Fram - 25.08.1920, Side 3
Nr. 34
FRAM
133
Askorun.
—oo—
íslendingar!
Heyrið hvatanir og óp landa vorra
og ástvina, fanganna í Rússlandi,
Síberíuog Turkestan, þeir hrópa til
okkar: »Hver einasti fangi hatar Sí-
beríu vg bölvar þeim forlögum, sem
halda honum þar. Hafió þið alveg
gleymt okkur eða eigum við að vera
hér í æfilangri útlegð?«
»Hugsið ykkur bræður ykkar
iiggjandi dauðvona á frosinni jörð-
unni, ráðþrota lækna án lyfja eða
lækningatækja, hungraða vonlausa
menn. Retta er það sem sjúkir land-
ar ykkar verða við að búa. Hugsið ykk-
ur vonlausa heimþrá, sem lamar
oss alla andlega og líkamlega.«
»Pið, ættmenni fanganna, verðið
að vekja Evrópu til meðvitundar um
hina ómannúðlegu meðferð á þús-
undum manna.«
íslendingar!
Látið neyðaróp fanganna endur-
hljóma í hjörtum yðar. Sýnið okkur
að þið finnið til með þeim og ætt-
mennum þeirra, sem þeir hrópa til.
Við ástvinir herfanganna ásamt
öllum austurriskum konum, biðjum
ykkur um hjálp. — Pið, sem hafið
verið svo lánsamir, að sleppa við
hörmungar stríðsins, hjálpið okkur,
sendið okkur peninga til heimferð-
ar ástvina okkar, svo takast mætti
að bjarga þeim föngum sem enn
eru á lífi.
Konur í heimflutningsnefnd
Austurísku herfanganna.
Ávarp þetta og hjálparbeiðni var
sent dönskum konum, sem aftur
hafa sent það út um löndin og biðja
góða menn um hjálp handa þessum
bágstöddu vesalingum.
Fáum er víst kunnugt um, að enn
eru hundruð þúsunda fanga í Rúss-
landi og Síberíu, sem ekki komast
heim, vegna óeirða í landinu og
flutningsteppu. Flestir þessir fangar
hafa nú í sex vetur átt við hinar
ógurlegustu hörmungar að búa í
fangelsunum í Síberíu; og af þess-
um fönguin eru full 90% austur-
rískir og ungverskir.
Við undirrituð skorum því hér
með á alla góða menn og konur
að hjálpa hinum óhamingjusömu
fönguin að komast heim.
Látum þá ekki þurfa að sjá sjö-
unda veturinn í kulda og auðn Sí-
beríu.
Bankarnir taka fúslega við sam-
skotafé.
Reykjavík, 4. júlí 1920.
Jón Helgason biskup. L. Kaaber
Georgia Björnsson. Har. Ní-
elsson. Sigh vatur Bjarnason.
Carl Olsen. Benedikt Sveins-
son. Ragnhildur Pétursdóttir.
Steinunn H. Bjarnason. Krist-
ín B. Símonarson.
Híng-að og þangað.
—oo—
Fágætt atvik.
í vor sem leið fanst maður nokkur, John
Chapman að nafni, liggjandi á fjölfarinni
götu í London og var hvorki ölvaður né
heldur veikur svo hægt væri að sjá.
»Stattu upp,< sagði lögregluþjónn, sem
kom að honum.
»Eg get það ekki,« sagði John Chapman.
»Mér verðnr svo ilt ef eg stend upp.«
Þetta virtist vera alveg satt og var hann
svo fluttur á lögreglustöð og skoðaður
þar af lögreglulækni, en hann var með
fullu ráði og rænu, æðin sló reglulega og
annars engin sjúkdómseinkenni að finna.
»Stattu upp,« sagði læknirinn einnig. »Það
gengur ekkert að mér en mér er ómögu-
legt að standa upp,« sagði John Chapman.
Þá var hann reistur á fætur.
