Fram


Fram - 05.10.1918, Síða 4

Fram - 05.10.1918, Síða 4
156 Dansk-íslensk FRAM Nr. 30 sambandslög eru nú samþykkt af alþingi íslendinga. En samkvæmt stjórn- arskrá vorri ber að leggja þau undir atkvæðl milra þeirra I landinu, karla og kvenna, sem kosningarrjett hafa til al- þingis samkvæmt gildandi kjörskrá. Atkvæðagreiðslan er leynileg, og fer fram líkt og alþinglskosningar síðustu ára. Byrjar hún á hádegl laugardaginn 19. þessa mánaðar I barna- skólahúsinu. Menn með atkvæðisrjetti, sem eru staddir hjerþann dag, en eiga hjer ekki heima, geta greitt hjer atkvæði samkvæmt lögum nr. 47. frá 30. nóv. 1914. Peir atkvæðisbærir menn og konur, sem geta ekki komist að heiman þann dag, mega kjósa á heimili sínu samkvæmt nýnefnduní lögum; skal þá vottorð fylgja hversvegna kjósand/ sje eigi heimanfær. En þannig löguð atkvæði verða að vera komin á kjörstað áður en atkvœðagreiðslu er lokið. Sama dag heldur hreppsnefndin fund með hreppsbúutn á sama stað viðvíkjandi sauðfjárböðunum og ásetnlngi bú- penings o. fl. Oddviti Hvanneyrarhrepps. Siglfirðingar eru vinsamlega beðnir að muna eftirað greiða undirrituðum brunabótagjöld sín til Brunabótafélags Islands fyrir 15. október í haust. Þormóður Eyólfsson. á Akureyri hefir nú sem stendur tniklar birgðir af Gosdrykkjum og öli. Þeir háttvirtir viðskiftavinir sem hafa umbúð- ir frá sumrinu, eru beðnir að skila þeim með fyrstu ferðum. Eggert Einarsson. Ein góð stofa * eða 2 lítii samliggjandi lierbergi, óskast til leigu nú þegar. Afgr. v. á. Frumbækur og alskonar eyðublöð prentar Prentsmiðjan. 174 þeir út á skemtigöngu vinirnir: doktor Fritsvald, og prof- essor Turnham. Skemtigangan varð ekki löng, því þegar lestin brunaði inn á stöðina, staðnæmdust þeir augnablik og gengu svo þangað, Nokkrir ferðamenn stigu út, og Mr. Pemberton virti þá nákvæmlega fyrir sér, ef skeð gæti að einhver þeirra væri þessi Jones, er hann brann af löngun eftir að sjá, en enginn þeirra gekk til lystigarðs óberstans syo engar líkur voru til að Jones væri meðal þeirra. »Petta ætlar að fara að verða grunsamt og óskiljanlegt,« sagði Mr. Pemberton víð Dickson. Ef óberstinn hefir nokk- urn þátt átt í því er skeði í nótt, hlýtur hann að vænta að fá fregnir um það í dag. Ef þá ekki einhverjir aðrir, sem hafa haft ástæðu til að ná Kate Ferring á sitt vafd, hafa orðið á undan hinurn,* bætti hann við hugsandi. »Eða þá að óberstinn fer sjálfur til Lundúna í dag.« Mr. Pemberton var í þann veginn að ganga burtu með gamla Dickson, þegar hann sá tvær persónur, karlmann og kvenmann, koma frá vagnstöðvarpallinum, og ganga inn í biðsalinn. Honum lá við að reka upp gleðióp. »Hver skrambinn, Dickson, ágiskanir mínar hafaþáver- ið réttar!« »Sem ætíð!« skaut Dickson inn i. »Parna koma persónurnar sem eiga að færa óberstan- um fregnir um að Kate Ferring sé ekki lengur í tölu hinna iifandi,* hélt Mr. Pemberton áfram án þess að taka eftir því sem Dickson sagði. 175 »Lítið á þau! Sjáið til gamli vinur, það eru gamlir kunn- ingjar sem þarna koma. Nú fer eg að skilja úr hvaða átt vindurinn stendur.« Karlmaðurinn og kvenmaðurinn voru nú komin ut úr biðsalnum, stóðu þau kyr, og leit út fyrir að þau væru að ráða ráðum sínum um eitthvað. »Petta er Neck-Krigger!« sagði gamli Dickson forviða. >Aldeilis rétt, Neck-Krigger og rauða Nancy kærasta hans,« sagði Mr. Pemberton, »alþekt glæpahjú. Pú færð að að sjá að þau eru í þjónustu óberstans, og koma nú til þess að láta hann vita að Kate sé dauð, og að hann geti hættulaust sótt þessar þrjár miljónir sem hin myrta móðir Kate Ferring arfleiddi hana að. En það hefir gleymst að eg er til, og þó eg, vegna ógætni þjóna minna, hafi ekki get- að hindrað að Kate væri nnyrt, þá skal eg þó koma í veg- inn^fyrir að óberstinn fái miljónirnar. Já, Dickson minn, alt þetta mál er bardagi um miljónirnar, og vinni eg sigur, skal eg verja þeim til þess að byggja sjúkrahús, sem eg svo gef nafn Kate.« »Fa!leg hugsun,* sagði Dickson. »En hvernig álítið þér að óberstinn hafi komist í kynni við þessa þorpara?« »Til þess hefir þessi Jones auðvitað hjálpað honum. Eg er viss um að hann hefir einhverntíma komist í kynni við lögregluna. Pað er hann sem hefir tekið að sér að ryðja Kate Ferring úr vegi, og nú sendir hann þessi hjú til óberst- ans. Pú munt fá að sjá að e^g hefi rétt fyrir mér, eg hefi einnig hugboð um, að þessi dagur hafi margt markvert að færa okkur.« Neck-Krigger og rauða Nancy stóðu enn kyr, voru þau í vafa um hvar í Willesden þau ættu að leita óberstans.

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.