Ísland


Ísland - 04.12.1897, Síða 3

Ísland - 04.12.1897, Síða 3
I8LAND. 195 lokum kvaldi umhugsuniu um myndina hann svo, að hann forðaðist að koma upp á svalirnar. En einn dag fann hann ráðið. Hann tók blýant, gekk upp þangað og skrifaði neðanundir myndina með stórum stöfum: „þeim varð hjálpað". Þetta dugði. Nú gat hann gleymt myudinni og farið að hugsa um allt annað. Myndin var orðin allt önnur mynd, en hún áður hafði verið, svalirnar höfðu breyst með henni og ullt húsið. Nú sat hann þar kátur eins og áður. Þangbrennsla. í brjefi, sem Sigurður Siðurðsson frá Draflastöðnm skrifar „Stefni“ frá búnað- arakólanum á Stend í Noregi, er þessi kafli: Á Jæderen hafa menn míkla atvinnu af að brenna þara til ösku, og af því jeg á- lít að þetta mætti heppnast á íslandi, kynnti jeg mér nokkuð aðferð þá, sem menn brúka við þangbrennslu og allt þar að lútandi, og skal hjer íarið nokkrum orðum um hana. Menn brenna einkum þara á þeim tíma er önnur störf eru eigi fyrir hendi. Síð- astliðin vetur og vor var hjer á flestum bæjum, er til sjávar eiga, brennt fyrir 300—1000 kr. á bæ, og eru það eigi litl- ar inntektir, sem menn hafa af þessu, sem þeír gjöra svo að segja í hjáverkum sínum. Einn merkur bóndí sagði mjer, að hann í vetur og vor hefði brennt fyr- ir 1000 kr. Hann hefur alls 8 manns, karla og konur, sem genga til vinnu og stórt bú að sjá um. Aunar sagði: „I vor ljet jeg fólk mitt vinna að þangbrennslu í þrjár vikur, og þá vinnu reiknaði jeg 300 kr. virði, þó vel borgaða, en fyrir þangösku þá, sem jeg fjekk, voru mjer borgaðar 600 kr. Fftir þeim upplýsingum sem jag fjekk, er aðferðin við brennsiuna þessi: Fyrst er þarinn fluttur upp úr fjörunni og breidd- ur síðan er hann þurkaður á sama hátt og með því að snúa honum og taka sam- an í smáhrúgur, ef útlit er fyrir úrkomu og þarinn ekki þur. Þegar þarinn er þur, sem er eftir einn eða tvo daga ef þurkur er, er hann brenndur, og brennsluani er þannig hagað, að eldur er kveyktur og þarinn svo iagður á smátt og smátt, eftir því sem hann brennur. Þess ber að gæta, að láta aidrei loga upp úr þarahrúgunni á nokkrum stað, því þarinn skal brenna undír litlum loptsáhrifum, svo hann kólui sem viðarkol, en brenni eigi til ösku. Þeg- ar þari sá er brennast skal er brunninn, leggja menn síðast annaðhvort meiri þara yfir hrúguna, eða hylja hana með öðru efni svo eldurinn deyi. Askan á að hafa svart-brúnan lit, sem þó oft er blandaður öðrum litam, t. d. rauðu og grænu. Á vetrum þurka menn þarann á þann hátt, að hann er heingdur upp á vírstreingi. Þarinn má ekki vera úldinn (hifa leigið leingi í fjörunni) eða blandaður með sandi. Þari sá, sem hjer er álitinn beztur, hefur langan staungul, sem að ofan skift- ir sjer í margar og langar blöðkur. Því miður hef jeg aldrei nákvæmlega aðgætt þarategundir við ísland, og get því eigi sagt um með vissu, livort þessi tegund er þar almenn, en jeg hef sjeð hana á nokkr- um stöðum. í ár var hjer verð á ösk- unni 3—4 kr. 1000 pd.., og er það með hærra móti. Árlega flyttst út frá Noregi þangaska fyrir margar þúsundir króna, einkum til Skotiands, en á verksmiðjum er þar unn- ið úr hen;.i jod, sem er mikið haft til meðala og við ljósmyndir. í Noregi er og unnið nokkuð af jod af þangösku. En þessa dagana er talað um nýja aðferð, sem Norðmaður einn í Kristjaniu kvað hafa fundið upp eftir henni er jod unnið úr þaranum án þess að brenna hann. Frá fjallatindum til fiskimiða. Nú eru kvöldvökurnar orðnar langar og þau skötuhjúin stormur og stórhríð eru farin að ríða þekjum í sveitinni og hvísla við gættir og glugga- rúður. Og