Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 14.03.1985, Blaðsíða 19
KVIKMYNDIR Töframaöurinn Tarkovskí eftir Ingólf Margeirsson Háskólabíó og Regnboginn: Bernska fvans (1962). Andrei Rubljov (1966). Solaris (1972). Leikstjóri: Andrei Tarkovskí. Það er tekið að líða á Tarkovskí-hátíðina sem haldin er þessa vikuna í Reykjavík, sov- éska leikstjóranum samnefnda til heiðurs og aðstoðar við hremmingar og stríð hans og eiginkonunnar Larissu við myrkraverk sov- éskra stjórnvalda sem neita börnum þeirra um fararleyfi til Vesturlanda. Aður en lengra er haldið: Kserar þakkir til Tarkovskíhópsins íslenska sem af framsýni, hugrekki og dugn- aði hefur fengið allar kvikmyndir þessa mikla myndskálds til fslands og leikstjórann sjálfan í ofanálag. Til hamingju! Þegar þetta er skrifað hafa þrjár myndir Tarkovskís verið sýndar: Bernska Ivans, Andrei Rubljov og Solaris. Eftir að hafa séð þessar myndir hefur undirritaður fengið á- kveðnar hugmyndir um Tarkovskí, hugar- heim hans, efnistök og hefðir í sovéskri kvik- myndagerðarlist. Lítum fyrst á hefðina. Það er greinilegt að Tarkovskí sækir í hið klass- íska skeið sovéskra mynda á öðrum og þriðja áratugnum; gengur í smiðju Sergej Eisen- steins, Vsevolod Pudovkins og ekki síst Alex- ander Dovsjenkós. Þannig má finna bein áhrif frá fjöldasenum Eisensteins (sérstak- lega í Andrei Rubljov) og keim af díalektr- ískri klippingu (Bernska ívans). Dýrin eru mikilvæg hjá Tarkovskí, fuglar, hundar og ekki síst hestar, þótt ekki tali þeir eins og í Vopnabúri (Arsenal) Pudovkins (1929). En fyrst og fremst er Tarkovskí undir sterkum áhrifum frá mesta myndskáldi klassíska tím- ans í Sovét, Dovsjenkó. Þannig sækir Tar- kovskí náttúrulýrík og frjósemisdulúð í fræg- ustu mynd Dovsjenkós, Jörö (1930). Sum myndskeiðin í Bernsku Ivans eru beint sótt í Jörð; eplin, regnið, dauðinn, ástin og jörðin. En hugarheimur Tarkovskís er síður en svo framsækin náttúrulýrík, umvafin bjartsýni hins unga, bolsjevíska þjóðfélags. Þvert á móti. Tarkovskí fjallar yfirleitt um tregann, minningarnar og sársauka þess að lifa. Hið Ijúfa liggur ekki í framtíðinni heldur í fortíð- inni. Þannig tengir hann á meistaralegan hátt í Bernsku ívans bjartar æskutilfinningar drengs við miskunnarlausan veruleika nú- tíðar í brennandi stríði. í Solaris. verður minningin líkömnuð; í geimnum flýtur geim- stöðin í hinu Hugsandi hafi sem getur endur- holdgað látna ástvini geimfaranna og sent þá inn í geimfarið. í geimnum ber geimfarinn með sér minningu um síðustu myndirnar frá jörðu, náttúru í einlit eða æðandi látlausar bílaraðir í flóknu vegakerfi stórborgar. í glugga geimfarsins er málmaskja með mold frá jörðu, fyrstu grænu sprotarnir uppúr. Hugarheimur Tarkovskís er í rauninni existensíalískur; með sterkum myndum og margslungnu táknmáli sýnir hann manninn og veru hans á jörðinni. Til áherslu þessu notar Tarkovskí ávallt frumelementin: Eld, vatn, loft — og jörð. Þau rjúfa oft raunsæis- rammann: Það rignir inni í húsi (Solaris), eld- ur og reykur gýs upp á ófyrirsjáanlegum stöðum (Bernska ívans) og loftið verður raf- magnað í fiðri (Andrei Rubljov). Af þessum þremur myndum er Andrei Rubljov sú ep- íska; segir langa sögu í mörgum þáttum með ártölum. En undir yfirborði frásögu munka og íkonmálara er spurt um frelsi listarinnar í heimi veraldlegra valda. Ekki var furða að sovésk stjórnvöld skildu sneiðina og frestuðu frumsýningu í fimm ár með ýmsum fyrir- slætti. Myndir Tarkovskís gera mikla kröfu til áhorfenda. Þær eru undantekningarlaust langar og flóknar í handriti, atburðarásin er hæg og margbrotin upp af myndskeiðum táknmáls og náttúruljóðrænu. Og Tarkovskí er sovéskur kvikmyndagerðarmaður með djúpar rætur í rússneskum kvikmyndahefð- um. Ameríkanseraðir kvikmyndahúsagestir eiga eflaust erfitt með að kyngja þessum myndum. En jafnvel forfallnir Hollywood- neytendur hljóta að verða snortnir af hinu mergjaða myndmáli töframannsins Tarkov- skís sem smýgur gegnum merg og bein og situr óralengi eftir í huganum. 