Fram


Fram - 25.08.1920, Síða 4

Fram - 25.08.1920, Síða 4
I 134 FRAM Nr. 34 Takið eftir. Verslið við þá sem vilja selja ódýrast, t. d. »Oma«-smjörið (ósúrt) kostar nú 1,70 st. og margt fleira ódýrast í verslun Jónasar Jónassonar. Omasmjörlíki sem hefur lítið eitt súrnað verður selt með miklum afslætti í verslun Sig. Sigurðssonar. Ú tsa 1 a. Fimtud. 26. þ. m. byrjar útsala í verslun Stefáns Kristjánssonar á allsk. Metravöru. —mm 10—15 prc. afsláttur gefinn =^=— ef að tekið er fyrir minst 10 kr. og borgað við móttöku. Athugið að vörurnar eru bæði smekklegar og eftir atvikum ódýrar þar eð þær eru keyptar inn fyrir meira enn ári, og ættu menn því að færa sér þessi kostakjör í nyt á meðan útsalan varir. Þau standa til boða í aðeins eina viku eða til 1. september. Virðingarfylst Kaffi fæst mjög ódýrt í heilum sekkjum í versl. „Bergen.“ Mótortvistur hvítur og mislitur er bestur og ó- dýrastur í verslun Sig. Sigurðssonar. Stefán Kristjánsson. Gosdrykkjuverksmiðja Akureyrar hefur nú mikið af margskonar Limonaði, Sódavatni og Sætsaft. Ýmsar öltegundir frá De Forenede Bryggerier, Kjöbenhavn, sem seldar eru með afar lágu verði til kaupmanna og annara sem mikið taka í einu. E. Einarsson. Fiskibollur fást í versl. „Bergen.“ Olíuföt, Tréskóstígvél, Klossar fóðraðir og ófóðraðir best og ódýrast í versl. Páls S. Dalmar. Clement Johnsen A|s Bergen Norge Telegrafadresse: „Clement" Aktiekapital & Fonds Kr, 750.000. Mottar til forhandling fiskeprodukter: Rogn, Tran, Sild, Fisk, Vildt etc. Lager af Tönder, Salt, Bliktrantönder, Ekefat. Munið eftir Hangikjötinu og Laxinum f Litlu búðinni. Tetleys og Liptons T E, Cacao í dósum og lausri vigt, af- bragðs tegundir, og brent Kaffi lang ódýrast í verslun Stefáns Kristjánssonar. Hebemjólkin fæst í „Bergen.“ Munntóbak (ágætt), RJÓL skorið og óskorið, REYKTÓBAK ódýrast hjá Stefáni. Brúnir og hvítir Silkikvensokkar fást í versl. Páls S. Dalmar. Ritstj. og afgreiðslum. Sophus A. Blöndal. Siglufjarðarprentsmiðja. 104 þessi héraðsdómari gæti haft nokkra hugmynd um, að Arthúr væri staddur á Wighteyjunni og þá ekki heldur, að Roger Marske hefði verið þar. »Og hvar hætti hann að elta yður?« spurði hann enn fremur, »Hvar var það, sem þessi áleitni fantur, er þér hafið lýst, iá í leyni fyrir yður?« »í Mylnuhúsinu við Chipping Wyvern. Rað stendur nú í björtu báli eftir tilraun hans tii að brenna mig þar inni,« svar- aði eg. Loksins hafði mér tekist að hafa áhrif á gamla manninn. Hann hálfstóð upp af stólnum með titrandi varir og kreptan æðaberan hnefann, en eg skildi ekkert í þessu fáti, sem á hann kom. Var það tóm ’gremja út af því, að þetta skildi hafa viljað til í lögsagn- arumdæmi hans? »Mylnuhúsið við Chipping Wyvern — en hvar er þá —?< hrein hann upp yfir sig, en þagnaði svo alt í einu við það, að barið var að dyrum. Var það þjónn einn snyrtilega búinn en þó tilgerðarlaus og nam hann staðar á þröskuldinum hikandi og á báðum áttuin er hann varð mín var. »Nú-nú, Sanders, hvað er um að vera?« spurði húsbóndi hans. »Afsakið, Sir Gideon,« svaraði þjónninn, »Herra Roger er kominn frá London og bað mig að gæta að, hvort þér væruð hérna inni.« Mér varð svo herft við þetta, að mér hafði ekki brugðið jafnmikið allan þennan óhappa dag, því að þarna hafði eg í grandleysi gert að trúnaðarmanni mínum föður þess manns, sem eg var komin til að ákæra. Petta var sem sé Sír Gidéon Marske, hinn nafnkendi fjármálaráðherra, og eg þurfti ekki að virða hann lengi fyrir mér til þess að vita vissu mína um, hvern málspartinn hann mundi styðja. »Segið þér herra Roger að eg sé hér og óski að hann komi hingað inn,« sagði hann við þjóninn, er hneygði sig og gekk burt. 105 Framhald af frásögn Arthúrs Rivingtons. 17. kapítuli. Eiturhylkið. Morguninn eftir að Janet fór, kom Herzog ekki út fyrir hússins dyr, enda þótt veður væri hið fegursta, og friðaði hann forvitni frú Krance með því að skrökva því að henni, að eg væri hálflasinn og yrði að fara varlega með mig, ekki sízt vegna þess, að við værum boðnir til Alphingtons lávarðar þá um kvöldið. En það sem honum í raun réttri gekk til þess að fara ekkert út reyndist brátt vera það, að hann átti von á og fékk líka allmörg símskeyti er komu með stuttu millibili og þörfnuðust öll skjótra andsvara. Hann var svo önnum kafinn við þetta, að hann skifti sér lítið af mér, en misti þó aldrei sjónar á mér. Hann hafði að svo komnu ekkert sagt mér um, hverra ráða hann ætlaðist til að eg neytti til þess að stúta forstæðisráðherranuríi og eg var farinn að gera mér von um, að eg mundi losast við að þrjóskast við Herzog, þetta kvöldið að minsta kosti. Annars lá mjög illa á mér yfirleitt. Eg hafði legið andvaka alla nóttina fram undir morg- un, angurvær og áhyggjufullur um afdrif unnustu minnar, því að mér þótti það ills viti, að Roger Marske skyldi fara með sania skipinu og hún svona alt í einu og upp úr þurru að því er mér virtist og þessi órósemi mín óx eftir því sem á daginn leið. Eg heyrði hvað eftir annað að Chilmark ofursti var að skrafa við húsfreyjuna í herberginu beint á móti okkur og fór eg að

x

Fram

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.