Ísland


Ísland - 18.12.1897, Síða 2

Ísland - 18.12.1897, Síða 2
202 ISLAND. liggur því næst að neyta ailra ráða til að auka íramleiðsluna, og það má sjálfsagt telja þýðingarmikið spor stigið í áttina, ef bændur færu að fá aðgengilegt lán til jarðabita. Eu það þarf meira til. — Bún- aðarhættir vorir þurfa að taka fjölda mörgum breytingum, og sumar af þeim eru svo þýðingarmiklar, að ef vjer ekki komum þeim á, þá drögumst vjer það aft- ur úr tímanum í öðru sporinu, sem vjer stígum fram í hinu. Hverju á þá að breyta? munu menn spyrja. Það er ekki auðgert að svara þessu í fljótu bragði, en fáein atriði vii jeg hjer benda á, sem jeg hygg að verða megi til bóta. Grasræktin er aðal-undirstaða búskap- arins hjá okkur, og efling hennar því skil- yrði fyrir framför hans. — Við höfum nóg af móum og mýrum, sem hafa í sjer að geyma framtíðar auðæfl okkar, en aðferð- in til að ná þeim auðæfum þarf að breyt- ast. Fyrst og fremst er það sljettunar- aðferðin, sem bæði er seinleg og óhentug, enda þótt hún sje unnin með nauðsynleg- um áhöldum, auk heldur án þeirra, eins og nú er almennast; ofanafristingin eyðir kröftum og tíma, sem ekki borgast með neinu, og þar fyrir utan verðum vjer að láta náttúruna sjálfráða um það, hverjar grastegundir á sljettunum vaxa, og verða þær eðlilega eftir því, sem jarðvegur og áburður veitir skilyrði fyrir, og getur það alloft verið óhentugt. — Það hafa þegar kamið fram raddir um það, að vjer þyrft- um að gera eitthvað til þess, að skapa oss innlenda fóðurjurtafræði, og er jeg því alveg samdóma. En hún getur aldrei haft „praktiska" þýðingu fyr en vjer tök- um upp aðra aðferð við túnræktina, nefni- lega þá, að plægja jörðina upp með gras- rótinni, og haga oss síðan með hana eins og best getur átt við á hverjum stað, rækta þær jurtir, sem fóðurjurtafræðin kennir oss að sjeu hentugastar, eftir því er til hagar með jarðveg og áburð og veðráttufar á hverjum stað. En til þess að koma þessu í lag þarf að koma á fót tilraunastofnunum, sem gerðu tilraunir við þessa aðferð og tækju til ræktunar bæði útlendar jurtir, sem líkindi væru til, að gætu þroskast hjer til verulegra gagns- muna, en um fram allt með fullkomnari ræktunaraðferð á innlendum jurtum, sem menn vita að eru góðar fóðurjurtir, en sem nú vaxa á strjálingi, smávaxnar og þróttlitlar, sökum vantandi hirðingar og rjettrar tilhögunar. Að visu mætti og ætti að gera slíkar tilraunir á búnaðarskólun- um, en reynslan hefur sýnt, að það hefur ekki verið gert hingað til nema dálítið í Ólafsdal (tilraunir með útlendar jurtir) og líklegt er því, að það verði ekki fram- vegis nema með auknum fjárstyrk fyrir að gera óvissar tilraunir. Ejettara væri þó, að koma þessum tilraunastofnunum á fót í sambandi við skólana, heldur en að mynda eingaungu sjerstakar stofnanir til þess. Skólarnir ættu líka að geta staðist betur við, þó tilraunirnar misheppnist í fyrstu, af því þeir hafa ódýrari vinnukraft en almennt gerist, og ætti því að verða ódýr- ara, þótt auka þyrfti dálítið styrkinn til þeirra í þessum tilgangi, heldur en ef kosta ætti sjerstakar stofnanir til þess, og væii þvi líklega rjettast að láta þá hafa fyrir því fyrst um sinn. En það sem oss þá vantar jafnhliða þessu er dálítil efna- rannsóknastofnun til þ3ss að rannsaka bæði fóður, áburð og jarðtegundir. — Því það er óhafandi, að menn þurfi að ganga á- fram í blindni, í því efni, hjer eftir sem hingað tii. Sumir hafa haldið því fram, að vjer gætum fyrst um sinn bjargast með að fá slíkt rannsakað erlendis, en það virðist mjer að verða mundi bæði óhag- kvæmt og dýrt, enda er oss eingin vork- unn að eignast slíka stofnun sjálfir. Þessi tvö fyrnefndu atriði verða nú að vera ætlunarverk þings og stjórnar, en hvað gerum vjer þá sjálfir? — Vjer þurf- um að gera fleira en að krefjast aðstoðar þingsins; vjer þurfum að sýna, að vjer höfum vilja og áhuga, hver einstakur eftir sínum mætti. Það eru alls ekki þýðingar- minnstu atriðin i búnaði