Ísland


Ísland - 08.11.1898, Blaðsíða 1

Ísland - 08.11.1898, Blaðsíða 1
ISLAND. II. ár, 4. ársfj. Itoylijavík, 8. nóv. 1898. 42. tölublað. OTTO WATHNE. f. 13. ág. 1843. d. 15. okt. 1898. I. Þessu erlenda nafni skal aldrei verða gleymt, í íslenzkum hjörtum það skal æ verða geymt, því sá, sem bar það, landið vort styrkti og studdi, og stórkostlegar götur til framfara ruddi. Þú sýndir oss að hér er til hamingja’ og gull; að hér er meira’ að finna’ en tóma geitarull. í-ú kendir oss að grafa upp gullið hjá oss sjálfum og gæfu að flnna víðar en suður og vestur i álfum. Af hafguðinum tókstu á fjörðum vorum völd, þú vissir margan fjársjóð er huldu Ægis tjöld, en fyrir’ þér Ægh' þorði’ ekki fénu að halda, af fúlgu sinni varð hann þér drjúgum skatt að gjalda. í-ú kendir oss það líka, að kúga hann til fjár, þú kendir oss að manndáð er betri’ en vol og tár. Og Ijúft var þér að högum vors lands sem hezt að hlúa. þess lands, þar bjó þín frændþjóð og helzt þú vildir búa. Vér teljum þig með oss, þó þér erlent rynni blóð í æðum. Það var göfugt og helgað vorri þjóð. Vér teljum þig með oss. — Þú varst tveggja landa sómi, og talinn muntu stórmenni að flestra manna dómi. II. var hann svipmikill sem sævarguðinn, þegar Ijósbjarma af leyftrum brá yflr saltdrifið ’ sækonungs höfuð, og rödd hans þrumdi yflr rok og gný. Pá brann eldur Stóð hann forðum við stýrissveif, hló að hafróti, holskeflum freyðandi, ægði frá stjórnpalli unnum geysandi, brosti í kampinn að kyngi byljum, og rymjandi reiðarslögum. úr augum hans, er trölleflda teygðu arma hrannir grenjandi móti heljarmenni, og hugðust draga hann í djúp til sín. En er léttar léku sér hafgúur brosandi í logni við borð á skeið, eða við strönd þar hann úti gekk, þegar blástjarnan brosti á himni, — þá sló ánægju og yndisþokka yflr svipinn hans alvarlega, — þá var það auðsætt 8ð hann elskaði þig, ógnþrungna, inndæla, eilífa haf! Og þar sem ástfaðmi öldnu fjöllin lykja ljúfling sinn um lognkvöld björt, SeyðisQörðinn, -— þar á fögrum stað tók hann sér bústað þann er bar af flestum. — Þar bar hann ægishjálm yflr Austurland. * * * Sortnar í suðri. En við sólundir láta hafmeyjar hörpur falla. Og helmóðu á himin slær. En til Færeyja fara óðslega helfylgjur af hafl norðan. Og dimt dynur frá Dofra fjöllum sorgarlag. Og á Seyðisfirði hljóð lcoma úr hömrum: Hulda, grætur. Grúfir yfir Bjólfl bleikur skuggi. •— Skyldi þá falla skriða á bæinn! — Þar féll skriðan, þung og alvarleg! Skip kom af hafl, Þar sást helfáni! Hljótt varð hvervetna, hver var kominn? Wathne -— andvana til íslands heim! Barst það frá fjöru til fjailatinda, þaðan aftur til afdala; hrygð fylgdi hvervetna og hluttekning andlátsfregn Otto Wathnes. * * * Fjallkonan faðmar þig sér fast að hjarta, blessun hennar og hjartkær kveðja frá háfjöllum og heiðum Noregs fylgi þér, Wathne! — Vertu nú sæll! III. Ég vildi óska, ættjörð mín, þú ættir marga slíka. þá greru’ upp beru börðin þín, og bjarta haflð ríka þá veitti meiri auð og arð, þá ykist sæld í landi. En það, að fylla þetta skarð mun þykja nokkur vandi. Já, vandi er það, en viljinn er það vald, sem brautir ryður, sem hálfan þunga’ í þrautum ber og þróttinn veika styður. — Með Wathnes dug, með Wathnes þor. og viljakraftinn sterka sem fyrirmynd, vor fjölgi spor til frama’ og sæmdarverka. Guðm. Guðniundsson. BAÐHÚSIÐ verður fyrst um sinn opið aðeins þrjá daga í viku, sunnudaga, mið- vikudaga og laugardaga. Pó geta þeir sem æskja, fengið böð aðra daga, en þá verða þeir að hafa beðið um þau daginn áður, hjá H. Ó. Magnússyni Austurstr. 