Fram


Fram - 11.01.1919, Page 2

Fram - 11.01.1919, Page 2
/ 6 FRAM Nr. 2 lcemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hlutafélág. Ritsijórar: Friðb. Níe/sson °g Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur FriSb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1919. m Bannið. Á þriðjudagskvöldið síðastliðið boðuðu nokkrir menn til borgara- fundar, var hann haldinn í barna- skólanum, og mætti þar fjöldi manna. Tilefni þessa íundar var að komast að niðurstöðu um hvernig skyldi haga sér gagnvart skipi því frá Sví- þjóð er þá hafði komið um daginn. Voru menn á eitt sáttir um það, að koma í veg fyrir að framlengt yrði, skips þessa vegna, bann það er Siglufjörður var settur í vegna afgreiðslu skipa þeirra er hingað komu um jólin. F*ótti mönnum sú bannráðstöfun óréttlát og kendu ýmsum um án þess þó að hægt væri að fá að vita með vissu hverjar orsakir voru til bannsins. Um það hvað gera skyldi, og svo um það hvað gert hefði verið í sambandi við hin áður umgetnu skip, urðu allmiklar og talsvert heitar umræður. Að síðustu var svohljóðandi tillaga frá Stefáni kennara Sveinssyni og Hannesi Jónassyni, borin upp og 'samþykt í einuhljóði: Fundurinn skorar á hreppstjóra Hvanneyrarhrepps að sendaþegarí stað fyrirspurn umþaðtil stjórnar- ráðsins, hvernig Siglufjörður eigi að haga sér gagnvart skipum þeim, sem komahér að sækja síld, til þess að verða eigi settur í sóttkví. Jafnframt skorar fundurinn á hreppstjóra Hvaaneyrarhrepps að sjá um aö als engin mök eða samgöngur verði við skip þau er kunna að koma. Hreppstjórinn sneri sér fyrst til sýslumanns Eyjafjarðarsýslu og æskti eftir að hann kæmi málinu áleiðis, en þar eð hann viidi ekkert sinna því, sendi hreppstjórinn fyrirspurn- ina beina ieið tii stjórnarráðsins. Barnaskemtun. Kvenfélagið »Von« hélt skemtun fyrir börn þann 6. og 7. þ. m. í leikfimishúsinu. Félagið stofnaði til skemtunarinnar og hafði alla umsjón með henni, en frá meðlimum Kaup- manna og verslunarmannafélagsins voru því sendir peningar, er ganga skyldu upp í kostnaðinn. I skemtun þessari máttu öll börn taka þátt að fimtán ára aldri. Mættu þau yngri fyrrakvöldið en hin eldri síðara, þó voru nokkur börn bæði kvcldin. í húsinu var jólatré, döns- uðu börnin og gengu í kringum það, var leikið á orgel á meðan og stund- um á harmoniku. Veitingar fengu börnin, og einnig fjöldi af fullorðnu fólki er ýmist kom til þess að hafa eftirlit með börnunum og skemta þeim, og til þess að horfa á þau sér til skemtunar. Og þar gaf á að líta. Pað var sannarlega glaður og fallegur hóp- ur. Ánægjan og gleðin kemur aldrei eins skýrt fram eins og á barnsand- litunum, þar koma tilfinningarnar Ijóslega fram óduldar og yfirdreps- lausar. Börnin voru sannarlega glöð, það var unun að horfa á þau. Ó- sjálfrátt hvariaði hugur manns til framtíðarinnar, til þess hvað liggja myndi fyrir þessum glaðværa barna- hóp í lífinu, sem sjálfsagt verður margbreytilegt, bæði gæfaogógæfa. Kvenfélagið »Von« hafi þökk fyr- ir að gleðja börnin. Mörg af -þeim börnum sem hér eru eiga fáarjafn- glaðar stundir og þau áttu þessi kvöld. Kvenfélagið hefir áður í vet- ur glatt marga, sem heldur eiga þröngt í búi, með fatagjöfum. Fyr- ir hönd þeirra er það hefir glatt og rétt hjálparhönd bið eg því allra heilla. Ölver. Yfirlýsing. þar eð eg hefi orðið þess var, að meðai margra annara iygasagna, sem ganga hér staflaust meðal fólks bæði á þá menn sem unnið hafa að af- greiðslu skipanna og einnig á sjáifa skipshöfnina, er sú, að um borð í þessum tveim skipum »Rövær« og »Tiro» hafi komið upp veiki á meðal skipverja meðan skipiu lágu hér á höfninni. Og að við sem höfum með afgreiðslu skipannaað gera hefðum haldið þessu leyndn, þá vil eg hér með lýsa þessar sögur tilhæfulaus ósannindi og því til sönnunar láta birta eftirfarandi yfirlýsingar frá yf- irmönnum beggja skipanna undir- skrifuð á sömu kíukkustund og þeir sigldu út af höfninni. Vi underíegnede erklærer herved paa tro og love at der under skibets henligg- en her ekki har forekommet noget