»En þá sá eg, mér til skelfingar, að
maðurinn var btátt áfram að deyja í hönd-
unum á mér, svo að eg lagði hann út af
aftur sem snarast og tók hann þá undir
eins að rétta við,« segir lögreglulæknirinn
í skýrslu sinni. Nú var hann fluttur á
sjúkrahús. »Stattu upp,« sagði læknirinn,
sem tók við honum þar og reisti hann upp.
En það skifti engum togúm. »Hann er
að deyja! Leggið hann út af,« sagði lækn-
irinn. Var svo gert og bráði þá undir eins
af Chapman. Liðu nú svo nokkrir dagar,
að enginn gat skilið hvernig á þessu stæði,
en þá datt einhverjum í hug að skoða
hann betur með Röntgens geislum.
Og nú sást hvernig í öllu lá. í brjóst-
inu stóð hattprjónsbrot, sem hafði gengið
svo langt inn, að hjartað lenti á því þeg-
ar maðurinn stóð uppréttur en kom ekki
við það þegar hann lá á bakið. — Margt
kemur nú fyrir.
utynni hennar — og flytja moksturinn
út í eyjuna. Þeir gerðu þar gríðarmikil
fallbyssuvígi, herskipakvíar og loftskipa-
skála, en nú er alt þetta horfið og jafnað
við jörð og hafa Þjóðverjar verið látnir
vinna að því sjálfir undiryfirstjórn Banda-
manna.
15°j0 afsláttur
gefinn á Sportsvestum, SpiJa-
dósum og Reykjarpípum
í verslun
Stefáns Kristjánssonar.
Manntöfl, Saumakassar,
Munnhörpur, Spil, Anilín-
litir, Höfuðvatn hvergi ódýr-
ara, Barnaleikföng í miklu úr-
vali, Barnaskótau hjá
Stefáni.
Lávarðarnir
Jellicoe aðmíráll og French hershöfð-
ingi hafa verið gerðir að heiðursborgurum
í Lundúnum og sæmdir afardýrmætum
heiðurssverðum. Framkvæmdi borgarmeist-
ari Lundúna þá athöfn að viðstöddu ýmsu
stórmenni og var viðhöfn geysimikil sem
nærri má geta og veizla stór á eftir.
Helgoland,
Vígi Þjóðverja á eyjunni Helgoland í
Norðursjónum eru nú óðum að hverfa
úr sögunui og eyjan að verða eins út-
ts og hún var 1890 þegar Bretar letu
hana í skiftum við Þjóðverja fyrir ítök í
landeignum þeirra á austurströnd Afríku.
Þau 28 ár, sem Þjóðverjar höfðu eignar-
ráð yfir eyjunni, víggirtu þeir hana ramm-
lega og vörðu til þess ærnu fé, eða sem
nema mundi 35 milj. punda, »bygðu« þar
hamraveggi og stækkuðu hana með því
moka upp Saxelfi — eyjan er úti fyrir
Smurningsolíá
Koppafeiti
Steinolía
Fernis
Vagnáburður
Zebra ofnsvcrta ..
Pudsepomade
í dósum í
versl. Páls S. Dalmar.
Til sölu
er góð mjólkurkýr, ennfremur
nokkuð af töðu.
Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins.
106
hugsa um, hvort hann kynni að hafa frétt eítthvað af dóttur sinní.
Pað var orðið svo langt síðan hún fór, að hún hefði getað sím-
að um komu sína til Lundúna og það símskeyti hefði getað
komið með morgunpóstinum.
»F*etta er skárra leiðindalífið,* sagði eg þegar komið var
fram undir morgunverðartíma og gerði mér upp geispa, en Her-
zog var þá sem óðast að ráða fr,am úr einhverju leyniletursskeyti.
