Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 23

Helgarpósturinn - 24.04.1980, Qupperneq 23
23 _he/qarpn^turinn Föstudagur 25. april 1980 „Þetta er ekki aðeins vanda- mál. Það er allt of vægt til orða tekið. Menn innan sambandsins fá bókstaflega ,,exem” í hvert skipti sem minnst er á forseta- kjörið. Ástæðan fyrir þvi er einföld. Menn sjá engan góðan kandídat i embættið neins stað- ar.” Þetta sagöi Alþýðubandalags- maður i innsta hring Alþýðu- sambands tslands við mig, er ég spurði hann hvort linur væru farnar að skýrast i sambandi við kosningu forseta Alþýðu- sambands Islands, en þing sambandsins verður haldið i lok kosninga, þáverða þær öldur ekki lægðar með þeirri málamiðlun, að Snorri haldi áfram. Hann vilí hætta og ætlar sér það. En hverjir eru möguleikar þeirra, sem nefndir voru hér i upphafi sem væntanlegir kandi- datar? Litum fyrst á kratana tvo, Karvel og Karl Steinar. Menn ætla, aö fyrr en si'öar verið þaö afgreitt á flokksgrundvelli innan Alþýðuflokksins hvorn þeirra eigi að reyna að keyra í gegn. Hvor það veröur, er ómögulegt aö segja á þessari stundu, en i samtölum minum viö áhrifamenn innan verkalýðshreyfingarinnar Verkalýðshreyfingin hefur gleymt að ala upp forustumenn AUGLÝST EFTIR FORSETA nóvember næsta haust. Margir eru þegarnefndir til embættisins, en það verður aöeins einn valinn. Þau nöfn sem oftast eru nefnd eru Karl Steinar Guönason þing- maður, varaformaður Verka- mannasambands Islands og formaður Verkalýðs- og sjóm annafélags Suðurnesja, Karvel Pálmason verkalýðs- forkólfurinn og þingmaðurinn frá Bolungarvík, Benedikt Daviðsson formaður Sambands byggingar- manna, Asmundur Stefánsson f r am k v æ md a s t j ó r i ASÍ, Guðmundur J. Guðmundsson formaöur Verkam.sambands- in.s og Björn Þórhallsson formaður Landssambands islenskra verslunarmanna. Tveir þeir fyrstnefndu eru Alþýöu- flokksmenn, þrir næstu Alþýðu- bandalagsmenn og sá siðastnefndi sjálfstæðismaður. Nöfn ýmissa annarra hafa einnig heyrst i umræöu, svo sem Bjarn- friöur Leósdóttir, Aðalheiöur Bjarnfreösdóttir og Jón Helgason frá Akureyri. Þeirra er þó jafnan getið i framhjáhlaupi. Það er kannski rétt, áöur en lengra er haldið að geta þess aö Snorri Jónsson nUverandi forseti ASÍ mun undir engum kring- umstæðum ljá máls á þvi, að hann haldi áfram starfi sinu. Hann mun nú þegar vera kominn með eftirlaunaréttindi og vill fá frið eftir langt starf innan hreyf- ingarinnar. I ýmsum félaga- i samtökum hefur það stundum verið þrautalending aö fá menn tilaðsitjaáfram, þegar ekki næst samkomulag um eftirmenn. i þessu tilviki er þessi leiö þó talin útilokuð. Þótt allt fari i háaloft á þinginu I haust vegna forseta- voru menn á einu máli um það, aö Karvel sækti þetta mun fastar. „Styrkur Karls Steinars liggur fyrst og fremst innan Verka- mannasambandsins og auðvitað meðal krata,” sagði einn miöstjórnarmaður úr ASl „Hins vegar er hans veikleiki kannski fyrst og fremst sá, að hann þykir ekki nægilega litrikur og harður. Þá þykir hann ekki um of ábyggi- legur.” Þessi sami miðstjórnarmaður, taldi möguleika Karvels á emb- ættinu ekki mikla, jafnvel þótt hann yrði eini kandidat Alþýðu- flokksins. „Mönnum þykir