Nýja öldin

Tölublað

Nýja öldin - 16.06.1898, Blaðsíða 2

Nýja öldin - 16.06.1898, Blaðsíða 2
198 KTÝJA ÖLDIKT kemr út hvern Laugardag (og oft endrarnær, alls 72 tölbl. um árið). Kostar innanlands 3 kr. 50 au. árg. — 90 au. ársfjðrð. (3 mán.). — Erlendis 4 kr. 50 au. — 5 sh. — doll. 1.25 — árgangrinn. Ábyrgðsirmúðr: Jón Olafsson, Laugavegi 10. Aðal-umboðsmaðr blaðsins, SigurOr Krist- jánsson bðksali, annast sölu og útsending,— AfKroiðsliislofa uppi yfir Landsbankanum. Preutuð 1 Félagsprentsmiðjunni. eða tréefni (en ekki efnitré eða efni- viður). Viðarefni jþetta er malað og gert að deigi og úr því mótaðir ýmsir hlutir t. d. vatnsfötur, trog, vagnhjól o. s. frv. Einnig er það liaft til að gera úr ódýran og hald- lítinn pappír í dagblöð. Efniviður er á ensku tirnber, en „Træmasse" er vood-pulp. í sama blaði (44.—Bl. bls.) eru birt alrikislög (er gilda og fyrir ís- land) um þegnrétt í Danaveldi. — „Dansk Indfodsret1' (=þegnréttur í Danaveldi) er þar kallaður „danskur réttur innborinna manna“!!! Nýgervingasmiðir eru þeir þarna í ísl. ráðaneytinu. En þessir ný- gervingar lýsa, því miður, sama skilningsleysi á dönskunni, sem þeir eru að þýða, eins og annarstaðar kemur fram. Þannig þýða þeir „kontrabande11 með ,,hertæki“(!!). Á því er sá galli, að það geta verið til munir, sem eru „kontrabande“ hjá þjóð, þótt friður sé um heim allan og enginn eigi í hernaði. „Kontrabande“ þýðir ekk- ert annað en „bönnuð vara“. Þegar t. d. ið hávísa ráðaneyti bannar að flytja svín til íslands frá Svía- ríki, af því þar sé svínafár, þá erusænsk svin „kontrabande“ til íslands meðan það bann stendur, þó allir viti, að vér Islendingar notum ekki svín til vígs eða kernaðar. Þeir þurfa endilega að læra dönsku blessaðir landarnir í ráðaneytinu. Atvinnuvegir. Það stóð góð grein hér á dögun- uin í „Islandi11 eftir séra Olaf í Lundi „um leysing vistarb’andsins11. Hún var rituð gegn frelsispostulan- um Einari Benediktssyni, sem ersár yfir þvi, að þrælahald var afnumið hér á laudi, og vill fegins hugar fá það lögleitt á ný. Það var munur að vera húsbóndi fyrir lævísan, hrekkjóttan og refjóttan mann eftir þrælahaldslögunum 26. Jan. 1866, eða nú að verða að kaupa vinnuna af mönnum, sem standa manni jafnt að vígi til allra samninga sem frjálsir menn! Það er margt vel sagt og hugsað í grein séra Ólafs. Þannig t. d. er bent er á, að leysing vistarbandsins hljóti að verða til sannarlegs hags fyrir, ekki hjúin að eins, heldur landiö í heild sinni. Yér leyfum oss að færa þessa hugsun höfundarins í þann búning, sem oss fellur bezt, og verður hún þá á þessa leið: Eins og það er hverjum manni rétt og eðlilegt að kjósa sér þá at- vinnu, sem gefur honum mestan arð í aðra hönd, þannig er það ogþjóð- félaginu hollast að inir arðsamari at- vinnuvegir sé stundaðir í fyrirrúmi • fyrir hinum, sem minni gefa arðinn. Nú segja menn að kaupið stígi við leysing vistarbandsins, svo að sumir fái ekki rönd við reist, afþví að þeir. standist ekki við að borga þetta hærra kaup. Hvað þýðir þetta, að kaupið stíg- ur ? Það þýðir það, að verkamaður- inn (karl eða kona) fær meira fyrir vöru sína — vinnukraftinn (sem er verkamannsins eina vara). En það þýðir meira : Það þýðir það, að vinnukraftinn geta þeir einir keypt, sem hafa bezt arðberandi at- vinnu. Þeir sem 1 vinnufólkshraki verða, eru þeir einir, sem stunda svo arðlítinn atvinnuveg (eða atvinnuveg