Fram - 03.11.1917, Blaðsíða 3
Nr. 52
FRAM
189
Hlýðni.
Regar talað hefir verið um þegn-
skyldu vinnuna, hefir það verið eitt
af þeim meðmælum, er henni hafa
verið gefin, að kæmist hún á, lærðu
menn að hlýða. Þetta er að öllum
líkindum rétt, þó alt hefði verið kom-
ið undir aga þeim og stjórnsemi
sem þar hefði ríkt, en það hlýtur
að vera öllum ljóst, að það er nauð-
synlegt, að vér íslendingar lærum
betur að þekkja en nú er, hversu
mikla þýðingu það hefir að hlýða.
Rað er áreiðanlegur sannleiki, að
sá, sem aldrei hefir lært að hlýða,
kann heldur ekki að skipa fyrir, kann
ekki að láta aðra hlýða sér, og þá
er augljóst að forustan hlýtur að
faraí handaskolum. Máogoft'sjáþess
ljós dæmi þar sem verk er unnið,
að hvorki kann forstjórinn að hafa
vald á mönnunum, né þeir að hlýða
honum.
Hið fyrsta spor, er stíga þarf í þá
átt að kenna og innræta hlýðni, er
í heimahúsum, hjá foreldrum eða
forsjármönnum barnanna; þar byrja
fyrstu áhrifin, og þau þurfa að vera
í rétta átt. En því miður er eins
vanalegt að sjá, að börn og ungl-
ingar hlýði ekki foreldrum sínum,
virða að vettugi bann þeirra og boð
og þykjast sjálf vita betur. Retta er
svo undirstaðan sem lífið byggist
á í því atriði.
Þetta er foreldrunum sjálfum að
kenna. Strax þegar barnið fer að fá
vit, þarf það að læra að þekkja þau
takmörk, er það má ekki fara útfyrir.
Verða foreldrarnir að vera samhentir
í því að halda barninu innan þeirra
vébanda er þau hafa ásett sér að
setja. Komist þessi regla á í fyrstu
og sé henni haldið, veit barnið strax
hvað það má gera, og á að láta
ógjört, hér verður því ekki um neina
þvingun að ræða, heldur einungis
um reglubundna framkomu, sein
sjálfsagt er að halda sig að.
Því er haldið fram af mörgum, að
börn og unglingar eigi að hafa sem
mest frjálsræði í æsku, það gefi þeim
tækifæri til að kynnast ýmsu sem
þau hafi gott af að sjá og heyra.
Retta getur haft nokkuð til síns
máls en enginn mun geta mælt því
bót, að láta börn sjálfráð um fram-
ferði sitt, án þess að eftir þeim sé
litið, og taumhald haft á þeim. Áhrif
þau er unglingurinn verður^fyrir eru
margvísleg, og oftast eru vondu á-
hrifin fljótari að slá rótum en
þau góðu, þeir munu einnig færri
að jafnaði, er gefa verulega gott eft-
irdæmi.
Ressvegna þurfa börnin strax í
æsku að læra að hlýða því, að haga
sér eftir vilja foreldranna, sem verð-
nr að heimta meiri dómgreind af en
börnunum, þó hún sé ekki ætíð á
háu stigi.
Pá eru skólarnir. Reir koma sam-
hliða og á eftir foreldrunum.
Pangað koma börnin til að læra,
ekki einungis kver og náttúrusögu
og allan þennan fjölda af námsgrein-
um, sem þau eru þvinguð til að
þreyta sig við, heldur hverskonar
undirbúning indir lífið. Par á hlýðn-
in að vera framarlega í röð. Stjórn-
endur skólanna eru vel að vígi sett-
ir með að kenna börnunum hlýðni.
Séu kennararnir vandaðir og góðir
menn, bera börnin virðingu fyrir
þeim, þykir vænt um þá, vilja hegða
sér eftir vilja þeirra, og jafnframt
þessu ætti skólinn, sjálfstofnunin að
vekja hjá börnunum aðdáun.
