Nýja öldin - 14.12.1898, Blaðsíða 2

Nýja öldin - 14.12.1898, Blaðsíða 2
42 ljósreykjarlykt í herberginu. And- rós lá þar í rúmi, grafkyrr og ná- bleikur. IJað var einhver sár vonleysissvipur á andliti hans; en endur og sinnum var þó eins og einhverju hugsunar-ljósi brygði fyrir á svipnum. „Hérna er konan yðar, Andrés minn“, mælti konsúllinn, og leiddi konuna að rúmstokknum, „og hérna er drengurinn yðar litli “. Þreytulega og sijólega leit sjúk- lingurinn tii konu sinnar og barns síns. Augnaráðið hafði nú upp á síðkastið verið hálfflóttalegt, nema þegar hans forna skap augnablik og augnablik fékk yflrhöndina. Nú var augnaráðið starandi og fjörlaust; hann kipraði ofurlítið augnabrýrn- ar, er hann leit á konu sína og barn, eins og væri hann að reyna að vekja af svefni einhverja forna og fjarlæga endurminning. Konan var líka auðsjáanlega hálf-efablandin og eins og smeik; hún kom því bersýnilega ekki fyrir sig, að þessi horaði maður með þessi voðalegu augu og ógi-eidda skeggið og úfna hárið væri lífsglaði og þreklegi maður- inn hennar, sem fyrir að eins ári síðan hafði lagt út í heiminn til að fyrirbúa henni heimili. Hún stóð grafkyr eitt augnablik i mikilli geðshræringu og virti nákvæmlega fyrir sér svip ins sjúka manns; en svo þrýsti hún barninu fastara í fang sér og hörfaði aftur til dyr- anna. „Nei, þetta er ekki maðurinn minn!“ sagði hún með grátstaf í kvorkunum við konsúlinn; „en ég vei'ð að fá að finna manninn minn.“ „Þetta er Andrés frá Rústað“, mælti konsúllinn; „og ef þér eruð konan hans, þá er þetta síðasta færið, sem þér hafið til að kveðja hann hér í heimi." Konan gekk aftur að rúminu, starði aftur á manninn, og fór hryllingur í gegn um hana. Barnið fór að hágráta; hún þrýsti því hjúkx-andi að brjósi sér og gekk út úr herberginu. „Þetta var konan hans,“ sagði konsúllinn við iækninn. „Vesalings konan,“ svaraði lækn- irinn; „hún gat ekki þekt hann“. Hann laut niður að sjúklingnum og þreifaði á slagæðinni. „Líflð er nú óðum að slokkna," sagði hann hljóðlega við konsúlinn; „hans barátta er nú þegar af- staðin.“ Peir þögðu nú langa stund, unz nævri ómerkjanlegur kippur kom í andlitsdrætti sjúklingsings, og svo stirðnuðu drættirnir. Síðasti lífsneistinn var kulnað- ur út. „Vitið þér, hvað varð hans dauðamein ? “ sagði konsúllinn við lækninn. „Nei,“ svai-aði læknirinn. „Það var of-þroski einnar dygð- ar. Réttlætistilfinning hans drap hann. “ Endir. BÓKMENTIR. —0— EINIR. — Nokkrar sögur. — Samið hefir Guð- mundur Friðjónsson. — (Sigfús Eymundsson). Rvík 1898. Það fyrsta, sem hver maður rekur augun i, á þessu litla kveri, er það hryllilega titilblað, sem prentsmiðjan hefir sett á það, svo smekklaust, að eins dæmi eru nú á tímum — ljós rósaflúrsstafur framan við kolsvart og þung- lammalegt hrossaletur, og aðaltitil- línan stendst ekki á við hinar lín- urnar. En. svo ég sleppi ytra frágangn- um að sinni og víki að inm-a gildi kversins, þá má fyrst geta þess, að í kverinu eru 4 sögur: „Skókreppa", „Úr heimahögum", „Sjóskrýmslið“ og „Útbygging", og eiga þær allar í'étt samnefni við 2. söguna að þvi, að þær eru allar úr heimahög- um þ. e. allar úr daglegu lífi sarn- tíðarinnar hér heima á vonx kæra fósturlandi íslandi. Höf. tekur söguefni sín úr líflnu eins og það kemur honum fyrir augu, og hann hefir glögt auga fyrir því í hvers- dagslegum viðburðum, sem vei't er meiri eftirtektar, en því er al- ment gefin. Með öðrum orðum: hann heflr þá sjáanda-gáfu, að sjá í daglegum hversdagsviðburðum það sem þeir einir sjá, sem