Fram


Fram - 22.02.1919, Qupperneq 2

Fram - 22.02.1919, Qupperneq 2
30 FRAM kemur út 52 sinnum á ári. Verð 4 kr. Gjalddagi 1. júní. Útgefandi: Hiutafélag. Ritstjórar: Fridb. Níe/sson og Hannes Jónasson. Afgreiðslu- og innheimtumað- ur Friðb. Níelsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1919. Norðrasagan Ásíin sigrar fæst í prentsmiðjunni. ugu ríki. Ef ekki er tekið fljótt í taumana getur það orðið um seinan. Hinir rússnesku Bolschevikkar í sambandi við þá þýsku, geta unn- ið sigur. Sá sigur yrði auðvitað að eins um stundarsakir, en þó nægur til þess, að veita heimsmenningunni dauðalag. Verkamannafélagið á Akureyri hélt skemtisamkomu 8 þ. m. Var þar fluttur fyrirlestur, sungið, leikið, dansað, teflt og spilað. Fyrirlesturinn flutti Steinþór Quð- mundsson skólastj. barnaskólans og var fyrirsögn hans »Veðrabrigði.« Aðalefni hans var um mismunandi þunga í loftslagi niannfélagsins, sem væri valdandi storma er æddu yfir, þar íil jafnvægi kæmist á. Fyrirlest- urinn hneigðist mjög í jafnaðar- menskuáttina en þó öfgalaust og með allri sanngirni. Sagði fyrirles- arinn kost og löst á hinum ýmsu stéttum mannfélagsins, og fann að göllunum. Fyrirlesturinn var vel flutt- ur og vel saminn, er vonandi að hann verði prentaður, því hann á erindi til allra, og gæti þá vel verið að lesendur hans vektust til nánari athugunar á brestum alira stétta og bótum á þeim. Kvartettinn >Bragi« söng nokkur Iög, og fór það vel úr hendi, þó brá því fyrir að lögin voru ekki vel æfð. Tvö smástykki voru leikin, efnis- lítil, en hægt að hlæja að þeim. Verkamannafélagið á Akureyri er afar fjölment, og samhald og sam- vinna innan þess hin besta. Pað er orðið öflugt vald í bænum sem ræð- ur miklu, svo miklu, að sumum hrýs hugur við og eru farnir strax að kvíða þeim tíma er það hefir náð algjörðum yfirráðum. f*eir, sem lengi hafa verið í meiri hluta, kunna illa við að verða ofurliði bornir, en svo getur alstaðar farið að stormur skelli á, geta þá eins þau tré fallið í skóginum sem lengi hafa staðið, ekki síst ef þau eru farin að feiskjast. Jafnaðarrnenskuhreyfing sú er nú fer um landið fær altaf meira og meira fylgi. En því mætti skjóta að foringjum hennar, að ekki cr heilla- vænlegt að rífa niður það gamla meðan ekki er fyrirsjáanlegt að hægt sé að byggja upp betra. Þó er það til, sem verður að eyðileggja strax vegna þess, að það er orðið spilt og getur sýkt út frá sér. Höll Rússakeisara. Eftir próf. dr. C. Haltermann. Hin nýa höll Rússakeisara var fullsmíðuð 1911. Sem stendurdvel- ur þar engi maður, en vörð heldur þar eftirlitsmaður, sem hefir verið í þjónustu keisarans í 20 ár. Meðan Bolzhevikkar voru i Livadia sætti hann illri meðferð og fékk lítinn mat og ekkert kaup. Eg skoðaði öll herbergin í höll- inni. Hvar sem maður kemur þar, furðar mann á því hve öllu er hag- aniega fyrir komið og á nýtísku- bragnum sem á öllu er. Par eru engin gömul húsgögn, eins og í flestum þjóðhöfðingjahöllum. Alt er nýtt, smíðað af rússneskum smíða- meistara. Af herbergjum á neðsta gólfi er móítökusalurinn tilkomu mestur. Eru þar skrautleg húsgögn, klædd rauðu flosklæði, stórt flygel og stórt skrif- borð. Eftir því sem mér var sagt, kostuðu húsgögnin í þessu herbergi einu 5 miljónir rúbla. Næst