Fram

Útgáva

Fram - 17.03.1917, Síða 3

Fram - 17.03.1917, Síða 3
Nr. 19 FRAM 63 Lífsábyrgð og sparisjóðir. Fyrirlestur haldinn í félagi lífsábyrgðarumsjónar- manna, af Carl Lund, formanni lífsábyrgðarfélagsins »Carentía« í K.höfn. Framh. Hér á eftir kemur sá kafli fyrirlestursins, sem höfundur nefnir: »Hvaða tryggingu veitir hvor af þessum fjársöfnunartegund- um,' sem þakka megi löggjöf þeirri, er þær gildir.« — Eins og getið er um í eftir- málanum verður þessum kafla að mestu slept, en í hans stað settar eftirfarandi at- huganir um ástandið hér á landi í þess- um efnum. Lög vor um sparisjóði frá síðasta Alþingi, veita sparisjóðsinnieigend- um litla eða enga tryggingu, þar sem eftirlitið með sparisjóðum vor- um verður mjög lítils virði, enda opinbert eftirlit hér á landi ekki eins fullkomið og vera þyrfti. Það er því ekki hægt að segja að íslensk- ir sparisjóðir séu háðir nándar nærri eins ábyggilegu eftirliti eins og í öðrum löndum gerist. Jafnvel erlendis, þar sem trygg- ingin fyrir góðri geymslu á fé í sparisjóðum, er til muna betri en hér á landi, eins og þegar er tekið fram, er hún þó hvergi nærri eins örugg og trygging sú, sem lífsá- byrgðarfélögin verða að veita, vegna mjög strangrar löggjafar og ábyggi- legs eftirlits, sem þau eru háð. Þannig er í dönskum lögum ákveð- ið, að lífsábyrgðarfélögin skuli hafa þær fjárhæðir, sem ætlaðar eru til tryggingar fyrir kröfum þeim, sem líftryggjendur hafa á hendur félög unum — þ. e. tryggingarsjóð sinn. 1. í verðbréfum, sem annaðhvort eru gefin út af danska ríkinu, eða sem ríkið ábyrgist að greidd- ir skuli ákveðnir vextir af. 2. í verðbréfum lánsstofnana, sem lögum samkvæmt eru tekin gild fyrir^ómyndugra fé. 3. í innlánsskírteinum frá dönskum bönkum og sparisjóðum. 4. f verðbréfum, útgefnum af dönsk- um sveita- og bæjarstjórnum, eða með ábyrgð þeirra. 5- í lánum trygðum með veði í fasteign, eftir sömu reglum sem gildir um meðferð ómyndugra fjár, og annars fjár, sem stend- ur undir eftirliti hins opinbera (sem sé: gegn 1. veðrétti.) 6. í lánum með veði í lífsábyrgð- um félagsmanna sjálfra, alt að endurkaupverði þeirra. í lánum með tryggingum, sem álíta má jafngóðar þeim, sem taldar eru í 5. og 6. lið, og í verðbréfum, sem eru þeirrar teg- undar, og þannig trygð, að þau geti staðið í flokki með þeim, sem talin eru í 1.—4. lið. 8. í fasteignum sem félögin hafa orðið að slá eign sinni á sem veðhafar vegna vangreiðslu skuld- unauta sinna; þó má ekki líða lengra en í hæsta lagi tvö ár, frá því að fasteignin kom í eign lífsábyrgðarfélags þangað til að hún verður eign tryggingarsjóðs, og skal verð hennar talið það, sem eftir var ógreitt af láni því, sem á henni hvíldi, þegar hún varð eign félagsins. Ennfremur húseign, sem lifsábyrgðarfélag á, og hafi félagið aðalskrifstofu sína í húsinu, og sé verð húseignar- innar slíkt, sem tryggingarráðið álítur hæfilegt; þó má það aldrei fara fram úr fjórum fimtu hlut- um þeirrar skuldar, sem á eign- inni hvíla. Ýms fleiri ákvæði eru í dönsk- um lögtim um fjárvarðveislu lífsá- byrgðarfélaganna, sem ekki verða talin hér, en öll miða þau að því, að gera hana í alla staði svo ör- ugga sem auðið er, og jafnframt áhættu líftryggjendanna svo litla sem frekast er unt. Samkvæmt dönskum lögum er sparisjóðum þar í landi fyrirboðið að kaupa víxla. Dregur það óneit- anlega mikið úr áhættu þeirra, sem fé eiga inni í sjóðunum. Hér á landi kaupa sparisjóðirnir víxla eftir geð- þótta stjórnenda sinna, án nokkurs ábyggilegs eftirlits af hálfu hins op- inbera. Má nærri geta hvort þannig trygt fé er ekki margfaldlega hætt- ara statt, en ef það stæði inni hjá lífsábyrgðarfélagi, sem hefir fé sitt standandi í slíkum eignum, sem taldar eru hér að framan, og dönskuni lífsábyrgðarfélögum ermeð lögum skylt að hafa fé sitt stand- andi í. Á meðan að ekki er öruggara og ábyggilegra eftirlit með sparisjóðum vorum en nú er, virðist það ekki mikið vafamál, hverju svara skyldi, ef spurt væri, hvort sparisjóðir vor- ir eða góð lífsábyrgðarfélög væri oss betri fjársöfnunarstaðir. Svarið hlyti að verða það, að lífsábyrgðar- félögin væri oss margfalt betri. Þau standa á margfalt traustari fótum — þau standa undir margfalt örugg- ara eftirliti — og hlutverk þeirra er svo margfalt víðtækara og kosta- meira en sparisjóðanna, að þar kemst enginn samjöfnuður að. Hr. C. Lund endar fyrirlestur sinn þannig: »Að endingu vil eg aðeins táka það fram, að það engan veginn hef- ir verið meining