Fram


Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 4

Fram - 21.06.1919, Blaðsíða 4
108 FRAM Nr. 26 Kosningar í Siglufirði til niðurjöfnunarnefndar og endurskoðenda bæj- arreikninganna fara fram í leikfimishúsi barnaskólans í Siglufjarðarkaupstað, föstudag- inn 27. þ. m. Kosningarathöfnin byrjar kl. 1 síðdegis. * Listar skulu afhentir oddvita kjörstjórnarinnar fyrir hádegi 2 sólar- hringum á undan kosningu. í kjörstjórn Siglufjarðarkaupsíaðar 16. júí 1919. G. Hannesson. Bann. Samkvæmt ákvæðum hafnarnefndar er hérmeð stranglega bannað að kasta slori, fiskhausurn, hryggjum, síldarúrgangi, eða öðru rusli í höfn- ina fyrir innan línu frá Söbstaðsbryggju á Stað- arhólsbæ en fyrir utan þessa línu er það því aðeins leyft fyrir austan miðjan fjörð og aðeins til bráðabirgða. An frekari aðvörunar verða brot á þessu banni dæmd ti! sekta. Skrifstofa Siglufjarðarkaupstaðar 18. júní 1919. Lögreglustjórinn. Trjáviðarskip nykomið til undirritaðs, ennfremur Cement, F*akpappi, Veggjapappi, Saumur. Kornið og semjið við undirritaðan, sem þurfið að byggja. Mjög sanngjarnt verð á öllu. Helgi Hafliðason. Lögregluþjónsstaðan í Siglufjarðarkaupstað. Arslaun 2000 kr. Umsjón með höfninni er innifalið í starfinu. Umsókn sendist lögreglustjóra Siglufjarðar innan 25. þ. m. Aðstoðarlögregl uþjónsstaðan í Siglufjarðarkaupstað. Starfinn varir yfir: júlí, ágúst, september, laun eftir samkomulagi við lögreglustjóra. Næíurvarðarstaðan í Siglufjarðarkaupstað. Árslaun eftir sarnkomu- lagi við lögregiustjóra. Umsóknir um stöðurnar með launakröfu sendist lögreglustjóra innan 25. þ. m. Lögreglustjórinn Siglufirði 16. júní 1919. G. Hannesson. Eg undirritaður opna skósmíðavinnu- stofu mína i dag, í búsS Sigur- lattgar Bjarnardóttur. Pósthólf. Ennþá eru nokkur pósthólt’ ótek- in. Þeir sem ætia sér að ná í pósí hólf, snúi sér til Péturs Ásgrímssonar, kaupmanns sem tekur við pöntunum. Gamla og nýa LIFUR kaupir hæsta verði O. Tynes. Þakkarorð. Hjartanlega þakka eg ölJum þeim er á einn eða annan liátt veittn mér lijálp í veikindum mínum í veíur, sérstaklega þó Ouðm. T. Hallgrímssyni lækni er gekst fyrir fjársöfnun mér til handa. Einnig þakka eg af hjarta þeim: Chr. Möller, S. A. Blöndal og Þorm. Eyólfssyni fyrir hjálp þeirra nú í vor, og bið algóð- an guð að launa. Sf. 20. júní 1919 PorkelI Frfðriksson. Vönduð vinna! Magnús jónsson. Rúðugler fæst í Ternplaranum. Lítið brúkuð föt til sölu. Jón Sigurðsson versl.m. Ritstjóri og afgreiðslum.: Sophus A. Blöndal Siglufjarðarprentsmiðja.

x

Fram

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fram
https://timarit.is/publication/34

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.