Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 3

Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 3
3 ho/rprpógfr Irinn Föstudagur 25. april 1980 „Sjálfsagt að nota þessa klefa til einangrunarvistar’' — segir dómsmálaráðuneytið en engar ákveðnar reglur gilda um það hvenær loka eigi fanga inni í einangrunarklefa fyrir agabrot t framhaldi af viðtalinu við Jóhann Sævar hafði Heigarpósturinn samband við nokkra aðila sem málið snertir. Þorsteinn Jónsson, fulltrúi I dómamálaráðuneytinu var spurður um ásakanir Jóhanns i hans garð, i sambandi við dagbókina. Hann sagði að um misskilning Jóhanns væri að ræða — hann hefði aldrei séð dagbók hans. Hafsteinn Steindórsson fangavörður sem sagður var sitja inni með vitneskju um málið og þetta var borið undir, færðist undan að tjá réttmæti þessara ásökunar. Sömuleiöis sagðist Þorsteinn aldrei hafa tekiö neina ákvörð- un hvorki fyrr né slöar, um að fangi yrði settur i einangrun. Hann kvaðst muna óljóst eftir þessu jarðarfararfrli, en ekki nógu vel til að tjá sig um það 1 fljótu bragöi. Jón Thors, deildarstjóri i dómsmálaráðuneytinu sagði það augljóst að réttindi fanga væru ekki mikil. Þeir væru nú einu sinni lokaöir inni, og þeirra samskipti við aöila utan fangelsins færu fram I gegnum fangelsisyfirvöld, ef undan eru skilin samskipti viö dómsmálaráðu- neytiö. Sömuleiðis kvað hann fangaveröi hafa heimild til að leita i hirslum fanga. En Jón benti á að fangar gætu kært til dómsmálaráðu- neytisins, ef þeir teldu sig misrétti beittir. Þorsteinn Jónsson sagði reglurnar agabrot fanga litlar og fátækleg- ar. Hann sagði þó ákvæði I hegningarlögunum þar sem kveðiö væri á um refsingar sem beita mætti þegar fangar fremdu agabrot. I fyrsta lagi væri um að ræða sviptingu Ivilnana (t.d. tóbak, og bækur) I öðru lagi sviptingu vinnulauna, og i þriðja lagi einangrun, allt að 90 dögum. Það sagði hann lang-algengustu refsinguna. Helgi Gunnarsson, fangelsisstjóri á Litla Hrauni, tók I sama streng, og sagöi reyndar að slðastnefnda refsingin væri sú eina sem beitt væri. „Eitthvað verður að gera til að halda uppi aga”, sagöi hann, ,,Og ekki förum við að flengja menn”. Hann sagðist ekki vilja mæla sellunum bót, en benti á að heilbrigðisnefnd Eyrarbakka hefði skoðað þær fyrir skömmu og taliö I lagi. Ólafur Ólafsson landlæknir, sem jafnframt á sæti I fullnustunefnd, sagðist hafa rætt við fangelsislækni um að ástand sellanna væri ekki nógu gott. „Viö höfum skrifaö bréf”, sagði hann, „og íyst þvl sem við töldum að fara mætti betur”. Ólafur sagöi augljóst að ástand þessara mála væri ekki nógu gott, en taldi sig ekki geta farið aö ræða „einstaka klefa” eins og hann oröaði það. Jón Thors sagði, að á meöan ekki væri annaö til, væri „sjálfsagt að nota þessa klefa til einangrunarvistar. Þeir eru ekki góðir, og æskilegt aö hafa eitthvað annað. Nú er verið að byggja nýja álmu viö Litla Hraun, og þar veröa einangrunarklefar. Meö tilkomu hennar veröur þetta fært I betra horf”. Ólafur Ólafsson benti hins vegar á að þrjú árværúsiðan bygging nýju álmunnar hófst, og sagði