Fram


Fram - 25.08.1920, Page 1

Fram - 25.08.1920, Page 1
Derbyost Bachstangerost Goudaost Mysuost kaupa allir í M versl. Sig. Sigurðssonar. X*UPPPfl IV. ár. Siglufirði 25. ágúst 1920. 34. blað. t Oddur Jónsson, héraðslæknir í Reykhólahéraði, er nýlátinn 61 árs að aldri. Hann var fæddur 17. jan. 1850 í Pórorms- tungu í Vatnsdal, sonur Jóns Jóns- sonar bónda þar og Sigríðar Jóns- dóttur konu hans. Oddur heitinn útskrifaðist af latínuskólanum 5. júlí 1883 með I. eink. og af læknaskól- anum 2. júlí 1887 sömuleiðis með I. eink. Var fyrst læknir í ;,Vestur- fsafjarðarsýslu, síðan í norðanverðri Strandasýslu, þá í Barðastrandar- sýslu og var veitt Reykhólahérað um aldamótin. Hann var tvígiftur, í fyrra sinn Halldóru Eyjólfsdóttur Waage og í seinna sinn Finnbogu Árnadóttur og lifir hún mann sinn. Oddur heitinn var skarpgáfaður námsmaður og lærður vel, eftir því sem þá var taiið, enda altaf talinn góður læknir. Námsmenn og íþróttir. —oo— Rað er gamall og góöur siður að taka sem svo til orða áður en veizt er að einhverju málefni: Eg ætla mér ekki að ráðast á málefnið sjálft, því að eg er því sérlega hlyntur og mér dylst ekki þýðing þess og yf- irburðir o. s. frv. — en það eru öfgarnar, sem eg vil vara menn við. Á þann hátt hyggjast menn munu fá aðra á sitt mál og firra sig því að verða sakaðir um ofstæki og einstrengingshátt. Eg skal leyfa mér að halda upp- teknum hætti og vildi því sagt hafa — áður en eg fer að hnífla íþrótt- irnar — að það sé í raun réttri ekki íþróttirnar sjálfar, sem eg ætla mér að ráðast á. Eg er þeim fyllilega meðmæltur - innan vissra takmarka — og skil mæta vel þýðingu þeirra og yfirburði. Rað eru aðeins öfg- arnar, sem eg------- Eg er þvi enginn ofstækismaður. Og nú skulum við sjá til. Hvað er það sem mest ber á í dagblöðunum nú á tímum? Tvo mánuði ársins rekast menn þar á einstaka greinar bókmentalegs efnis og jafnt og þétt má líka finna þar ræðustúfa eftirjxezka þjóðmálamenn. Sömuleiðis er rætt um það svo sem hálfs-mánaðar-tíma ef einhverjir vís- indamenn skreppa til Suður-Amer- íku til þess að athuga sólmyrkva, enda þótt athuganir þeirra og þar að lútandi hugleiðingar séu hinar sömu ár eftir ár. En þau hin sömu dagblöð eyða langflestum dálkum sínum undir íþróttirnar á hverj- um einasta degi alt árið út í gegn. Umtalsefnið er ýmist afburðamenn ti! handanna, sem rjúka hver á ann- an í Lundúnum, eða þá til fótanna og sparka hver í annan í Kristjaníu. — Þetta umtalsefni er óþrotlegt. Hvers vegna eru dagblöðin svona fjölorð um íþróttirnar? Lesendurnir vilja svo vera láta, svara þau. En hvers vegna vilja lesendurnir það ? Blöðin hafa vanið okkur á það, svara þeir sumir hverjir. Við skulum ekki skifta okkur af þeim ágreiningi, því að báðir partar hafa nokkuð til síns máls. En niðurstaðan er sú, að íþrótta- greinunum er stráð um dagblöðin eins og .sykri á pönnukökur. Nú þarf enginn framar að ganga út og hengja sig eða berja konuna sína til þess »að komast í blöðin«. Hann þarf ekki annað en stökkva upp í loftið — og með það sama er hann kotninn í blaðið ásamt nákvæmri skýrslu um hæð og lengd stökks- ins. En nú vilja nienn gjarnan sjá sín getið á prenti — og svo fara þeir að stökkva. Það getur nú naumast hjá því farið, að einhver stökkvi hæst eða lengst. Þá er hann um leið orðinn þjóðhetja og kongur allra stökla og blöðin flytja mynd af honum í hvert skifti sem hann stekkur. En nú ber honum líka að höndum reynslutími frægðarinnar og mikil- leikans. Hann verður umfram alt að æfa sig og venja — ganga, standa, hlaupa, sitja, sofa og stökkva, alt á vissum og hnitmiðuðuin tím- um, hann má ekki lesa í rúminu, ekki gera þetta og ekki hitt og svo verður að nudda og núa, strjúka og smyrja allan skrokkinn á hon- um, rétt eins og hann væri einhver daðurdrós frá miðöldunum en ekki sportsmaður og hreystimenni síns eigin tíma. Þetta er það sem kallað . er áð vera listfengur íþrótta-iðkari. Forvígismenn þessarar shreyfing- ar« hafa tekið sér að einkunnar- orðum: Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama. Það er heldur en