tilfælde av sygdom, deribiandt »spanske syke« og at den heller ekki har forekommet tidlig- ere blandt mandskapet her om bord. Siglefjord den 8. jan. 1919 Jens Nilssen Otto Paust lte styrmand. förer af s.s. »Tiro« Sandefjord. Undirskriftina staðfestir Siglufirði 8. jan. 1919 Guðm. Hafliðason hreppstjóri. Bekræfter herved paa tro og love, at nu naar jeg idag forlater Siglcfjord havn om bord i mit skib ikke findes en eneste syk mand, og ei har der forekommet nog- et sykdoinstiífælde under opholdet her, ligesom der tidligere heller ingen sygdom her været om bord Siglefjord den 8. jan. 1919 Chr. Fagerland Chr. Hansen lste styrmand förer af s.s. Rövær« Haugesund. Undirskriftina staðfestir . Siglufirði 8. jan. 1919 Guðm. Hafliðason hreppstjóri. Viðvikjandi þeim sem í seinni tíð hafa haft svo annríkt með þá svo- nefndu spönsku veiki og við að út- breiða ósannindi og lýsa vantrausti á sýna meðbræður. Til þeirra vildi eg beina þeirri spurningu hvort þeir gætu ekki fengið virðingar- verðari atvinnu, sem gæti orðið þeim til meira gagns og heiðurs bæði nú og í framtíðinni, þar eð þá vantar bæði rétt og þekkingu til að setja sig sem dómara yfir annaragjörðir. Siglufirði 10. jan. 1919. Ole Tynes. 244 ton. Síðan kvaddi hann umboðsmanninrt, óg skundaði nið- ur stigann. »Sjáurn til,« sagði hann við sjálfan sig. »Nú er eg viss í minni sök. Það verður árangurslaust fyrir herra Schnell að bíða eftir Perlot, en í þess stað mun hann fá heimsókn af lögreglunni, sem rannsakar dálítið starf hans. Mig grunar að baróninn hafi farið til þessa lagasnáps til þess að breyta skjölum eða búa til ný, og trúað gæti eg að þau skjöl snertu Kate Ferring. Mr. Pemberton hraðaði sér til gistihússins oggekk inn til Kate Ferring. »Sjáið þér nú til, ungfrú Ferring. nú hefi eg dregið net- ið svo fast utan um vin okkar baróninn, að hann getur ekki losað sig hvernig sem hann spriklar.« »Og get eg fljótlega fariðaftur til Lundúna?* sagði Kate. »þér verðið að hafa þolinmæði ungfrú,« sagði Mr. Pem- berton; og klappaði henni á kinnina. »Ef við ekki nú eyði- lcggjum baróninn með svo sterkum sönnunargögnum, að hann getur ekki komist út úr gildrunrtt, þá hafið þér hann og drós þá er fylgir honum, yfir höfði yðar alla yðar æfi, og líf yðar verður í sífeldri hættu. En enn þá einusinni vil eg áminna yður um að viðhafa alia varasemi, því ef hann fær minstu hugmynd urn að þér séuð á lífi, þá mun hann ekki skoða huga sinn um að brjótast inn til yðar einhverja nóttina og myrða yður.« í þessu var barið að dyrum og þjónn kom inn. »Eg liefi hér símskeyti til herra Smith frá Lundúnum,« sagði hann. »Pakka yður fyrir, það er til mín,« sagði Mr. Pemberton, »en eru engin bréf til mín?« »Nei engin,« svaraði þjónninn og ætlaði að fara, 249 Og ef svo var, að hann vissi þetta, myndi hann þá ekki tilkynna þeim að ekki væri alt með feldu. Pessar hugsanir brutust um í heila Mr. Pembertons, meðan hann hélt leiðar sinnar til stöðvarinnar í Lawn Road» Fjórðung stundar eftir að hann kom þangað var öllum síma- stöðvum og pósthúsum í Lundúnum tilkynt, að hver sá, er sendi bréf eða skeyti til barónshjónanna í Berlín skyldi tek- inn fastur. Jafnsnemma fékk Mr. Pemberton fulla vissu fyrir því, að hina síðustu daga hefði hvorki verið sent bréf né skeyti til barónsins eða frúar hans. Hann gat því verið nokkurn veginn viss um, að bar- óninn vissi ekkert um það, að Mikkel Fox hefði verið sett- ur í fangelsi, og flúið. :>Kjallari lífsins.« Nóttina eftir að Mr. Pemberton kom til Lundúna, slang- raði maður eftir Elnes Lane, langri götu, seni lá eftir suð- urbakka Temsár. Klukkan var tólf og salla rigning. Maður þessi var klæddur lélegum fötum og tilheyrði auðsjáanlega götulýð borgarinnar. Hann hafði ljóst, slétt- strokið hár, sem stóð út undan gömlum, götóttum hatti. Hann gekk með hendurnar í buxavösunum og blístr- aði fjörugt lag. Pegar hann kom á hornið á Elnes Lane, beygði harm til vinstri handar inn í þröngt stræti. Voru flest hús þar /

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.