að þegar kæmi til þess að úthluta fjármunum þjóðarinnar væru fangar ekki fyrstu mennirnir sem ráöamönnum kæmilhug. „Þetta tekur alltaf sinn tíma” sagðihann. Helgi Gunnarsson, fangelsisstjóri sagði ekki neinar ákveönar relgur til um þaö hvenær loka ætti fanga inni fyrir agabrot. „Þetta er að sjálf- sögðu teygjanlegt”, sagði hann, „enda er ekki hægt að setja svo nákvæmar reglur um t.d. óhlýöni við fangavörö aö aldrei fari milli mála hvort um brot hefur verið að ræða eða ekki. Eg tel, að viö séum alls ekki strangir, þvert á móti. Við lokum fanga inni hafi þeir smyglað inn pillum sem þvl miöur er litið að gera viö þegar fangelsið er svona opið, og ef um grófa óhlýðni er að ræða”. Helgi sagði yfirfangavörö og varöstjóra hafa vald til að setja menn I innilokun, en þeir gefa honum siðan skýrslu. Allar kvartanir fanga kæmu til hans. Fangavörðum hefur ekki veriö vísaö úr starfi, um lengri eða skemmri tima, eftir viöskipti við fanga. Að lokum má geta þess að rafmagnskylfurnar sem fanginn minntist á ibréfi slnu eru ekki heilaspuni. Helgi staðfesti að þær væru til og not- aðar. „Þær gefa állka stuð og rafmagnsgirðingar sem margir kannast við. Þessi tæki eru viðtekin venja I fangelsum á öllum Norðurlöndun- um, enda mikið betra aö nota þetta heldur en að berja menn I hausinn”, sagði hann. 190 daga gæsluvaröhald. „Ég hef aldrei skilið það. Málið var upp- lýst og öllskjöl tilbúin og ég búinn að fá ddm. Samt var ég úrskurð- aður i gæsluvarðhald”. Eftir að hafa afplánað einn mánuð af siöari gæsluvarðhalds- úrskuröinum, var Jóhan'n fluttur á Litla-Hraun. „Munurinn á þess- um stöðum er mikill, og ekki hægt að bera þá saman. t Síöumúlan- um ertu alveg einn, þú mátt ekki tala við neinn og ert lokaður inni allan sólarhringinn. A Litla- Hrauní ertu bara lokaður inni i klefa frá því kl. 20 mínútur i 12 til 8 á morgnana. En þú ert fangi þar lika og losnar aldrei við þá til- finningu. Égvarífangelsil 3ár og þau ár hafa verið afskaplega erfið. Langtimamaður, eins og þeir fangar sem fá Ianga dóma eru kallaöir, verða að hugsa allt öðru- visi en þeir sem kannski fá þrjá mánuöi, eða eitthvað slikt. Það er bara biötimi. Við hinir verðum aö sætta okkurvið aðlifa lifinu innan veggja fangelsins. Martröð „Litla-Hraun er blandaður staður. Þarna eru heilbrigðir menn, og sviptimenn saman. Sviptimenn köllum viö þá sem sviptir hafa veriö sjálfræði. Þeir eru ekkert annað en geðveikir af- brotamenn sem eiga eftir aö vera lokaðir inni alla sina ævi, og ég þarf ekki að lýsa þvi hversu „ljótt” það er af yfirvöldum að setja svona saman.heilbrigða og sjúka. Það er veriö aö refsa sjúk- um mönnum fyrir að vera sjúkir og það gefur auga leið aö það er tvennt óltkt fyrir venjulegan mann að vera lokaður inni, og að vera lokaöur inni með geðveikum mönnum. Þessir sviptimenn taka mikið af athygli manns, og ungir og óharönaöir menn sem koma þarna oft standa i miklu andlegu striði til að byrja með. Það þarf að umgangast sviptimenn á sér- stakanhátt. Sem dæmi um hvaða áhrif þetta hefur má nefna að I martröðum sem ég fékk fyrst eftir