Fram - 01.06.1918, Qupperneq 3
Nr. 19
FRAM
77
17. Júní.
Pá er fyrirhugað að sýna þær íþróttir er hér segir: Langhlaup 3000
m. Spretthlaup 150 m. Sund 50 m. Róður og Glímur. Þeir er vilja taka
þátt í hlaupunum eru beðnir að snúa sér til Sigurðar Finnbogason-
ar, en þátttakendur í sundi og róðri til Snorrm Stefánssonar, ogþeir
sem vilja glíma til Steinþórs Hallgrímssonar, og þarf því að vera
lokið fyrir 3. júní.
Nefndin.
Cylinderolía,
Koppafeiti <>g mótorpakkning
fæst í verzlun
Sig.Sigurðssonar
Melis:Strausykur
ódýrastur í
verslun Sig. Kristjánssonar.
„Fram“no.71Q18
er keyft á prentsmiðjunni.
Nýkomið til Stef án s:
Axlabönd á drengi og fullorðna, sérlega ódýr, Glans-
tvinni & Hörtvinni, Rúmteppi, Manchettskyrtur, Sp®rt-
skyrtur, Gummiflibbar, Flibba&Manchethnappar, Sokk-
ar, Siffurgarn, Spil. KRYDDVÖRUR: Svartur Pipar
Negulpipar (Aallehaande) Mustarður, Gerduft, Kanel o.fl.
Ennfremur Smá-Sago, Sultutau, Ö1 o. fl. •. fl.
Athugið verð og vörugæði hjá STEFÁNI. — Pað kost-
ar ekkert!
Feikna birgðir af
Konfect og átsúkkulaði
nýkomnar í
verslun Sig. Kristjánssonar.
Speiglar
°g
myndarammar
ódýrastir í
versl. Sig. Kristjánssonar
Hrein tóm
Meðalaglös
kaupir
Helgi Guðmundsson
læknir.
Hveiti
Og
Haframjöl
er best að kaupa í
versluninni
AALESUND.
Gamla og nýja lifur kaupir
O. Tynes.
100
»Haldið þér virkilega að hann sé sá klaufi að hann hafi
ekki séð vel fyrir öllu ?« svaraði Mr. Pemberton hlæjandi.
Gamli Dickson hristi höfuðið.
»Eg skil það ekki. Höfuóið á mér er víst orðið of
gamalt til að grípa þetta.«
»Pað er ofur einfalt,« svaraði Mr. Pemberton. »Barons-
frúin er farin til Parísar, hefir sest að á hótel Frakkland, og
tekur þar á móti bréfum til manns síns. Á meðan kemur
baroninn sér fyrir hér. Þegar svo baronsfrúin kemur aftur
þá spái eg því að gula hárið verði horfið, og svart komið
í staðinn. Alt er svo vel útbúið að engann grunar neitt, nú
verður máske bústaður þeirra á þriðjalofti einhversstaðar í
einni af þrengstu götum Lundúna. Pér verðið að gæta að
því Dickson, að glæpamaðurinn verður að haga sér á sama
hátt og leynilögreglumaðurinn, með dulbúning og nafna-
breytingar, en hann er margfalt betur settur, leynilögreglu-
maðurinn er bundinn við margt, sem hann ómögulega get-
ur séð fyrir, og blöðin, sem hæða hann ef honum mistekst,
gefa oft glæpamanninum upplýsingar um hvað lögreglan er
að gera.«
Meðan á þessu samtali stóð, voru þeir komnir að síma-
stöðinni. Mr. Pemberton gekk inn, skrifaði nokkur orð á
eyðublað, og rétti símritaranum.
»Jæja Dickson« sagði hann, og hnepti að sér yfirhöfn-
inni. »Á morgun getum við búist við svari frá frönskulög-
reglunni, og eg þori að veðja að það hljóðar svona:«
»Baron von Sahlmann þekkistekki. Baronsfrú von Sahl-
rnann býr á hotel Frakkland.«
»Pegar eg er búinn að fá þetta símskeyti, þá ætla eg
97
Dagurinn leið rólega, einginn sem nokkuðgrunsamt var
við gekk inn í húsið, eða virti það fyrir sér. Um kvöldið
kom Williams, og leysti Dickson af verði sem hélt til Lawn
Road til þess að gefa skýrslu.
Hann var hálf argur yfir að hafa ekkert orðið var við
kvenmanninn með gula hárið, en Mr. Pemberton huggaði
hann með því, að baroninn myndi ekki af baki dottinn, og
hann myndi bráðlega láta sjá sig í Irtonstræti.
Eftir þannig að hafa hughreyst Dickson leit Mr. Pem-
berton á úrið.
»Klukkan er sjö, mér þætti gaman ef þér vilduð ganga
með mér til Camden Town.«
»Til Camden Town! Pá líklega til Albertvegar,« sagði
Dickson.
»Alveg rétt, ti! Albertvegar 23,« sagði Mr. Pemberton
og klæddi sig í yfirhöfnina.
»Ætlið þér þá að heimsækja baroninn?« sagði Dick'son;
hann var í sjöunda himni yfir þessum göngutúr með hin-
um fræga lögreglumanni.
»Ekki beinlínis, en eg ætla að gefa gætur að inngangi
hússins,« svaraði Mr. Pemberton.
Gamli Dickson néri saman höndunum af ánægju, hann
bjóst við allra handa æfintýrlegum atburðum.
»Eg þarf að ná í þessa þriðju persónu í sorgarleiknum,
Mr. Jones, sem oft heimsækir baroninn,« hélt Mr. Pember-
ton áfram. »Eg verð að áiíta að hann komi til hans helstá
kvöldin, því þjónninn lýsti honum sem ruddamenni, sem
baroninum líklega þykir lítill sómi að í húsum sínum um
hábjartan daginn.«