Nýja öldin - 08.12.1898, Page 2

Nýja öldin - 08.12.1898, Page 2
 ian fyrir „gagntekinn", og þar fram eftir götunum, þá hefði dóm- arinn mátt vera rneii'a en í meðal- lagi alvörumaður, ef hann hefði getað stilt sig um að brosa. Andrós sat í sínum stað og var fölur, en einbeittlegur; en þeg- ar hlátrai'nir fóru að vaxa, var eins og hann vissi ekki, hvaðan á sig stæði veðrið, og varð hann þá eins og vandræðalegur á svip- inn. Hann var ákaflega sannfærð- ur um, að hann hefði rétt fyrir sér, og þess var hann sannfærður, að væri heimurinn í ósamræmi við hann, þá væri það heimurinn, en ekki hann, sem væri genginn af göflunum. Hann sat i ákafri geðshræring og horfði á kviðdómendurna tólf; honum fanst það hvíla eins konar helgi yflr þeim sem fulltrúum Bandaríkja-þjóðarinnar. Það vakti fyrír honum óijós hugmynd umþað, að þeir væru valdir af allri þjóðirmi til að skera úr máli hans, eitt- hvað á sviplíkan hátt eins og for seti ríkjanna og varaforseti. Að minsta kosti fanst honum þeir eiga ekki að leyfa sér slíkan gáska og hlátur; þeir hlut.u þó að geta séð það hæglega, að hann hafði rétt mál að verja, og hve ósvífið og ódrengilegt það var af málflutn- ingsmanni hans að ætla að reyna að teija þeim trú um, að hann væri vitskertur. [Niðurlag næet]. Heimsendanna á milli. --0-- Hæsti maður í hernum þýzka heitir Chiemke; hann er 6 fet og 10 þuml. á hæð. Hann fyigdi keisaranum til Jórsala á ferð hans síðast. In sanna orsök Fasjöda-tleil- unnar. Le Journál í París birtir nýlega athugaverða grein, þriggja dálka langa, er alment er álitið að skýri inn sanna uppruna Fasjóda- málsins. Samkvæmt .henni er upphaf þessa máls að rekja til markvisans af Morés, sem var land- könnuður í AfríKu og ákafur Breta- fjandi; hann var myrtur fyrir fám árum. Morés hélt síðasta sinn til Afríku í þeim tilgangi að prédika krossferð gegn Bretum og veldi þeirra. Ilann fór til Kahat og ætlaði að komast vestur um land til Egiptalands og prédika þar kenning sína um nauðsynina á að að allir Múhameðlingar gengju 1 samband við Frakka til að spovna móti Bretum og þeirra veldi. Hanti vissi vel, að gerlegt var að stifla Nit fyrir norðan Fasjóda og veita henni auslur til Bahr-el-Gha- zal; með því móti má gera Bahr- el-Gazal eins frjósamt og Egipta- land er nit, og gera Egiptáland að eyðimörk. Morés var myrtur, en svo var Marchand sendur af stað í líkum erindum, þó að stjórnin franska nú reyni að bera á móti því og dylja það, hvað Marchand hafi í raun og veru verið fyrir lagt að erinda. Þegar hann var sendur af stað, datt Frökkum ekki í hug að Bretar mundu sigra fals- spámanninn við Omdúrman, eins og fram kom í sumar. Fegar svo Marchand var kominn til Fasjóda, en Bretar höfðu lagt undir sig landið nyrðra, settu Frakkar fram þá kröfu, að Fasjóda slcyldi verða frakkneskt vigi við Suður-Níi, en Níifljótið ait opið öllum þjóðum til til siglinga. Bretar hafa ekki haft neitt vérulegt á móti síðara atrið- inu, en aftóku með öllu að Frakkar eða nokkur önnur þjóð fengi að reisa vígi við Suður-Níl. Níl er lífæð Egiptalands; án hennar mundi ið frjósama land leggjast alt í auðn. Fegar nú þess er gætt, að auðveldlega má með stíflum í Suður-Níl veita öllu fljótinu austur, þá er skiljanlegt að Bretar álíti yfirráð yfir Suður- Níl lífsskilyrði fyrir Egiptaland. Morniómi-kyrkjan hefir nýlega fengið nýjan yfirmann. Wilford Woodruff, inn síðasti forseti kyrkj- unnar, andaðist fyrir nokkru sið- an, en nú er Lorenzo Snow kos- inn eftirmaður hans. Hann er öidungur hvítur