Fram


Fram - 10.06.1922, Side 3

Fram - 10.06.1922, Side 3
f;RAM Nr. 21 77 Við viðlagasjóð (rafv.lán) 11700,00 Við Edvin Jakobsen . . . 467,20 Við Sigurjón Sigtryggss. 10000,00 Við Lárus Jónsson . . . 5750,00 Við Ekknasjóð.............. 893,12 Skuldlaus eign bæjarsjóðs 200224,42 Samtals kr. 254,668,02 Efnahagsreikningur hafnarsjóðs Siglufj.kaupst. við árslok 1921. Eignir. Hafnarlóðin með síldarbr. (Söbstadslóð) skattvirðing 90000,00 Hús á lóðinni............. 26500,00 Fyrirliggjandi trjáviður og skipafestar............. 3000,00 Lóð keypt af H. Söbstad 1917 (kaupverð) .... 15000,00 Hafnarbáturinn.............. 300,00 Aðrar lóðir og eignir hafn- arsjóðs................ 20000,00 Eftirstöðvar við árslok: í sjóði hjá féhirði , . . 1406,86 Samt. kr. 156206,86 Skuldir. Við veðdeild Landsbank- ans, Reykjavík........... 3717,64 — útbú fslandsbanka, Ak- ureyri................. 32000,00 — —Landsbankans, Ak- ureyri (víxill)......... 8000,00 — H. Baasnes............ 10390,00 — Sjúkraskýlissjóð Siglu- fjarðarkaupstaðar . . . 13000,00 Skuldlaus eign . . . 89099,22 Samt. kr. 156206,86 Frá Noregi. Vér áttum tal við útgerðarmann hr. O. Tynes Segir hann að pen- ingakreppa sé töluverð í Noregi eins og hér. Kredit- og Handels- bankinn í Álasundi hafi stöðvað út- borganir, en ríkissjóður bjóði að rétta þá við með því skilyrði að þ'eir báóir slái »pjönkum sínum saman« og verði einn banki, og að þeir sem fé eiga inni í þeim, taki upp i það 15 til 20% í hluta- bréfum bankanna, en afganginn fái þeir útborgaðann. Norðmenn ætla að reka síldveiði utan landhelginnar í sumar í mikið stærri stíl en undanfarið, og leggja alt kapp á, að veróa sem samkepn- isfærastir á því Sviði, bæði hvað veiði og sölu snertir. Megum vér íslendingar eiga von á harðri hríð þaðan, og er ilt til þess aó vita, að vér, með óvitur- legri löggjöf skulum hafa egnt þessa nánustu frændur vora og vini gegn oss, til haráttu sem telja má mjög ósigurvænlega fyrir oss, og er þó verst í því efni það, að síðasta lög- gjöfin skuli vera svo úr garði gerð, að það skuli eiga að skilja hana alveg öfugt við það sem orð lag- anna hljóða. Norskir jafnaðarmenn er mjög æstir út af Spánarsamningunum norsku, og hefir það orðið til þess að utanríkisráðherrann norski hefir farið frá, eins og getið var í síð- asta blaði. — Peir halda því fram, að krafa Spánverja falli að miklu leyti um sjálfa sig, þar sem þeir heimti jnnflutning á miklu meira víni, en Norðmenn hafi brúkað áð- ur en nokkurt bann komst á þar í landi. — Talið líklegt að bannið verði afnumið þar mjög bráðlega, því norskir fiskimenn og fl. stéttir, heimta markað fyrir fiskinn. Verkföll hafa verið á norðurlönd- um í vor, en stjórnir ríkjanna hafa nú skorist í mátin og eru öll verk- föll jöfnuð fyrir gerðardómum og oftast á þann hátt, að kaupgjald verkamanna lækkar um 25 til 40% og hlíta báðir partar úrskurðuin gerðardómanna. Vöruverð í Reykjavík. Tekið eftir skýrslu hagstofunnar. Síðan í stríðbyrjun (júlí 1914) og til aprílloka s.l. hafa þær 58 teg. af vörum sem hagstofan tilgreinir á skýrslu sinni, hækkað í verði að meðaltali um 