Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 6

Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 6
6 Föstudagur 25. apríl 1980 _he/garpásturinru um sinn. „Þeir eru nokkrir bún- ir aö tilkynna mér aö þeir komi i sumar”, segir hann og tekur aöra beygju. „Sá fyrsti sem ég veit um kemur tuttugasta júnl. Þaöer ekkertsældarlif aö vera leigubilstjóri á Islandi i dag. Fyrir sjö árum siöan, áriö 1973 var útgeröarkostnaöur af venjulegum leigubil einn þriöji af innkomnum tekjum. 1 dag er útgerðarkostnaðurinn tveir þriöju, svo rýrnunin hefur orðið mikil.” Bjarni eykur hraöann. ,,Þá var sömuleiöis hægt aö fá svona sex til átta litra fyrir startgjaldiö, en i dag kostar bensinlitri 370, og startgjaldið er 1400. Fyrir fimm til sex árum fylgdust aö kostnaöur viö klippingu hjá hárskera og start- gjaldið, en nú fær enginn klipp- ingu fyrir minna en tvö þúsund og fimm hundruð. Ég held aö viö séum langt á eftir öörum stéttum i okkar kjarabaráttu og það er illa haldiö á málum okkar.” Brjótum landslög „Til að hafa mannsæmandi laun verðum viö hreinlega að brjóta landslög á hverjum degi, með þvi að vinna 14 til 18 stundir á sólarhring. Svoleiöis lagaö gengur ekki hjá mönnum sem komnir eru á miöjan aldur eöa þar yfir. Fjölskyldulif veröur heldur ekkert”. Bjarni er ekki lengi að svara spurningunni hvers vegna menn gerðust þá yfirleitt- leigubil- stjórar: „vegna þess aö þeir eru sjálfs sins herrar”, segir hann. Sjálfur hefur hann keyrt frá 1972, en var áöur bilstjóri á rútum og strætisvögnum. „Ég er i þessum almenna akstri eins og hver annar”, segir hann, „en viö erum eiginlega tveir hérna, sem höfum kreyrslu meö laxveiðimennina, ég og Magnús Hjartarson hjá BSR. Það er eiginlega okkar sérsviö”. Siöu- múlinn er nú aftur i augsýn. Bjarni er ekki alveg búinn aö úttala sig um hin bágu kjör leigubilstjóranna: „Þaö er forkastanlegt að leigubilstjóri á Islandi skuli aka á þvi sem næst sama gjaldi og opinberir starfsmenn. Það munar nokkrum krónum á kilómetra- gjaldinu hjá opinberum starfs- mönnum og á gjaldinu sem leigubilstjórar fá. Þegar opin- beir starfsmenn fá svo fullt kaup ofan á gjaldiö, má hrein- lega segja að miöaö viö þá, aö þá ökum viö kauplaust.” Bjarni stöðvar limósinið, opnar huröina fyrir farþeganum, og brunar siöan hljóölega i burtu. viðtal: Guðjón Ar igrimsson myndir: I riðþjófur Bjarni ekur finum bil, Buick le Sabre, svörtum og glansandi þegar Helgarpósturinn fer eina bunu meö honum um bæinn. „Þeir eru sumir ekki alveg ánægöir meö bilinn”, segiri Bjarni, og á bá viö forstjórana útlendu. „Þeir hafan fariðfram á það viö mig aö ég fengi mér nýjan sjö eöa átta manna Cadilac. En það yröi erfitt. Slikur bfll mundi kosta þrjátiu og fimm til fjörutlu milljónir, og ég sé ekki fram á aö geta klofiö svoleiöis fjárfest- ingar i náinni framtiö. Þessi sem ég er á ndna kostar ekki nema 15 til 16 milljónir nýr.” Hollywoodstjörnur Bjarni bakkar útúr stæðinu viö Siöumúlann ogbilinn svifur mjúklega i áttina að Miklu- braut. „Ætli þaö sé ekki fyrst og fremst tungumálakunnátta sem veldur þvi aö ég sit fyrir i þessari keyrslu. En svo hef ég komist inná nokkra menn, sem koma ár eftir ár hingaö til lands og biöja alltaf um mig 1 aksturinn. Svo spilar billinn náttúrulega inni” segir Bjarni og tekur beygju meö annarri hendi. „Þetta eru sömu mennirnir ár eftir ár, mikiö forstjórar