Fram - 23.02.1918, Blaðsíða 2
22
FRAM
Nr. 6
F RAM
kemur út 52 sinnum á ári.
Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní.
Útgefandi: Hiutafélag.
Ritstjórar:
Fridb. Níeisson
og
Hannes Jónasson.
Afgreiðslu- og innheimtumað-
ur Friðb. Níelsson.
Siglufjarðarprentsmiðja 1918.
Almanak næstu 2 vikur.
Febrúar. 2. sunnud. í föstu 1918'
Sd. 24. Matth.m. f. Sveinbj. Egiiss. 1791.
Góa.
Md. 25. Fult tungl 8,35 e. m.
F>d. 26. f. Victor Hugo 1802.
Md. 27. f. H. Langfellow 1807.
Fd. 28. d. Klængur bp. Þorsteinss. 1176.
Marz 1918.
Fd. 1. d. Lauritz lögm. Oottrup 1721.
Ld. 2. f. Leo páfi VIII. 1810.
1 9. v. vetrar.
Marz. 3. sunnud. í föstu 1918.
Sd. 3. Jónsmessa.
Md. 4. f. Sig. Breiðfjörð 1798.
Þd. 5. d. Oddg. Stephensen 1885. Síð.kv.
11,44 e. m.
Md. 6. d. Hallkell ábóti 1244.
Fd. 7. d. Fogazzaro 1911.
Fd. 8. Alþingi endurreist 1843.
Ld. 9. d. Snorri lögm. Narfason 1332.
20. v. vetrar.
Bókaútlán
til lestrarfélagsmeðlima fara héreftir fram
á sunnudögum frá kl. 1—2 e. h., meðan
messað verður síðdegis.
Hannes Jónasson.
Ástæðan fyrir því, að Siglufjörðnr
þarf að fá nya kirkju, er ekki sú
hin sama sem svo víða annarstað-
ar að kirkjan sé orðin svo gömul
og hrörleg, heldur sú, að hún er
of lítil, og fullnægir ekki bænum.
Jafnframt því, sem talað hefir ver-
ið um að byggja nýa kirkju, hefir
einnig verið talað um að byggja
hana á öðrum stað en kirkjan stend-
ur á nú, og það þarf skilyrðislaust
að gera, og er fyrsta ástæðan sú,
að plássið þar er of lítið. Önnur á-
stæða er sú, að kirkjan, alveg eins
og sjúkrahúsið, verður að byggjast
á áberandi stað, svo séðst geti, að
kirkja er í Siglufirði, og það hvað-
an sem litið er, hvort heldur er af
höfninni eða úr bænum. Eg minn-
ist þess, að farþegar sem eg hefi
hitt á skipum, hafa oft spurt mig
hvar kirkjan væri, þeir gætu ekki
komið auga á hana.
Pá er þriðja ástæðan, og hún er,
að bærinn þarf að fá autt svæði
fyrir skemtigarð, og leik eða íþrótta-
völl fyrir æskulýðinn, líkt eins og í
öðrum bæjum. Staður sá, sem kirkj-
an stendur á nú, er sá hentugasti
sem hægt er að fá hér, og jafnvel
sá eini, er vonandi að hreppsnefnd
og sóknarnefnd hafi þessa þriðju
ástæðu hugfasta — og þó allar —
þegar kemur til úrslita kirkjubygg-
ingarmálsins.
Að hafa kirkjuna á sama stað í
framtíðinni, kæmi líka mjög í bága
við byggingarniðurskipun í bænum,
en fengi bggrinn svæðið til umráða
má óhætt segja, að Siglufjarðarbær
sé fullkomlega bygður samkvæmt
nútíma skipulagi, og heiðurinn fyrir
að svo er, ber séra Bjarna Þorsteins-
syni einum, og hefir hann með þvf
reist sér óafmáanlegan minnisvarða,
svo lengi sem bærinn stendur.
Mér datt í hug í fyrra, þegar þeir
háu herrar voru að gefa götum bæj-
arins nafn, að þeirhefðu áttað hafa
svo mikið vit í kolli, að láta eina
götuna bera nafn þessa manns,
mannsins sem frá því fyrsta, að farið
var að byggja hér að nokkru ráði og
fram á þennan dag, hefir ráðið um
götulagningu og niðurskipun húsa
í bænum. Hvort honum hefði þótt
nokkuð í það varið; get eg ekki
sagt, en eg álít að flestir Siglfirð-
ingar séu mér samdóma um þetta,
og eins viðkunnanlegt og hljómfag-
urí er að segja: eg bý í Bjarna Þor-
steinssonar götu, eins og að tilnefna
Vetrarbraut, Tjarnargötu, Eyrargötu,
eða hvað þær nú heita.
