Fram - 22.02.1919, Side 3
Nr. 8
FRAM
31
J. Aa!!-Hansen, ræðismaður Norð-
manna í Rvík druknaði í fyrrinótt.
»Skuggar,« sjónleikur Páls Stein-
grímssonar hefir verið leikinn í Rvík
og líkar ve!.
»Sterling« fór í morgun frá Rvík
í strandferð og »Gullfoss« ti! Am-
eriku.
Síra Jakob Björnsson síðast prest-
ur að Saurbæ í Eyjafirði, andaðist
14. þ. m. eftir þunga 'legu. Hann
var nærri 83 ára og hafði gegnt
prestembætti í 54x/2 ár.
Siglufjarðarskarð.
Eins og flestum hér er orðið
kunnugt lá leið mín yfir Siglufjarð-
arskarð 22. jan. s. 1. og vildi mér
það óhapp til að eg datt á svelli í
ytri Skarðbrekkunni; rann eg niður
eftir henni og stöðvaðist á neðsta
staurnum sem .grafinn er þar niður
og meiddist eg töluvert mikið á
staurnum. Voru þessir staurar sett-
ir niður fyrir mörgum árum og
strengdur vír á þá ti! þess að fólk,
sem yfir fjallið færi, gæti haft stuðn-
ing af því, en eins og eðlilegt er
hefir vírinn ryðgað í sundur, en ekki
verið endurbættur, hvort það er af
trassaskap eða annara annmarka vegna
skal eg ekki dæma um, en helst
lítur út fyrir að trassaskapur ráði
þar fyrfr, því svo miklu hefir Siglu-
fjörður haft umráð yfir af vír að
hægt hefði verið að fá jafn fáa
faðma eins og þurfa til að strengja
á fyrnefnda staura.
Ekki var meiðslið svo mikið sem
eg fékk á íyrnefndum stað að eg
gæti ekki gengið að mestu leyti
hjálparlaust ofan í Skarðdal og fékk
eg bestu viðtökur þar, var færður
úr sokkunum sem voru blautir og
lánað þurt til að fara í. Einnig var
sent suður í Leyning og Jón Jóns-
son bóndi þar fenginn til þess að
hjálpa til að aka mér á sleða heim
til mín. í Skarðdal var ekki nema
einn karlmaður heima og þurfti þar
af leiðandi að fá mann af öðrum bæ.
Rakka eg Skarðdals fólki innilega fyr-
ir alla þá hjálp og nákvæmni sem
mér var þar veitt. F*á, sem hafa
látið sér það um munn fara að mér
hafi engin hjálp verið veitt í Skarð-
dal, lýsi eg ósannindamenn að þeim
ummæium þeirra.
Kristmar Ólafsson.
Lokun sölubúða.
Nýlega hefir Kaupmanna og versl-
unarmannafélag Siglufjarðar samþ.,
roeð innbyrðis samþ., að loka sölu-
búðum kl. 8 að kveldi, nema mán-
uðina júní, júlí, ágúst og sept. Til-
laga hafði komið fram um að loka
kl. 9 þessa 4 mánuði, en var feld
með miklum meirihluta atkv. Var
samþykt að setja engin takmörk um
lokun búðanna þann tíma önnur en
þau, sem lögreglusamþyktin setur
(klukkan 11.)
í sambandi við þessa ákvörðun
væri fróðlegt að heyra hvað Akur-
eyringar eru að undirbúa hjá sér í
búðarlokunarmálinu, en það er þetta:
Sameiginleg nefnd úr verslunar-
mannafélaginu og bæjarstjórninni,
sem hafði búðarlokunarmálið til með-
ferðar, hefir lagt fram tillögu um
lokun búða á Akureyri, sem lögð
var fyrir bæjarstjórnarfund 4. þ. m.
og er þetta aðalefni hennar: Öllum
búðum skal lokað kl. 7 síðdegis,
nema mánuðina júní — okt. kl. 8
síðd. og opna þær kl. 9 að morgn-
inum árið i kring; þó skulu þær
ekki opnaðar fyr en kl. 12 á hád.
á mánudögum milli kauptíða á sumr-
in. Búðunum skal lokað kl. 4 á
aðfangadag og gamlársdag og allan
daginn 1. des. 17. júní og sumard.
fyrsta. — Var frumvarpi þessu vís-
að til annarar umræðu.