í svo smáum stýl), að hann borgar ekki tilkostnaðinn eins vel og at- vinnuvegur hinna, sem standast við að borga hærra kaupið. Með öðrum orðuin: Þetta þýðir það, að vinnukrafturinn dregst að arð b ærustu atvinnuveg un um. Eyrir margan einstakling, sem áð- ur gat með hálfgerðu þrælahaldi (hjúahaldinu samkvæmt vorum eldri lögum) stundað smáfeldan atvinnu- veg, getur þetta orðið tilfinnanlegt tjón, að minsta kosti í bráð. En fyrir landið í heild sinni getur það aldrei talist skaði að frjáls samkepni leiði í ljós, hverir atvinnuvegir eru arðbærastir, og dragi vinnukraftinn til þeirra. Ég er ekki í neinum vafa umþað - segir séra Ólafur — að töluvert af vinnufólki, sem nú er orðið laust, hefði haldið áfram að vera hjá bændum, ef þeir gætu greitt því eins hátt árskaup eins og það ber úr býtum hjá öðrum atvinnuveitend- um. En þetta geta sveitabændur ekki, að minsta kosti ekki eins og nú stendur. Það er þessi sannleik- ur, sem leysing vÍ3tarbandsins hefir gert svo áþreifanlegan: að landbún- aðurinn þolir ekki það kaupgjald, sem vinnandi fólk getur fengið hjá öðrum atvinnuveitendum. En er þetta mein ? Má það ekki koma í ljós, hvað landbúnaðurinn þolir og hvað hann þolir ekki? Oggetihann ekki staðist í baráttunni [við aðra atvinnuvegi] um vinDukraftinn, dregið hann til sín með viðlíka kaupgjaldi eins og aðrir atvinnuvegir í landinu þola,— ja, þá verður hann aðlilýða inu algilda lögmáli [fyrir þann veik- ari], að verða undir. Svona langt getum vér verið sam- ferða séra Ólafi. Það er náttúru- lögmál, að inn veikari hlýtur að verða undir í baráttunni fyrir tilverunni. Það verður að gilda atvinnuvegi jafnt sem jurtir og dýr. Sé því landbúnaður vor í sann- leika þess eðlis, að hann geti ekki gefið nóg af sér til þess að keppa við aðra atvinnuvegi (t. d. sjávar- útveg) um vinnuaflið, þá getur oss fallið það þungt, en það er lang- hyggilegast að ganga úr skugga um það og gera sér engar gyllingar. Hitt er annað inál, að þótt flest- um komi saman um, að landbúnað- urinn hér sé svona vaxinn nú, í því ástandi sem hann er, þá er það þó ýmsra hygnustu manna ætlun, þeirra er sjálfir hafa reynslu fyrir sér, að svona þurfi ekki aö vera; það muni mega búa hér svo, að búskapurinn borgi sig fyllilega til móts við aðra atvinnuvegi. Vér höfum trú á því, að þessir menn hafi rétt fyrir sér; en um það skulum vér. ekki fleira segja að sinni. Séra Ólafur ætlar, að hér þurfi landstjórnin til að koma til að styrkja landbúnaðinu, ef hann eigi ekki að líða undir lok. „Eða er ekki rétt- látara að hann rétti við fyrir hjálp úr þeirri átt, en að vinnandi fólkið styðji hann með því að ljá honum krafta sína fyrir minna kaup enþað ber úr býtum eða því stendur til boða hjá öðrum vinnuveitendum?11— Nokkur munur er auðvitað á því- En landssjóður lifir ekki sjálfstæðu lífi, heldur er hann ómagi á fram- færi atvinnuvega landsins. Aðstyrkja einn atvinnuveg úr landssjoði um fram aðra, er því sama sem að leggja skatt á hina atvinnuvegina þessum eina ómaga til framfæris. Og svo getur á staðið, að það sé rétt og hyggilegt að gera það, ef það getur leitt til þess að þessi atvinnuvegur rétti þá svo við, að hann hætti að vera ómagi og fari að endurgjalda styrkinn aftur á einhvern hátt. En höf. gerir lítið úr þeim styrk, sem búnaðurinn hefir hingað til þeg- ið, til jarðabóta. Hann ætlar að

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.