Regar börnin koma í skóla, byrjar
nýtt líf fyrir þeim. Par opnast þeim
nýir óþektir heimar; áhrif þau er þau
verða þar fyrir í fyrstu geta orðið
mikils ráðandi um framtíð þeirra.
Börnin eru eins ólík hvort öðru og
þau eru mörg, en sé skólaaginn eins
og hann á að vera, takmarkalaus
hlýðni, sem allir nemendur verða
að sýna, má gera þau öll jöfn á því
sviði. Að vísu má búast við að
sum börn þurfi meiri aga en önnur,
en barnssálin er beygjanleg, ef rétt
er með hana farið, því gildir að
móta hana á réttan hátt nógu snemma.
Þegar börnin koma af skólunum,
— það eru barnaskólarnir, sem eg
á hér við, — eru þau kominn á
þann aldur, að alvara lífsins fer að
byrja. F*á koma til greina fleiri störf
en áður, og nýir stjórnendur. Pá reyn-
ir á undirbúning þann, er barnið
hefir fengið í heimahúsum, og í skól-
anum. Par kemur margt til greina,
en það er um hlýðnina sem hér er
rætt. Þegar unglingarnir fá vinnu
hjá ókunnugum eða koma til þeirra
til þess að læra eitthvert handverk,
eða hvað það nú er, er brýn þörf
fyrir þá að vera hlýðnir og auð-
sveipnir. Rað er og verður enginn
vel liðinn, sem sýnir yfirboðurum
sínum óhlýðni og mótþróa, það ber
vott um ilt uppeldi, eða eðlisfar, og
hefir jafnan ilt í för með sér. Pá er
og einnig áríðandi fyrir unglinginn,
að kynna sér aðferðir meistarans,
ef hann býst við að hafa hans störf
á hendi síðar, svo hann þekki hið
rétta lag, sem þarf að nota til hvers
eins, það kemur honum að gagni
í framtíðinni.
Eg set hér að gamni mínu stutta
frásögu.
Maður nokkur í Ameríku sem við
skulum nefnda S. var á gangi í borg
einni, nálægt járnbrautarstöð. Hann
hafði með sér son sinn sex ára
gamlan.
S. hitti kunningja sinn, staðnæmd-
ust þeir og töluðu saman slepti þá
S. hendi sinni af drengnum sem fór
að ganga um þar í kring þar til
hann var kominn inn á milli járn-
brautarsporanna,
Þegar S. hafði lokið talinu við
kunningja sinn, fór hann að líta
eftir drengnum, sá hann þá að hann
var inn á milli járnbrautarteinanna,
og jafnframt sá hann hvar járnbraut-
arlestin kom einmitt á þvi spori. í
sama augnabliki myndi lestin merja
drenginn hans, engin hjálp sýndist
möguleg. Þá kallaði S. hátt: »Edvard,
fleygðu þér niður!« Drengurinn
hlýddi tafarlaust, og í sömu svipan
rann lestin yfir hann, en hann lá á
milli teinanna og var óskemdur er
lestin var komin fram hjá. Dreng-
urinn hafði lært það, að hlýða skip-
unum föður síns skilyrðislaust, og
án tafar, það bjargaði lífi hans.
Svona á að ala upp börnin. Þau
eiga að hlýðnast skipunum foreldra
og yfirboðara, án þess að láta sér
detta í hug að mótmæla þeim, eða
gagnrýna þær. Kæmist það lag á,
myndu margir foreldrar sparast við
sorg og hugraun, og börnin yrðu
betri og nýtari menn í lífinu, og
betur fær um að hafa vald á og
ala upp sín eigin börn.
Foreldrar, kennarar og allir yfir-
boðarar, ættu ætíð og æfinlega að
kenna þeim hlýðni, sem þeir eiga
yfir að ráða, sú kynslóð, sem nú
er að byrja að vaxa upp, þarf að
bera af þeim eldri í því efni.
H. J.
Smaragðinn.
Niðurl.
