Nýja öldin - 08.12.1898, Qupperneq 1

Nýja öldin - 08.12.1898, Qupperneq 1
II, 10. II, 10. Reykjavík, Fiiutudag 8. Desember 1898. Til minnis. Bæjarstjórnar-fundir 1. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Fátækranefndar-fundir 2. og 4. Fmtd. í mán. kl. 5 síðd. Forngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsveikra-spítalinn. Heimsóknartími til sjúklinga dagl. kl. 2—3l/2. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjórnin viðstödd kl. 12—1 síðd. Landsbókasafnið. Lestrarsalur opinn dagl. 12—2; á Mánud., Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Grlasgow) op. kl. 2—3 á Sunnudögum. Rej’kjavíkur-spítali. Okeypis lækning- ar Þriðjud. og Föstud. kl. II—1. Söfnunarsjóðurinn (í barnaskól.) op. kl. 5—6 síðd. 1. Mánd. í hv. mán. Tannlækningar ókeypis 1. og 3. Mánud. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). Des. 7. Mi. Sólargangur kl. 9.38’—2.5’ 8. Fi. Maríumessa 9. Fö. 10. L. 8. v. vetrar byrjar. 11. S. 3 Sd. í Jólaföstu. ORÐIÐ „GEA í íslendingaliók Ara Þorgils- sonar. í útgáfu Jóns Sigurðssonar, bls. 36610 standa þessi orð: Viþ hann es keNd gea sv es þar es kolloþ siþan cols gea sem hrtyi fuNdusc. Svo er að sjá sem síðari útgefendur íslendingabókar hafi eigi kannast við að þessi orðmynd væri upp- hafleg og rétt, því að þeir hafa allir breytt henni. í Möbius’s út- gáfu, Lpz. 1869, 516 er þetta orð ritað geá; i útgáfu Finns Jónsson- ar, Kmh. 1887,bls. 68—9 er þaðritað geO; í útgáfu Wolfgang tíolther’s, Halle a. S. 1892, bls. 71 gep. — Orðmyndin gea var veikbygð og hafði í öðrum föllum eintölu mynd- ina gco; í flt. nf. og þlf. ætti hún að vera geor (sbr. kona,, flt. konor). Svo sem nafnháttarmynd- irnar sea, tea breyttust í si-a, ti-a og siðar í sjá, tjá, svo breyttist gea í gi-a, gjá. A sama hátt sem gea hneigðust orðin ásea, f'orsea, tilsea, umsea, viðrsea. og breyttust í ásjá, forsjá, tilsjá, umsjá, viðr- sjá. Saina veikbygða myndin kemur fram í orðunum forsjálauss, forsjámaðr (fyrir forseolauss, forseo- rnaðr) og mörgum öðrum orðum. Jón Porkelsson. Yesturfarinn. Eftir Hjalmar Hjorth Boyesen. —o— [Framh,] Svona leið veturinn. Og það tók að líða að þeim degi, þá er ákveðið var að hann skyldi yfir- heyra. Þótt honum væri þungt í skapi, þá hugsaði hann þó með sigurglaðri von til þessa dags. Hann hafði hagnýtt vetrartímann til að læra ensku, og hafði nú samið skjal á því máli, sem hann ætlaðist til að yrði lesið upp fyrir kviðdómnum. Honum fanst að kæruatriði þessa skjals vera ómót- mælanleg og hugsunarþráður þess óhrekjandi. Hann var enda dálít- ið íbygginn yfxr því, hvað sumar setningarnar væru mælskulegar, og bjóst hann við að þær mundu reynast furðu áhrifamiklar. Hann var enn fremur sannfærður um, að sumt öfugt og ranglátt fyrir- komulag, sem hann benti á í skjal- inu, væri þess eðlis, að ekki þyrfti nema að gera það heyrum kunn- ugt, til þess að óðara yrði bót á því ráðin; og honum kom varla til hugar, að það væri hann, en ekki dauði maðurinn, sem hór ætti til sakar að svara. Konsúllinn hafði fengið ágætan málflutningsmann til að verja hann, og hafði jafnvel boðizt til, að borga frá sjálfum sér nokkuð af kostn- aðinum. Þeim hafði komið sam- an um, konsúlnum og málflutn- ingsmanninum, að bera það fram til varnar Andrési, að hann væri geðveikur eða vitskertur. Peir fóru því að finna Andrés, þar sem hann sat í varðhaldinu, bæði til að spyrja harm um sitthvað, og svo til að leggja honum fyrir, hversu liann skyldi fara með sínu ráði. Þeir komu í stofu hjá fanga- verði, og var Andrés sóttur fram í fxrngaklefann og færður inn til þeirra, og stóð fangavörður yfir þeim fram við dyrnar meðan þeir töluðu við fangann. „Mikið hafið þér breyzt á þess- um mánuðum, Andrés minn, og það ekki til batnaðar", sagði kon- súllinn, er hafði fyrst kynt honum máiflutningsmanninn, herra Run- yon. „Þér ættuð að sofa meira og hugsa minna. Yér skulum, vona óg, fá yður sýknaðan, svo að þér þurfið ekkert að óttast". „Það er enginn ótti í mér, herra konsúll", svaraði Andrés einarð- ega. „En þér verðið að faranákvæm- lega eftir því sem vér leggjum yður íyrir“, mælti nú málílutnings- maðurinn; „annars getið þór ónýtt alt fyrir okkur. Þór vitið að þér eigið líf yðar undir úrslitum máls- ins“. „Og hver eru fyrirmæli yðar?