Kennarablaðið - 01.03.1900, Síða 13

Kennarablaðið - 01.03.1900, Síða 13
93 En einmitt það út af fyrir sig, að svo margar skýringar eru nauðsynlegar, sýnir að bókin er ekki barnabók. Um það af bundnu máii, sem tekið er upp í þetta fyrsta bindi, er það að segja, að þrátt fyrir gagnorðar og glöggar vísnaskýringar þeirra, sem búið hafa kverið undir prentun, mun það reynast, að á mörgu heimili er enginn maður fær til að skýra suma þessa kveðlinga fyrir börnum, svo að þau skilji. Af því, sem hér er tekið fram, er ég svo hræddur um, að hinn góði tilgangur: að glæða sögulesturinn, náist ekki. Það er viðurkent, að það sé mikið vandaverk að tala við börn, og þá ekki síður að skrifa fyrir börn. Þeir, sem skrifuðu upp fornsögurnar, hafa ekki ætlað sér að skrifa barnabækur, og þá var ekki von, að sögurnar yrðu það. Það þarf ekki lítinn andlegan þroska til að lesa annan eins texta og fornsögurnar sér til verulegs gagns, meiri þroska en börn innan fermingar-aldurs alment hafa, og það þó að málið væri eigi til fyrirstöðu. En þó að „Þættirnir" verði aldrei barnabók — sem ég er hræddur um, að þeir verði aldrei — þá hafa þeir menn, sem hafa búið þá undir prentun og gefið þá út, unnið mjög þarft verk — að vísu ekki börnunum, heldur fullorðna fólkinu. Kennari. C(nþ reifjniiigskenslu. M6Ö lögum 9. jan. 1880 um uppfræðing barna í skrift og reikningi var reikningskunnáttan gerð að einu aðalskilyrðinu fyrir fermingu barna. Og óbætt mun að fullyrða, að áður en sveitakennarar fóru að fá landssjóðsstyrk, þá hafi þeir lagt einna mesta áherzlu á að kenna þá námsgrein.* Paðvarlíka eðilegt, því fæst heimili voru þá fær um að kenna reikning; þurftu þeir því ekki að eins að leiðbeina börnunum, heldur og hinum fullorðnu, svo að þeir gætu hjálpað unglingunum, þegar kennarinn væri farinn. * Ætli þeir verji ekki enn þá mestum tímanum til hennar? Utgef.

x

Kennarablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kennarablaðið
https://timarit.is/publication/37

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.