fólkið er farið að leita til bókanua og lesa til að stytta sjer kvöldvökurnar. Síðustu íslend- ingasögur Sigurðar Kristjánssonar eru sjálfsagtal- staðar lesnar spjaldanna í milli, svo blöðin, og af því svo mikið er rætt um pðlitikina og þingið, er lík- legt að einstöku menn villist inn í þingtíðindín. Það hefur áður verið talað um það hjer í blaðinu, að óheppilega væri frá þeim geingið og þau væru óaðgeingileg til lesturs. Þstta hafa auðvitað marg- ir fundið, og greindur bókavinur á Yestfjörðum skrifar um það á þessa leið: Stóreílis baggar af Alþingistíðindum eru híngað komnir. En eru menn þá farnir að lesa þau? Svona óbreyttum alþýðumönnum er vorkunn, þótt þeim kunni að þykja þingtíðindin óaðgengileg. Skjalaparturinn er ruglingslegri og verr úr garði gerður, en nokkur bók, er vjer höfum sjeð. Þá er varla við þvi að búast, að margir setjist við að lesa alla þá undra-þvælu, er fólgin er í umræðun- um, enda mundi margt þarfara og skemmtilegra mega gera, og sumir eru að festast í þeirri skoð- un, að eigi muni full þörf á, að prenta öll þessi ósköp, hverja breytingartillögn, hvað þá annað, og mundi heppilegra, að þingtíðindin væru með allt öðru sniði, og mundi nægja, að þau væru eigi meira en þriðjungur þess, er þau eru nú, eða enn styttri, og væri það sparnaður mikill á fje lands- ins. Þessi hugmynd er alls eigi ný, því að hún kemur fram þegar í „íslendingi“ gamla, svo að það má undur þykja, er eigi skuli enn veru orðín breyting á þessu. En hvað mun valda? Ætli þingmennina tæki sárt, ef vizka þeirra kæmi eigi óskert á prest? Er það nokkur huggun fyrir þá, að orð þeirra og athafnir eru á prenti, enda þótt fáir verði til að lesa ? Ejársala til Belgíu og Prakklands hefur geflst illa og ekki búist við að mikið verði úr henni framvegis. En sú breyting, segir „Nýja Öldin“ sje nú orðin á innflutningsbanni Englendinga, að þar í landi megi nú geyma fé lifandi í 10 daga. Mikið af hrossum þeim, sem flutt voru hjeðan til Englands í baust, er enn sagt óselt. Hreppsnefndin í Seltjarnarneshreppi hefur ákveð- ið smölun á hressum Iaugardaginn 11. des’, og verður þeim rjettað í Nesi við Seltjörn sama dag. Þau hross, sem þá eru ekki hirt verða seld tafar- laust. Aðfaranóttina 5. okt. varð síra Stefán Halldórs- son, áður prestur að Hofteigi á Jökulda!, bráð- kvaddur á heimil sínu, Hallgeirsstöðum í Jökuls- árhlið. Síra Stefán var fæddur á Hallfreð- arstöðum 1. októbermánaðar 1845 og voru foreldrar hans Halldór stúdent Sigfússon á Hall- freðarstöðum og kona hans Þóruun Pálsdóttir, er síðar átti Páll skáld Óiafsson. Síra Stefán varð prestur að Dvergasteini 1875, en að Hofteigi 1881, sagði af sjer prestskap 1890 og bjó síðan á Hallgeirsstöðum. Ekkja síra Stefáns heitir Jón- ínu Björnsdóttir frá Stórabakka í Hróarstungu; þau áttu þrjú börn og lifa öll. Nýlega er dáinn Ásgeir Jónsson, póstafgreiðslu- maður á Stað í Hrútafirði. Gufuskipið „Merkur“ kom hingað af ísaflrði á miðvikudaginn. 14 dögum áður „Merkur“ lagði á stað frá Isafirði hafði „Hjálmar11 farið þaðan á stað norður um. Húnavatnssýsla er veitt frá 1. þ. m. Gísla ís- leifssyni, sem þar er nú settur sýslumaðnr og Skagafjarðaraýsla Eggert Briem, sem þar hefur líka verið settur sýslumaður. Þetta verð hafa kaupfjelög Zöllners og Yída- líns feingið fyrir útflutt hross og sauðfje í haust að frádregnum kostnaði: Fyrir hesta: Kaupfjel. Húnvetninga...................Kr. 52,51 — Stokkseyrar.....................— 51,50 — Skagfirðinga....................— 48,25 Yerslunarfjel. Dalamanna..............