Fram


Fram - 05.10.1918, Blaðsíða 3

Fram - 05.10.1918, Blaðsíða 3
Nr. 39 FRAM 155 Blossar. í augun legg eg alla mína sál er á þig horfi, lít þú svo til mín. Og látum þannig tendrast b.íl við bál er bjartara en himinsunna skín. Ei finnast bönd er blossar eytt ei fá er brjótast fram í tign og mikilleik. En svo má fara, að sjót er horfir á til sviða finni og þoli ills reyk. f*að bál við tendrum blossar máske hratt og brunarústir skyndilega sjást; en hirðum ei ef höfum liíað glatt og hlotið fyllingþess sem nefnt erást. Nú kem eg brátt, mérfund þinn fiyti á, ú fagra, Ijúfa himinborna mær. á gleymum öllu er hindrar hjart- ans þrá svo hljómi strengur hver er ástin slær. Ölver. K*rtöflu verðið. Þess var getið nýlega hér í blað- inum, að hámarksverð hefði verið sett á kartöflur frá 1. septemberog væri það 42 kr. tunnan. Til frekari skýringar skal það tek- ið fram, að samkvæmt auglýsingu lögreglustjórans í Rvík, gildir há- marksverðið aðeins um innlendar kartöflur, og er á þessa leið: í Rvík og sunnanlands frá Hítará að Skeiðará, ef keyft eru í einu 50 kgr. eða meira 38 aura kgr. og í smærri sölu 44 aura kgr. Annarstaðar á landinu, ef keyft eru í einu 50 kgr. eða meira 42 aura kgr. og í smærri sölu 48 aura kgr. Hér á Siglufirði má því enginn selja innlendar kartöflur fyrir meira en 21 kr. 7t tn. sekk, og ekki fyrir meira en 48 aura kgr. í smásölu. Bæjarfré ttir. —o— Afmæli: 6. okt. Guðm. Fr. Guðni. verslm. 7. — Aðalbjörg Jónsd. húsfrú. 10. — Vilhelinína Norðfj. húsfrú. 12. — Sveinn Hjartarson verkam. Kirkfan. HádegismesSa á morgun. Síidvclöin er nú að fullu hætt á þessu sumri, og hafa verið veiddar frá Siglufirði aðeins tæpar 40 þús. tn. óápakkaðar. Útbúiö frá Landsbankanum er nú full- yrt að koma muni hingað á næsta vori. Ullarverð erlendis. (Eltir blaðinu »Vísir.«) Ull er í geypiverði erlendis, þó að íslensku bændurnir fái ekki nema 4 krónur fyrir tvípundið af bestu ull. í vor keyfti danska stjórnin ull fyrir um 8 krónur tvfpundið hér á höfn, og var það um það leyti sem íslenska stjórnin var að fullgera samningana við bandamenn. Og nú er verðið orðið miklu hærra. Nýlega keyftu Svíar íslenska ull, sem Austurríkismenn áttu í Khöfn, en fengu ekki að flytja þaðan, og urðu Svíar að borga 8 krónur fyrir tvípundið og þar á ofan 5 krónur til Breta, til þess að fá leyfi til að flytja ullina til Svíþjóðar. En í Sví- þjóð verða verksmiðjurnar að borga yfir 20 kr. fyrir tvípundið af þar- lendri ull, svo að þetta verð á ís- lensku ullinni má heita gjafverð. í Svíþjóð er þó hámarksverð á ull, miklu lægra en þetta, en ekkert við- lit að framfylgja því. í þessu sambandi má geta þess, að fróðir menn hafa reiknað það út, að verðfall það á íslenskum afurð- um, sem hin síðasla útgáfa »bresku samninganna« hefir í för með sér, muni nema að minsta kosti 25 milj- ónum króna á ársframleiðslunni. Er það alltilfinnanlegur herskattur, sem með þessu hefir verið lagður á land- ið, og því furða að íslenskir bænd- ur styðji stjórn þá, sem lagt hefir blessun sína á þessa samninga. Sam tíningur. Laugardaginn 31. ágúst brutust her- sveitir Maximalista inn í sendiherra bústaðinn breska í Petrógrað, rændu þar og rupluðu og myrtu kapt. Cromie, kunnan mann af afreksverk- Um í þessum ófriði. Meðal annars var hann foringi hins fyrsta kafbáts er Bretar sendu inn í Eystrasalt, og hafði gengið þar vel fram gegn Þjóðyerjum. Wilson forseti Bandaríkjanna hefir gefið út skipun um það að koma á 23 miljóna manna her í Banda- ríkjunum. Pegar tilkynning þessi var birt, var fagnaður mikill um öll Bandaríkin. Að þrem árum liðnum á þessi her að vera tilbúinn. Pjóðverjar hafa gert samning við verksmiðjur í Hollandi um smíði á 500 eimreiðum og 25 þúsund járn- Nýkomnar vörur frá Englandi til verslun Sig. Sigurðsson- Hárgreiður, heklugarn, keflatvinni hv. og sv., silkitv. í dokkum og á keflum, flibbahnappar og flibbar, manchettskyrtur, manchetthnappar