í stiganum fyrir ofan heyrðist
hægt og seinlegt fótatak, eins og
sá er gengi um væri hálf hikandi,
og augnabliki seinna kom ungur
maður inn í herbergið. Hann leit
franian í hið hrukkótta og þjakaða
andlit föður síns, varpaði öndinni
þungt, og rétti fram hendina, en
faðir hans sá það ekki. Höfuðs-
maður Blakmore fálmaði með hönd-
unum aftur fyrir sig, til þess að ná
sér í stuðning af arinbrúninni.
»Ver hér kyr,« sagði Seaford of-
ursti harðneskjulega, »meðan eg
sæki lögregluna. Enginn — ekki
einu sinni sonur besta vinar míns
skal fá leyfi til að stela frá mér, án
þess að fá hegningu fyrir.«
Hann gekk út úr herberginu, og
lokaði dyrunum á eftir sér.
Blakmore leit upp, smánin, sem
píndi hann var hræðileg, óbærileg.
Ungi maðurinn rauf þögnina.
»Fáðu niér hann faðir minn,«
rödd hans var klökk og biðjandi,
hann rétti fram hendina. Hikandi
tók faðirinn smaragðinn úr vasa sín-
um og rétti honum hann.
Gamli maðurinn gekk nær syni
sínum, hikaði eitt augnablik, fleygði
sér svo í faðm hans og rak upp
sárbiturt óp: »Ó, Roggie, Roggie
drengurinn minn, hvað hefi eg gert!«
Sonurinn svaraði ekki, en klapp-
aði friðandi á herðar föður sínum.
Rað var kökkur í hálsi hans, sem
hindraði hann frá að tala.
Hurðin opnaðist; Roggie snéri
sér að komumanni. Rað var Seaford
einn, enginn lögregluþjónn var með
honum.
»Hér er smaragðinn yðar« sagði
Roggie rólega, »eg tók hann í pen-
ingaskápnum.«
^Rú tókst hann Roggie!« kom
sem bergmál frá Seaford. Hann hafði
Meíís
Strausykur
Kaffi
Export ,
Kakao
The
Mysuost
Rúgmjöl
Niðursoðna mjóik
Niðursoðna ávexti
Fiskibollur
Kiötbollur
Leverpostej
Marmeiade
Brauðbætir ýmiskonar
selur verzlun
Sig. Kristjánssonar.
heyrt alt, sem hafði farið fram á
milli feðganna.
Blakmore lyfti hendinni tii mót-
mæla, en lét hana síga niour aftur
þegar Seaford rak upp skellihlátur.
»Pú gamli skynskiftingur,« sagði
Seaford, og klappaði á öxlina á
Blakmore. »Við höfum laglega leik-
ið á þig. Rað var umtalað milli mín
og Roggie, að hann skyldi taka
steininn, selja hann, og afhenda þér
peningana.Er þettaekki sattRoggie?«
Ungi maðurinn horfði undrandi
á Seaford yfir öxl föður síns og
svaraði: »Jú, — það er alveg rétt.«
En hvað Seaford gat logið létt
og náttúrlega, þó hjarta hans væri
við það að springa.
»Seaford ofursti,« byrjaði ungi
maðurinn. ^Þegiðu drengur minn,«
greip Seaford fram f fyrir honum.
»Eyðilegðu nú ekki þessa fallegu
sýningu fyrir okkur. Pú hefir leikið
ágætlega hinn Japaða son, og nú
skulum við slátra alikálfinum. Eig-
um við ekki að gera það Blakmore
gamli vinur?«
Hann greip í bjöllustrenginn, og
Jennings kom inn.
»Færðu okkur eina flösku Jenn-
ings, af þeim sem standa í horninu
til hægri.
Nokkrum klukkustundum síðar
leiddust þeir burt frá húsi Seafords
Blakmore höfuðsmaður, og »hinn
tapaði sonur.« Gamli piparsveinninn
Seaford settist framan við arninn
og starði angurmæddur inní logana.
»Veslings Loma er dáinn,« hvísl-
aði hann »og Roggie er sonur
hennar — hversvegna gaf drottinn
mér ekki slíkan son!«
Hann varpaði öndinni mæðulega
og kveikti í pípu sinni. — Endir