Fram


Fram - 11.10.1919, Side 2

Fram - 11.10.1919, Side 2
172 FRAM Nr. 42 Hein mótorar bestir ódýrastir. Versl. Sn. Jónssonar. frá Norðfirði, og druknuðu allir mennirn- ir 4 en nöfn þeirra höfum vér eigi frétt. S/áturverð eystra. Á Seyðisfirði eru dilkaslátur á 1,50, slátur af fullorðnu 3,00, af sauðum 4-4,50. Samanber hér norðanlands. Dilkaslátur 2—3 kr. Rolluslátur 4—5 kr. og svo af skárri kindum upp í 10 króntir. Feit-síldarfiski í Noregi er mjög gott um þessar mundir. Hafa nokk- ur af skipum þeim sem hér voru uppi í sumar þegar aflað fyrir alt að 100 þús. króna síðan þau komu heim í byrjun sept. Heyrst hefir að Einar Arnórsson prófessor sé orðinn pólítískur meðritsjóri »Morgunbláðsins« og »ísafoldar.« Fjáriögin. í frumvarpi stjórnar- innar voru tekjur áætlaðar c. 7 3|4 miljón kr. en útgjöldin rúmar 8 milj., eða tekju- halli nær 350 þús. kr. Eins og fjárlögin fara frá þinginu eru tekjurnar áætlaðar rúm 10112 milj. en gjöldin rúmar 93|4 milj. Er því tekjuafgangurinn c. 3|4 milj. kr. NB. »fyrst um sinn áætlað.« Borg kom til Akureyrar í dag, vænt- anleg hingað á mánudag. Eri. símfregnir. —09— Kpmh. 30. sept. ítalir ákveðið setja Fiume undir herstjórn. Ping ítala leyst upp. 4. okt. Á friðarfundinum hafa friðarsamningarnir verið staðfestir með 372 atkv. gegn 53. Berlín 5. okt. Demokratar hafa komið tveim mönnurn í nýju stjórn- ina. Schiffer dómsmálaráðherra og Kock utanríkisráðherra. London 5. okt. Wilson er veikur. Járnbrautarverkfallinu enska lokið. París 6. okt. Friðarfundurinn krefst þess að stofníundur Alþjóðabanda- lagsins verði haldinn strax í París. Berlín 7. okt. ítalir og Rúmenar hafa gert með sér samninga. Rúmenar herja á Jugo-slava, Frá Madrid símað 7. okt. að alls- herjarverkfall sé þar yfirvofandi. Bandamenn afvopna flota sína. Atkvæðagreiðslunni um algert vín- bann í Noregi er lokið. Og varmik- ill meiri hluti með banninu. Innl. símfregnir. 1. okt. drukna tveir menn í þing- vallavatni. Kíghóstinn er í ó húsum í Rvík. Guilfoss fór frá Höfn 8. þ. m. Um framboð til Alþingis er frétt úr tveim sýslum, Gullbringu og Kjósarsýslu ogeru þar 5 frambjóð- endur: Jóhann Brautarholti, Bogi Lágafelli, Björn Grafarholti, Einar Rorgilsson, og Davíð Kristjánsson. Mýrasýslu, ogeru þartveir komnir. Davíð Borsteinsson Arnbjargarlæk, og Andrés, Síðumúla. A hverju byggist framtíð ísl. þjóðarinnar? Eftir Jóh. Sch. Jóhannesson. —OO Niðurl. Flestir segja meiri peninga, En sum- ir telja uppeldi æskulýðsins og gott siðferði þýðingarmest. Peir svara þessari spurningu á marga vegu. Guðm. Guðmundsson skáld segir: >Par sem siðgæði er sþilt og um sakleysi vilt, þar er siðferðisþrot, frelsi og menn- ingin dauð, því er hlutverk vort það, best að hlúum vér að æskuhreinleiknum, þjóðanna fram- tíðarauð.« Hann telur því siðgæði meginstyrk þjóðfélagsins. Vér íslendingar höfum sem bet- ur fer, ekkert að segja af hinum verstu hörmungum og sumum glæp- um sem viðgengst víða utanlands. En mannúðar starfsemi var hér lengi Iítil. Fórn fúsir mannvinir hafa verið hér næsta fáir, en þeim fjölgar, Fleiri og fleiri segja með Sig. Júl. Jóhannssyni »Guð minn, ef skæðir skuggar skyggja um lönd og ál, gjör mig að litlu Ijósi, lýsandi hverri sál. Guð minn, ef einhver grætur, grátur ber vott um sár, gjör mig að mjúkri hendi, megnandi að þerra tár.