Fram


Fram - 12.01.1918, Blaðsíða 4

Fram - 12.01.1918, Blaðsíða 4
8 FRAM Nr. 2 þá liggur ekki annað fyrir fó lki en hreppurinn, þessi hjálparstofnun, er sviftir þá réttindum sínum er hún hjálpar, ef hún þá getur nokkuð hjálpað, ef hún í tíma hefir gert réttar áætlanir um hvað ske kynni að hún þyrfti að gera. Að því er snertir hjálp af hrepps- ins hálfu nú, horfir hún nokkuð öðruvísi við en áður hafir verið, þar sem hreppum veitist heimild til að taka lán úr landssjóði til hjálpar bág- stöddum og er það fé rentu frítt þar til tveim árum eftir lok heims- ófriðarins, er svo að skilja á lögum þeim er lán þetta heimila, að við útbýtingu til mann skoðist það ekki sem sveitarstyrkur, en ekki meiga hrepparnir veita mönnum af fé þessu, nema í ítrustu nauðsyn. En hvernig sem skilyrðineru um hjálp er það skylda allra þeirra er hennar þurfa að leita, að gera það í tíma stofna ekki heilsu og lífi í voða, og hinna er hjálpina eiga að veita, að inna hana af hendi strax og hennar er leitað. En ber eng- um skylda til að líta eftir því að fólk líði ekki neyð? Reir sem hafa á hendi stjórn héraðsmála vita sjálf- sagt betur en eg um það hvað lands lögin bjóða í þeim efnum, en mann- úðin á sín eigin lög. H. j. «Willemos.« Eins og getið var um í síðasta blaði kom e. s. Willemoes hingað með steinolíu og tók hér síldarmjöl og fóðursíld, er fara átti til Blöndu- óss og Sauðárkróks. En á sunnu- daginn ,er hafísinn byrjaði að reka inn, varð skipið að hörfa innfyrir oddann, lagðist það við bryggju S. Goos, og hefir legið þar síðan. Pegar frétt kom um, að Húnaflói væri fullur af ís og Skagafjörður sömuleiðis var breitt um áætlun skipsins, og ákveðið að það skyldi taka hér 85 tons af síldarmjöli því er stjórnarráðið hefir keypt af S. Goos, átti skipið að fara með það til austurlandsins, en hætta við ferð ina vestur. Var byrjað á að ferma með mjölinu á miðvikudag og því haldið áfram á fimtudag, voru þá komin í skipið 70 tons. Á föstu- daginn var byrjað að flytja í land vörur þær er fara áttu til vestur- hafnanna, voru það 60 föt af sykri og um 10 tons af rúgmjöli og hveiti. Ennfremur eru í skipinu liðug 20 tons af kolum er áttu að tara til Blönduóss, voru kol þau endurgjald fyrir kolalán er Sterling hafði feng ið á Blönduósi áður. Komið hefir til orða innan hrepps- nefndar, að fá kol þessi handa sveit- inni, en líklega er erfitt um að fá þau, og sá sem þetta ritar veit heldur ekki hvort hreppsnefndinni hefir ver- ið nokkur veruleg alvara er hún á fundi sínum mintist á málið. Full þörf hefði þó verið að fá þessí kol, því nú er það augljóst, að til mikilla vandræða horfir með eldsneyti í sveitinni. Er von- andi að hreppsnefndin geri alt sem í hennar valdi stendur til þess að fá yfirráð á þessum kolum. Barnaskemtun. Kvenfélagið »Von« hélt skemtun fyrir börn seinni part daganna 7. og 8. þ. m. Fyrra kvöldið var skemt- unin haldin fyrir börn á aldrinum frá 3ja til 8 ára, síðara kvöldið frá 8 til 14 ára. Yngri börnin voru um 70 að tölu, en hin eldri hátt á ann- að hundraö. Börnunum var skemt með jólatré og ýmsum leikjum við þeirra hæfi, ennfremur söng Chr. Mölier nokkrar gamanvísur og lék frk. Emilía Bjana- dóttir undir á orgel. Pað má full- yrða að börnin skemtu sér ágæt- lega, var auðséð á öllu er fram fór, að konur þær er veittu skemtun þessari forstöðu, gerðu sér alt far um að skemtunin færi sem best fram, og að börnin nytu þessara gleðistunda sem best. Börnunum og mæðrum þeim er með þeim voru var veitt súkkulaði og kökur. Pað er sagt að lítið þurfi til að gleðja börnin, og er það satt, en að þessti sinni mun glaðningin ekki hafa verið mjög ódýr. Er það mik- ið