eins og hug-
ljúfan gígjuóm, hálftitrandi eius og streing
hjarta míns. Jeg kveð þig kvíðandi sumar, fullt
af ýfandi þrá og Ijðsbjartri laungun eftir að fljuga
í faðm hennar. Jeg heilsa þjer ástljúfa haust með
þínum þýða svalandi vindblæ, sem losaðir þrá mína
úr böndum og gafst mjer aftur stúlkuna mína. í
þraung dalsins ilmandi hlíðum, innan uro litfögur
blóm, við blátæra lækjarins kveðandi nið, sat jeg
í sumar, þungbúinn og dapur yfir einverunni, hug-
sjúkur af því að sjá hana ekki. Nú lyftir sjer
hugur minn ljett á vængjum ástar og sælu. Nú
þegar vorsins fögru blðm eru fölnuð, veita mjer
unað rauðu vanga-rðsirnar og bláfjólur augnanna.
— Eins og fjarlægur öldu-ðmur berst mjer að eyr-
um ysinn á ísnum, iskrið i sleðajárnunum, skrjáfið
í skautunum og hvískrið í æskulýðnum, en upp úr
þessum undirhljðmi heyri jeg eins og unaðsfagran
ððsaung ástmælin hennar, silfurhrein eins og svip
hennar, kærleiksheit eins og kinnar hennar, og
töfrandi eins og tryggðarbrosið á vörum hennar.
Jeg veit að tímans flug er hraðara en ferð sú, sem
jeg er á; þess vegna vil jeg njðta unaðsemda ást-
ar og æsku í sem fyllstum mæli, meðan unnt er;
þess vegna faðma jeg íastar mitt dökkhærða fljóð,
þess vegna kyssi jeg heitar hinar kosssælu varir,
þess vegna horfl jeg dýpra og innilegar í hið
dimmbláa djúp augans. Þegar glitrandi smáblys
bláa himinhvolfsins eru öll tendruð og dagsins sól
er hnigin í faðm hafsins, þegar máninn er stiginn
og verpur sínum föla ljðsgula geislabjarma yfir
sæinn, vil jeg setjast við gluggann gegn norðri og
i hálfbirtu rökkursins við mánans og stjarnanna
skin njóta elskenda blíðustu sælu í faðmi minnar
mjúku meyjar. (Fr.).
Frá fjallatindum
til fiskimiða.
Austanpðstur kom á miðvikudag, en vestanpðst-
ur í gær.
Úr Mýrdal cr skrifað 27. okt.: Grasvöxtar varð
hjer um það í meðallagi í sumar, einkum á val-
lendi. Nýtiug á töðum mjög slæm, sökum votviðr-
anna fyrri hluta sláttarins, en úthey hraktist ekki,
heyskapur því nálægt þvi í meðallagi. Síðan slátt-
ur var úti, hefur tíð verið heldur hagstæð og eru
menn nú sem óðast að vinna, að jarðabðtum, því
það er vaknaður töluverður áhugi hjá mönnum hjer
með það, sömuleiðis leggja menn hjer rnikið kapp
á húsabætur og mun óvíða vera betur byggt tll
sveita en hjer.
Kartöflur spruttu hjer illa í sumar, rðfur miklu
betur.
Fje var hjer með rýrasta móti í haust, einkum
á mör.
Verslunarfjelag Vestur-Skaftfellinga er búið að
halda aðalfund sinn og mun fjelagið vera nokkuð
skuldugt, en vel getur batnað úr því enn þá, því
margir ljetu sauði í Stokkseyrarfjelagið til að
borga með skuldir sinar við kaupfjelagíð. Afráðið
var að halda áfram fjelaginu og hafa herra Björn
Kristjánsson fyrir umboðsmann eins og áður.
Kjöt var tekið í Vík í haust á 11 au. pundið,
en er nú alveg hætt, vegna þess að tunuur þrutu
til að salta í.
Frjest hefur, að nýlega hafi orðið skiptapar
miklir og manntjón á Vestfjörðum, en nánari fregn-
ir um það vitum vjer enn ekki.
Af ísafirði ná fregnir fram til 28. f.m. og höfðu
síðustu vikurnar geingið þar sífelldir suðaustan-
rosar og rigningar, áður höfðu um tíma verið
stillur og kuldar.
Sildarafli í lagnet hefur verið fremur lítill í
haust vestanvert við Djúpið, en mestu uppgrip um
tíma við Snæfjallaströndina, einkum umhverfis
Æðey.
Nýlega urðu menn í Rangárvallasýslu varir við
öskufall, en þó ekki rnikið. Vindur stóð af Eyja-
fjallajökli. Við eldsumbrot eða gos varð ekki
vart.
Með austanpósti frjottist, að prestssetrið Kirkju-
bær í Hrðarstungu, þar sem sjera Einar Jónsson,
prðfastur og alþingismaður býr, hafi brunnið til
kaldra kola 9. f.m. Menn allir björguðust, en af
innanhússmunum varð litlu eða eingu bjargað.
Sex kýr brunnu inni í fjórinu. Tjónið er sagt að
rnetið sje á 10 þús. kr. Sjera Einar hafði byggt
upp staðinn og var þar nýlega fullgert timburhús,
en sagt ðvátryggt.