fingurbjargir, tóbakspípur, vasahníf- ar, rúmteppi, borðteppi, borðdúkar, servíettur, silkihálsklútar, vasaklútar, hv. og misl., milliskyrtur, náttkjólar, millibolir, kvenbuxur, kvensokkar, barnasokkar, karlmannssokkar, kven- sjöl, sjalklútar, vatt, lagendowlas karlmannstreyjur o. fl, o. fl. Von á miklu af álnavðru næstu daga. Áreiðanlega hvergi ódýrara í bænum en í verslun Sig’. Sig'urðssonar. AUir þcir er hafa óborg- aða vinnuseðla frá h.f. „Sjösíjarnan“ eru beðnir að framvísa þeim fyrir 10. þ. m. til Sophusar Árnasonar. brautarvögnum. Verður byrjað á smíðinni þegar í stað, en ekkert verður afhent fyr en að stríðinu loknu. Samkvæmt opinberri skýrslu stjórn- arinnar í Washington voru als kom- nir 1.600,000 amerískir hermenn til vígvallanna í Frakklandi í ágústlok. 176 Eins og lesandanum er kunnugt voru þau á leið til óberstans til þess að eiga kaup um líf Kate Ferring, þau höfðu því klæðst sínum bestu fötum til þess að líta sem best út í augum óberstans. »Pau vita ekki hvar óberstinn býr,« sagði Mr. Pember- ton. »Við skulum ganga framhjá þeim í hægðum okkar, það getur vel skeð að við getum heyrt eitthvað af samtali þeirra.« Peir gengu nú framhjá Neck og Nancy og töluðu sam- an. Pegar þeir voru komnir stuttan spöl, var kallað að baki þeim, og sneru þeir þá við, var það Neck-Krigger er kallaði. »Fyrirgefið herrar mínir,« mælti hann. »Getið þér gert svo vel og sagt mér hvar í Willesden baron von Sahlman býr?« »Baron von Sahlman?« tók Mr. Pembérton upp eftir honum, og leit spyrjandi á Dickson, sem hristi höfuðið. »Pér skjátlast Neck,« sagði Nancy sem hafði komið nær »Hann heitir ekki baron von Sahlman, heldur óberst Sanham.« Neck-Krigger hristi höfuðið ergilegur. »Pað er rétt sem kærastan mín segir, hann heitir óberst Sanham sá sem eg er að leita að.« »Pað breytir miklu,« sagði Mr. Pemberton, sem skalf af geðshræringu. »Óberstinn býr í hvíta lystigarðinum þarna með flata þakinu.« Um leið benti Mr. Pemberton á lystigarðinn. Neck þakk- aði fyrir, lypti húfunni og hélt siðan leiðar sinnar ásamt Nancy, sem hneigði sig fyrir þeim Pemberton. »Nú er best að flýta sér í)ickson áður en þau ganga úr greipum okkar,« sagði Mr. Pemberton, og skundaði á- leiðis til gistihússins. Dickson fylgdi honum eftir án þess að«kilja hvaða erindi þeir gætu átt þangað. 173 »Það er ekki vafi á, að það er að undirlagi baronsins að Kate er numin brott úr húsinu í Irtonstræti,« sagði hann við sjálfan sig. »Og að baroninn ekki hefir verið sjálfur við gerir mig órólegan. En ef þessi svokallaði óberst Sanham hefir haft leigða þjóna til ódáðaverksins, þá hljóta þeir að færa honum fregnir um hvernig því hafi reitt af.« Hið síð- asta sagði hann til gamla Dicksons. »Pað er því ekki ómögulegt að við í dag fáum að sjá þennan Jones, sem eitt sinn heimsótti baron von Sahlman, því mér þykir líklegt að baroninn hafi haft hann til hjálpar, eða hann verið milligöngumaður. Og mér skjátlast mikið ef ekki leynir sér einn af glæpamönnum Lundúna undir þessu Jones nafni ef til vill ein þeirra sem við höfum kynst ður, Dikson, það er ekki gott að vita,« Mr. Pemberton hringdi á frammistöðuþjón og lét skrifa sig sem gest á gistihúsinu undir nafninu doktor Fritsvald, og bað síðan um morgunverð. »Hvenær kemur lestin frá Paddington?« spurði hann þjóninn meðan hann var að dúka borðið. »Eftir hálftíma,« var svarið. »Pað er rétt tími til að kingja matnum,* sagði Mr. Pem- berton um leið og hann ásamt Dickson settist að borðinu, tóku þeir síðan til að matast. Ef þjónninn hefði gægst inn um skráargatið, hefði hann orðið undrandi við að sjá að hárið á nýkomna doktornum sem hafði verið grátt, var orðið kolsvart, en skeggið hélt sínum lit. Mr. Pemberton hafði sem sé tekið af sér hárkolluna meðan hann mataðist. Nokkru fyr en lestin átti að koma frá Paddington, fóru

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.