217%, en síðan í fyrra vor hafa þær lækkað um 16%, um V,% síðan við nýjár, og síðan í okt. 1920, eða þegar verðið komst sem allra hæst, um 31%. Vöru- verð er nú orðið álíka og það var í lok ófriðarins, einmitt þegar vér þóttumst vissir um að nú færi að rætast framúr, og veirðið að lækka. — Það steig í tvö ár, og nokkuð á annað ár hefir þurft til þess að rj^ jöfnuðinum aftur. Er nú von- andi að lækkunin haldi áfram þvf á því er þjóð vorri full þörf. Pessar 58 teg. af vörum sem tald- ar eru í skýrslum hagstofunnar, eru: kornvörur 11 teg, garðávextir og aldin 7 teg., sykur 3 teg., kaffi, Te, súkkulaði og kakao 6 teg., kjöt 9 teg., fiskur, 5 teg., sódi og sápa 4 teg. steinolía og kol 2 teg., feiti, mjólk, ostar og egg 8 teg. Verðhækkunin síðan í apríl í fyrra hefir verið langmest á sykri — 42% þar næst á steinolíu og kolum 38 prc., á brauði 27 prc. á hreinlætis- vörum 22 prc. kornvöru 18 prc. feitmeti, mólk, osti, og eggjum 11 prc. fiski. 14 prc. kjöti 9 prc. garð- Pökk. Okkar innilegasta hjartans þakklæti flytj- um við hérmeð öllum þeim Súgfirðingum og Onfirðingum, sem á svo göfugan og hjartnæman hátt auðsýndu okkur hjálp og samúð við hið sorglega fráfall sona okk- ar Sigurðar Forkelssonar og Ounnars Vig- fússonar sem druknuðu á »Talisman« í vor. Við þekkjum nöfn fæstra þessara eðal- lyndu velgjörðamanna og vina okkar, en þó viljum við þakka sérstaklega kvennfé- laginu »ÁrsóI« á Súgandafirði, sem með hinni mestu prýði sá um og kostaði út- förina að öllu leyti, — svo og húsfrú Sig- ríði Þorvaldsdóttur á Suðureyri sem bæði sýndi frábæra hjálpsemi við sorgaratburð- inn og sem síðar hefir sýnt okkur hina innilegustu hluttekningu í sorginni. Við biðjum guð að blessa þetta góða fólk og laima því þetta góðverk þeirra. Siglufirði 1. júní 1Q22. Foreldrar og systkini hinna látnu. ávöxtuni og aldinum 6 prc. Fiskur hefir mest lækkað frá því á nýjari — 12 prc. — kjöt um 4 prc. sódi og sápa um 5 prc. — Hinar vörurnar minna og kornvara og brauð hafa staðið í stað að með- altali. Síðan í stríðsbyrjun hefir hækk- unin orðið langmest á sóda og sápu eða 311 prc., en minst á kaffi&c. eða ekki nema 114 prc., — á mat- vöru er hækkunin um 200 prc. Vefnaðarvara er ekki tekin þarna með jafnvel þó hún megi að vissu leyti teljast nauðsynjavara engu síð- ur enn kaffi og þessh. Hækkun á henni var afskapleg en nú upp á síðkastið hefir hún lækkað mikið. Pótt skýrsla þessi sé gjörð fyrir Reykjavíkur bæ, þá mun hún þó í aðalatriðum eiga við fyrir landið í heild sinni. 138 »Yður er þá alvara að fara á morgun? Oetið þér ekki verið fáeina daga hjá okkur enn?« »þér eruð alt af eins alúðleg,« sagði hann, »en mér er það ó- mögulegt — eg verð að fara og kem aldrei til Englands aftur. Mér finst annars þessi vika hafa verið eitthvað undarleg og ó- eðlileg,« hélt hann áfram og horfði á hana. »Og þér eruð dóttir Haralds Morningtons! Hann er sannarlega öfundsverður af þvi að eiga slíka dóttur og hann hlýtur að unna yður hugástum!« Hann þagnaði eins og hann biði svars. »Já, það gerir hann auðvitað,* sagði hún og hló vandræða- lega. »Enskir feður eru vanir að unna dætrum sínum.