fyrir hærum. Feg- ar Edmunds-lögin komu út og og bönnuðu fjölkvæni í Bandríkj- unum, þá var Snow kærður fyrir fjölkvæni og dæmdur til fangelsis- hegningar 1868. Honum var þó boðin uppgjöf saka, ef hann vildi vinna eið að því að hverfa frá fjölkvæni; en hann þá ekki boðið, og er það kunnugra manna mál að hann hafi gengið að eiga þrjár konur í viðbót síðan hann kom úr fangelsinu. Systir hans, Mrs. Eliza Snow Smith, var ein af mörgum eiginkonum Jósefs Smith, fyrsta stofnanda Mormóna-kyrkjunn- ar. Fað er því svo að sjá sem enn sé nokkur lífsneisti í fjölkvæn- inu þrátt fyrir FJdmunds-lögin. Lautiiiant Hobsoil, hetjan, sem sökti skipinu í sundmynninu við Sant Iago á Cuba í sumar, hefir unnið Bandaríkjunum þarft verk á ný. Honum hefir tekizt að fleyta aftur spánska herskipinu Infanta Maria Theresa, sem sökk þegar Cervera aðmíráll hélt spánska flot- anum út frá Sant Iago. Nú hefir María Theresa vorið flutt til Char- leston og verður hún nú herskip í flota Bandamanna. Á leiðinni til Charleston hvolfdi henni, en varð þó ekki frekara siys af. Hobson gerir sér von um að ná líka her- skipinu Christobal Colon. á flot og gera við það. Nýtt kóngsríki. Mynni St. Lawrence-fljótsins, sem fellur út i Canada, myndar stóran flóa, sem Quebec-fylki liggur norðan að, en New Brunswick- að sunnan, en að austan liggur Jýðlendan New Found- land, og er eyland. í flóa þeim sein myndast út af fljótmynninu eða í því, liggur ey sú er Anticosti heitir. Hún heyrði til Newfoundland, en nú heyrir hún til Canada, og með því að Canada er brezkt lýðland, þá eru eyjarskeggjar brezkir þegnar. Eyjan er 8150 □ kílóinetrar að stærð, og hefir ekki bygð verið fyrri erm fyrir 10—20 árum. Hún er vax- in þéttum skógi. Mann verður til sögunnar að nefna frakkneskan, sem Menier heitir, og munu ef' til vill ýmsir lesendur við hann kannast; að minsta kosti hafa án efa ýmsir af þeim étið eða drukkið sjúkólaði frá honum, þvi að hann er einn af stærstu sjúkólaðisgerðarmönnum í heimi, ef ekki sá allra stærsti. Sjúkólaði hans flytst úm víðan heim, og hefir enda slæðst hingað til lands. Landið á eyjunni Anti- costi var eign stjórnarinnar, og seldi hún ensku félagi (The Coin- pany of the Island of An'icosti, Ltd.) eyna fyrir nokkru, eins og altítt er þar, að stjórnin selur jarðeign- ir einstaldingum, innlendum eða útlendum. Félagið varð gjaldþrota og þá keypti Menier eyna; hann er franskur . maður og heima á Frakklandi. Nú rikir Menier einvaldur á eynni, og þykir eyjarskeggjum, er fyrir vóru, hann ekki halda við sig landslög. Hann kveðst hafa keypt eyna og borguð fyrir hana, og sig varði því ekkert urn Cana- dastjórn og hennar lög. Neitar hann að viðurkenna yfirráð Cana- dastjórnar yfir eynni. Kekur hann þá í burt, sem bjuggu fyrir á eynni og vóru enskir menn, en byggir inn tómum Frökum í stað- inn. Hefir hann jafnvol liaft við orð, að víggirða eynajen Canada- stjórn hótar að beita þá hervaldi við hann. Fykir ekki óhklegt að Frakkastjórn styðji Menier, sem er hennar þegn, og getur hér dregið til nýs ágreinings milli stjórnanna í Bretlandi og Frakklandi. Menier er miliónari að auð og má sín mikils, en ofvaxið verður honum án efa að búa sér til kóngs- ríki úr Anticosti. Hætt við, að á þeim sjúkólaðibolla kunni honum að sveigjast á. Luecheni, sem myrti Austur- ríkis-drotning, er dæmdur í æfi- langa hegningarvinnu. í því fylki í Svisslandi, þar sem hann vann níðingsverkið, er dauðahegning ekki í lögum. Eldur í þingliúsi Bainlaríkj- anna. Þinghús Bandaríkjanna er