gædd- ir eru skáldanna skygnleik. Og hann hefir meira til að bera hann Guðmundur Friðjónsson; því sem hann sór, hann kann að iýsa og segja frá á einkennilega frum- legan og þjóðkennilegan hátt, og ritar yfirleitt íslenzku og hana fallega; en það er list, sem nú virðist vera að deyja út, ekki hvað sízt meðal þeh'ra, sem ganga á latinuskólann, sem heita má nú orðið að enginn sleppi úr óskemd- ur á móðurmálinu. Ekki er svo að skiija, sem ekki só galla að flnna á máli Guð- rnundar; en þeir liggja flestirlaus- ir á, svo að auðvelt er að fága þá af. Sama er um list hans. Það má finna að göllum á henni hka hér og þar. En hún er alt um það einkennileg, fnxmleg; hún er ung og getur tekið þroska, en hún er engin eftirherma, hvorki eftir imxlendum nó útlendum fyrirmyndum; ekkert bei'gmál af annarlegum tónum. Guð- mundur Friðjónsson „syngur með sínu nefi“ bæði í bundnu máli og óbundnu. Annað er það sem er sameigin- legt við sögui'nar allar (eða þær þrjár af þeim, sem ég get fundið „púðrið" í), og það er það, að höf. festir helzt auga á því sem aflaga fer í mannlífinu eða félags- skipuninni, og er síður en ekki út á það að setja. Ilöf. flytur að vísu sjálfur (á öðium stað) þá kemring, að minna sé undir því kornið, hvað sagt er, heidur en hvernig það er sagt; og ég er hon- um samdómaum, að þetta sé alveg rétt, að svo mildu leyti seixi að eins er á listina (og listfengina) að líta. En um hitt getum við, ef til vili, líka oi'ðið samdóma, að svo mikils virði sem listin er, sé þó ekki öll listaverk (og sízt bókmentaleg lista- verk) að meta eingöngu eftir lista- gildi þeirra. Það geta vei'ið lista- verk, sem ekkei't er út á að setja að því leyti sem þau eru skoðuð sem tóm list, en þó vinna sór fáa eða enga vini meðal heilbrigðra sálna — og það getur verið vel, að svo er. Þetta á einkum (en ekki einvörðungu) við formsins list. Við getum væntanlega orðið sam- dóma um, að efnisval listamanns- ins geti verið einhvei's vert líka, og að eðlilegt sé, að af tveim lista- vei'kum, sem bæði eru ámóta full- komin frá listarinnar hlið, taki menn fegnari hendi því verkinu, sem hefir það efni, sem mönnum er hugðnæmt. Ég er nefnilega alls ekki á því máli að listin lítillækki sig neitt á því að kjósa sér að viðfangsefn- um nokkuð það er gott er eða þarft. Hún þarf ekki að verða ambátt nytsemdarinnar fyrir það. Listhagleikurinn kýs sér nytsemd- ina að barnsmóður, og er hvor- ugu neinn vansi í því. Að minsta kosti er það ekkert hefðai'lega fyr- ir listhagleikann að kjósa sér við- urstygðina til fylgis. Ég legg því ekki Guðmundi Frið- jónssyni það til lasts, að hann kýs sér hélzt til söguefnis sitthvað, sem aflaga fer í lífinu. Hann ger- ir það á þann hátt, að hann deki'- ar ekki við það, sem að er, held- ur vekur réttlætistilfinning lesar- ans og aðrar drengilegar tilfinning- ar hans, þótt harm auðvitað veki lesendum sínum hugraun. Önnur sagan er fallegasta sveit- ai'Stjórnarprédikun; en því er svo fyrir konrið, að efnis-tilgangurinn ber ekki listina ofurliði. Þriðja sagan, eða hvað hún á að heita, er alveg ósamkynja. öllu hinu í kvei'inu. Ég satt að segja finn ekkert „púður“ í því — skil það blátt áfram ekki, hvað sú lang- loka á að þýða. Mér er óskiljan- legt, hvei'nig jafn-gáfaður maður og höf. fer að láta slíka endileysu frá sór fara. Meðal annars: má ég ekki benda hr. G. F. á það í bi'óðenri, að sá siður nýjungablaða útlendra, sem eru afarstór og þéttsett margbreyttu efni, að setja einstök orð eða kafla mitt í setningu með breyttu letri í sérstakar