« »Það gera allir feður,« sagði Vicars og hálfstundi við. »Pér hljótið líka að elska hann af öllu hjarta! Að vera einmana í ver- öldinni og hitta svo föður sinn, sem þykir vænt um yður! Pað er engin furða, þó að þér unnið honutn heitt.« sPér talið eitthvað svo undarlega við mig, herra Vicars,« sagði Eva og lá við að tárfella. »Það er ekki fellegt af yður, Auðvitað þykir föður mínum vænt um mig og mér um hann. Hún gat varla komið orðunum upp. »Segið þér mér eitt Eva,« sagði hann alt í einu. »F*egar yð- ur var sagt í æsku, að þér ættpð föður, sem væri landflótta og reikandi um ókunnug lönd — gerðuð þér yður þá aldrei í hug- arlund, hvernig hann mundi líta út?« Hún kinkaði kolli, en svaraði engu. »Og elskuðuð þér hann ekki innilega — eða réttara sagt þá ímynd hans, sem þér höfðuð búið yður til? Og voruð þér ekki reiðubúin til að auðsýna honum alla ást yðar, þegar hann kæmi heim aftur?« Eva kinkaði aftur kolli og vöknaði um augu. »En segið þér mér nú enn fremur, barnið gott,« sagði hann og tók svo fast um hönd hennar, að hana sárkendi til. »Samsvaraði hann nú hugmyndum yðar, þegar hann loksins kom? Og hafið 135 »Fyrirgefið þér,« sagði Vicars. »Eg spurði svona, vegna þess að mér flaug nokkuð í hug, en ekki af eintómri forvitni. Pað var leiðinlegt að mér skyldi detta það í hug.« »Við skulum ekki fást meira um það,« sagði ungi maðurinn öllu þýðlegri, »en hér skilja leiðir okkar og verð egþvíaðbjóða yður góða nótt. »Má eg spyrja,« sagði Vicars, »liver maðurinn er, sem eg á það að þakka, að eg varð ekki gagndrepa?« ^Það er ekki ómaksins vert,« svaraði ungi maðurinn hlæj- andi. »Oóða nótt, herra góður!« en Vicars hélt honum kyrrum. »Mig langar til að biðja yður um — sem sérstakan greiða — að gefa mér nafnspjaldið yðar.« »Með ánægju!« svaraði hinn, tók upp veski sitt og rétti Vicars nafnspjald sitt. Vicars las nafnið, tók blýant upp úr vasa sfnum, gekk að götulukt og skrifaði nokkrar línur aftan á spjaldið. Síð- an veik hann aftur til unga mannsins, sem horfði forviða á hann. »Eg held að eg geti að nokkru leyti endurgoldið yðurþann greiða, sem þér hafið gert mér í kvöld,« sagði Vicars, »en fyrst verðið þér að lofa mér því, að lesa ekki það, sem eg hefi skrif- að aftan við á spjaldið, fyr en eftir tíu mínútur,« »Því lofa eg,« svaraði ungi maðurinn. »Jæja, þá fæ eg yður spjaldið aftur. Oóðanótt!* sagði Vicars og var brátt horfinn sýnum. Gottfreð Mornington — það var ungi maðurinn — stóð kyr stundarkorn og horfði á eftir honum, en gekk svo aftur sömu leið, sem hann var kominn. »þetta var reglulegt æfintýri,« sagði hann við sjálfan sig og hló við. Hann leit á úrið sitt — það var tuttugu mínútur yfir ellefu. »Það kann að vera vitleysa úr mér, en eg get ekki varist þeirri hugsun, að eg hafi séó þennan mann áður, þó eg muni hreint ekki, hvar það var,« tautaði hann við.sjálfan sig. Næstu tíu mín- úturnai var hann að velta því fyrir sér, hver það gæti verið, sem

x

Fram

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fram
https://timarit.is/publication/34

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.