mín að kasta hin- um minsta yantraustsskugga á þá sparisjóði, sem vel er stjórnað, eða á nokkur hátt ráða mönnum frá að ávaxta fé sitt í þeim. Eg hefi aðeins viljað sýna fram á, að sparisjóðirnir með engu móti geta int það starf af hendi, sem lífsá- byrgðarfélögin hafa gert að hlut- verki sínu, sem sé: ávalt, og hvern- ig sem á stendur, að hafa á reið- um höndum fyrir fram ákveðna fjár- upphæð, við fráfall hins líftrygða. Allur sparnaður, í hverri mynd sem hann er, er til gagns, bæði fyr- ir hvern einstakan mann, og fyrir mannfélagið í heild sinni. Og allar stofnanir, sem hafa það markmið, að venja menn á sparsemi, ættu að mega eiga sér vísa hylli og samúð allra góðra manna. En þar sem lífs- ábyrgðarfélögin ein eru fær um að inna það ætlunarverk af hendi, að hafa áreiðanlega á takteinum fyrir- fram ákveðna fjárupphæð á dánar- degi hvers einstaks meðlima sinna, og þar sem einnig hið eina, sem hver maður veit með áreiðanlegri vissu er það, að hann á einhvern tíma að deyja, og að enginn fyrir- fram veit hvenær dauðann ber að, þá er það líka alveg sjálfsagt, að lífsábyrgðarfélögin eiga ávalt að set- jast skör hærra en sparisjóðirnir. Sá, sem ekki hefir trygt afkom- endum sínum lífsábyrgð, samsvar- andi efnum og lifnaðarháttum sínum og fjölskyldu sinnar, sá maður hef- ir ekki ráð á að leggja í sparisjóð aðra eða meiri peninga en þá, sem mundu svara til þess, er hann þyrfti að draga saman frá einum gjalddaga til annars, til þess að halda lífsá- byrgðarskírteini í gildi.« EFTIRMÁLI. Lífsábyrgðarfélagið »Carentía« er stofnað í Kaupmannahöfn 22. júní 1903. Félagið er því fremur ungt. En þessi ár, sem það hefir starfað, hefir það áunnið sér almenna hylli og mikil viðskifti. Hér á landi hóf félagið starfsemi sína 1913. Nokkru seinna fékk »Carentía« leyfi stjórn- arráðsins til reksturs síns hér og löggildingu á aðalumboðsmanni sírf- um fyrir ísland. Félagið lét þá þeg- ar snúa lögum sínum og trygging- arskilyrðum á íslensku, og lífsábyrgð- arskírteini þau, sem félagið gefur út fyrir hérlenda tryggjendur, eru öll á vorri tungu. Aðalumboðsmaður félagsins hér fór þegar í byrjun fram á það við stjórn þess í Kaupmannahöfn, að félagið ávaxtaði hér á landi þá pen- inga alla, sem því greiddust af ís- lenskum tryggjendum. Tók stjórn félagsins þessari málaleitun mjög vel, og litlu eftir að fengið var leyfi Stjórnarráðsins til starfræksl- unnar hér á landi var þetta sam- þykt. Hefir »Carentía« síðan haft reikning í Landsbankanum í Reyk- javík. Ganga þar inn öll íslensk ið- gjöld til félagsins, en enginn eyrir fer út úr landinu. Varnarþing hefir félagið og hér á landi, og landlækn- irinn hér er yfirlæknir þess, að því er íslenskar líftryggingar snertir. Fé- lagið er því svo íslenskt, sem nokk- urt slíkt félag getur verið, sem ekki er stofnað af íslendingum á íslandi. Þessi fáu ár, sem »Carentía« hef- ir starfað hér á landi, hefir mönn- um fallið vel að eiga við félagið. Nýkomið í verzlun H. Hafliðasonar: Veggfóður margar teg. Fernis. Gólfdúkur (Linoleum.) Munntóbak. Reyktóbak. Chocolade margar teg. Grænsápa. Sjóklæði margar teg. Kaffi brent og óbrent. Kaffibætir. »Carmen« vindlarnir aiþ. Vindlingar. og margt fleira nýkomið í verz/un Helga. Hafliðasonar Tala líftryggjenda hér er orðin von- um framar há, þegar þess er gætt, að við eldri og þektari félög er að keppa. Samkvæmt skýrslum þeim, sem lögum samkvæmt ber að gefa Hagstofunni íslensku um starfrækslu lífsábyrgðarfélaga þeirra, er hér vinna hefir tala tryggjenda og upphæð tryggingarfjár í »Carentía« við hver árslok verið sem hér segir: 31. desember 1913. 24tryggend. trygðir fyrir kr. 69000,00. 31. desember 1914. 50tryggend. trygðir fyrir kr. 177200,00 31. desember 1915. 82 tryggend. trygðir fyrirkr. 314700,00 Pessar tölur sýna Ijóslega vöxt og viðgang félagsins hér á landi, og að það á hér góðum vinsældum og trausti að fagna. Stofnendur og ábyrgðarmenn »Carentía« eru allirvalinkunnirsæmd- armenn. Nöfn margra þeirra eru þekt hér á landi, og dettur engum í hug að efast um hyggni, áreiðan- leik og dugnað þeirra manna í hví- vetna. Félagið stendur og undir eft- irliti dönsku stjórnarinnar, og er í því fólgin mikilvæg tyggingfyrir því, að starfsemi þess sé í alla staði á- reiðanleg og heiðarleg, svo að við- skiftum þess sé engin hætta búin í þá átt, að félagið geti ekki efnt skuld- bindingar sínar gagnvart þeim. Hér á landi er því miður líftrygg-

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.