Karvel um of óútreiknanlegur. Hann ger- ir stundum góða hluti og hefur kjark við og viö. Margir lita á þetta samningsævintýri hans á Bolungarvik, sem dæmi um kjark hans og þor, en hræddur er ég um að þetta upphlaup hans hjálpi honum ekki til áhrifa innan sam- bandsins. Alþýðusambands- mönnum þykir hann of mikiö fyrir það að hlaupa Utundan sér ef hannteljisér persónulega hag i þvi. Þannig menn eiga ekki heima á forsetastóli i ASt. Sannleikurinn er sá, að Karvel á litið fylgi innan sambandsins, þótt fjöldafylgi meðal verka- manna eigihann eflaust nokkuð.” tsama streng tóku nokkrir aðr- ir forkólfar verkalýðshreyfingar- innar er ég talaði við þá um möguleika Karvels og Karls Steinars. Einn þeirra sagði meginatriði i þessum slagsmál- um öllum vera það hvernig blokkamyndanir yrðu. Myndu sjálfstæöismenn, framsóknar- menn og Alþýöuflokksmenn, sameinast gegn frambjóðanda Alþýðubandalags, eða yrðu mynaaðar blokkir a öörum grundvelli. Það er mál ir.anna, að Alþýðu- bandalagiö sé i talsverðum vand- ræðum vegna komandi forseta- kjörs. ,,Við viljum embættið,” sagði Alþýðubandalagsmaöur innan miðstjórnar. „Vandinn er einungis sá, hverjum við eigum að stilla upp.” Benedikt Daviðsson formaður Sambands byggingarmanna þykir ef til vill liklegasti kostur- inn hjá þeim Alþýðubanda- lagsmönnum. Hannþykir hæf- ur vel til embættisins, en hann hefur sinn akkilesarhæl. Hann er nefnilega einn af forystu- mönnum ,, uppmæling'aaðalsins” svokallaða innan verka- lýðshreyfingainnar og sú deild er ekki ofarlega á vinsældar- listanum hjá fulltrúum láglaunahópanna innan ASl rSS. Verkamanna sambandsins. ,,Ég býst við að Benedikt verði svona frameftir sumri viðraöur sem væntanlegur kandidat Alþýöubandalagsins,” sagði einn Alþýðubandalags- manna sem ég ræddi við.,,Ef óvænlega horfir þá með hans framboð, þá verðum við að róa á önnur mið.” Annar miöstjórnarmaöur I ASl kvaöst aðspurður ekki telja möguleika Benedikts mikla. Sagöi hann heiftina gagnvart uppmælingaaðlinum slika, að jafnvel hörðustu Alþýðubanda- lagsmenn i láglaunahópunum gætu ekki samvisku sinnar vegna kosið fulltrúa „aðalsins” sem forseta heildarsamtakanna. Kemur þá til sögunnar Guömundur J Guðmundsson. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er áhugi hans á hinu valdamikla embætti ekki mikill, a.m.k. eins og sakir standa. Þá þykir þingseta Guðmundar spilla nokkuð fyrir eins og reyndar er lika uppi á teningnum varöandi þá félaga, Karvel og Karl' Steinar.I hugum margra, skal forseti ASI vera yfir hið daglega dægurþras hafinn og vera fyrst og fremst faglegur i hugsun.Þessari skoðun hefur á siðustu árum sifellt vaxið fiskur um hrygg, enda telja margir að það sé ekki seinna vænna aö verka- lýðshreyfingin risi úr öskustónni og láti aö sér kveða. Forystumaður hreyfingarinnar yrði að gefa sig allan að sliku verkefni og þingseta og flokks- pólitskar þrætur gætu slævt þrek- ið og kjarkinn. ... Ég er handviss um þaö, að þegar Asmundur Stefánsson var kjörinn framkvæmdastjóri ASl þá voru Alþýðu bandalagsmenn að ryðja honum braut að forseta- stóli I ASI seinna meir," sagði Alþýðuflokksmaður innan verka- lýðshreyfingarinnar „Það kæmi mér þvi ekkert á