6. 113 114 115 116 Það sé og veri það sem er, þltt sálnatal ei stoðar liér. Ég stend hér, sem þú sérð mig nú, og segi: Far, ef getur þú! Ég hefi sál aðjjsvara til, ég sé á bók ei stafa skil; þú náðir mér af feigðar-flaki, ég ferst, ef nú þú sleppir taki; þú réttir hönd, ég hélt í fast, ég hlyti ella’ að tortýmast Far heill um sinn; ég hef þá trú mér hjálpi bœði guð og þú! AGNES Þín kinn er bleik og bráin föl, sem brjóst þitt veini af sálBrkvöl. BRANDUR Hvert hljómskært orð sem hamar slær og hjá mér tífalt bergmál fær. AGNES Ég búin bíð. BRANDUR Hvað, búin? Til — AGNES (einbeitt) Að breyta sem ég á og vil! GERÐUR (kemur hlaupandi að garðshliðinu) Presturinn er floginn, farinn! Fram úr giljum, skútum, haugum, kemur her af dvergum, draugum dimmum, ljótum, stórum, smáum, teygja sig af tindum háum. Augun eru lir mér barin, öll er sálin tröllum gefin, en þó ég sé mulin, marin, mun ég ekki tclja skrefin. BRANDUR Heldur vilt fer hugur þinn, hjá þér stendur presturinn! GERÐUR Ekki þú, ég á við prestinn. Ofan beint frá Svartatindi haukinn sá ég svifa í vindi; sá hann girtan söðulreiði, sá hinn trylta vængjahestinn fljúga burt með bygðarprestinn, berja væng í grimdarreiði. Ljóta kirkjan liggur auð, lokuð aftur, myrk og dauð; aldrei byggist aftur sú, öldin miunar kemur nú: Þarna! Hérna, horfðu á! Hyllir undir prestinn, sjá! tröllaukinn í töfrahökli tvinnuðum úr smeltum jökli. VHtu koma? Komdu þá! Kirkjan hin er lögst í dá; kenningin hjá klerki þeim, kveður við um allán heim. BRANDUR Hygstu mig í heiðni villa, hjáguðsbarn, og galdri trylla? GERDUR Hjáguð? Hvað, er hjáguð til? Hjáguð? Jú, ég veit og skil: Ungur, lítill, aldinn, hár, oftast gyltur, skx'itínn, smár. Hjáguð? Líttu’ á hana'þarna! Heldur hún ei á gulli barna? Hreifist þar ei hönd og fótur? Lín og fat er lipurt undið, lag-lega felt og smelt og bundið; strangan mjúkt hún mundu vefur mundi það ei barn, er sefur Hjáguð; maður! Hann er ljótur? AGNES (til Brands) Bið og hrópa! Hræðslan tárið hefur mér af auga brent. BRANDUR Agnes, sérðu ógnar-fárið? Annar hefur þessa sent! GERÐUR Heyrðu, heyrðu, klukkur kalla kii-kjufólkið upp til heiða! Hópar stefna fram til fjalla, fylkja sér um veginn breiða. Flögðin, sem hinn kristni klei'kur kvað í sjóinn, ganga aftur. Sérðu’ ei ótal álfa og púka, upp þeir gröfum síixumljúka, þeim sem læsti kynja-kraftur klerksins, sem var haldinn sterkur. Grafir ei né höf þeim halda, horfðu’ á svipi, vota, kalda. — Svei, svei, útburð sé ég þarna sópa frá sér moldai'hnausi; heyr þá masa: Mamma, pabba! Menn og konur svara, rabba; eins og gráti ungra barna ansa mennskir drauga rausi; bygðar-konan króa-kauðann kjassar upp við brjóst sitt dauðann; — aldrei með svo hreyknum hausi hún með barn til skírnar fór. Burtför prests er bylting stór! BRANDUR Vík þú burt! — En verra xxær sé ég annað — GERÐUR Heyr! Hann hlær, hann, sem situr þar við veginn, bak við hólinn hinu megin; hver ein sál, er fer til fjalls færð er inn í bækur lcarls; öll hjá honum lendir lestin. Ljóta kirkjan liggúr auð lokuð aftur, myi'k og dauð. Haukurinn flaug til hafs með prestinn! (Stökkur yfir hlið og hverfur í urðinni. Þögn). AGNES Komum, nú er hvildar skeið.

x

Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísland
https://timarit.is/publication/30

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.