fyrir ýmsum stórfyrirtækjum, sem koma hingaö i lax meö sinum einkaþotum. Yfirleitt taka þeir nokkra gesti með sér og þaö eru oft frægar Hollywood-stjörnur, geimfarar, eöa þekktir menn á stjórnmálasviðinu. Langmest eru þeir Bandarikjamenn en ég hef einnig ekiö meö Breta og Hollendinga. Einn maöur sem ég hef til dæmis kynnst vel i gegnum aksturinn er stjói’nar- formaöur Uniliver; fyrirtæki sem hefur 370 þúsund manns i /innu i 27 löndum. Af þekktum stjörnum sem hingaö hafa komiö gæti ég svo nefnt Julie Andrews, Jessica Langesem lék i King Kong, ballettdansarann Baiysnikov, geimfarann Neil Armstrong, hertogann af Wellington og Karl Bretaprins. En flestir eru þó ekki siður frægir á viöskiptasviöinu.” Mesti lygari á Islandi Bjarni tyllir fæti á aflbremsurnar og billinn stöövast á rauöu ljósi á Miklu- brautinni. „Umgengni þessa fólks er óaðfinnanleg. Þeir eru flestir svo rikir þessir karlar að þeir þurfa ekki aö vera með stæla. Einn þeirra sagöi mér einu sinni að ef ég sæi Amerikana slá um sig pen- ingum, þá gæti ég bókaö aö hann væri ekki orðinn rikur enn- þá, heldur væri aö veröa þaö.” Bjarni færir fótinn yfir á bensinið. „Flestir koma þeir til aö veiöa lax. En þó hafa þetta veriö þannig menn aö ég hef þurft að hafa bilinn standbæ i heila viku við laxveiðiána, til aö geta ekið i Reykiavik samstundis. Þegar kallið kemur til þessara manna, og þeir fljúga út, þá eru ekki nein smámál á feröinni.” „Ég væri sjálfsagt talinn mesti lygari á Islandi ef ég færi að segja sögur af þvi hvað pen- ingar hafa lítið aö segja fyrir þessa menn. Þeir vita ekki hvað það er að velta fyrir sér smápeningum. Svo er annað, og þaö er aö þetta eru menn sem koma hingaö til aö vera I friöi og ég get þess vegna ekki veriö að nefna nöfn þeirra sem koma aftur og aftur”, segir Bjarni. „Stundum eru geröir hér stórir viðskiptasamningar. Einn keyröi ég til dæmis i laxveiðiá á-Vesturlandi og þar geröi hann samning viö ameri- kana um leigu á 27 flutninga- skipum. Ég hef verið meö skipakóngi hér, sem geröi griöarlega stóran samning, meöan hann var hér viö eina laxveiöiána. En oftast eru þetta afslöppunarferöir.” Og Bjarni bætir viö aö eini augljósi munurinn á milljónerunum og þeim minna efnuöu væri sá aö þeir riku drekka ekkert nema sömu tegund af viskii. Þeir hafi sina tegund og liti ekki viö ööru. Einkaþota undir laxinn „Þeir gera kröfur aö sjálf- sögöu”, segfr Bjarni og togar i stýriö i fagurri hægribeygju „En þeir kunna sig. Ef á reynir fá þeir allt sem þeir vilja. Flestir láta reykja laxinn hér á Islandi og þá munar ekkert um aö senda einkaþotu hingaö til aö ná i 60 til 70 kiló af laxi, ef þeir þurfa að nota laxinn i veislu fyrir kunningjana.” „Ég er ánægöur, það er þaö einar' sem ég get sagt”, svarar Bjarni þegar hann er spuröur hvort það sé ekki arö- bært að aka milljónerum. Og meira varö ekki togaö upp úr honum um það. En hann kemur til meö aö halda bessu áfram — Rætt við Bjarna Pálmason, sem ekur erlendum milljóna- mæringum um landið Bjarni Pálmason hefur nokkra sérstööu meöal leigubil- stjóra. Hann keyrir hjá BSR, og rúntar eins og aörir leigubil- stjórar talsveröan hluta ársins. Á sumrin er hann yfirleitt upptekinnviö annaö.Hann gerist þá einkabilstjóri, eöa chauffeur, forríkra útlendinga sem koma hingaö til lands i laxveiöi.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.