hrxur — er óþol- andi smekkleysa í bókum. Síðasta sagan „Útbygging" þykir mér tilkomumest í bókinni. Bókin öll (að þi'iðju sögxxnni frá skildri) er verð þess að vera keypt oglesináhvei'ju heimili. Og það, sem menn fá hér að sjá af sagnskáld- gáfú liöf.s, . vekur vonir um, og ærir upp í manni sult eftir, að fá bráðunx að sjá meira frá höf.s hendi. Höf. hefur verið of hirðulaus með mál og orðaval á stöku stöð- um. Hver skilur t. d. slíka setn- ing: „það var um Jónsmessuleytið þegar sólin kemur aldrei upp og gengur aldrei undir heimskauta- baugnum" (4. bls.)? Vill Ixöf. telja oss trú um að sólin virðist standa í stað („gangi aldrei“) um Jóns- messuleyti undir „heimskauta- baugnum"? Auðvitað vantar hér inn í: „til viðar“ eða því um líkt á eftir „gengur". „Heimskauta- baugur" á náttúrlega að vera „heimskautsbaugur"; sami baug- uxúnn (norðurheimsk.-baugurinn) er ekki kendur við fleiri en eitt heim- skaut. „Lántaka, sem greiða verður í rentur [vantar inn í: af] hundrað af hundraði", (5. bls.). „Sæli nú“ (6. bls.) er nokkuð flandralegt latmæli (fyrir: sælir nú), og varla vert að innleiða að nauð- synjalausu í bækur. „Drættirnir kring um hin hvössu og tindrandi augu“ er með dönsku- blæ (7. bls.). Á íslenzku ætti að segja: „kringum augun hvöss og tii)drari(ii“. I’að er vei't að gn'pa einu sinni í faxið á þessari flaks- andi dönskuslettu, sem hvervetna er að læðast inn í bókmál manna. Éað er ekki eðlilegt máli voru að vera alt af sí-klifandi á ákveðna greininum (inn, in, ið — eða: hinn, hin, hið). Það eru útlend mál, sem hór freista manna á glapstigu. Pað þarf að leggja þennan útlenda greini í einelti og úti'ýma honum úr ritmálinu alstaðar þar sem hann á ekki við. í talað mál hefir hann, sem betur fer, ekki slæðst inn enn. —■ Sama útlenzku- sniðið er á „hinum látna presti" (24. bls.) í staðinn fyrir „látna prestinum" —; og eins á þessu: „lofsorðið . . . , sem prestái-nir báru á hinn framliðna embættisbi'óður sinn í kistunni" (25. bls.). Enn veiTa er „nafn hins Játna“ (den afdedes navn); þar mætti standa: „hins látna manns“ eða því um líkt. Að „rámka“ við einhverju er afbökuð mynd (líkl. af misskilningi á uppruna orðsins)) í staðinn fyrir að „i'a»ka“ við. „Ranka“ er stafa- víxlun (metatesis literarum) fyrir „rakna" (sbr. Bysk.sögur I, 472). „Er 10 vikur vóru af sumri, rákum við. ..." Svo byrjar önn- ur sagan. En svo byrjar enginn réttmáll íslendingur að tala, held- ur annað hvort með „þegar" eða „þá er“. „Er“ (í þessari merking) getur aldrei byrjað sjálfstæða setn- ingu. — „Ekki hið minsta" (31. bls.) er dönskulega sagt, í staðinn fyi'ir „ekki hót“, „ekki vitund“, „alls ekki“ eða því um líkt. Undaiiegt-er það, eflömb „lilaupa úr sér röddina í leit eftir mæðrr um sínum“; líklegra að þau hefðu jarrnað hana úr sór. í næst-neðstu línu á 62. bls. ætla ég að „kunnur" sé ranghaft, fyrir „kunnugur“. Á bls. 65 stendur „hin vígða mold“, og kemur hatramlega óís- lenzkulega við (fyrir: „vígða mold- in“). Um of-setta,r og van-settar komm- ur, skakksett, greinarmerki, legí- ónir prentvillna og afkáralega rang- an rithátt er ekki til neins að ta,la í bók, þar sem jafnmjög úir og grúir af slíku og því líku. Próf- arkalesarinn heflr auðsjáanlega ver- ið alveg óvanur maður, ekki kunn- að að fylgja neinum rithætti. — j er víða slept, þar sem það eftir uppruna og öllum tíðkanlegum

x

Nýja öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja öldin
https://timarit.is/publication/32

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.