vorum, sem ein- gaungu stendur í valdi einstaklingsins að bæta. Það er t.d. hirðing áburðarins, með- ferð fjenaðarins, notkun ýmislegs til á- burðar, sem nú er látið óhirt og jafnvel fyrirlitið, einnig að gæta sem mests sparn- aðar á kröftum og tíma og þar að lút- andi hagsýni með að eignast og nota öll þau vinnuljettisáhöld, sem komið geta til greina að nota hjer á landi til að spara sjer híð afardýra vinnuafl, mannsaflið. Að nota bæði hestana og ýmisleg nauðsynleg vinnuáhöld meir en gert hefur verið hing- að til, getur að miklum mun bætt upp þann skort á vinnukrafti, sem nú sýnist vera orðinn hjá bændum, einnig gert mönn- um hægra fyrir að leysa störfin betur af hendi, og þar af leiðandi yrðu þau að ýmsu leyti meira arðberandi. Jeg læt nú út talað um þetta mál að sinni, með því ritgerð þessi er orðin tals- vert leingri en jeg ætlaðist til. — En þess vildi jeg óska, að jeg gæti síðar meir orð- ið fær um að láta eitthvað til mín heyra, sem verið gæti leiðbeinandi í einstökum atriðum, er landbúnaðinum við koma, og líkleg væru honum til eflingar og blómg- unar. Eftir Björnstjerne Björnson. XXI. Lítilli stundu síðar gekk Elín niður í Garðinn einsömul; Margrjet fór fram í eldhúsið; hún ætlaði að búa til góðan mat handa þeim þetta kvöld, því nú var von á Árna heim. Svo gekk hún út og leit eftir Elínu í garðinum. Elin sat þar, horfði í gaupnir sjer og skrifaði í sand- inn í götunni. Hún hafði grátið. — „Ekk- ert að gráta af, barnið mitt!“ sagði Mar- grjet og klappaði henni. — Þær sáu eitt- hvað svart koma fram milli trjánna uppi á veginum. Elín skaust inn; Margrjet fór á eftir. Þar var þá búið að bera á borð; þar var rjómagrautur, hangiket og haglda- brauð. En Elín tók ekki eftir neinu af því; hún settist á stól úti í horni, í skoti hjá klukkukassanum og hrökk við í hvert sinn, sem eitthvert hljóð heyrðist utan að. Margrjet stóð við borðið. Þi var stigið fast á helluna utan við dyrnar, svo geingið Ijett og hratt inn ganginn, hurðin opnuð, og þar var Árni kominn. Hann tók strax eftir Elínu í horninu hjá klukkunni, sleppti hurðinni og stóð kyr eins og hann vissi ekki hvaðan á sig stæði veðiið. Af þessu varð Elín enn feimnari en áður; hún stóð á fætur, sá þó strax eftir þvi og sneri sjer undan. — „Ert þú komin?“ sagði Árni lágt og stokkroðnaði um leið. Elín bar höndjna fyrir andlitið, eins og menu gera þegar þeir verja sig fyrir of mikilli birtu frá sólunni. „Hvernig —?“ hann endaði ekki setninguna, en gekk eitt eða tvö skref á móti henni. Hún ljet hend- ina síga, sneri sjer við á móti honum, leit niður fyrir sig og fór að gráta. — „Guð blessi þig, Elín!“, sagði hann og tók utan um hana; hún hallaði sjer upp að honum. Hann laut niður og hvíslaði einhverju að henni; hún svaraði eingu, en lagði báða handleggina um hálsinn á honum. Svona stóðu þau langa stund. Inni var grafkyrt og hljótt, úti fyrir niðaði fossinn. Þá heyrðist gráthljóð frá borðinu; Árni leit upp; það var móðir hans, hann hafði ekki tekið eftir heani fyr. „Nú er jeg viss um, að þú ferð ekki frá mjer, Árni“, sagði hún og kom tíl þeirra; húu grjet mikið, en „jeg hef gott af því“, sagði hún. Ární fylgdi Elínu heim á leið; þau voru sæl hvort um sig, en töluðu fátt. Það var björt sumarnótt, náttúran þögul og hátíðleg; þau ljetu hana bera hugsanirnar á milli sín- En þegar Árni var á leið heim til sín aftur, um sólaruppkomuna, þá var hann farinn að hugsa um nýtt kvæði; hann hafði ekki tíma til að full- gera það þá, en síðar, þegar hann hafði lokið því, vjek það um tíma aldrei úr huga hans. Kvæðið var svona: Jeg ætlaði að gera’ úr mjer afbragðamann; jeg ætlaði langt burt, en veg ei fann. Um alheimsins undur mig dreymdi, en öllu í kring jeg gleymdi. Þá leit mjer stúlka í augað inn, svo aftur jeg vil nú snúa: því eftir Jiað sælu ei fremri eg finn en í friði með henni að búa. Jeg ætlaði að gera úr mjer afbragðsmann; jeg ætlaði langt langt burt, en veg ei fann; jeg víldi með stórmennum atanda, þoim