Það mun hafa komið til tals, að
byggja hina nýu kirkju upp á túni
Jóns Guðmundssonar verslunarstj.
og er sá staður að mörgu leyti góð-
ur, en viðkunnanlegast og tilkomu-
mest væri að hafa hana upp á túni
Jóns Brandssonar. Yrði kirkjan bygð
þar, þyrfti bærinn að kaupa bæði
hið svokallaða Skólahús, og bygg-
ingar Jóns Brandssonar; þetta bak-
aði bænum talsverð útgjöld, en þá
væri líka kirkjan á þeim fegursta
stað sem fáanlegur er, ennfremur
er þar ágætt kirkjugarðsstæði. Pykir
méT all-Iíklegt að í framtíðinni bein-
ist hugir manna að þessu kirkju-
stæði. Færi þó samt sem áður svo
að kirkjan yrði sett átúnJónsGuð-
mundssonar, þá verður að gæta
þess að setja hana ofarlega á túnið,
svo byggingin njóti sín betur til að sjá.
Framh.
La.ga.smid! alþingis.
—0—
64. Lög um dýrtíðaruppbót
embættisrnanna.
Samkv. 1. gr. laganna skal veita
þessum embættismönnum dýrtíðar-
uppbót, meðart verðhækkun sú á
lífsnauðsynjum sem nú er, stendur:
Öllum embættismönnum hvort sem
þeir eru skipaðir af konungi eða
ráðherra. Öllum þeim er eftirlauna
njóta eða biðlauna. Öllum þeim er
störf hafa á hendi í þarfir landsins
að aðalatvinnuvegi. Prestum, hvort
heldur þeir fá laun sín úr landssjóði,
prestlaunasjóði eða í sóknargjöldum
Landsféhirðir og starfsmönnum hans
og skrifstofustjóra alþingis, og öll-
um starfsmönnum Landsbókasafns-
ins. Öllum föstum kennurum við
fasta skóla, ef kenslan verður talin
aðalstarf þeirra, svo og stundakenn-
urum landsskólanna. — Dýrtíðar-
uppbót veitist eigi á árslaun yfir
4600 kr. — Einhleypir menn, sem
ekki hafa dúk og disk, fá enga dýr-
tíðaruppbót, ef árslaun þeirra nema
2450 kr. eða meira. Ef laun þeirra
eru lægri, fá þeir tvo þriðju upp-
bótar þeirrar, er ræðir um í 2. gr.
Samkv. 2. gr. reiknast dýrtíðar-
uppbótin þannig:
Af ársl. 1500 kr. eða minna 40 prc.
» » 2300 » 30 »
» » 3100 » 20 »
» » 3900 » 10 »
» » 4700 » 0 »
og skal reikna millibilið milli þess-
arar hæða eftir líkingunni:
47 mínus x
þar sem y táknar uppbótarupphæð-
ina og x launaupphæoina í hundruð-
um króna.
3. gr. Nú hefir sá, er nýtur dýr-
tíðaruppbótar samkv. 1. og 2. gr.,
börn eða foreldri á skylduframfæri,
enda geti eigi slíkir framfæringar
hans unnið að fullu fyrir framfæri
sínu, og skal þá bæta við dýrtíðar-
uppbót hans 70 kr. fyrir hvern fram-
færing, hafi framfærslumaður ekki
4000 kr. í árslaun eða þar yfir.
4. gr. Landsstjórninni veitist heim-
ild til að verja eftir tillögum póst-
meistara alt að 20 þús. kr. á ári úr
landssjóði til dýrtíðaruppbótar handa
póstum.
65. Fjárlög fyrir árin 1918
og 1919.
66. Lög um að skipa dr. phil.
Guðm. Finnbogason kenn-
ara t hagnýtri sálarfræði víð
háskóla Islands.
1. gr. Við háskóla íslands skal
stofna kennaraembætti í hagnýtri
sálarfræði, bundið við nafn dr. phil.
Guðmundar Finnbogasonar.
2. gr. Auk háskólakenslunnar skal
honum skylt að hafa á hendi vís-
indarannsókn á vinnubrögðum í
landinu og tilraunum til umbóta á
þeim.
3. gr. Hafa skal hann að öðru
leyti sömu skyldur og réttindi sem
»prófessorar« háskólans.
67. Lög um samþyktir um
lokunartíma sölubuða íkaup-
stöðum.
Þessi lög veita bæjarstjórnum heim-
mild til að gera samþyktir um lok-
unartíma sölubúða á þann hátt að
ákveða að kaup og sala megi eigi
fara fram tiltekin tíma í sólarhring,
eða tiltekna daga, svo og að kaup-
menn skuli skyldtr áð loka sölbúo-
um sínum á tilteknum h'ma. — Sam-
þykt sem þannig er gerð þarf stað-
festingar stjórnarráðsins, og gildir
þá til 10 ára, nema breytt sé eða
afnumið áður, en endurnýja má hana
á sama hátt og hún var gerð, jafn-
langan tíma.