sem hið nýstofnaða kvenfélag hefir látið að mörkum við börn og Sparíð eldsneytið! Brennið ekki kaffi, kaupið heldur brent kaffi i verzlun Jens Eyjólfssonar. Gamla og nýja LIFUR kaupir hæsta verði. O. Tynæs. fátæklinga eftir svo stuttan starfs- tíma. Að vísu hefir það notið góð- rar hjálpar frá utanfélagsmönnum, en þó mun hinn góði vilji vera aðal starfandi aflið. Haldi kvenfélagið »Von« áfiam starfi sínu i sama anda og með jafn miklum dugnaði á komandi ár- um mun það verða vinsælt, þess er víða minst með þakklæti nú, sérstak- lega munu börnin og foreldrar þeirra bera hlýan hug til þess, og þakka því kærlega fyrir skemtunina. H. r / gær var 22 stiga frost í Rvík og norð- an stormur. Lagarfoss fór frá Rvík á mánudaginn, en var ekki kominn til beyðisfjarðar í morgun. 38 orðínn gamall, þá hefi eg ennþá gaman af að leika spor- hund, og eg sagði við sjálfan mig: Mr. Pemberton er minn besti vinur, mér þykir eins vænt um hann eins og sjálfan mig, og eg verð að hjálpa honum.« »Og hvað gerðuð þér svo gamli vinur?« sagði Mr. Pemberton. »Eg tók farseðil til Qveens Park stöðvar í Kilburn,« svaraði gamli Dickson. »Og hvað ætluðu þér að gera þar?« spurði Mr. Pem- berton. »Jú, sjáið þér til, þegar eg þóttist vissum að Stewen- son væri að Ieita í Kentishtown og þar í nágrenninu, fór eg til Kilburn til þess að leita ökumannsins þar.«' »Funduð þér hann?« spurði Mr. Pemberton ákafur. »Nei,« svaraði Dickson, og hristi höfuðið. Allan fyrri- parts dagsins hentist eg um Kilburn, fram og aftur, og yfir- heyrði hvern ökumann, en alt árangurslaust.* Mr. Pemberton sat hljóður og starði á gólfið. »Eg er farinn að álíta, að vagninn hafi verið sérstaks manns eign,« sagði hann við sjálfan sig. Gamli Dickson þurkaði skallann og hélt svo áfram: »Eg lét samt ekki hugfallast. Eg var nú einusinni byr- jaður, svo tók eg mér far með járnbrautinni til Paddington, og þar fann eg manninnU Stewenson hentist upp af stólnum, en Mr. Pemberton hvesti augun á gamla Dickson og sagði: »Svo þú hefir fundið hann gamli vinur, fundið öku- manninn sem ók konunni til Carietonstrætis í nótt?« Já auðvitað fann eg hann, það var ekki ofmikið eftir alla fyrirhöfnina,« svaraði Dickson þurlega. 39 Mr. Pemberton lagði höndurnar aftur fyrir bakið og gekk hratt um gólfið. Svo staðnæmdist hann frammi fyrir gamla Dickson, lagði báðar hendur á axlir honum og sagði: »Pú hefir gert mér greiða gamli vinur, sem eg er þéí þakklátur fyrir, það skal eg launa þér.« Gamli Dickson brosti vandræðalega. »Tölum ekki um það, pilturinn hefði komið hingað sjálf- ur í dag. Pó hafði hann ekki séð auglýsinguna í blöðunum.« »Hafið þér sagt honum að koma tafarlaust hingað á stöðina?« »Auðvitað, eg ætlaði fyrst að taka hann með mér, en hann vildi það ekki, hann sagðist eiga eftir að fara tvær ferðir, en hann skyldi samt sem áður vera kominn hér fyr- ir klukkan átta.« Mr. Pemberton leit á klukkuna á veggnum. Hana vant- aði ennþá átta mínútur. »Minn góði Dickson,« hélt Mr. Pemberton áfram, og lagaði sig til í stólnum um leið, »eg átti ekki von á þinn hjálp. Pú kemur eins og engill af himnum sendur.« »Pú veist, að eg fúslega rétti þér hjálparhönd þegar eg get,« svaraði Dickson. »Eg hefir aldrei verið duglegur að rekja slóðir, en eg hefi lært af þér að beita kappi og þol- gæði, og það hjálpar mörgum yfir verstu erfiðleikana.« Mr. Pemberton kinkaði kolli. í þessu var barið að dyrum og lögreglumaður kom inn. »Hér úti er ökumaður, sem vill fá að tala við umsjónar- manninn,« mælti hann og benti yfir öxl sér með þumal- fingrinum. »Loksins,« sagði Pemberton við sjálfan sig.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.