er matsalur og eru sæti fyrir 30 menn þar við borðið. Fyr- ir miðju borði voru tveir stólar nokkru hærri heldur en hinir, með háu baki og kórónu yfir. Par höfðu keisarahjónin setið. Uppi á lofti er lítil matstofa. Er þar óvandað borð og sjö stólar. Par mataðist keisara-fjölskyldan þegar eigi voru gestir hjá þeim og var þá engin viðhöfn ger. Öll húsgögn- in í því herbergi eru mjög íburðar- laus og eigi tilkomu meiri heldur en húsgögn á heimilum margra al- þýðumarma. A borðinu var grár vaxdúkur. Á virkum dögum var eigi annar dúkur nolaður, en um helgar var breiddur hvítur dúkur á borðið. Petta herbergi, sem stakk svo mjög í stúf við hin önnur ó- hemju skrautlegu herbergi í höll- inni, átti að vera nokkurskonar tákn þess, að manni gæti liðið vel án viðhafnar og skarts. Og aldrei lá heldur eins vel á keisaranum eins og þegar hann sat að snæðingi í þessu herbergi, ásamt konu sinni og börnum. Var þar oft svo glatt á hjalla að heyra mátti hláturinn í keisaranum alla leið út í garð. Rétt hjá þessu herbergi var skrif- stofa keisarans og þar er hið stærsta skrifborð sem eg hefi séð á æfi minni. F’að er margra metra langt og myndað í hálfhring. Er í því mesti fjöldi skúffa og hólfa. Til vinstri handar við skrifborðið er gluggi með þykku gleri í rúðunum. Er þaðan dýrðleg sjón yfir Svarta- hafið. Næsta herbergi er svefnherbergi keisarahjónanna. Er það hátt undir loft, bjart og hvítmálað. Húsgögnin þar eru klædd hvítum dúki með rauðum rósum. Hjónin sváfu saman í stóru rúmi — að enskum sið. Úr svefnherberginu ergengiðinn í einkaherbergi drotningar og í bað- herberginu stendur enn þá sjúkra- stóll hennar. Hún þjáist af hjartveiki og lét oft aka sér í þessum stóli um höllina. í baðherberginu er og sérstakt baðker fyrir sjúklinga. Næst koma svefnherbergi keisara- dætranna. Eftirlitsmaðurinn sagði mér að þær Olga og Tatjana hefðu sofið saman í öðru herbergitiu en hinar tvær systurnar í hinu. í hverri viku voru þær iátnar skifta um rúm, svo að engin deila risi út af því hver hefði best rúmið. í herbergi keisarasonar lágu enn þá tvær einkennishúfur úr landher og flota og þær hafði keisarinn vana- lega notað. Á lestrarpúlti ríkiserfingj- ans lá ennþá tímaskráin um kenslu- stundir hans. Var honum kent dag- lega kl. 10—11 og 5—6 og helsta námsgreinin var franska. Eftir því sem gæslumaður sagði mér, er rík- iserfinginn víst mjög heilsutæpur, en hann hefir ekki blæðingaveiki eins og oft hefir verið sagt. Annar fótur 'nans er bóginn og þess vegna haltr- ar hann. Rétt hjá herbergi hans er her- bergi leikbróður hans, sem er verka- mannssonur og besti vinur ríkiserf- ingjans. í höllinni er gömul kapella, klædd rauðu flosklæði. Á klæðinu eru göt sem þeir Alexander annar og Alex- ander þriðji hafa slitið, því að þeir höfðu þann sið að hallast upp að veggnum meðan á guðsþjónustu stóð. Af þessum götum má sjá það hvílíkir beijakar þessir tveir drotnar hafa verið. Nikulás keisari vildi eigi að götin yrðu bætt. Þetta átti að vera sílifandi minnirig um föður hans og afa. F*að er eftirtektarvert, að í kapellunni er að eins stóll, handa keisaranum, en enginn handa keisarafrúnni. Hún kom sem sé mjög sjaldan þangað, en í hliðar- kapellu, sem þar er, lá hún oft á bæn tímunum saman ásamt