Fram - 17.02.1917, Blaðsíða 2
I
/
46
FRAM.
Nr. 14
Erlendar símfréttir.
Khöfn 8. febr.
Þjóðverjar haída Gerhard, sendiherra Bandarík-
janna í gisling í Þýskalandi þangað til trygging er feng-
in fyrir því að Bernsdorf sendiherra þeirra í Bandarík-
junum fái öruggan flutning til Þýskalands.
Bandaríkin búast við að komast hjá ófriði, en búa
sig þó undir hann.
Khöfn 9. febr.
Farþegjaskipið Californía hefir verið skotið í kaf
fyrirvaralaust 530 menn fórust.
Khöfn 11. febr.
Óhugur mikill í Hollendingum út af siglingateppu
og liðsflutningum Þjóðverja að landamærunum.
Khöfn 12. febr.
Þjóðverjar leggja til við Bandaríkin að þau reyni
að semja um ágreiningsatriðin, svo ekki verði algjört
friðarslit.
, Bretar hafa unnið nokkurn sigur við Ancre.
Kínaveldi hótar að slíta stjórnmálasambandinu við
Pjóðverja.
Khöfn. 13. febr.
Bandaríkin neyta öllum samningum við Þjóðverja,
nema þeir tafarlaust taki aftur allar fyrirskipanir um
kafbátahernaðinn.
Khöfn. 15. febr.
Aðgjörðarlaust á öllum vígstöðvunum.
Danmörk er enn ákveðin að neita um stríðs-
vátryggingu.
(Eftir skeytum til Rvík.)
stærð, væri ekki erfitt að svara. Flat-
armál Grænlands er ákaflega mikið
2,200,000 ferkílometrar. Til saman-
burðar má nefna aðF*ýskaland,“Aust-
urríki og Undverjaland, Frakkland,
Sviss, Holland, Belgía, Luxemburg,
og England til samans eru 2,174,000
ferkílometrar. Danmörk er 38,455
ferkílómetrar eða hérumbil 60 sinn-
um minni en Grænland, og hinar
þrjár vesturindísku eyjar, sem seld-
ar hafa verið eru til samans 355
ferkílómetrar. Stærð landsins er því
mikil og ekkert land á hnettin-
um á jafnstóra nýlendu sem
Danmörk, í hlutfalli við sína eigin
stærð. Önnur hlið verður ámálinu,
þegar 'itið er á íbúafjölda, og hvers
virði landið er. íbúar þar eru liðug
12000. Rví er haldið fram, að tals-
vert sé af kolum ogmálmum í jörðu
á Grænlandi, en efamál er hve mik-
ið má treysta því. Kol eru þar að
vísu, en svo slæm að þau þola
ekki flutning, og koma því aðeins
til nota í landinu sjálfu. Koparinn
sem þar hefir fundist er mjög slæm-
ur, eftir sögn þeirra manna, er vit
hafa á. Kryolitnámurnar gefa lítinn
arð í samanburði við reksturskostn-
aðinn. Aftur ámóti er talsvertaf Grafit
sem hægt er að nota bæði í blíanta
og bræðsludeigulmót. Vel getur ver-
ið að þar finnist aðrir málmar, sem
borgaði sig að grafa eftir, ef landið
lægi sunnar á hnettinum, en lofts-
lag og veðrátta hindra mjög, og
skortur á vinnukrafti ennþá meira,
allar framkvæmdir. Við því er ekki
að búast að hægt verði að fá aðra
en Græniendinga sjálfa til námu-
vinnu þar, en að taka þá til þess
er ekki viðlit, fólkið þyldi það
ekki eg þó það þyldi það, mætti
búast við, að einn góðan veð-
urdag stæðu námurnar mannlausar.
Grænlendingar gætu ekki liíað á
námuvinnu einni saman en að skifta
sér á milli námugröfts og fiskveiða,
getur aldrei gengið vel.