ekki glæsilegt. En samt sem áður hlýtur hver athugall maður að veita því eftir- tekt, að fyrir þessum snjöllu for- vígismönnum vakir einkum heil- brigði líkamans. Heilbrigði sálar- innar er búist við að komi og varð- veitist af sjálfs dáðum, sé sálin að eins látin afskiftalaus. Og þeir eru heidur ekkert að skifta sér af henni, eins og rétt er af þeim. Það er ekki vert að vera að fást við alóþekta hluti. Það er ekki einu sinni víst, að hún sé nokkur. Eg held nú bara, að þeir séu hreint ekki til, sagði strákurinn um Ameríkumennina hér á árunum. En hvað kemur þetta eiginlega námsmönnunum við? Nú-jæa, ekki er nú samt örgrant um það. í Ameríku og Englandi, sem við einkum tökum okkur til fyrirmyndar, eru það aðallega náms- mennirnir, sem beita sér fyrir íþrótt- irnar og kappróðrarnir á Themsánni eru einn aðalþátturinn í ensku stú- dentalífi. Og Ameríkumennirnir — því að þeir eru nú til, hvað svo sem strákurinn sagði — þeir telja sér auðvitað skylt, sem sannir Vest- urheimsmenn, að ganga feti framar en lærifeður þeirra. Flestir munu hafa séð einhverjar kvikmyndir af amerísku háskólalífi og þetta »!íf« virðist þá vera inni- falið í sífeldum, óslitnum íþrótta- kappleikum. Erlendar símfregnir eru líka stundum að fræða okkur um amerísku háskólana, t. d.: »Harward- háskólinn komst heila bátslengd fram úr Yaleháskólanum« og verði manni endur og sinnum litið í Ame- ríkublað þá er altaf sama viðkvæð- ið með feitletruðum fyrirsögnum: »Skyldi heimsins mesti háskóla- stökkull vera við Yale eða Har- wardháskólann?* »Háskóla-stökkull!« Já, einmitt það! Amerísku námsmennirnir eru vafa- laust sprækastir allra námsmanna, það er að segja þeir, sem ekki hafa þá »hoppað« á sig kviðslit eða hlaupið í sig hjartabilun eða fót- brotnað í knattsparki eða skaðskemt á sér andlitið í hnefaleik. En eru þeir þá eins sprækir til höfuðsins og æskilegt væri? Það er sumt sem bendir til þess, að svo muni ekki vera. Embættismennirnir í hinni ame- rísku dómsmálastjórn mundu fráleitt vera smeykir við að fara í hnefa- leik við hvern Bolsjevikka sem vera skyldi, en það lítur að minstakosti svo út, sem þeir hafi orðið alvar- lega skelkaðir við þá tilhugsun að berjast gegn Bolsjevikkastefnunni og hliðra þeir sér því hjá þeirri bar- áttu með því að gera Bolsjevikka landræka. Þegar menn lesa um allan gaura- ganginn í ameriska herliðinu og lögregluliðinu, er þeyttist um há- nætur í brynjuðum bifreiðum í allar áttir til að handsama og reka úr landi alla gerbyltingamenn eða þá, sem , grunaðir voru um slíkt, þá dettur manni ósjálfrátt í hug, hvort minni umbrot og ógangur hefði ekki getað komið að sömu notum eða betri — eða hvort þeir hávísu amerisku lögspekingar mundu vera búnir að gera svo mörg »hástökk- in«, að þeir hefðu loksins »stökt« öllu skynsamlegu viti út um lapp- irnar á sér. Enginn kann tveimur herrum að þjóna, jafnvel þótt þeir séu eins sámrýmdir og sál og líkami. En hvort er nú námsmanninum fremur áríðandi að læra að »hoppa« eða hugsa? Vitanlega getur hann lært hvorttveggja, en þó er þess að gæta, að það er svo miklu auð- veldara að læra að hoppa og miklu greiðari aðgangur að blaðafrægð- inni þá leiðina. Þess vegna er það svo freistandi að h u g s a ekki nema rétt til heimilisþarfa, en hoppa það sem af tekur. Nýlega var það til umræðu í stú- dentafélaginu, hvar háskólinn mundi vera bezt settur. Meðal annara ræðu- manna var lautinant einn og var sá ekki lengi að benda á heppileg- an stað þar sem auðgert væri að koma fyrir baðstað, sundtjörn, knatt- leiks- og knattsparksflöt, skauta- svelli, skíðabrekku, almennum í- þróttavelli og þar fram eftir göt- unum. Það var einna líkast því sem þessi lautinant áliti háskólann Vera einhvers konar æfingastofnun undir ólympisku leikina. Slíkum manni hlýtur að renna það til rifja að sjá, hve manneskj- an úrkynjast óðum. Því að jafnvel hinn leiknasti Ólympíu-afreksmaður kemst ekki í hálfkvisti við miðlungs Oórilla-apa, hvað íþróttir eða afl og fimleika snertir. * * * * * * * * *

x

Fram

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.