Afmæli:
25. febr. Finnur Níelsson, skósmiður.
28. » Lárus Lárusson, trésmiður.
28. » Margrét Meyvantsdóttir, húsfrú.
1. marz Ben. Jónsson, sjómaður.
2. » Wilh. M. Jónsson, bókhaldari.
2. » Björg Sæby, húsfrú.
Mannslát.
Margrét Jónsdóttir á Siglunesi, amma
Björns Jónssonar á Siglunesi og þeirra
systkina, er nýlega iátin í hárri elli.
Næsta blað
kemur út laugardaginn 9. marz.
Vegna
pappírsskorts er þetta blað aðeins hálf
örk, en reynt að þjappa lesmálinu svo
saman sem hægt er.
Nokkrar greinar
sem blaðinu hafa borist verða að bíða
næsta blaðs vegna rúmleisis.
Símfréttir
eru engar í þessu biaði vegnasímabilunar.
Ouðvarður Nikulásson
frá Melbreið.
Par sem hjallar hyljast snjó
og hríð sig byrstir skara,
hann ólst upp fjalla inst í kró,
en út við nyrsta hjara.
Par tilveru þrálátt stríð
þreytir í böndum gaman
meðan fönn og tyrfin tíð
taka þar höndum saman.
F*ar sem mentun mjög er smá,
í metum úrelt kenning.
Steinar vegum eru á
enn þar fyrir menning.
lnn í Stíflu upp hans rann
árdags fyrsti bjarmi;
Samkvæmt reglugerð stjórnar-
ráðsins 23. janúar, um úthlutun korn-
vöru- og sykurseðla, er hérmeð
skorað á alla hreppsbúa sem eru
sjálfum sér ráðandi, að mæta í barna-
skólanum 26., 27. eða 28. febr. milli
kl. 11 og 7, til þess þar að undir-
skrifa drengskaparvottorð um korn-
vöru og sykurbirgðir sínar ogveita
móttöku þeim seðlum er hverjum ber.
Hreppsnefndin.
Þurrabúðarhús með lóðarrétt-
indum á Höfða í Istamóslandi í Fljót-
um, skemma og baðstofa þiljað í
hólf og gólf með alþiljuðu eldhúsi
og góðri eldavél, er til sölu nú þeg-
ar. Semja ber við Eðvald T. Möller
verslunarstjóra Haganesvík.
aflið goða hlaut þar hann
og hugarþrek í barmi.
F*ar sem brekkan blónia val
býður hlýu lyndi,
þar und háum hamrasal
hugurinn festi yndi.
F*ín var lundin læknisfróð,
lagði oft ráð til bóta;
en ilt er þegar efni góð
enga mentun hljóta.
Græddir margra meinin þrá
mun það létt að sanna,
vísu þína eygðir á
upptök sjúkdómanna.
Hollast mundi ýmsum enn
eigin þróttar neyta
því ei sig láta afreksmenn
örðugleika þreyta.
Kappið var þín vöggugjöf
og viljansaflið styrka,
líka var þín höndin hög,
höndin mikil virka.
Gestrisnin þess mæta manns
mundi kostur góður;
gekk því löngum heim til hans
halur vega móður.
Melbreiðar í margir bæ
mjög vel hjá þér undu,
því gestrisninnar atlot æ
einlæg hjá þér fundu.
Hann var íslenskt hraustmenni,
háður oft breyttum kjörum;
ýms hin fornu einkenni
átti í rómi og svörum.
Færði þér elli frið og ró
er flúði hinn varmi dagur
uns að lokum út þinn dó
aftan bjarmi fagur.
Dauðansnóttin dró upp tjald,
dimmu yfir varstu hafinn.
Sofðu rótt und fjalla fald
faðmi Stíflu vafinn.
Benedikt Guðmundsson, fráHúsav.
Klukkan.
Samkv. fyrirmælum stjórnarráðs-
ins var klukkunni flýtt 19. þ. m. um
eina klukkustund. Skal það haldast
til 15. okt. n. k.
„Dagur“
heitir nýtt blað sem byrjað er að
koma út á Akureyri. Ritstjóri er
Ingimar Eydal og útgefendur nokk-
rir samvinnumenn.
r
I Vestmannaeyjum
rak á land á miðvikudagsnóttina
1 seglskip og 17 vélbáta, en brotn-
uðu lítið.
Rússneskt
seglskip hlaðið kolum strandaði
við Porlákshöfn, 4 menn fórust en
2 komust af.