að ég kom á Hrauniö voru sviptimenn I aðalhlutverki. Martraðir eru nokkuö sem hver og einn einasti fangi gengur I gegnum i' fyrstu.” Jóhann segir að þó andlega llð- anin sé ekki góö á Litla-Hrauni, sé vel hlúð að þeirri llkamlegu. „Hinsvegar er vinnutilhögun slæm og gerir flesta að eirðar- lausum letingjum. Menn verða aö vinna 4 tima á dag og launin eru hálf verkamannalaun. Einn fimmti hluti fanga vinnur I akk- orði við að steypa hellur — þar eru skástu launin. Hinir eru í alls- kynsdútli, svosem aðsópa, skúra og svo að hnýta spyröubönd. Ég var oftast I hnýtingum. Það er fáránlegavinna.Maðurverður aö klára eitt búnt á dag, annars þýö- ir það vanalega innilokun. Með því að hamast er hægt að ljúka búntinu á 3 timum. Mórallinn er slæmur, — mönnum leiðist of- boðslega. Vinnuverkstjórinn virðist þvi miöur llta á Hrauniö sem fyrirtæki sem þurfiað standa undir sér, en sem betrunarhús. Selluvist Þegar fangar koma á Litla- Hraun fá þeir i hendur reglur sem þeim ber aö fylgja. Þar er m.a. fyrirskipuö hlýöni viö fangaverði og kveðið á um vinnuskyldu. t fangelsi liöa dagarnir I tilbreyt- ingarleysi. Klefinn er opnaður klukkan átta og þá er morgun- kaffi. Klukkan niu er farið út aö vinna, og unnið til klukkan ellefu. Þá er tveggja tima matarhlé. Sið- an er unniö frá eitt til þrjú. Um kvöldiðersvoaftur útivistartimi, milliklukkansjöog átta á vetrum og sjö og hálf-níu á sumrin. „Margir fanganna fara ekki mik- ið út. Þeir eiga viö allskonar vandamál að striða og vilja held- ur liggja inná klefa. Ef þú segist vera veikur, þá ertu lokaður inni i tvo daga, burtséö frá þvi hvort þú ert veikur eða ekki. Þaö er föst regla. Ef þú segir aftur á móti að þú ætlir ekki að vinna þá ertu lok- aöur inni miklu lengur. Ég kynnt- ist þvi sjálfur. Égvannþá við skúringar á hæl- inu og skúraði á nóttunni. Ég var oröinn talsvert leiður á þvi og baö fangavörðinn um að fá að hætta og fara I eitthvað annað, og hann sagðist myndu athuga það. Dálít- ið seinna bað ég aftur um það sama og var þá sagt að ég yrði aö halda áfram. Ég neit- aði og sagðist ekki ætla að halda áfram við þetta. Það kostaöi mig sextán daga. Það er misjafnt hvað menn fá mikið straff eftir agabrot. Það getur farið eftir fanganum og fangaverðinum. Ef fanginn er engill, þ.e. prúður eða sleikjuleg- ur, þá eru þeir kannski vægari. Ég veit annars ekki eftir hverju þeir fara. Það er mjög mikið um innilokanir hjá langtimamönn- um, sérstaklega fyrst. Ég t.d. var búinnaövera iþrjá mánuðiþegar égreyndiað strjúka. Ég komst nú aldrei út fyrir girðinguna. En ég var settur i fimmtán daga á sellu, þrjár vikurá skáp og hálfan mán- uð á klefa fyrir bragðið. Sella er það sem allir óttast. Þær eru fjórar, einskonar dýfliss- ur. Ljósglæta logar allan sólar- hringinn, ekkert klósett, heldur vatnsfata, steinrúm og steinborð og léleg loftræsting, og meðan þú ert þar færðu ekki að fara I baö, og ekki reykja. Lesefni og skrif- færi bönnuö, nema þá biblian, sem hægt er að fá, og 3-4 sigarettur á dag. Mönnum er ekki sagt hvað þeir eigi að vera þarna lengi, ef þeir brotna