ein með fegurstu höilum í öllum heimi; er þar stóreflis hringhýsi í miðju, og mænir turnhveifing þess hátt yfir alla borgina. Út frá miðjunni ganga langar álmur til beggja enda, og eru þinghúsin deiidanna sitt 1 hvorum. Enri gengur krossálma út frá miðjunni, og í henni er salur hæstaréttar Bandaiikjanna og lögfræði-bóka- safn mikið. í kjallara undir álmu þessarr bilaði gaspípa skömmu fyrir miðaftan öunnudaginn 6 f. m., og og kviknaði í gasinu, og læsti eldurinn sig upp í húsið, og brann þar salur hæstaréttar, og nokkuð skemdist af bóksafninu. Járnbraut frá (íúðvonar- höfða til Kairó, frá suðurodda Afríku til norðurstrandar Egipta- lands við Miðjarðarhaf, ætla Bret- ar sér að leggja von bráðara. I’að liggur þegar já-rnbraut frá Kairó suður til Berber (skamt norður frá Kartúm) nærri óslitið (frá Assúan til Wady Halfa verð- ur enn að nota eimskip á Níl- fljóti). Að sunnan liggur brautin nú frá Höfðastað (Cape Town] til Bulawa (fyrir norðan Transvaal). Cecil Rhodes er lífið og sálin í þessu fyrirtæki, og hefir hann komið á brautarlagningunni að sunnan. Aila leið gegnum Afríku frá norðri til suðurs á járnbraut þessi að liggja um brezk lönd eða undir brezku valdi (Egiptaiand), nema á svæðinu frá Albert-vatni suður að rí’anganyika-vatni. .Far verður hún annaðhvort að liggja vestan vatna, og gegn um Kongó- fríríkið, eða austan vatna og þá gegn um lönd Þjóðverja; var fyrst ætlað að hafa hana vestan vatna; en nú mun helzt í ráði að leggja hana vestari leiðina, og er mælt að Bretastjórn muni hafa samið um þetta við Þjóðverjastjórn í fyrra mánuði, meðan Fasjóda-deil- an við Frakka stóð sem hæst. Það er haft fyrir satt í enskum blöðum, að samningur muni vera á kominn þess efnis, að Bretar láti Fjóðverja fá Walfish Bay í skiftum fyrir iandgeira undir járn- brautina, svo að hún geti legið öll um brezk lönd. þjóðverjar eiga iand á vesturströnd Afríku fyrir norðan Höfðalýðlendu, en í þeirri þýzku iandeign er Walfish Bay, og eiga Bretar og lítinn landgeira umhverfis, mitt í þýzku ströndinni, og er það skiijanlegt að Þjóðverj- um sé áhugamál að eignast Wal- fish Bay. Nýr skipskurður. Prússastjórn hefir afráðið að biðja prússneska þingið um fé til að grafa skipgeng- an skurð milli Hamborgarelfar, Weserfljóts og Kínar. Jafnframtá að dýpka Weser fyrir ofan Bremen og grafa ýmsa smærri tengi-skurði út úr aðalskurðinum. Ails segir stjórnin að þetta kosti 300 milíón- ir marka (hvert mark er 89 au.). Friðarfunduriim, sem Rúsa- keisari, bauð öllum þjóðumaðtaka þátt í og senda fulltrúa til, verður haldinn í Pétursborg 20. næsta mánaðar. Flestar þjóðir ætla að senda fulltrúa þangað. * HIN BLÖÐIN. —0— ísafold 30. m. flutti grein frá dr. Valtý Guðmundssyni um „á- stæðulausa tortrygni“. Eru þar í prentaðir upp á frummálinu (og einnig í ísl. þýðing) atriðiskafl- arnir úr bréfi ráðgjafans til lands- höfðingja 31. Maí 1897 um frum- varp Valtýs. Þar segir meðal annars svo: „Úr því að ráðgjafinn á að mæta á Alþingi og eiga þátt í umræðunum, verður haim auðvit- að bæði að skiija íslenzku og geta talað hana, en það verður í fram- kvæmdinni sama sem að hann má til að vera íslendingur". Þetta hefði haft talsvert að segja, ef það hefði komið frá stjórn, sem vön væri að halda orð og eiða við þegna sína. En því miður muna íslendingar eftir heityrðum ýmsum, sem litlar efndir hafa fengið. Eitt sinn lét t. d. stjórnin það í ljósi (fyrir munn C. St. A. Bille, er ritaði þá, eftir inn-

x

Nýja öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.