óvart. þótt það yrði einmitt Asmundur sem yrði hinn eini og sanni frambjóðandi Alþýðubandalagsins þegar nær dregur þinginu.” Miðstjórnarmaður einn á hægri væng stjórnmálanna, taldi það og ekki óliklegt að Asmundur kæmi verulega inn r þetta dæmi þegar haustaöi .Asmundur er hátt skrifaður hjá öllum flokkum innan ASt og ekki þekktur af öðru en drengskap og dug.Við réttar aðstæður gæti hann átt möguleika.” Þeir Alþýðubandalagsmenn sem ég talaði við, voru hins vegar á öðru máli. „Það er fjarstæða, að við komum til með að nota Asmund i þetta starf,” sagði einn þeirra. „Fyrir það fyrsta er Asmundur ekki félagi i ASI og sem slikur þar meö ekki kjörgengur. Það mætti að visu senda hann einn túr á togara, eða I viku sem benslnafgreiöslumann og láta hann jafnframt ganga i viðkomandi verkalýösfélag, en slikar hundakUnstir yröu vart vel liðnar. Enn er einn ónefndur og er það Björn Þórhallsson Sem mögulegur kandidat hefur hann einn þungan djöful að draga hann er féiagi i Sjálfstæðis- INNLEND flokknum og margir eru þeir innan verkalýðshreyfingarinnar, sem fengju fyrir hjartaö aöeins við tilhugsunina að Sjálfstæðis- maður sæti i forsetastóli Alþýðu- sambands tslands. Hins vegar þykirBjörn faglegur I hugsun. og fyrir það hefur hann hlotiö virðingu hjá hinum ólíkustu hópum Alþýðusambandsins. „Björn hefur ekki látiö flokk sinn Sjalfstæðisflokkinn segja sér fyrir verkum,” sagöi Alþýðu- bandalagsmaöur innan miðstórn- ar. „Hann hefur tekið sina sjálf- stæðu faglegu afstööu óháða vilja flokksapparatsins. Þaö breytir þó ekki þeirri staöreynd að hann er I Sjálfstæðisflokknum. Um leið eru möguleikar hans foknir Ut i veður og vind.” Alþýöuflokksmaður I miðstjórn hafði svipaða sögu að segja viðvlkjandi Birni en sagði jafnframt „Ég held aö styrkur Bjöms liggi kannski hvaö helst innan Alþýöubandalagsins. Sam- flokksmenn hans eru ekkert of ánægöir meö breytni hans I rikis- stjórnarmynduninni siðustu þar sem hann studdi Gunnar Thoroddsen. Það er ekki gleymt. Hins vegar hefur hann nokkra með sér og mér býöur svo hugur, að Alþýðubandalagiö bjóði hon- um til borðs. Hann íái þá jafnvel varaforsetaembætti i skiptum fyrir stuðning viö forsetakandidat Alþý ðuba ndalags. ’ ’ En umfram allt er ljóst að mikið vatn á enn eftir aö renna tii sjávar i þessum þreifingum öllum. Eru kannski öll kurl ekki kominn til grafar ennþá? Má búast við einhverju spútnikfram- boði á siöustu stundu? Ekki töldu viömælendur minir likur á sliku, Þaö er engan slikan mann aö sjá, sögðu þeir. „Verkalýðshreyfingin getur sjálfri sér um kennt um það ástand sem nú er aö koma upp”, sagði ónefndur miðstjórnar mað- ur. „Hreyfingin á aö ala upp unga oghæfa menn i þvi sjónarmiöi aö seinna meir geti þeir tekiö við forystutaumunum. Þetta hefur gleymst og afleiöingin getur orðið sú, að Alþýöusamband Islands standi uppi margklofiö og forystulltið eftir þingið I haust.” eftir Guðmund Arna Stefánsson YFIRSÝN Það mikið er vist eftir for- kosningarnar i Pennsylvaniu að frambjóðandi repúblikana i forsetakosningunum i Banda- rikjunum i nóvember verður Ronald Reagan, svo fremi gamla leikaranum endist lif og heilsa. Eins og i fleiri fylkjum var for- kosningin i Pennsylvaniu