sleppa þeir fyrr. Eins ogég sagöi lenda flestir langdómamenn á sellu, sumir oft, og þá fyrir stroktilraunir eða ein- hverskonar læti. Skápvist Þegar ég losnaöi af sellu og var settur á skáp var næstum eins og ég væri frjáls. Þó er skápur ekk- ert nema mjög þröngur og litill klefisem notaður er fyrir refsing- ar. Þar var ég I þrjár vikur. I skáp er steinrúm eins og i sellu og þaðersvolítið aðég varðaðsofa i keng. Skáparnir eru þrír og þeir eru á þeim gangi sem mestur um- gangur er. Það má ekki lesa á skáp, en það má reykja. Þegar maður er svo lokaöur aftur i klef- anum rýmkar þetta allt, — þá má maður lesa, reykja og svo fram- vegis. Það eru engar reglur til, svo ég viti, yfir þaö sem mönnum er refsaö fyrir þarna. Ég varö vitni að þvi einusinni aö maður á miðj- um aldri sem verið hefur á Hrauninu af og til i niu ár, og er mikill skaphitamaður, var æstur upp af yfirfangaverðinum og síð- an settur á sellu fyrir að rifa kjaft. Þessi fangavöröur er sér- lega illa liðinn og viö höfum oft kvartað undan honum. En það er ekkert gert. Við fáum að kvarta eins og við viljum, en ekkert er nokkurntlma gert. Segja má að fangelsiö sé litið þjóðfélag. Og þar myndast mjög sérstæöur mórall. Það er enginn öruggur með neinn. Þarna á eng- inn félaga sem hann getur treyst fullkomlega. Slikt kemur aldrei til I fangelsi. En þótt afbrot mannaséumisjöfn, og þeir sjálfir lika, þá er viss heildarandi innan veggjanna. Sumir hlutir eru réttir i augum fangans á meöan þeir eru ekki réttir utan fangelsisins. Dæmi um þetta er dóp. Flestir fangarlita mjög frjálslegum aug- um á dóp, og annað slikt, sem smyglað er inn. Fyrir fangann er það ekkert annað en frelsi um stundarsakir aö taka dóp. Þetta ættu allir að skilja sem um hverja helgi þurfa að létta á sinu daglega streði. Ég passaði mig alltaf á þvi að vera nokkuö hlutlaus innan fangasamfélagsins. Þarna mynd- ast klikur, kannski svona þrjár- fjórar, og flestir tilheyra ákveð- inni klilcu. Klikurnar eru mis- munandi og viö köllum klikur þeirra sem hafa væga dóma, góð ar klikur. Þær virða allar reglur og eru ekki með dóp. í>9. ORLOFSHÚS V.R. DVALARLEYFI Frá og með 26. apríl næst komandi, verða afgreidd dvalarleyfi í orlofshúsum Verzlunar mannafélags Reykjavíkur, sem eru á eftirtöld um stöðum: • 2 hús að Ölvusborgum f Hveragerði • 7 " að Húsafelli í Borgarfirði • 1 •• að Svignaskarði í Borgarfirði • 4 " að lllugastöðum f Fnjóskadal og • 1 •• í Vatnsfirði, Barðaströnd Þeir sem ekki hafa dvalið sl. 5 ár í orlofs- húsunum á tímabilinu frá 2. maí til 15. september, sitja fyrir dvalarleyfum til 10. maí n.k. Leiga verður kr. 25.000.- á viku og greiðist við úthlutun. Byrjað verður að afgreiða dvalarleyfi á skrifstofu V.R., að Hagamel 4, laug- ardag 26. aprfl frá kl. 15.00 —19.00. Úthlutað verður eftir þeirri röð, sem umsóknir berast. Ekki verður tekið á móti umsóknum bréfíega eða sfmleiðis. SÉRSTÖK ATHYGLI ER VAKIN Á ÞVÍ AÐ DVALARLEYFl VERÐA AFGREIDD FRA KL 15.00-19.00 NK. LAUGARDAG Vers/unarmannafé/ag Reykjavíkur

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.