« En þetta erkjarni kristindómsins. »Látið sama lunderni búa í yður sem var í Kristi,« segir einn vitur og vel kristinn maður. Pað er eng- inn efi á því að ef menn kapp- kostuðu það, yrði lífið betra og bjartara en það nú er. Pað er undarleg sérviska, eg vil segja sérheimska, sem loðir við all- an fjölda þjóðarinnar, að hann kann ekki við að aðrir en prestar tali um guðsorð og góða hluti. En þetta er algengt utanlands að leik- menn og menn í ýmsuin stéttum haldi kristilega fyrirlestra og ræður til vakningar og uppbyggingar og hefir mörgum orðið vel ágengt með að snúa fólki til betri vegar og unnið mannfélaginu mikið gagn. Og flestir slíkir menn gera það af þrá og endurbótaviðleitni en ekki til að fá fé fyrir. En auðvitað þurfa trúboðar og umferðapredikarar tölu- verða peninga til að lifa. Eru víða til sjóðir stofnaðir af efnuðum mann- vinum, sem þeir fá styrk úr er vinna fyrir þetta málefni. Hér á landi veit eg ekki af öðrum sjóði, sem miðar í þessa dtt, en smáritssjóði Jóns lærða, sem styrkir útgáfu kristilegra smárita. Pað þykir líklega sumum það lítilfjörleg framfaraviðleitni að leggja krafta sína fram til þess að kristna land og lýð. En það er meira virði en margur hyggur, Trúmála- ástandið er hvorki meira né minna en undirstaðan undir siðferðisþroska þjóðarinnar og hamingju. Pað álíta sumir ýms trúarbrögð jafn góð og kristindómurinn er. En þetta er fjar- stæða. Merkir menn segja að Búdda- trúin hafi t. d„ þrátt fyrir hina fögru kenningu sína og þekkingu á mannlegum þörfum og lífi, að miklu leyti glatað tækifæri sínu til þess að nota það sem best er í sögu hennar. Og þó vald hennar sé enn þá mjög mikið, þá geti hún ekki haldið sér uppi og því síður útbreiðst með því að lifa á fortíð sinni. Hinduisminn kvað líka bók- stafl. vera að þorna, að minsta kosti hvað snertir veruleg áhrif á siðferði fólksins. Innanlands trúarbrögðin á Indlandi eru að tapa afli sínu og áhrifum og svo er víðar. — Aðrar þjóðir ieggja mikið fé og marga góða menn fram til þess árlega að útbreiða kristindóminn í fjarlægum löndum. íslendingar leggja hvorki til fólk né fé til þessa nauðsynlega verks. Prestarnir eru fáir, óvíða haft guðsorð um hönd í heimahúsum og trúleysi alment sýnist, mér. Lýgi og slúður og ærumeiðandi umtal orðið algengt. Pjóðin er ekki eins göfug og hún var. Drenglyndi, vin- festa og frægðarlöngun hennarminni. En nú eru margir vaknaðir til um- hugsunar um nauðsyn á endurbót- um hugsunarháttarins og ræktun sálarlífsins og vinna að því. Pví andlegar endurbætur eru eins nauð- synlegar og þær verklegu. Skartgripir drotn- inganna. —00— Um þessar mundir er, eíns og kunnugt er, æði-margt af konung- bornu fólki hér í Evrópu, sem hvergi á eiginlega höfði sínu að að halla, þar á meðal drotningar, keisarafrúr og prinsessur, sem nú neyðast til að selja skartgripi sína sér til fram- færslu. Er ekki ólíklegt að perlur þeirra og gimsteinar komist í hend- ur amerískum auðjöfrum og annars bágt að segja, hvað um þá kann að verða. En hvað sem því líður, þá er ekki ófróðlegt að heyra hvern- ig Katrín Radziwill furstafrú lýsir liðinna tíma glysi og skarti viðýms- ar hirðirnar hér í álfu og ber sú lýsing hennar vott nm slíka ógegnd í klæðaburði og lífsháttum öllum, að annað eins mundi hver almenn- ur nútímamaður álíta, að hvergi ætti sér