tvenns konar. Kjósendur völdu jöfnum höndum milli forsetaefna flokk- anna og kusu fulltrúa á flokks- þingin. Ekkert samhengi þarf að vera milli úrslitanna i þessum tvenns konar atkvæðagreiðslum, og svo fór lika hjá repúblikönum i Pennsylvaniu. George Bush, sá Orslitin hjá demókrötum eru ekki eins skýr. Þegar þetta er fest á blað liggja úrslit ekki fyrir, en horfur virðast þær að Kennedy öldungadeildarmaður hafi betur i vinsældakeppninni við Carter for- seta, _en skipting milli þeirra á fulltrúum á flokksþing Demó- krataflokksins er enn óljós. Jafn- vel þótt Kennedy takist að merja meirihluta fulltrúanna sem er allsendis óvist þrátt fyrir að hann vinni sigur I valinu milli þeirra Carters á hann nær óleysanlegt verkefni fyrir höndum að vinna bug á yfirburðum Carters fram til þessa. Til þess að standa jafnfæt- Anderson. STAÐAN í KAPPHLAUPINU UM FORSETAEMBÆTTI BANDARÍKJANNA eini sem eftir er af forsetaefnum úr frjálslyndari armi Repúblik- anaflokksins, sigraði Reagan með yfirburðum i vali kjósenda milli forsetaefna. En sá sigur kemur fyrir litið á flokksþinginu i nóvember. Atta ára undirbúning- ur Reagans undir að komast i forsetaframboð bar ávöxt i Pennsylvaniu eins og viðar. Þrátt fyrir takmarkaðar vinsældir meðal almennings, er Reagan átrúnaðargoð kjarnans i Repú- blikanaflokknum, og hefur þaulskipulagt þetta fylgi sitt með tilliti til atkvæðastyrks á flokks- þinginu. Undirbúningsstarfið tryggði Reagan þvi mikinn meiri- hluta flokksþingsfulltrúanna frá Pennsylvaniu, þótt kjósendur höfnuðu manninum eindregið i valinu milli hans og Bush. Nú er svo komið að val flokks- þingsfulltrúa er langt til hálfnaö. Reagan hefur svo mikla yfir- burði, að vart er mögulegt aö Bush takist úr þessu að elta hann uppi. is Carter I fulltrúatölu á flokks- þinginu, verður Kennedy að hljóta rúma tvo þriðju flokks- þingsfulltrúa i fylkjunum sem enn eiga eftir að velja þá, og hvorki Kennedy né nokkur annar getur sýnt fram á, hvernig slik sigurganga sé möguleg. Horfurnar eru þvi yfirgnæfandi á að i forsetakosningunum verði það Ronald Reagan og Jimmy Carter sem eigist viö fyrir hönd stóru flokkanna tveggja. Mörgum bandariskum kjósanda hrýs hug- ur við þvi vali, og það er John Anderson fulltrúadeildarmanni ljóst. Hann hefur til þessa keppt að forsetaframboði fyrir repú- blikana en á þar enga möguleika lengur, þrátt fyrir furðu góðan árangur i nokkrum fylkjum. Fyrir rúmri viku dró Anderson sig i hlé úr baráttunni um fram- boð fyrir repúblikana til að hugsa ráð sitt. Nú er vænst ákvörðunar af hans hendi um að bjóða sig fram til forseta utan hins hefð- bundna flokkakerfis. Langt er slðan upp kom hreyf- ing meðal stuðningsmanna Andersons i þá veru að hvetja hann til sjálfstæðs framboðs. Hann skirskotar einkum til frjáls- lyndra kjósenda, sem hafna dýrk- un Reagans á peningavaldi, lög- regluvaldi og hervaldi jafnt og lausatökum Carters á stjórnkerf- inu og reikulli stefnu hans. Á næstunni eru síðustu forvöð að koma sjálfstæðu framboði fram i New Jersey, einu af fylkj- unum þar sem stuðningsmenn Andersons þykjast eygja sigur- möguleika, og nú verður hann þvi að hrökkva eða stökkva. Of seint er fyrir Anderson að