Gaman hefði verið að heyra þær
viðtökur sem þannig löguð tillaga
hefði fengið hjá kaupmönnum hér,
að dæma af þeim viðtökum sem
áðurnefnd tillaga, um að loka kl. 9,
fékk hjá þeim allflestum.
--» «--
P. S.
Á fundi á þriðjudaginn var, sam-
þykti bæjarstjórn Akureyrar ofan-
nefnt frumv. við aðra umræðu, og
verður það síðan sent stjórnarráð-
inu til staðfestingar.
Bæjarfré ttir.
Kirkj&n.
Hádegismessa á morgun.
Jarðarför
Páls Björnssonar fór fram laugardaginn
15. þ. m. að viðstöddu miklu fjöhnenni.
— Fiskifélagsdeildin gekk skrúðgöngu með
félagsfánann í broddi fylkingar.
Fiskifélagsdeild
Siglufjarðar samþykti á fundi 20. þ. m.
að stilla upp lista við bæjarstjörnarkosn-
ingarnar á komandi vori.
MótornámskeiO
verður haldið hér fljótlega, að tilhlutun
Fiskifélagsdeildar Siglufjarðar. Verður Ó-
lafur Sveinsson vélfræðingur, kennari þar;
kemur hingað með »SterIing.«
»Sæunn«
vélskip, eign verslun Sn. Jónssonar á
Akureyri, kom hingað í vikunni og ætlar
að leggja út héðan til hákallaveiða bráð-
lega.
Ungmennafélagið
hélt aðalfund sinn á sunnudaginn var.
í stjóm til eins árs voru kosnir: Ouðm.
Skarphéðinsson form., Jón E. Sigurðsson
féh. og Ólafur Vilhjálmsson ritari, allir
endurkosnir.
Fyrirspurn
hefir Kaupmanna og verslunarmannafé-
lagið sent stjórn Landsbankans í Rvík um
hvort vænta megi að bankinn setji hið
fyrirhugaða útbú á Siglufirði upp á næsta
vori. — Svar er ókomið enn þá.
Hrátjara
í verslun
Stefáns Kristjánssonar.
KAUPIR W UNGA ISLAND?
Útsölumaður
Friðb. Níelsson.
s
Avarp.
Vér undirritaðir höfum verið tíl þess nefndir, að gangast fyrir sam-
skotum meðal lærisveina, samverkamanna og vina próf., dr. phil. & litt.
Isl. Björns M. Olsen, til þess að sýna minningu hans einhvern sóma.
Hefir oss þótt tilhlýðilegast, að máltið verði af honum vönduð olíumynd
og gefin Háskóla íslands, til minningar um hinn mikla vísindamann, á-
gæta kennara og fyrsta rektors hans. Pví, sem kynni að verða umfram
það, sem myndin kostar, mun verða varið til þess að heiðra minningu
hans á einhvern annan hátt.
Samskotin má senda einhverjum af oss undirrituðum, og mun síðar
verða gerð opinber skilagrein fyrir því, sem inn kemur.
Reykjavík, 22. jan. 1919.
Ágúst H. Bjarnason. Sigurður Nordal.
F. h. heimspekisdeildar Háskóla íslands.
G. T. Zoega. Porleifur H. Bjarnason.
F. h. hins almenna mentaskóla.
Jón Jacobson.
F. h. Stúdentafélagsins í Reykjavík.
Síldarstúlkur!
Besta húsplássið,
sem þið getið fengið hér á Siglufirði, ef þið
ætlið ekki að búa heima hjá ykkur yfir síldar-
tímann, er hjá undirrituðum.
pr. S. Goos.
Hannes jónasson.
ótornámskeið
verður haldið á Siglufirði eftir að e.s. ,Sterling‘
er komið þessa ferð. Peir sern ætla sér að sækja
mótornámskeiðið eru beðnir að snúa sér til und-
irritaðs fyrir 1 marz næstk. Peir, sem taka þátt í
námskeiðinu, fá ókeypis tilsögn.
Helgi Hafliðason.
Nýkomið í verslun
Hallgr.Jónsson*'
Vasaklútar, Manchettskyrtur hvítar, Silkihattar, Ballvesti, Dömu og herra
sokkar úr ull og silki, Hnífapör, Theskeiðar, Reykjarpípur, Cigarettur marg
ar sortir. Ennfremur Rúgmjöl, Haframjöl, Flórmjöl, Hrísgrjón, Export
Kaffi, Sykur
alt fremur ódýrt t. d. sykur 1,15 pr. kgr.
Hallgr. Jónsson.