Akuryrkja og nautgriparækt er
ekki útlit fyrir að geti þrifist þar að
nokkru ráði, en sauðfjárrækt eftil-
vill eitthvað. Á íslandi eru menn nú
að komast vel á veg með að nota
fossaflið, svo útlit er fyrir að áður
en langtum líður rísi upp ýms iðn-
aðarfyrirtæki á hinnigömlu sögueyju;
þetta er ekki hægt að telja með í
Grænlandi, því þar eru fossarn-
ir frostinu bundnir svo langan tíma
ársins. Pá er ekki annað eftir en
fiskveiðar, og þar er margt sem kem-
ur til greina. í höfunum umhverfis
Grænland er gnægð af hvölum, sel-
um og jefnvel sæljónum, auk hinna
almennu fisktegunda sem halda til
í norðurhöfunum. í sambandi við
fiskveiðarnar mætti setja á stofn
talsverðan niðursuðu iðnað, er það
þegar byrjað, og verðursjálfsagtgjört
meira, en auðsuppspretta verður
Grænland líklega aldrei fyrir Dan-
mörku. Aðalmarkmið Danmerkur
verður að halda verndarhendi
sinni yfir. þessum fájnenna Eski-
móahóp. Koma í veg fyrir ut-
anað komandi áhrif er orsakað
gætu að kynflokkurinn liði undir
lok, og leitast við að auka mentun
fólksins.
Útdráttur úr 111. Fain. Journ.
Úr bréfi
frá O. Tynæs.
Ferðin milli íslands og Færeyja
var ákaflega slæm. Við fengum að
reyna það, að sigla með því skipi
sem að öllum líkindum er eitthvert
það versta sem haft er til siglinga
á milli ísland og annara landa.
Síldin sem var á þilfari losnaði
öll og fór fyrir borð 257 tunnur,
fremsta lestarop opnaðist og sjórinn
streymdi inn í skipið. Loks náðum
við Færeyum þá var sex feta vatn
í lestinni; nokkur rör höfðu sprungið
í vélinni, og við vorum að ölluleyti
illa staddir. Rar gátum við fengið
aðgerð svo hægt var að halda á-
fram ferðinni.
Ástæður og útlit er slæmt hér.
Hvað stríðið snertir er ekki útlit
fyrir að það sé á enda. Englend-
ingar selja nú síldina til Svíþjóðar
með 30 króna hagnaði á tunnu,
Noregur hefir ekkert að segja nú
um verð á þeirri vöru.
Verð á nýrri síld er 38 — 40 kr.
málið. Hvað snertir fslandsveiðar
héðan er útlit fyrir að þær verði
engar, að minsta kosti koma verk-
smiðjur til að teppast eins og út-
lit er nú. England neitar Noregi
um kol, og tildæmis um kolavöntun
má geta þess, að í Álasundi er
bærinn ekki upplýstur. eftir kl. 9 á
kvöldin. Flestar Gasstöðvar í land-
inu stansaðar og skipagöngur með-
fram ströndum mikið teftar.
Skipatap Norðmanna er ákaflegt,
síðan stríðið byrjaði. 258 skip hafa
farist<á sprengiduflumeða verið skot-
in niður. Skaðinn er áætlaður 285
milljónir króna. Verð á matvælum
er afskaplegt, 100 kg. af hveiti kosta
nú 62 kr. og alt eftir því. Húsnæð-
isleysi ef hér mjög mikið. Fjöldi af
skólum hafa verið teknir handa
fjölskyldum til að búa í og jafnvel
kirkjur eru hitaðar um nætur til
þess að húsnæðislaust fólk geti
gengið þar inn og hvílt sig og vermt.
»Fram ætti að ráða mönnum og
hvetja þá til að spara. Hreppsnefnd-
in ætti að taka nokkurn hluta af
gjöldunum til þess að. tryggja fólkinu
matarfæðu.»
»Hafliði« (Uranía gamla) hefir
ekki komið fram síðan hann fór frá
Akureyri í oktober. »Agder« frá
Haugasundi var skotinn niður.
»Örnin« frá Melbo fórst við net,
rak á hana sprengidufl og allir menn
— 19 — fórust.
Svo má segja að um 10 skip
séu skotin niður til jafnaðar á dag.
Timbur hefir stígið hér síðan í jan-
úar 1916 um 25 — 30 prósent.
Yfirleitt er útlitið hið allra versta
og um allan heim spá blöðin því,
að hið erfiðasta sé eftir.
Rafljósin
biluðu í fyrrinótt og voru ekki
komin í Iag þegar blaðið fór í
pressuna.
Bandaríkin slíta stjórn-
málasambandi við
Austurríki.
Bandaríkin hafa líka slitið stjórn-
málasambandinu við Aausturríki og
Ungverjaland, og hefir sendiherra
þeirra í Wien, Penfield verið kall-
aður heim. Bæði hann og sendi-
herra þeirra í Berlín, Gerhard, fara
til Barcelona og þar um borð í
Spænskt Atlandshafsskip, og með
því til New York.
Politiken 5. febr.
Sjöstjarnan
kom frá Akureyri í gær.