— 51,00 Fyrir sauðfje: Kaupfjelag Norður-Þingeyinga (sent frá Eyjafirði) . . — 11,03 ( — — Vopnafirði) . — 13,56 — Þingeyinga.................— 11,05 — Húnvetninga.....................— 11,03 — Stokkseyrar.....................— 8,52 — Árnesinga ...............— 10,02 — Skagfirðinga ...... — 10,70 Pöntf. Fljótsdælinga (sent af Seyðisf.) — 11,20 (-------Vopnaf.) — 12,86 — Eyfirðinga ,.................— 10,01 Versl.fjel. Dalamanna ...... — 11,02 Þessi lög eru nú staðfest af konungi: 1. Fjár- lögin; 2. L. um sþ. landsreikninganna 1894—95; 3. Fjáraukalög fyrir 1894—95; 4. Fjáraukalög fyr- 1896—97; 5. L. um stofn. byggingarnefndar í Seyðisfjarðarkaupstað; 6. L. um nýbýli; 7. L. um undirbúning verðlagsskránna; 8. um skipti á 7 hndr. (lands.eign) í Nesi í Norðfirði og Grænanesi (kirkjujörð) i sömu sveit; 9. um lækkun á fjár- greiðslu Holtsprostakalls í B.angárvaliasýslu til landssjóðs: 10. um heimild til að ferma og afferma skip á helgidögum; 11, um sjerstaka heimild til að afmá veðskuldbindingar úr veðmálabókum; 12. um uppreisn á æru án kgs.úrskurðar; 13. um frest- un á framkvæmd eimskipaútgerðarinnar; 14. um breyt. á tilsk. 7. maí 1872 um sveitastjórn og um viðauka við 1. nr. 1. 9. jan. 1880. (Sýslnnefnd má leyfa að kjósa í hreppsnefnd á hausthreppa- skilaþingi. Vara-sýslunefndarmenn verða kosnir). 15. um þóknun handa íorstjórum og sýslunar- mönnum Söfnunarsjóðsins. i’Jr brjefi af Vestfjörðum: „Mörgum þykir það ganga hneyxli næst, að þingið neitaði um 2000 kr. til vegabótar á Breið- dalsheiði. Það er i fyrsta skiftið, er ísafjarðar- sýsla hefur óskað nokkurs fjár til vegabóta, enda aldrei feingið nokkurt fje úr landssjóði, er nokkru nemur, því gufuBkipaferðir er eígi hægt að telja henni sjerstaklega; og þetta er sú sýsla landsins> er að öllum líkindum mun gjalda mest fje í lands- sjóðinn. Henni er neitað um 2000 kr. til vega- bótar, er öldungis er nauðsynleg; en annarstaðar er ausíð út stórfje til vega — og svo til margs óþarfans. Mjer er óhætt að segja, að mönnum hjer gremst þetta, og kenna margir slælegri framgaungu þingmanna vorra, en eigi er það víst, að svo sje, og er hitt rjettara, að Sk. Th. lagði gott til þess máls. En þótt sumir sjeu að finna að þingmönnum voruin, þá eru aðrir er lofa þá mjög, og færa það til síns máls, að fáír mundu það leikið hafa aðrir en þeir, að koma Hólmgeiri á landssjóðinn; telja sumir það nálega kraftaverk, og eru mjög hreyknir yfir slíkri framkvæmd þingmanna vorra, og þykir nú sýnt, að þeir muni nær öllu til vegar koma, er þeir vilja. Verður hinum því gramara i geði, þeim er það var áhugamál, að fje nokkurt feingist til Breiðadalsheiðar, og telja þá ljóst, að þeir hafi linlega sótt það mál. Svo er sagt, að Önfirðingar sjeu mjög óánægðir yfir því, hversu afskiftir þeir enn eru gerðir með strandskipaferðir. Þykjast þeir varla geta við það unað, og eigi geta sætt sig við minna en það, að strandbátarnir komi við í hverri ferð, og þykir mönnum þeir hafa mikið til síns máls, og í raun- inni eingin ástæða til, að gera þeim lægra undir höfði en Dýrfirðingum, enda munu þeir hafa fullt eins mikla þörf á skipunum sem þeir, og rjettinn til þeirra eingu minni“. Reykjavík. Til minnis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 siðdegis. — Bankastjóri við kl. U1/*—1V«. — Annar gæslustjðri við kl. 12—1. Söfnunarsjóðurinn opinn i barnaskólanum kl. 5—6 síð- degis 1. mánud. i hverjum m&nuði. Landsbókasafnið: Lestarsalur opinn daglega frá ki. 12— 2 siðd.; á mánud, mvkd. og ld. til kl. 3 sd. — Útlán sömu daga. Fomgripasafnið opið mvkd. og ld. kl. 11—12 árdegis. Bœjarsjómar-iunAir 1. og 3 fmtd. i 