»Er nokkuð því til fyrirstöðu, að eg skreppi snöggvast yfir
um til gamla ofurstans þarna hinu megin og skrafli við hann
stundarkorn? Pér getið litið eftir gangdyrunum og séð svo um,
að eg laumist ekki í burt.«
Herzog sneri sér við í sæti sínu við borðið, sem hann var
að vinna við, til þess að geta horft betur á mig, en eg stóð dá-
lítið frá og hallaði mér upp að arinhillunni. Hann hvesti á mig
augun og sagði:
»Mér finst þér nú ekki vera í neitt sérlega góðu skapi núna,
kunningi, og eins býst eg við að Chilmark ofursti sé síðan þessi
yndislega dóttir hans fór frá honum. Ykkur er það víst báðum
fyrir beztu, að þér séuð kyr, en þér getið huggað yður við það,
að eg skal hafa af yður leiðindin með því að fá yður nóg við-
fangsefni eftir morgunmatinn.«
Eg þorði ekki að halda máli mínu til streitu, því aðegvissi
aldrei til hlítar hvað þessi undarlegi maður kunni að hafa séð út
úr mér, Hann sneri sér aftur að vinnu sinni og reykti í ákafa
steinþegjandi er hann hafði svarað símskeytunum og alt þangað
til frú Krance kom með morgunmatinn upp til okkar. Að hon-
um loknum stakk Herzog upp á því, mér til mikillar undrunar,
að við skyldum fá okkur bát og róa út á sjó og enn meira
furðaði mig það, að hann vildi ekki láta bátseigandann fara með
okkur þegar við vorum búnir að fá bátinn.
»Hann vinur minn þarna tekur árarnar og rær okkur eitt-
hvað hérna út fyrir, en við förum ekki nema spottakorn, svo að
103
»Ef hann næst aftur? Hvað heitir sá maður?« spurði hér-
aðsdómarinn hátt og hvelt og leit á mig ómildum augum, er ekki
spáðu mér neinu góðu um málalokin.
»Hann heitir Arthúr Rivington — fanginn, sem flýði úr
Winchesterfangelsinu. Pér hljótið að hafa heyrt hans getið,« sagði
eg og varð um leið dauðhrædd urft að hann færi að spyrja mig,
hvort ^g hefði hitt Arthúr eftir flótta hans eða vissi nokkuð til
hans. Eg hefði þá neyðst til að segja ósatt, því að eg hefði aldrei
farið að játa það fyrir þessum ógeðfelda karlhrotta, að eg hefði
séð og talað við unnusta minn. Af sömu ástæðum mintist eg
heldur ekkert á samsærið gegn Alphington lávarði. Pað hefði
ekki orðið til annars en að gera rekistefnu út úr því, hvaðan
mér kæmi sú vitund og leitt til þess, að Arthúr hefði fundist
áður en honum var borgið. En það kom ekki til, að eg þyrfti á
neinni lýgi eða undanbrögðum að halda.
»Jú, eg hefi eitthvað heyrt talað um þetta,« sagði héraðs-
dómarinn þurlega. »En gerið nú svo vel að bera fram kæru yð-
ar á hinn manninn, sem að réttu lagi ætti að hafa fyrirgert lífi
sínu eftir því, sem yður segist frá.«
Eg færði mig þá nær boróinu og sagði honum upp alla sögu
— hvernig eg hefði komist að þeirri niðurstöðu, að seinústu
orð Klöru Rivington ættu við banamann hennar, hversu eghefði
lagt út í það leita upp hinn dularfulla »Danvers Crane« og hversu
maður sá, er »Marske« hét, hefði iagt mig í einelti og gert mér
fyrirsát á þeim stað, er mér var bent á í sambandi við »Danvers
Crane.«
Gamli maðurinn strauk hárstrýið á skallanum á sér og horfði
á mig með mikilli eftirtekt.
»Roger Marske var þá staddur í þessum erindum á þessum
stað, sem þér lögðuð upp frá?«
»Já,« svaraði eg og hafði engan grun um, að þessi játning
mín gæti orðið mér til ills, því að mér kom ekki til hugar að