Fram - 20.05.1918, Page 2
64
FRAM
Nr. 17
Aldamót
1818. — 20. maí. — 1918.
Á vorinorgni björtum þú þirtist oss öld;
hin blikandi nýfædda stjarna.
Um hundrað ár næstu þú hefir öll völd,
þinn heiður er lof þinna barna.
Um heill vora átt þú að halda vörð,
flyt hagsæld og blessun í Siglufjörð.
Leiðréttingar
við Aldarminning Siglufjarðar.
Bls. 26, 5. línu: byggingar les girðingar.
»« 51, 26. — : af — norður af.
»« 64, 27. —: Oarshoe ' —- Garshol.
»« 65, 10. -—: Ottason — Atlason.
»« 72, 14. : Andrea —Johandine.
Sjá störfin hér bíða og benda oss framm
á bjartar og farsælar leiðir.
Og sérhver er ekki kys vita sitt vamm
hann veginn að sjáifsögðu greiðir.
En samt þó oss vantar þann sameinda kraft,
er sundur fær slitið hvert tálmandi haft.
F*ú öld átt að kenna’ oss að einingin sterk
er aflið sem framfarir skapar.
Þar dugar ei eins manns né örfárra verk,
er áhuga lýðurinn tapar.
En lýðsins vilji það lögmál er rétt,
er læðinga slítur og molar klett.
Á liðinni öld þá yar einokun steypt
er áður var særandi helsi.
Á framtíðarskjöld vorn sé gull-letri greypt:
'»Hér gróa skal sjálfstæði og frelsi!«
Og ekkert vald fái yfirráð
er orð þau af skildinum geti máð.
Á veginótum heitum að vinna af dáð
þau verk sem að fyrir oss liggja.
Og forsmáum ekki neitt afl eða ráð,
sem engin er minkun að þiggja.
Því hver á að eiga sinn atkvæðisrétt
hvort er hann af lágri eða hárri stétt.
Svo byrjum þá verkin sem bræður í dag,
sem bandamenn einum með vilja.
Oss verður svo auðvelt að efla vorn hag
hver annan ef lærum að skilja.
Og allra vor það er óskin kær
að eflist og blómgist í framtíð vor bær.
Hannes Jónasson.
betur mentir að einhverju leiti, njóta
reynslu þeirra á okkur ókunnum svið-
um, en geyma — geyma vel svo
aldrei glatist — þjóðerni vort, sér-
kenni og menningu, og veita þess-
um gömlu og nýju straumum sam-
an í einn farveg til heiðurs, heilla
og blessunar fyrir land og þjóð.
Siglfirðingar hafaað vorri hyggju
skilið hlutverk sitt og skyldur í þessu
efni. Þeir tóku opnum örmum móti
gestunum, sem komu með lykil hins
gullna gjalds í vasanum, lykilinn að
síldarmiðunum hérna frammi á haf-
inu, lærðu af þeim á örstuttum tíma
og leiddu nýja atvinnugrein og af-
skaplega tekjumikla, síldveiðina inn
í landið, og eru þegar búnir fyrri
og fremur en aðrir landsbúar að
gera hana svo máttarmikla stoð und-
ir íslenska þjóðarbúinn, að henni
verður ekki kipt burtu án alvarlegs
hnekkis fyrir það.
Já, hvað er Siglufjörður nú? .
Því er að nokkru leyti svarað með
því, sem sagt hefir verið hér á und-
an, en ekki nándar nærri til hlýtar,
og í stuttum og takmörkuðum hug-
leiðingum sem þessum, verður því
ekki svarað til fulls.
Siglufjörður er nú í aldarlokin bær
með rúml. 900 íbúum. En það er
lítið sagt með því. Yfir sumarmán-
uðina, meðan síldveiðin stenduryfir,
virðist svo sem íbúarnir hverfi í því
mannhafi, er liingað streymir hvað-
annæfa af landi voru og frá öðrum
löndum til atvinnureksturs og vinnu,
og varla mun of í lagt að telja 5 til
6 þús. manna hér viðloðandi þann
tíma. Siglufjörður er nú í aldarlok-
in þriðji mesti kaupsýslustaður
þessa lands og líkiega mesti sjdfar-
útvegsbærinn. Hagur hans, hvort
góður er eða slæmur, hefir því rnik-
il áhrif á velmegun þjóðarinnar.