fullnægja skilyrðum til framboðs i öllum fylkjum og þvi i rauninni útilokað að honum takist að sigra i for- setakosningunum, en þar meö er ekki sagt að framboð hans hljóti að veröa áhrifalaust á úrslitin. Skoðanakannanir sýna, að Anderson getur gert sér vonir um rúman fimmtung kjörfylgis i for- setakosningum, og tæki hann at- ERLEND kvæði nokkuð jafnt frá Carter og Reagan, sem hvor um sig fengju innan við tvo fimmtu atkvæða, væri kosið nú. Yrði svo mjótt á munum milli frambjóðenda stóru flokkanna á kjördag. þyrfti Anderson ekki að sigra nema i einu fjölmennu fylki eða tveimur til þremur fámennum fylkjum til að gera kjörmannasamkunduna, sem formlega hefur forsetakjör með höndum óályktunarhæfa. Hreinan meirihluta atkvæða þarf i kjörmannasamkundunni, til,að forsetakjör sé gilt. Sé hreinn meirihluti ekki fyrir hendi meðal kjörmanna, kemur i hlut fulltrúa- deildar Bandarikjaþings að velja forseta. Von stuðningsmanna Anderson er að sjálfstætt fram- boð hans geti komið sliku til leiðar, og fulltrúadeildarmenn eru ekki bundnir af úrslitum for- setakosninganna I fylkjunum eins og kjörmennirnir. Þetta er að sjálfsögðu f jarlægur möguleiki. en að hann skuli rædd- ur i alvöru sýnir óvissuna sem rikir i bandariskum stjórnmál- um. Þar þoka atburðir á alþjóða- vettvangi um þessar mundir úr sviðsljósinu fyrir innanlandsmál- um. Verðbólga fer mjög vaxandi, og spáð er að samdráttur i at- vinnulifi sé ánæsta leiti. Skoðana- kannanir i sambandi við forkosn- ingarnar i Pennsylvaniu leiddu i ljos, að horfur I efnahagsmálum voru langefst á blaði þeirra mála sem réðu afstöðu kjósenda. Þar með er ekki sagt að gislatakan i Teheran sé gleymd. Fylgi við hernaðarlegar ráð- stafanir til að knýja transstjórn til að láta gislana lausa fer vaxandi, og verði þeim mein gert þarf ekki að sökum að spyrja. eftir Magnús Torfa Ólafsson Misserislöng fangavist fimm tuga bandariskra sendiráðs- manna i höndum mannræningja i Teheran er það mál sem mest er til framdráttar Reagan og vald- beitingarboðskap hans i kosn- ingabaráttunni. Eins og nú horfir verður að telja mestar likur á að þessi aldurhnigni merkisberi hægri armsins i Repúblikana- flokknum verði næsti forseti Bandarikjanna, mistakist John Anderson sú ætlun að koma for- setakjörinu i hendur fulltrúa- deildar þingsins. Ekki er vafi á að vitneskjan um þróunina i bandariskum stjórn- málum hefur átt drjúgan þátt i að ýta undir utanrikisráðherra landa Efnahagsbandalags Evrópu að þrýsta fyrir sitt leyti á Iran að láta lausa bandarisku gislana. Verði ekki gerð gangskör að þvi fyrir miðjan mai að láta bandarisku sendiráðsmennina iausa, mun koma til fram- kvæmda viðskiptabann á Iran af hálfu rikja Efnahagsbandalags- ins, álíka viðtækt og það sem Bandarikjastjórn hefur þegar sett á landið. Með þvi að gerast Bandarikjun- um samstiga i refsiaðgerðum gagnvart Iran ætlast Evrópurikin til að á þau verði hlustað áður en gripið er til hernaðaraðgerða. Carrington lávarður, utanrikis- ráðherra Bretlands, sem lagði á ráðin um samþykkt Efnahags- bandalagsrikjanna fer innan skamms til Washington til við- ræðna við Vance starfsbróður sinn.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.