Plógur - 18.07.1901, Blaðsíða 2

Plógur - 18.07.1901, Blaðsíða 2
42 ur almennt ekki geta fengið lán, þótt nóg fé sé á boðstólum og þörfin mikil fyrir það. — Þetta hafa aðr- ar þjóðir fyrir löngu fundið, og hafa því verið stofuð lánsfélög til þess að bæta úr þessu. Hin fyrstu lánsfélög voru stofnuð á Þýzkalandi fyrir meir en ioo árum síðan, og hafa fram á þessa tíma aukist og unnið hylli þjóðar- innar. Og til annara landa hef- ur sú alda borist. Þegar utn það er að ræða, að rétta við landbún- aðinn, sé eg ekki betur, en að iánsfélög séu þess eðlis, að mik- ils góðs megi afþeimvænta. Þetta er nýmæli og þess vert, að um það sé hugsað. En fyrst af öllu verður að sjá um, að nægjanlegt lánsfé sé til í landinu með þolan- legum kjörum. Fyrirkomulag lánsfélaga ernokk- uð mismunandi, eftir því til hvers félögin verja fénu. En það er sameiginlegt fyrir þau öll, að !án- þurfar slá sér saman í félög til þess að afla sér lánstrausts. Þeir skuldbinda sig í sameiningu að svara til ailra þeirra peninga, sem hver einstakur hluttakandi fær að láni, og eiga því hægra að fá lán og það með betri kostum. Eg hef hugsað mér, að f hverri sýslu væru t d. 2 lánsfélög (gæti auðvitað eins verið í hverjum hreppi). Félögin kysu sér stjórn, sem annaðist um lánin og allar skuldbindingar. Hænsnagarðar. A seinni árum er hænsnarækt talsvert að færast í vöxt hér á latidi, einkum í kauptúnum og í grennd við þau. En allvíðajhef eg heyrt kvartað yfir því, að hún gæti ekki sem bezt samrýmst við garð- ræktina, vegna þess hve mikil spillvirki hænsnin stundum gera í matjurtagörðum. Þessar kvart- anir eru ekki ástæðulausar, því þar sem hænsnin — eins og al- gengt mun vera hér — eru látin ráða ferðum slnum sjálf, þá geta þau þar sem garðar eru, gert svo mikið tjón, að efasamt verði að það borgi sig að hafa þau. Eg skal ekki dæma um hvort hænsna- ræktin geti orðið hér arðsöm eða ekki. en að eins lýsa undrun minni yfir því, að þeir, sem haf bæði hænsni og matjurtagarða ekki ætla hænsnunum sérslakt afgirt svæði til að fyrirbyggja að þau geri skemmdir á görðunum. Allstaðar erlendis, þar sem hænsni eru höfð, er þeim ætlaðir afgirtir blettir, sem þá er áfast við hænsnahúsið svo þau geta farið út og inn eptir vild. Tii þess að afgirða þessa bletti eru notuð vírnet, og eru þau mjög hentug til þess og afar ódýr. Hent- ugast er að nota vírnet með 21/2 þuml. möskva (eptir því sem möskvarnir eru smærri hækkar verðið). 21/2 al. breiður dúkur af þeir.i kostar hér um bil 40 aura pr. Meter. (1 meter = 38 þuml. og 2,81 lín.).

x

Plógur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Plógur
https://timarit.is/publication/38

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.