stærstu í verki og anda. Nú sje jeg: hið dýrasta’ af drottni ljeð og dyggasta með sjer að bera er ekki að teljast þeim mestu með, en manneskja sönn að vera. Jeg ætlaði að gcra úr mjer afbragðsmann; jeg ætlaði burt, en veg ei fann. í fjarlægð jeg fara vildi, mjer fannst hjer mig einginn skildi. Er sá jeg hana, mjer sýndist þá með svip og viðmóti hlýju hver manneskja horfir mig aftur á og allt vera fætt að nýju. Síðan voru þau marga sumarnóttina saman og út úr því urðu mörg kvæði. Eitt af þeim er svona: í leyni mun eitthvað í lifinu vera, sem laðar hvern mann, er þrá má bera, töfrandi vald við blíðan barm, brúðgjöf er linar þrá og harm og friðar- sorgar- og ferðahuga. Jeg skil þetta ekki — það er sem draumur, því aldrei var stormur nje bylgju-flaumur en blikandi, leíkandi lækur hjá mjer, hann lagði í ána, sem veginn fer svo breið og stór út í hyldjfift hafið. Ef lífið nfi boð mjer saklaust sendir, er svipar til þesB, sem nfi mig hendir, þá finn jeg, að guð hefurfyr verið hjer því fylgir hans eilífa lögmál mjer, — með ástfrið barst jeg að eilifum gæðum. En þó kemur ef til vill þakklætistil- finning hans hvergi betur fram en i þessu kvæði: Það vald, sem kenndi mjsr lítið Ijóð, það ljet mig reyna hjer sorg og gleði, og báðar svöluðu bljúgu geðí og bylgjur lægðu og kældu blóð; þó sorg jeg reyndi, það samt ei brást — með saung hún beindi að bliðri ást. Það vald, sem kenndi mjer lítið ljóð, það laungun vakti í sálu minni, svo lokast vildi jeg aldrei inni og ekki stöðvast nje glata móð. Mjer sveið — en eigi skal um það fást. — Jeg geing á vegi að vænni ást. Það vald, sem kenndi mjer lítið ljóð, það ljær mjer vald til að fylgja hinum svo gleði megi jeg veita vinum á’vegi þeim. er jeg syng minn óð. Því fegra gaman ei fannst nje sást, en búa saman í sælli ást. Einn fagran veðurdag þegar leið að hausti og menn voru að koma korninu og heyinu í hús, hjeldu margir bátar yfir Svartavatnið og stefndu að prestssetrinu, þó á laugardegi væri. Það hafði rignt um nóttina og morguninn og því var loft- ið hlýtt sem á sumardegi. Karlmennirnir sátu snöggklæddir við árarnar, en kvenn- þjóðin sat í skutum og stöfnum með hvít- ar skílur. Margir bátar stefndu líka heim að Brekku, og þaðan átti svo að halda þeim í einum hóp. Svo stóð á, að Bárð- ur á Brekku hjelt þennan dag brullaup Elínar dóttur sinnar og Árna Níelssonar á Brún. Allar dyr stóðu opnar, fólkið þyrptist út og inn, börnin stóðu með kökur og sælgæti í höndunum, voru feimin við sjálf sig og hoifðu ókunnuglega hvert á annað, af því að nú voru þau öll í nýju fötunum. Yið skemmustigann stóð gömul kona ein sjor það var Margrjet á Brún. Hún var með stóran silfurhring og leit á hann við og við. Þann hring hafði Níels gefið henni giftingar- daginn þeirra og hún haíði ekkí borið hann síðan fyr en nú. Frammistöðumaðurinn og brúðarsvein- arnir geingu aftur á bak og áfram um stofurnar, tóku á móti gestunum og skeinktu þeim, en brúðarsveinar voru þeir sonur prestsins og bróðir Elínar. Uppi á her- bergi Eiínar sat brúðurin, prestskonan og Matthildur, því hún hafði komið heim í sveitina til að búa Elínu þennan dag. Þær höfðu lofað hvor annari þessu þegar þær voru litlar. Árni stóð niðri í stof- unni víð gluggann, sem Elín einu sinni skrifaði nafnið hans á; hann var í nær- skornum klæðisfötum og með kraga, sem Elín hafði saumað. Glugginu var opinn og Árni hallaði sjer áfram og horfði út, yfir um vatnið og yfir að prestssetrinu. Úti á ganginum mættust karlmaður og kona og kom hvort frá sínu verki. Hann kom neðan frá vatninu og hafði verið að líta eftir bátunum til kirkjuferðarinnar; hann var í klæðistreyju blárri og bláum vaðmálsbnxum, sem lituðu frá sjer, svo að hann var blár á höndunum. Hann var bjartleitur með Ijóst hár og hafði hvítan kraga, sem fór honum vel; ennið var hátt og rólegt, en kring um munninn ’ljek bros. Þetta var Bárður. Hann mætti konunni

x

Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.