'mán., kl. 5 síðdegis. Fátœkranefndar-iunAir 2 og 4. fmtd. i mán., kl. 6 siðd. Náttúrugripasafnið (1 Glasgow) opið hvern sunnudag kl. 2—3 síðdegis. Nefndin í barnaskólabyggingarmálinu hefur nú feingið uppdrætti að skólahúsinn frá útlöndum og lagði þá fram á bæjarstjórnarfundi 2. þ.m. Þar var áætlað, að húsið mundi kosta 48,000 kr., auk undirstöðu og lóðar. Samþykkt var að fá Bírni kaupm. Sigurðssyni umboð til allra útvegana á á- byrgð nefndarinnar. Sumir bæjarmenn eru óá- nægðir með það, að barnaskólinn flytjist þaðan, sem hann nú er, og finna það að hinu nýja skóla- stæði suður með tjörninni, að sunnanstormar sjeu hvergi í bænum harðari en þar. Það getur vel verið satt, en sunnanstormar eru hjer ekki tíðir. Það skiftir og litlu, hvar barnaskólinn stendur, sje hann að eins nærri miðjum bænum; hitt var miklu vandasamara að fá hentugan stað handa pósthús- inu og það er hvergi í bænum betur sett en ein- mitt þar sem barnaskólinn er nú. Þeir sem í syndunum hafa sofið, skuln vakna. Því nú er hún komin til bæjarins hin nýja líka- baung, sem framvegis á að kalla Bvíkursöfuuð til helgra tíða í dómkirkjunní. Hún hefur kostað 2143 kr. 89 au. Thomsen kaupm. hefur gefið 1000 kr. til kaupanna, og gömlu klukkuna kaupír hann fyrir 400 kr.; það sem á vantar borgast úr bæjarsjóði. Friðrik Ólafsson í Lágholti er nú kosinn auka- næturvörður. Jón Ásmundsson, sem gegnt hefur þeim starfa í haust í stað Árna Zakaríasonar, vildi fá launin hækkuð lítið eitt, en úr þvi varð ekkert. Starfið er þó illa launað. Og því nánasarlegri sem laun næturvarðarins eru, því meiri freisting er fyrir hann að vinna sjer inn smápeninga með því að brjóta þær fyrirskipanir, sem honum eru settar. „Laura“ og „Merkur“ fara hjeðan i byrjun næstu viku. Með „Laura“ fer Tryggvi Gunnarsson banka- stjóri til Hafnar til ráðstafana um byggingu banka- hússins, sem reisa á að sumri. Hann ætlar að koma upp aftur með miðsvetrarferðinni. — í fjar- veru hans gegnir sjera Eiríkur Briem bankastjóra- störfum. Með „Laura“ fer einnig Gunnar kaupmaður Þor- bjarnarson til Hafnar til að sækja vörur og byrj- ar þá verslun að nýju. Trúlofuð eru Jónmundur Halldórsson stúd. theol. og Þorbjörg Gísladóstlr frá Krossnesi á Mýrum. Hettusóttin er nú komin hingað til bæjarins og hefur hennar orðið vart á nokkrum stöðum. Hún kom á land í sumar með enskum suður i Vogum. Ummæli þau, sem höfð eru eftir B,afni skösmið Sigurðssyni í síðasta blaði, út úr málaferlum þeirra Kristjáns kaupmanns Þorgrímssonar, segir Bafn að sjeu raung og hafi hann aldrei þau orð talað. Og meður því, að einginn má þetta betur vita en sjálfur hann, þá ráðum vjer fólki til að trúa hon- nm. Guðmundur Guðmundsson skáld, sem í kaust gekk inn á prestaskólann, hefut nú fyrir nokkru snúið baki við kirkjunni og vikið burt frá guðs vegum. Hann sótti um hríð tíma á prestaskól- anum, en gast ekki að trúarlærdómunum, sneri þá við og yfir á læknaskólann; þar unir hann sjer vel. Sunnudaginn 21. f. m, lijeldu þau silfurbrúð- kaup sitt Árni Hannesson og Margrjet Gestsdóttir. í fyrra morgun kom seglskipið „Valdimar11 til Fischers-verzlunar frá Bilbao með saltfarm. Á morgun verður e i n g i n eptirmiðdagsþjónusta í dómkirkjunni vegna sjúkdómsforfalla. Fleylitótoali 19 teg., Cigarettes og margar tegundir vindla, fæst í verslun . líen. S. Þórarinssrnar. Ný tvílileyft baglahyssa (bakhlæða), fæst með mjög vægu verði hjá Ben. S. Þórarinssyni. Hús til leigu í Hafnarstrœti. Semja má við Mattliías Mattliíasson. Hestúús óskast til leigu í [ miðjum bænum.

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.