Helgarpósturinn - 24.04.1980, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 24.04.1980, Blaðsíða 5
5 helgarpásturinn- Föstudag ur 25. apríl 1980 semd enda féllst Þorvaldur á ósk Ragnars. Þessa viku ftíru stjórnarandstæöingar meö öll forsetavöld á Alþingi. Þorvaldur Garöar I E.d. I sjúkrafrii Helga Seljan. Sverrir Hermannsson er forseti N.d. og Pétur varaforseti Sigurösson stjórnaöi fundum S.þ. en Jtín forseti Helgason var i Portúgal. Þó stjómmálaþarátta sé oft óvægin og hörö i þinginu varö þess i engu vart aö þessir forsetar úr hópi stjórnarand- stæðinga reyndu aö bregöa i forsetastóli fæti fyrir rikisstjórn- ina. Þeir greiddu fyrir hennar málum og höföu allir Kolskegg heitinn til fyrirmyndar, en hann vildi ekki á þvi niöast sem honum var til trúaö. Strax og þeir voru komnir úr forsetastóli og I ræðu- sttíl vantaöi þá ekki skútyröi i garö stjómarinnar, né hvassar ádeilur. Ég haföi samband viö viö- skiptaráöherra útaf málefnum hitaveitufyrir noröan. Þá skrapp égtiltannlæknis mér til skemmt- unar. Ég þekki nefnilega tannlækni sem maöur hittir sér til andlegrar uppörvunar. Þá snerist ég I fyrirgreiðslum fyrir nokkra menn. Voöalega hafa asnakjálkar logiö uppá fyrirgreiðslupólitik- ina. Ég er stoltur af þvi aö vera fyrirgreiöslumaöur. Bæöi liöur mér ekki illa aö gera öörum greiöa og svo hef ég aldrei verið beöinn aö reka erindi sem ekki var heiöarlegt eöa til sæmdar aö þoka áleiöis. Klukkan tvö hófst fundur i Sameinuöuþingi. A dagskrá voru þrettán mál. Fyrst vom nokkrar atkvæöagreiöslur, siöan fékk Kjartan Jóhannsson oröiö utan dagskrár. Kjartan vildi vita hvers vegna hann fengi ekki aö tala i Utvarpiö I kvöld, hvers- vegna þessari útvarpsumræöu væri frestaö fram yfir helgi? Hélt hann allmikla tölu þvi Kjartan er aö vissu leyti glöggur og saumaöi talsvert aö fjármálaráöherra, sem varöi sig af hógværö. Upphófust nú miklar umræður og fóru stjórnarandstæöingar ham- förum. Lengst gengu aö vanda Halldór Blöndal og Vilmundur Gylfason i skömmum um forsætisráöherra og litillega um rikisstjórnina. Gunnar Thoroddsen sagði aö „þetta væri mikill misskilningur” hjá þeim. Alveg er furöulegt þegar stjórnarandstæöingar eru aö fárast útaf efnahagsástandinu i landinu eins og þaö er nú. Þessir menn, kratarnir sem ekki þoröu i fyrrahaust aö takast á viö vandann heldur hlupu fyrir borö á stjtírnarskútunni og steyptu þjóöinni út i kosningar i félagi viö Sjálfstæöismenn og dmsluöust I ráðuneytunum I umboöi og á ábyrgöþeirraog Sjálfstæöismenn telja liklega einnig aö menn séu búnir aö gleyma 4 ára ráöaleysi þeirra. Siöan fyrst i október hefur margt breyst til hins verra. Ef viö heföum þá boriö gæfu til aö framkvæma þau úrræöi sem þá voru f undirbúningi þá væri vandinnminni nú. Þess vegna em ádeilur þeirra núna marklaust kjaftæöi. Vilmundur vilditelja nUverandi rtkisstjórn veika og óstarfhæfa. Ekki er ég sammála honum. Þetta er miklu sterkari stjóm og samhentari heldur en siöasta rikisstjórn sem varö aö eiga sitt undir geöbrigöum hinna örgeröu þingmanna Alþyðuflokksins. Hlé var gert á utan-dagskrár- umræöunum i hálfan annan klukkutima. Ég boöaöi þing- flokksfund og þar afgreiddum viö fyrir okkar leyti tvö mikilsverö mál. Klukkan hálf sex hófust aftur ræöuhöld Kjartans. Forsetar ákváöu aö hafa ekki fundi á föstu- degi og þá sá ég aö þeim degi yröi betur variö i Skagafiröi en Reykjavlk. Ég fékk frestaö fram yfir helgi fundi I Sjávarútvegs- ráöuney ti sem ég átti aö vera á og ákvaö aö draga fund I allsherjar- nefnd S.