Og Siglufjörður hefir nú í aldar-
lokin, samkvæmt nýfengnum sím-
fregnum, borið gæfu ti! þeSs að fá
aðaláhugamáli sínu á síðari árum,
sjálfstjórnarmálinu, framgengt. Hann
er því á aldarafmæii sínu kominn í
tölu kaupstaða lands vors og þó
nokkuð skorti á, að það mál sé af-
greitt svo sem vér hefðum helst
kosið eru bæjarréttindin oss kær-
kominn afmælisgjöf.
Þefta er þá bærinn okkar orðinn
þetta hefir unnist á — en hvað hefir
tapast? Vafalaust er það eitthvað,
sem farið hefir forgörðum í hinum
stórstígu framförum og hraðfara
breytingum síðustu ára, eitthvað,
sem hefði átt að varðveita og mátt
varðveita betur. Vér getum svo fús-
ega viðurkent það. En erum vér
fyrir það ámæiisverðir? Vorleysing-
arnar láta árnar flæða yfir bakka
sína, hreinsa burtu gamla, gagns-
lausa sinuna, mýkja jarðveginn og
metta hann frjómögnum, Stundum
brotna bakkarnir um leið. En engin
ámælir vorleysingunum. Allir vita
að vorið ber sumarið undir brjóst-
unum.
Og svo að lokum — horfum aug-
nablik fram á leið. Allar horíur eru
til þess að tnorgun hinnar upprenn-
andi aldar verði oss sem öðrum alt
annað en bjartur og fagur, en ó-
komni tíminn er að jafnaði og ekki
síst nú, eins og tvísýnt veður, seni
oft ræðst betur en áhorfist. Vér
lcggjum því ótrauðir á haf hinnar
nýju aldar eins og sjógarparnirgömlu
á hið vota haf til bjargar og afia-
fanga. Vér vitum það fyrir víst, að
sami Ijósgjafinn, er lýsti á farinni
öld, muni einnig á komandi tímum
»fyl!a geislum lítinn, lágan dal
og lýsa braut er fólkið ganga skal.«
eru lang óciýrust hjá
S. A. Blöndai.
Ný aðferð við hvalav.
Fiinni bíáhvalir 62 þús. kr. virði
veiddir á 9 sólarhringum. *
--o—
í ágústmánuði í fyrra, var gufu-
skipið »Havman« íilheyrandi Aale-
sunds Fiskeriselskap, forstjóri Elías
Roald, útbúið til þess að veiða stór-
hval, og átti að afspika hvalinn úti
á rúmsjó, á sjálfum veiðistaðnum,
því samkvæmt hinum norsku lög-
um um hvalaveiðar, sem eru lík
hinum íslensku, þá hafa hvalveiða-
skip ekki Ieyfi til að draga hvalina
til lands, eoa innfyrir landhelgislín-
una. Mönnum var mjög umhugað
um að vita hvernig þessu fyrirtæki
reiddi af, því hér var um þýðingar-
mikið atriði að ræða, sem gat haft
mikil áhrif í framtíðinni. Mikaelsen
skipstjóri á »Havman« segir svo frá:
»Við fórum frá Aalesund til Trom-
sö, þaðan lögðum við til hafs, og
höfðum stefnu á Björnöen sem ligg-
ur nálægt Spitsbergen. Þar hittum
við strax hval, og í 9 sólariiringa
samfleytt urðum við að vera við
vinnu, næstum án þess að neyta
nokkurs svefns, höfðum við þá feng-
ið 5 bláhvali, sem við álítum að
muni jafnast á móti 35 andarnefjum,
eða 62 þús. kr. virði.
Tíunda daginn gerði hvassan vind
af norðvestri, og héldum við því á
leið heim til Noregs.«
Það hefir verið álitið að ófært væri
að ná spikinu af hvalnum úíi á rúrn-
sjó, en það sýndi sig í þessari ferð,
að erfiðleikarnir voru ekki meiri en
svo, að það var vel framkvæman-
legt. Þegar búið er að drepa hval-
inn er pumpað inn i hann ineð vél-
\nni samauþjöppuðu lofti, til þess
að hann fijóti betur. Með hjóltaug-
um og sterkum krókum, er svo
hvalnum bylt til, meðan veriðerað
að flá af honum spikið. Þegar það
er búið er stungið gat á maga hvals-
’ns, og sekkur þá skrokkurinn.
Eftir síðustu fréttum frá Noregi
er útiit íyrir, að hin velhepnaða til-
raun með »Havman« verði til þess
að hvalaveiðar með þessari aðferð
verði reknar í stórum stíl.