stað nema í heimi æfintýranna eða meðal hálfvitlausra miljónara og miljarðara. Rússnesku keisarafrúrnar fengu hæstan lífeyri allra þjóðhöfðingja hér í álfu. Amma Nikulásar 2. eyddi árlega 10 -lf miljónum króna í sínar eigin þarfir og álíka upphæð í líknarstarfsemi. María Alexand- równa var framúrskarandi gjöful, en - jafnframt því sóttist hún ákaft eftir gimsteinum og kniplingum og var þvi í sífeldu peningahraki, sem Alexander keisari 2. varð að bjarga henni úr. Einkum ágirntist hún perlur og átti slík kynstur af þeim, að þegar hún raðaði þeim öllum á sig, þá huldu þær hana alla frá hvirfli til ilja. Pegar hún sálaðist, urðu börn hennar mjög ósátt um, hvernig skifta skyldi skartgripum hennar milli ættingjanna. Lauk þeirri deilu svo, að perlunum var, að boði keisarans, skift sem jafnast milli Nokkrir duglegir sjómemi geta fengið pláss á m.k. »Njáll« í há- karlalegur i vetur ef þeir koma og ráða sig strax. Sf. 11. okt. 1919. pr. H.f. Hin. satn. ísi. versl, Jón Guðmundsson. allra barna hennar og nánustu ætt- ingja, en þetta mislíkaði þó stórum ýmsuin af keisaraættinni. Auk þessa átti drotningin háls- men og höfuðdjásn af demöntum gert og perlur nokkrar peru-mynd- aðar, er sagt var að væru þær stærstu perlur, sem nokkur maður hefði augum litið. Hálsmenið náði alla leið ofan að mitti og gaf hún það tengdadóttur sinni Maríu Pál- ównu, sem giftist Vladínn'r stórher- toga, næst elsta syni hennar. Petta tiltæki hennar varð einnig að deilu- efni milli hennar og ríkiserfingjans, er seinna varð Alexander 3. — en hann hélt því fram, að þessir dýr- mætu demantar ættu að sameinast fjársjóðum Rómanoff ættarinnar.Peg- ar eftir stjórnarbyltinguna flaug það íyrir, að stórhertogafrúin væri að semja við gimsteinaverslun í London um sölu á skartgrip þessum. Rússneskar stórhöfðingjakonur hafa ávalt verið gefnar fyrir prýði- leg nærklæði. Pegar María ekkju- drotning giftiat, fékk hún meðal annars í heimanfylgju 24 tyiftir nær- klæða, er öll máttu heita einskonar listaverk, og var þetta samkvæmt ganialli venju gjöf frá keisaranum og drotningu hans. Auk þess fékk hún 5 tylftir af ýmislegum knipling- um og kostuðu þeir út af fyrir sig 3 eða 4 miljónir króna. Þá var grávaran ekki síðri og var þar á meðal kápa úr safalaskinni, er kostaði 750 þús. krónur. En þegar drotningin var krýnd, árið 1883, var henni þó gefin búnaður úr svörtu safalaskinni, sem var enn dýrmætari. Þegar hún fór brúðarför sína til Moskva, varð kaupmaður einn vellauðugur svo hrifinn af feg- urð hennar, að hann bauðst til að gefa henni brúðargjöf, en því boði var skýlaust hafnað. Kaupmaður þessi var hniginn að aldri, ókvænt- ur og frámunalega sérvitur. Gerði hann þá erfðaskrá sína . og ákvað þar, að verja skyldi 7L/S miljón kr. til þess að kaupa hið prýðilegasta safalaskinn, sem hægt væri að fá. Gjöf þessa átti svo að færa Maríu Feódórównu þegar hún yrði krýnd en það sem þá var afgangs eigum karls og var auðvitað stórfé, skyldi sömuleiðis gefið henni til líknar- starfsemi. En vildi hún ekki þessar gjafir þiggja, þá skyldi aleigu hans varið til að sjá flækingsköttum í Moskva farborða. Fáum mánuðum síðar dó kaupmaðurinn og leyfði keisari þá, að drotning hans þægi gjöfina. Frainh. Komið tímanlega með auglýsingar.

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.