“ „í fyrsta lagi hefir okkur kom- ið saman um, að það só heppileg- ast að byggja vörnina á því, að þér sóuð ekki með öllum mjalla." „Ekki með öllum mjalla?" „Já, ekki með öllum mjalla." „Er yður alvara að segja, að ég sé ekki með öllum mjalla — ég sé vitlaus?" Andrés gekk fram að málflutn- ingsmanninum, er hann sagði þetta, og reiddi upp hendina, eins og hann ætlaði að bera af sér högg, og hopaði aftur að veggnum. Fangavörðurinn hljóp til og þreif í öxlina á honum og ætlaði að draga hann til dyra. „Nú, nú, Andrés minn góður“, sagði konsúllinn; „þér verðið að stilla skapsmunina, annars verður okkur alt ónýtt.“ Málflutningsmaðurinn settist aft- ur við borðið við hlið konsúlsins, en þó var honum ekki alveg rótt. „Það er eins og ég sagði yður", mælti hann, og velti blýantinum milli fingra sér. „Hér er ekkium það að spyrja, hvort konsúllinn eða ég álítum yður vitskertan. Okkar á milli sagt álítum við það hvorugur; en okkur ríður á því að koma kviðdómendunum til að trúa því, að þér séuð vitskertur." Konsúllinn gaf gætur að fang- anum, og sá að nú þyngdi honum brúnin. „Þér skiljið það, Andrés minn,“ mælti hann í sínnm ljúfmannlega, viðfelda rómi, „að hér er lögun- um svo háttað, að maður verður stundum að leita undarlegra bragða; og ég segi yður það alsatt, að eini vegurinn til að frelsa líf yðar og forða yður við gálganum, er, að bera það fyrir sig, að þér séuð ekki með öllum mjalla — en það getur lika bjargað yður.“ „Só það róttvíst, að égláti líflð, þá látið mig deyja“, svaraði Andrés rólega; „en ekki vil ég ijúga mér tii lífs.“ Málflutningsmaðurinn sat enn sem fyrri og var að velta blýant- inum milli fingra sér, en nú laut hann yfir að konsúlnum og hvísl- aði einhverju að honum. Kon- súllinn kinkaði kolli og mælti svo upphátt: „Jæja, Andrés minn. Við höf- um viljað gera fyrir yður alt, sem við getum. En ef þér viljið endi- lega standa uppi einmana og vina- laus og hætta lífi yðar, þá eruð þór auðvitað sjálfráður því.“ Konsúllinn og málflutningsmað- ur stóðu nú upp og bjuggust til brottferðar. „Bíðið þér augnablik, herra kon- súll“, sagði Andrés þá við hann; „hór hefi ég skrifað varnarskjal í máli mínu sjálfur, og þætti mór vænt um ef þór og herra málflutn- ingsmaðurinn vilduð lesa það. fá sjáið þið, hvernig óg vil láta verja mál mitt.“ Hann lagði núheilmikinn skjala- böggul á borðið, og flýttu hinir sér að skoða skjölin. Málflutnings- maðurinn leit yfir öxl konsúlsins á fyrstu síðuna og las dálítinn kafla, en snéri sér svo skyndilega við og rak upp skeilihlátur. Kon- súllinn gat heldur ekki að sér gert að brosa að málinu á þessu skjali, því að það var satt að segja hálf- skrítið með köflum. En alt um það var talsvert látlaust mælsku- afl og ákafleg alvara í skjalinu; jafnframt bar stýllinn vott um gersamlega vanþekking á öllum lögfræðihugmyndum. Áhrifin, sem þetta alt hafði á konsúlinn, vóru því þau, að það vakti í einu bæði aðdáun hans og meðaumkun. „En Andrés minn góður“, mælti hann; „þaðtjáirmeð engu móti að leggja þetta skjal fram í réttinum," „Jú, svei mér þá!“ mælti nú herra Runyon í kátínu; ,.jú, það tjáir vel.“ Og svo vafði liann saman skjölunum og stakk þeim í vasa sinn. „Með þessu varnar- skjali, sem ég nú hefi í höndum, skal ég sanna það alveg ómót- mæla-nlega, að skjólstæðingur minn sé ekki með öllum mjalla. Ég skal sannfæra bæði dómara og kviðmenn um það, og býðst til að veðja tíu á móti einum, að mér tekst það, ef nokkur þorir að veðja á móti mér!“ Og að svo mæltu tók málflutn- ingsmaðurinn undir hönd konsúls- ins og leiddi hann með sér út úr stofunni, svo að Norðmaðurinn varð þar einn eftir ásamt fanga- verðinum. YII. Kap. [Yarnarskjalíð góða. Ahrif þess á kvið- dóminn. Sýkmidómur. Tíu dög- um síðar. Konan og barnið. Andrés sjúkur. „Þetta er ekki maðuriun minn!“ Undarlcgt bana- mein. Endirj. Loks rann upp dagurinn, er Andrés skyldi yfirheyrður. Mál- ílutningsmaður hans las upp í rétt- inum kæruskjal hans gegn mann- félaginu, sem hann hafði stýlað gegn hr. Melville. Málflutnings- mennirnir, sem við vóru, gerðu sér mjög dátt að því, og kviðdómend- urnir vóru auðsjáanlega alveg hissa. Orðatiltækin vóru einatt ákaflega skringileg, og einkum var það mjög hlálegt, hvernig hann hafði stundum ílaskað á röngu orðavali í enskunni, enda urðu skellihlátr- ar í salnum meðan á upplestrin- um stóð. Dómarinn reyndi að vísu að halda reglu á, eftir því sem honum var framast auðið; en hann gat ekki sjálfur varizt að láta sór stökkva bros endur og sinnum. T. d. þegar inn ákærði maður viðhafði orð, sem merkir „skegg“ í staðinn orðs, er tákna átti „brodd"; eða þegar hann sagði að bankarinn hefði verið „rekinn í gegn“ af siðferðis-spilling, í stað-

x

Nýja öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.