syni sínum. Og að siðustu þótti guð- rækni hennar bera vott um það, að hún væri eigi með öllum mjalla. Keisarinn var mjög kirkjurækinn maður. í svefnherbergi þeirra hjóna er fult af helgimyndum, og þegar keisarinn var á ferðalagi, haíði hann margar helgimyndir í ferðaskrínu sinni. Rasputin fór oft með keisara- fjölskyldunni til Livadia. En hann hafði aldrei aðsetur í höllinni, held- ur í Yalta, og þaðan kom hann svo fundaferðir. Kærustu gestir keisarafjölskyld- unnar voru prinsinn af Hessen, bróðir keisarafrúarinnar, kona hans og börn þeirra. I3eim voru ætluð sérstök herbergi í höllinni, og börn þeirra áttu þar sérstakt leikherbergi. Nikulás keisari hafði mikinn á- huga fyrir vínyrkju, og maður verð ur þess einnig fljótt var, þegar til Livadia kemur. Eru þar stórir akr- ar með vínviði, er bera gul, blá og rauð vínber af bestu tegund og framúrskarandi vel hirt. I Kákasus og víða annarstaðar í ríki sínu átti keisarinn einnig stóra vínakra. í Massandra, hinum megin við Yalta, eru vínkjallarar hans. Eru þar stór en lág steinhús, en kjallararnir eru 20 metra djúpir. Peir eru 7, og mætast allir í einum og sama gangi. Nr. 8 Innilega þökkum við öllum þeini, er á einn eða annan hátt, auðsýndu okkur hluttekningu við fráfall og jarðaiför Páls Björnssonar. Faðir og systkini. Vínin eru þar geymd bæði í tunn- um og eins á flöskum. Efast eg um, að nokkurstaðar í heimi sé eins mikið og fjölskrúðugt vínaval eins og þar. Eg fékk að bragða á nokkrum vínanna. Pau voru öll á- gæt, en höfðu þann ókost, eins og öll vín í Krím, að þau eru bæði of áfeng og sæt, og geta ekki jafnast við hin fínu Rínar-, Mosel- og Bor- deux-vín. Ein tegund Borgundar- víns var þó svo góð, að maður hefði getað ætlað að hún væri frönsk. — Meðan íriður var lét keisarinn selja vín sín mjög ódýrt. Hann 'vildi að eins fá kostnaðinn við framleiðslu þeirra borgaðan, en eigi meira. Vín keisarans gat maður fengið í öllum stærri borgum í Rússlandi, því að þau áttu að sýna Rússum það, að góð vín væri hægt að framleiða þar í landi. Og eigi skorti heldur á það að mælt væri með þeim og þau auglýst. Erl. símfregnir Rvík í gær. Undirstöðuskilmálar frá bandamönnum, um flotaPjéð- verja, eru þessi: Pjóðverjar láti af hendi fyrir fult og alt 8 orustusk/p, 8 beitiskip, 42 tundurspilla, 50 tundurbáta og alla kafbáta sína; hafi ó- nýtt innan hálfs mánaðar kaf- bátastöðvar og hafnir; Kielar- höfn sé afhent; hjálparbeiti- skip afvopnuð ogsíðan skoð- uð; Kaupskip tekin upp í skaðabótakröfur; Helgolands- vígin ónýtt undir umsjón bandamanna. Um framtíð eyjanna er óá- kveðið enn þá. Wiífred Laurier forsætis- ráðherra Kanada andaöist /7. þ. m. Enska stjórnin hefir kvatt vinnuveitendurog verkamenn á fund í Westminster, 27. þ.m. Viðskiftaráðið breska hefir leyft viðskifti við Tyrkland, Bulgaríu og Svartahafshafn- ir Rússa. Fréttir. Vopnfirðingar hafa keypt verslun Orum & Wulfs þar á staðnum með Ióðum, húsuin og öllu tilheyrandi og stofnað kaupfélag, er tekur til starfa á næsta vori. Framkvæmda- stjóri þess er ráðinn Marteinrt Bjarna- son gjaldkeri á Eskifirði. Klukkunni var flýtt um einn tíma 20. þ. m. að tilhlutun stjórnarráðsins. Snjór er nú töluverður á Suðurl.

x

Fram

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.