1 næsta tölublaði verður fjallað um myndir síðari hluta Tarkovskí-hátíðarinnar, Spegil- inn, Stalker og Nostalgíu. -IM JAZZ Nýjar og nýgamlar skífur Ég minntist um daginn á svíngskífur frá RCA er Skífan flytur inn. í nýju Skífu-verslun- inni í Borgartúni má líka finna nútímadjass frá RCA. Allt eru það endurútgáfur á verkum er staðist hafa tímans tönn, ss. The Vibe Man með Gary Burton, Barefoot Boy með Larry Coryell, Tijuana Moods með Charles Mingus, Two ofa Kind með Gerry Mulligan og Paul Desmond, Chet Is Back með Chet Baker og Jazz Gala Concert með hljómsveit undir stjórn Þjóðverjans Peter Herboltz- heimer. Það kann kannski einhver að spyrja: Hvað er nú það? Þetta er þrusuband og í rýþmasveitinni m.a. Niels-Henning og Alex Riel og einleikararnir ekkert slor: Johnny Griffin, Gerry Mulligan, Art Farmer, Toots Thilemans, Stan Getz, Nat Adderley og Slide Hampton, svo þeir þekktustu séu taldir. Trommarinn Grady Tate syngur og Albert Mangelsdorf sem leikur í sveitinni fær að blása eitt lag þríraddað í básúnuna. Auk hljómsveitarstjórans útsetja Gerry Mulligan og Quincey Jones tónlistina. Stórgóð sam- vinna amerískra og evrópskra! „Þetta er besta skífa er ég hef hljóðritað,“ sagði Mingus um Tijuana Moods og fór þar ekki með neitt fleipur. Þessi skífa er í hópi hans bestu, ss. Mingus Ah Um og The Saint And The Sinner Lady. Chet Is Back er tekin upp í Róm árið 1962 og er Baker í góðu formi. Meðal hljóðfæraleikaranna eru Belg- arnir Bobby Jaspar, tenóristi og flautuleikari og René Thomas gítarleikari. Sonny RoIIins sagði um René að hann væri besti djassgítar- istinn síðan Charlie Christian. René var frá- bær sköpuður og einleikskaflar hans á þess- ari skífu hunang — frjóir og frumlegir. Mulligan og Desmond — bassi og tromma að auki — betra getur það varla verið. Léttur svalur blástur, klassísk stef og frumsamin. Það er mikill fengur að fá þessar RCA skíf- ur í verslanir hér og vonandi verður fram- hald á innflutningnum. Grammið heldur alltaf áfram að flytja inn skífur frá því þýska ECM og nýlega kom sending með nýjum skífum með Jack DeJohnette, Pat Metheny, John Abercrom- bie, Dave Holland og úrval af verkum norska saxafónsnillingsins Jan Garbarecks. Steinar sjá um að færa okkur það nýjasta og nú var að koma skífa með altóistanum Arthur Blythe: Put Sunshine In It. Þetta er sjöunda CBS skífa Blythes og ólík hinum fyrri, því hér blæs hann djassfönk. Verkin eru sex og öll eftir upptökustjórana, Todd Cochran og Bruce Purse, utan eitt: Senti- mental Walk, eftir Vladimir Cosma. Segja má að þetta sé Cochran/Purce skífa þarsem Blythe blæs vel að vanda og mættu Grover Washington og David Sanborn öfunda hann af blásturssnillinni en ekki efninu er hann moðar úr. Þetta hefði orðið miklu betri skífa ef Mezzoforte hefðu leikið undir hjá Blythe og Eyþór og Friðrik samið laglínurnar, — hvað um það — aðdáendur djassfönksins ættu að næla í hana þessa, en þeir er elska hinn hefðbundnari djass og ekkert eiga af Blythe ættu að ná sér í Blythe Spirit, því þó að forsíða albúmsins sé hallærisleg er tónlist- in mögnuð: Misty og Striking Up the Band í hefðbundnum stíl, Just a Closer Walk With Thee með gospelbragði og fjögur frumsamin verk að auki. Aðrar CBS skífur Blythe er enn má fá hér eru Illusions og Elaborations, þar sem öll verk eru frumsamin utan eitt og Light Blue frá því í fyrra, þarsem Blythe blæs verk Theloniusar Monks. Það er á hreinu að Svarti Arthur er einhver stórkostlegasti alt- isti djassins um þessar mundir! BARNABÖKMENNTIR Selurinn Snorri: Bönnuö bók! eftir Sölva Sveinsson Ætli Selurinn Snorri sé ekki sú bók, sem ég man best eftir úr æsku, a.m.k. var hún oft lesin fyrir mig, ekki síst „mislingaveturinn" minn, (van)sællar minningar. Líklega hefur Snorri selur þá verið með vandaðri bókum, með litmynd í hverri opnu, letur stórt og skýrt. Ekki man ég lengur víslega, hvað mér þótti skemmtilegast, en þykist vita að það hafi verið spennan sem fylgir baráttu góðs og ills. Þegar ég fletti bókinni núna vekja hins vegar athygli mína ljóðrænar myndir úr undirdjúpunum og háloftunum; smáfiskar, kuðungar, sæálfar og norðurljós dansa þar, hver á sínum stað eftir atvikum. Og auðvitað endar Selurinn Snorri vel eins og önnur ævintýri: Snorri sleppur úr bráðum lífs- háska, þrátt fyrir allt. Háhyrningurinn Glefs- ir fær makleg málagjöld illsku sinnar, en Voði ísbjörn fær ekkert fyrir sinn snúð og heldur lífi, því auðvitað er ekki hægt að út- rýma hinu illa ap öllu leyti, þá yrði lífið svo einlitt og tilbreytingarsnautt. Það var svo löngu seinna sem ég komst að raun um hvað Selurinn Snorri er söguleg bók og var reyndar bönnuð um hríð í heimalandi sínu, Noregi. Þjóðverjar gerðu innrás í Noreg 9. apríl 1940 og lögðu allt landið undir merki sitt, þótt þeim tækist aldrei að brjóta andstæð- inga sína á bak aftur, til hlítar. Vidkun Quisl- ing tók við stjórnartaumum, að nafninu til, og varð svo illræmdur fyrir vikið, að föður- landssvikarar eru eftir honum kallaðir, hvar sem þeir búa. Og haustið 1941 kom út saga Friðþjófs Sælen (f. 1917) um Snorra, og myndskreytti hann bókina sjálfur. Sagan hafði undirtitil: Dœmisaga í litum fyrir börn og fulloröna, og vísar hann veginn til skiln- ings á sögunni, því dýrasögur voru yfirleitt samdar handa börnum nema dýrin væru einhvers konar tákn fyrir menn. Þýsku hernámsyfirvöldunum varð bumb- ult af Snorra sel, og bókin var fljótlega bönn- uð, en sagan gekk manna í milli eftir sem áð- ur, „börnum og fullorðnum til ánægju", segir í norsku uppsláttarriti. Ef tekið er mið af að- stæðum í Noregi stríðsárin, verða Skeggi frændi (rostungur) og selirnir tákn þjóðhollra Norðmanna og Snorri eins konar persónugervingur Noregs og þjóðarinnar., Sultur og Svöng, mávahjón, eru fulltrúar norsku kvislinganna: „Það var eins og þau væru alltaf að bíða eftir einhverju. Svo höfðu þau gulan, falskan glampa í augunum og rauð merki yfir þeim. . . mávafólkið vildi ekkert hafa saman við Sult og Svöng að sælda lengur. Það hlaut því eitthvað að vera bogið við þau.“ ísbjörninn Voði og háhyrn- ingurinn Glefsir eru táknmyndir herraþjóð- arinnar, nasistanna, sem kvislingarnir þjóna í auðmýkt. Sultur og Svöng flytja Voða skila- boð: „Það vantaði ekki mýktina í vængina þeirra þá. Og þau görguðu ekki einu sinni.“ Um stund lætur Snorri glepjast af fagurgala mávanna og Voða, og munar litlu að hann súpi af því seyðið, en sleppur naumlega. En þá tekur ekki betra við: Föðurbani hans, Glefsir. Snorri kemst upp á jaka, dúsir þar, Glefsir undir og í kring, og með blíðmælgi reynir hann að komast yfir kópinn, síðar með krafti. Ætli ýmsir lesendur hafi ekki séð söguna í hnotskurn í þessum viðskiptum? Og vísast vonað að hún færi eins og í bókinni, þegar Snorri sleppur og lokkar Glefsi í gildru, þar sem Skeggi frændi vinnur á hon- um. Boðskapurinn: Með klókindum, stað- festu og krafti verður óvini komið á kné og þá verður aftur gott að lifa, skoða norðurljós, spegla sig o.s.frv. Allir íbúar íshafsins fögn- uðu dauða Glefsis — nema Sultur og Svöng. Selirnir (og menn vonandi líka) lærðu af reynslunni, og Snorri „skyldi varast þau Sult og Svöng. Hann ætlaði aldrei að láta þau tæla sig framar". Auðvitað lesa börn Snorra sel sem hvert annað ævintýri, enda er sagan ágæt. Hér- lendis hefur bókin verið gefin út þrisvar sinn- um, kannski oftar, og hún nýtur vinsælda í Noregi, bæði í sögulegu ljósi og sem ævintýri handa samtímanum. Selurinn Snorri er ágætt dæmi um bók sem býr yfir miklum lífs- háska, þegar að er gáð. HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.