þ. fram i næstu viku og einnig fund I iönamefnd N.D. sem ég heföi getaö haldiö á föstu- daginn. Lagöi ég svo af staö noröur og kom heim til min upp úr miönætti. Aður en ég lagöi af staö norður haföi ég samband viö blaöamenn áDagblaöinuUtaf tísannindafrétt sem birtist í fimmtudagsblaöinu og var um meinta afstööu þingmanna Framsóknarflokksins til Jan Mayen deilunnar og þó sér I lagi til ólafs Jóhannessonar. Þetta fannst þeim ekki gaman á Dagblaöinu, þeim er eitthvaö litiö um ólaf Jóhannesson. ómar fréttastjóri sendi mig á Atla og Atli spurði „Er þetta langt hjá þér Páll?” Min athugasemd heföi mátt vera lengri og hún var ræki- lega falin á auglysingasfðu i föstudagsblaöinu. Föstudagur: Vaknaöisnemma og fór Ifjósiö. Langaöi þá á hestbak en fór noröur ISkagafjörö, þar komst ég ekki yfir aö hitta nema suma af þeim sem ég ætlaöi, þannig aö laugardaginn þurfti ég lika noröur yfir. Siöari hluta laugar- dagsins gat ég verið heima. Ég leitaöi kinda sem héldu aö vorið væri komiö og vildu liggja úti. Ég var vel riöandi og fann þær, þá fannst mér gaman. Sunnudaginn var veiöifélagsfundur i Húnaveri, siöan suöurferö og önnur vika byrjuö I þinginu. Eitt af þvi sem gerir þingstörfin ánægjuleg er þaö aö maöur veit aldrei aö morgni hvaö dagurinn ber I skauti sér. Alltaf getur eitthvaö óvænt gerst. Þegar þessari viku er lokiö og maöur litur til baka veröur þaö aö viöurkennast aö þetta hafa veriö freraur hvers- dagslegir dagar og ekki get ég raupað af neinum afrekum unn- um í vikunni og tel ég nú aö ég hafi gert bón Björns Vignis ristjóra Helgarpóstsins. „Þótt stjórnmálabarátta sé oft óvægin og hörö f þinginu, varö þess f engu vart aö þessir forsetar Ur hópi stjórnarandstæöinga reyndu að bregöa i forsetastóli fæti fyrir rikisstjórnina”. 0\ Nú bjódum við fjölbreytt úrval af gólfdúk- um frcí DOMCO á ótrúlega hagstæðu verði. Einnig fjöldi annarra gólfdúka. Ótal litir og munstur — margir verðflokkar. Byggingavörudeild Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Helgarpósturinn Ómissandi um hverja helgi Sími 8-28-66 Austurríki — ítalfa Vin — Rimini-Riccione 3 vikur — Brottför 10. mai Ferðatilhögun: Flogiö aö morgni 10. maí beint dagflug til Vinarborgar, þar sem gist verður. Daginn eftir veröur svo ekiö til Wörthersee viö Klagenfurt, þar sem gist veröur. Á þriöja degi er ekið til Riccione, sem er sumardvalarstaöur á Riministröndinni. Þar veröur svo haidiö kyrru fyrir í 10 daga. Gefinn veröur kostur á dagsferöum og tveggja daga ferö til Rómar, fyrir þá sem þess óska. 23. maí veröur svo ekiö til Feneyja og dvaliö þar í einn dag. Síðan veröur ekiö til Graz og haföur þar næturstaöur. Daginn eftir, þann 25. maí, verður svo komiö aftur til Vínarborgar og dvaliö þar í 6 daga. í Vín veröa skipulagöar skoöunarferöir. Heim veröur svo haldiö síödegis þann 31. maí meö beinu flugi til Keflavíkur. Þetta er einstök ferd og er framboö á sætum takmarkað. Ferðaskrifstofan 3TC34VTMC Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.